Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með
þrjá í takinu núna,“ segir Katrín Olga Jóhannes-
dóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns
vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklings-
sviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony
Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskipta-
tækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada.
„Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með
þegar ég fer út á lífið.“
Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi
við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveð-
inn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flott-
ari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri,
svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar
sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-
síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og sam-
lokusímar – gjarnan í bleikum lit – sem þykja sér-
staklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að far-
símaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma
á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft,
að hennar sögn.
Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að
færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með sím-
unum, lítið skraut – oft nafn eða tákn – sem hangi á
þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu
ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá
sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir
bara,“ segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið
fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma
í að gramsa eftir farsímanum.
Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrif-
stofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálg-
ast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin,
er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar.
Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið,“ segir
Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo
sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski
kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af
BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar
sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum
ekki að hafa hlunka í töskunni,“ segir hún.
Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katr-
ínar og má líkja því við að hún sé að ræða um list-
mun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum:
„Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar
maður vill vera góður á því úti á lífinu,“ segir hún.
Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni
en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir far-
síma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það
svolítið eins og að klæða sig upp,“ segir Katrín.
„Þetta er hluti af því að fara út.“
Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við
þann frá Prada, sem suður-kóreski hátæknifram-
leiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem
nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slík-
um fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með
snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eigin-
lega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig,“
segir Katrín og bendir á að klukkan framan á sím-
anum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á far-
símum enda líti hún út eins og venjuleg klukka.
„Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann.
Hann lítur náttúrlega æðislega út – er kol svartur
og hentar mjög þeim sem líkar við litinn,“ segir
Katrín Olga.
D A G U R Í L Í F I . . .
Runólfs Ágústssonar, framkvæmdastjóra Keilis
MORGUNMATUR
Á PRIKINU Runólfur
Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Keilis, hefur flesta
sína mánudaga með
Cheerios, latte
og appelsínu-
safa á Prikinu.
MARKAÐURINN/GVA
Runólfur Ágústsson er framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða
og atvinnulífs á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. Keilir vinnur að uppbyggingu
háskólastarfs og háskólasamfélags þar. Alls hafa 500 íbúðir verið leigðar út til
háskólanema og fjölskyldna þeirra en á háskólasvæði Keilis munu um næstu
áramót búa um 1.100 manns.
5.30 Glaðvakna um miðja nótt eins og oft áður þessa síðustu og
verstu... Sú tíð er því miður liðin þegar maður gat sofið á morgn-
ana. Fer fram, hleypi hundinum út að pissa og opna svo tölvuna.
Undirbý kynningu fyrir væntanlegan fund í hádeginu og svara
nokkrum tölvupóstum. Þegar klukkan nálgast 8 er kominn tími til
að smella sér í snögga sturtu og tína á sig leppana.
8.15-8.45 Morgunmatur á Prikinu. Prikið er uppáhaldskaffihúsið
mitt og hefur þann kost að vera nánast við hliðina á helgarathvarfi
mínu við Ingólfsstæti. Þar hef ég yfirleitt vinnuvikuna á mánu-
dags morgnum með Cheeriosi og mjólk ásamt glasi af latte og
appelsínusafa. Skanna yfir blöðin og spjalla við aðra kaffihúsagesti
sem flestir eru fastakúnnar.
8.45-9.25 Reykjanesbraut. Það tekur mig um þrjú korter að aka
frá miðbæ Reykjavíkur suður á Vallarheiði. Þessi bíltúr í byrjun
vikunnar er góður tími. Annaðhvort hugsa ég um verkefnin fram-
undan eða tala í símann. Tíminn nýtist í báðum tilfellum vel.
9.25-12.30 Heilsa samstarfsfólki mínu og á með því ýmsa smá-
fundi um hin og þessi verkefni. Svara tölvupósti jafn óðum og hann
berst og tek nokkur símtöl. Undirbý verkefni vikunnar.
12.30-13.30 Kynning á starfsemi Keilis og Háskólavalla. Eftir
fundinn sýnum við gestum húsnæði og aðstöðu á Vellinum.
13.30-15.00 Hefðbundin skrifstofuvinna, ýmislegt snatt og tilfall-
andi verkefni.
15.00-17.00 Vinnufundur með Þorsteini Inga Sigfússyni og
Hallgrími Jónassyni frá Nýsköpunarmiðstöð um fyrirhugað sam-
starf. Mál í því sambandi undirbúin fyrir næsta stjórnarfund
Keilis.
17.00-17.30 Gönguferð með hundkvikindið um Vallarheiði í blíð-
skaparveðri.
17.30-20.00 Eftir stutt stopp í verslun Samkaupa á háskólasvæð-
inu er kominn tími á síðdegislúr í sófanum. Síðan eldamennska,
matur og fréttaneysla.
KL. 20.00-23.00 Skanna tölvupóst og net. Hringi í syni mína
og spjalla. Set síðan inn hugleiðingar um nýju bókina hennar
Elísabetar Jökulsdóttur á heimasíðuna mína, www.runolfur.is. Skríð
síðan upp í rúmið mitt á East Avenue 1215 á Keflavíkurflugvelli og
les Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur.
F R Í S T U N D I N
S Í M A R S E M K O M A V I Ð S Ö G U
Heiti Verð
BlackBerry Pearl 49.000*
LG Prada 69.000**
Motorola Dolce & Gabbana 39.995**
* Vodafone ** Farsímalagerinn
EKKI ALVEG EINS OG ÖMMUKLUKKA Katrín er sérstaklega
hrifin af klukkunni á Prada-símanum. MARKAÐURINN/VALLI
MÆÐGUR SÝNA SÍMANA Hrafnhildur Erna, fimm ára dóttir
Katrínar, fékk á dögunum sérstakan farsíma fyrir börn. Síminn er
af einföldustu gerð; einungis hægt að taka á móti símtölum og
hringja í fimm fyrirfram ákveðin númer. „Þetta er skiljanlega algjört
öryggistæki,“ segir Katrín, sem hér sýnir hinn margrómaða síma frá
LG undir merkjum Prada. MARKAÐURINN/VALLI
Farsíminn út á lífið
Sérstakir farsímar undir ákveðnum tískumerkjum þykja
einkar vinsælir hjá konum þegar farið er út á lífið.
„Ég var orðin 37 ára gömul og
farin að fitna dálítið hressilega,
svo ég skellti mér í líkamsrækt
til að ná af mér spikinu,“ segir
María Richter brosandi. Hún er
framkvæmdastjóri Byggingar
ehf. og líklega eina konan sem
stýrir slíku fyrirtæki hér á landi.
Hún keppti í vaxtar-
rækt en síðan greip
hana golfbakterían.
Hins vegar seg-
ist hún lítinn áhuga
hafa haft á íþróttum
framan af.
„Ég er ekki þessi
íþróttatýpa,“ segir
hún og brosir.
María hefur rekið
byggingafyrirtækið í
næstum tvo áratugi
ásamt manninum
sínum og tveimur öðrum hjónum.
Hún segist framan af ekki haft
mikinn tíma fyrir áhugamál.
Allur tíminn hafi farið í vinnuna
og barnauppeldi en hún á tvær
uppkomnar dætur.
„Ég var farin að sjá að ég
hefði þá meiri tíma fyrir mig
og ákvað að finna mér
eitthvert áhugamál,“
segir María um vaxtar-
ræktina. Hún keppti
þrisvar á Íslands-
móti og náði öðru sæt-
inu í sínum flokki í öll
skiptin.
„Ég er nú bara lukku-
leg með að hafa komist
lifandi frá þessu. Mér
finnst það nú eiginlega
afrek að standa á pínu-
litlu bikiníi uppi á svið-
inu á Brodway,“ segir
María og hlær.
Eftir þrjár keppnir
fannst henni komið nóg.
„Ég var komin yfir fer-
tugt og ákvað að prófa
golfið.“
Það segist hún aldrei
hafa ætlað að gera fyrr
en í ellinni. „En núna sé
ég eiginlega eftir því að
hafa ekki byrjað á þessu
fyrr. Þetta er skemmti-
legast í heimi.“
Þau hjónin sinna
golfinu saman og fara
þrisvar til fjórum sinn-
um í viku yfir sumar-
tímann.
„Þá er hægt að vera
að þessu langt fram á
kvöld.“ Síðan fara þau stundum
vestur um haf til að
spila, en þau eiga sér
athvarf á Flórída.
María segist kynn-
ast mjög mörgum í
golfinu. Stundum fari
hún hring með ókunn-
ugu fólki. „Þetta er
gaman. Maður hittir
marga og spjallar og
kynnist öðrum.“
María segir mikil-
vægt að þau hjónin
séu bæði í golfinu.
„Hann er með verri
bakteríu en ég,“ segir
María hlæjandi. „Það
fer svo mikill tími í
þetta að ef hann væri
í þessu einn þá hengi
ég bara heima og nag-
aði neglurnar.“ - ikh
Ekki þessi íþróttatýpa