Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@ markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid. is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... U M V Í Ð A V E R Ö L D Á sumarmánuðum 2004 urðu þáttaskil á íslenskum fasteigna- markaði. Húsbréfakerfið var kvatt og þakkað fyrir ágæt- lega unnin störf og nýtt kerfi tekið upp gagnvart fasteignavið- skiptum. Íbúðalánasjóður skipti stærstum hluta húsbréfa fyrir ný skuldabréf – íbúðabréf – og út frá þeim voru afgreidd peninga- lán til viðskiptavina sjóðsins í stað húsbréfa. Nýju skuldabréfin höfðu nokkra lykilkosti umfram húsbréfin. Þau fengu lánshæfis- mat tveggja matsfyrirtækja, voru uppgjörshæf í Euro clear og flokkarnir voru fáir en stórir í stað margra lítilla flokka. Þessi breyting leiddi til umtalsverðrar kjarabótar fyrir fasteignakaup- endur þar sem ávöxtunarkrafa íbúðabréfanna lækkaði töluvert við skiptin og lækkuðu útláns- vextir Íbúðalánasjóðs í kjölfarið. Í tveimur útboðum lækkuðu út- lánsvextir sjóðsins um 0,6%, fyrst úr 5,1% í 4,8% og síðan í 4,5%. Tæpum tveimur mánuðum síðar ákvað KB banki (nú Kaup- þing) að bjóða íbúðalán á 4,4% vöxtum. Aðrar fjármálastofnanir fylgdu í kjölfarið inn á markað- inn og auglýstu í kappi hvor við aðra að þær myndu bjóða sam- bærilega vexti. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hélt áfram að lækka á þessum tíma sem endurspegl- aðist í útlánsvöxtum Íbúðalána- sjóðs sem enduðu í 4,15% og aðrar fjármálastofnanir fylgdu í kjölfarið. Það vill oft gleym- ast í umræðunni að það var vegna tilkomu íbúðabréfanna að ávöxtunar krafa á markaði lækk- aði eins og raun ber vitni og þar með útlánsvextir Íbúðalánasjóðs. EFNAHAGSLEG ÁHRIF Meginmunurinn á lánum Íbúða- lánasjóðs og annarra fjármála- stofnana var tvenns konar. Fjár- málastofnanirnar sem buðu upp á fasteignaveðlán á þessum tíma höfðu mun rýmri lánsfjárheim- ildir en Íbúðalánasjóður og lán- uðu um tíma allt að 100% lán að markaðsvirði eignar. Hitt sem ber að líta á er að fjármálastofn- anirnar lánuðu til endurfjár- mögnunar sem þýðir í raun að lánin voru ekki endilega tengd fasteignakaupum. Þegar slíkar kerfisbreytingar verða á mark- aði má gera ráð fyrir að allir fasteignaeigendur njóti góðs af hækkandi fasteignaverði í kjöl- farið. Slíkt gefur jafnvel tilefni til hærri endurfjármögnunarláns sem aftur eykur undir þenslu. Íbúðalánasjóður horfði upp á miklar uppgreiðslur gagnvart sjóðnum á þessum tíma og má ætla að stór hluti þeirra hafi verið tilkominn vegna endurfjár- mögnunar. Nettóútlán sjóðsins voru því neikvæð á þessum tíma og samtals lækkaði lánasafn ÍLS um tæplega 100 milljarða króna á tæpu einu ári eftir að fjármála- stofnanir hófu að bjóða sambæri- leg íbúðalán og Íbúðalána sjóður gerir. Breyting á hámarksláni Íbúðalánasjóðs hafði því lítil efnahagsleg áhrif enda er það bundið við ákveðið hámark og takmarkast við brunabótamat. Húsnæðisliður vísitölu neyslu- verðs fór hækkandi á þessum tíma. Seðlabankinn brást við með hækkandi stýrivöxtum enda ber honum að bregðast við slíkri hækkun á vísitölu neysluverðs til að ná fram markmiðum sínum. Þessi vaxtastefna leiddi hins vegar til gríðarlegrar hækkun- ar á gengi krónunnar, sem þá var orðið áhyggjuefni. Hrina nei- kvæðrar umfjöllunar um íslenskt efnahagslíf leiddi síðan til þess að krónan veiktist um meira en 30% á innan við hálfu ári. Inn- flutt verðbólga jókst í kjölfar- ið og nýtt viðfangsefni blasti við Seðlabankanum sem var mætt með tilheyrandi vaxtahækkun- um. ÚTBOÐ OG ÚTLÁNSVEXTIR Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs eru ákvarðaðir í kjölfar útboða íbúðabréfa og ræðst ávöxtunar- krafa þeirra á skuldabréfamark- aði. Íbúðalánasjóður ákvarðar tímasetningar útboða sem ráð- ast af lausafjárþörf og mark- aðsaðstæðum og tekur sjóður- inn mið af útgefnum áætlunum. Það er alveg ljóst að útláns vextir sjóðsins hafa og munu ráðast af slíkum útboðum að því gefnu að sjóðurinn starfi áfram í núver- andi mynd. Að ráðast í útboð í hvert sinn sem miklar sveiflur verða á ávöxtunarkröfu íbúða- bréfa vekur spurningar um hvort sjóðurinn eigi hreinlega að vera í daglegum útboðum íbúðabréfa. Það er ljóst að það mun sjóðurinn ekki gera enda væri slíkt til þess fallið að hverfa í form húsbréfa sem er ekkert annað en skref aftur á bak og myndi fyrir vikið skerða kjör lántakenda og vinna þar með þvert á lögbundið hlut- verk sjóðsins. VIÐFANGSEFNI SEÐLABANKANS Meginþungi verðbólgunnar í dag er húsnæðisliður vísitölu neyslu- verðs. Hann er langstærsti þáttur hennar og því hafa hækkanir á honum mikil áhrif á vísitöluna. Vandinn sem þarna er við að etja er aftur á móti sá að þessi liður er að stærstum hluta fjármagnaður með verðtryggðum langtíma- vöxtum, þ.e. langtíma raunvöxt- um. Og til að berjast gegn þeim notar Seðlabankinn skammtíma nafnvexti. Það er alveg ljóst að fylgni skammtíma nafnvaxta og langtíma raunvaxta er ekki ýkja mikil og í raun getur hún verið þveröfug á köflum þegar skamm- tíma verðbólguvæntingar aukast. Því þarf Seðlabankinn að bregð- ast við með enn hærri skamm- tíma nafnvöxtum og reyna þ.a.l. að toga langtíma raunvextina með sér upp á við. Þetta hefur Seðlabankanum tekist að nokkru leyti en áhrifin koma seint fram – enda löng leið fyrir skammtíma- nafnvexti að hafa teljandi áhrif út raunvaxtaferilinn. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Ef hátt fasteignaverð er vanda- mál fyrir Seðlabankann, er hús- næðisverðsliður vísitölu neyslu- verðs ekki síður vandamál og jafnvel löngu orðið tímabært að skoða fyrir alvöru áhrif þess að taka hann út úr vísitölu neyslu- verðs og þ.a.l. áhrif þess á vaxta- stefnu Seðlabankans. Það kynni að vera skilvirkasta lausnin á viðfangsefninu. Það má vera að húsnæðisverð sé ákveðin vís- bending um framvindu efnahags- mála en þarf þó ekki endilega að vera innan vísitölu neysluverðs vegna þessa. Önnur leið sem kynni að leysa þennan vanda er afnám verð- tryggingar. Sú aðgerð myndi leiða til mun hærri greiðslubyrði lána m.v. núverandi fyrirkomulag og þar með aukinnar skilvirkni í peningastefnu Seðlabankans. Sú leið kann að vera afar umfangs- mikil og þar að auki er innlend- ur nafnvaxtaferill í styttra lagi. Íslenskt efnahagslíf er langt frá því að vera undirbúið fyrir þess háttar framkvæmd. Þriðja leiðin sem hægt væri að fara til að nálgast vandann væri upptaka evru. Afar erfitt er þó að segja til um hvort það vaxta- stig sem nú stýrir evrunni leiddi til stöðugleika í íslensku efna- hagslífi (þrátt fyrir að eyða að mestu út innfluttri verðbólgu) og er í raun ákveðið rannsóknar- verkefni út af fyrir sig. Hærri stýrivexti en ella þarf til að berjast við húsnæðislið vísitölunnar í dag og þá væntan- lega þeim mun lægri stýrivexti en ella ef mikil niðursveifla yrði á fasteignamarkaði. Við þær að- stæður sem hafa verið nefndar, er ekki einfalt að ná fram stöðug- leika í innlendu efnahagslífi. Íbúðalánasjóður mun þrátt fyrir það halda áfram að vinna að lög- bundnu hlutverki sínu, þ.e. að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á við- ráðanlegum kjörum. Um áhrif Íbúðalánasjóðs O R Ð Í B E L G Ívar Ragnarsson sviðsstjóri fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs Vandamál FL Group undanfarið hefur meðal annars falist í því að margir stærstu hluthafar félagsins hafa lent í erfiðleikum vegna óró- leika á hlutabréfamörkuðum. Á það sérstaklega við þá sem hafa skuld- sett sig mikið í fjárfestingum sínum. Þeir vilja byggja hratt upp eignir þegar veislan stendur sem hæst. En menn eiga það til að gleyma sér þegar fjörið er mikið og allt hækkar í verði. Að sama skapi verð- ur fallið hátt þegar markaðir lækka mikið af einhverjum ástæðum sem enginn einn hefur stjórn á. Tryggingar fyrir lánum falla í verði og lánar drottnar verða órólegir. Þá skiptir máli að hafa burði til að styrkja stöðuna, hlúa að eignum og bíða af sér óveðrið á mörkuðum. Svo virðist sem margir hluthafar FL Group búi ekki yfir þeim fjárhagslega styrk. Þess vegna urðu þeir órólegir þegar gengi FL Group lækkaði eins og annarra álíka fjárfestingarfélaga. Opið bréf Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, til stjórnar bandarísku flugrekstrarsamstæðunnar AMR var tilraun til að snúa ákveðinni þróun við. Félagið hafði tapað miklum peningum á AMR á þriðja árs- fjórðungi. Það tap endurspeglaðist í lækkun á gengi FL Group. Aðrar eignir lækkuðu einnig í verði. Það þurfti að bregðast við til að bæta stöðuna og auka verðmæti hluthafa. Þeir þoldu illa frekari lækkanir á bréfum í söfnum sínum. Þó að hluthafar þoli illa að verðmæti eigna þeirra lækki hefur FL Group verið fjárhagslega sterkt félag. Eigið fé þess var um 150 millj- arðar króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfallið var rúm fjörutíu prósent og hafði lækkað úr rúmum 54 prósentum í árslok 2006. Útlit er fyrir að tapið á fjórða ársfjórðungi hlaupi á tugum millj- arða. En félagið hefur samt ekki verið í neinum gríðarlegum fjárhags- erfiðleikum. Erfiðleikarnir hafa verið bundnir við eigendahópinn. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr þeim fjárfestingar- ákvörðunum sem stjórnendur FL Group tóku í aðdraganda kreppu sem skekið hefur fjármálamarkaðinn með tilheyrandi lausafjár- kreppu. Staðreyndin er samt sú að fjölmargir aðrir hafa lent í svipuðum aðstæðum og þurft að taka til í eignasafninu. Margir hafa tapað peningum í niðursveiflunni. En niðursveiflan kemur í kjölfar gósentíðar á hlutabréfamörkuðum. Fjárfestar hafa baðað sig í hagnaði undanfarinna ára. Erfiðir tímar skilja svo að þá sem hafa fjárfest af skynsemi og hina sem hafa hlaupið of geyst. Uppstokkun í hluthafahópi FL Group gengur út á að styrkja félagið áfram til sóknar. Hins vegar geta hluthafar, sem eru aðþrengdir fjár- hagslega, ekki tekið þátt í því verkefni. Peningar eru af skornum skammti og fjárfestar halda að sér höndum á viðsjárverðum tímum, ekki síst vegna þrýstings frá fjármálastofnunum. En svo virðist sem Baugur, með Jón Ásgeir Jóhannesson í forystu, hafi enn burði til að bæta fleiri byrðum á sig. Það er líklega ekki gert af góðmennsku einni saman heldur með von um að eignirnar skili honum og öðrum hluthöfum FL Group góðri ávöxtun með tímanum. Stjórnendur FL Group hafa lagt áherslu á að ekki hafi dregið úr fjárfestingargetu félagsins í þessum hremmingum. Skynsamlegt var að losa um stöðuna í AMR úr því sem komið var. Ekki eru allar ferðir til fjár og skynsamir fjárfestar vita hvenær á að pakka saman þótt tapið sé stórt. Rökin fyrir þeirri ákvörðun var trúverðug. Það var mikilvægt fyrir marga að endurskipulagning á FL Group gekk eftir. Fjárfestar eru reynslunni ríkari þótt enginn geti séð þróun á alþjóðlegum mörkuðum fyrir. Hvorki hingað til né héðan í frá. Meiri yfirvegun mun einkenna starfsemi FL Group eftir skipulagsbreytingar. Vandamál hluthafa má ekki verða vandamál FL Group. Mikilvægt var að ljúka endurskipulagningu FL Group. Vandi hluthafa ýtti undir vanda FL Björgvin Guðmundsson Margir í klípu Economist | Fleiri hafa komist í hann krappan síð- ustu daga en forkólfar í íslensku fjármálalífi. Breska vikuritið Economist segir gengi bréfa í þarlendum bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa fallið um tæp tuttugu prósent síðan í sumar, ekki síst hjá Northern Rock. Taugatitrings gætir því eðlilega í röðum bankastarfsmanna sem horfa í auknum mæli á eftir samstarfsmönnum sínum taka poka sína. Þá er fyrirhugað að skera bónus- greiðslur þeirra sem eftir sitja við nögl um jólin. Ættingjar þeirra geti því átt von á ódýrari gjöfum nú en síðustu ár. Economist segir að dragist hagn- aður fjármálafyrirtækja saman gildi það sama um skattgreiðslur fyrirtækjanna. Það sé slæmt fyrir breskt efnahagslíf enda hlutfall skattgreiðslna fjármálafyrirtækja stór biti í ríkiskassann. Alveg að klára dæmið Reuters | Henry Paulson, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, segist vongóður um að í vikulokin verði til drög að frumvarpi sem auðveldi lántökum svo- kallaðra undirmálslána að greiða af þeim. Reiknað er með að frumvarpið fjalli um frystingu vaxta á lánunum til ákveðins tíma en helst stendur í mönn- um í frumvarpsgerðinni hve langur sá tími verður. Fréttastofu Reuters reiknast til að tvær milljónir Bandaríkjamanna hafi tekið undirmálslán síðustu ár til að koma sér þaki yfir höfuðið. Lánin eru á breyti- legum vöxtum og fylgja stýrivaxtastigi, sem var lágt fyrir nokkrum árum en hefur stigið hratt og lántakar eiga nú í basli með greiðslur. Stýrivaxta- lækkun bandaríska seðlabankans hefur beinst að lækkun skuldabyrðar en allt að hálf milljón manna á yfir höfði sér heimilismissi af þessum sökum. Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700 holt@holt.is www.holt.is JólamatseðillJÓLAMATSEÐILL Spennandi og hátíðlegur fimm rétta jólakvöldverður á 7.900 kr. Borðapantanir í síma 552 5700 og á holt@holt.is. Á KVÖLDIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.