Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 18
 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● tölvur & tækni Með tilkomu stafrænna myndavéla spáðu margir að dagar filmuvéla væru taldir. Að mörgu leyti virðast þessir spádómar vera að rætast, enda fátt eðlilegra miðað við yfirburði stafrænu tækninnar. Ein tegund myndavéla heldur þó merki filmutækninnar á lofti og er vinsælli en aldrei fyrr, Holga- myndavélin. Holga-myndavélin hefur unnið sér það til frægð- ar að taka upp á eigið eindæmi myndir sem líta út eins og ljós- myndari hafi legið yfir þeim tímunum saman í Photoshop eða öðrum myndvinnsluforrit- um, abstrakt-myndir þar sem fókusinn er margskiptur, ljós og litir blæða og stundum skeytir hún myndum saman með óvæntum og mjög svo ánægjulegum árangri. Ástæðan fyrir þessum sjálfstæða vilja Holgunnar er einfaldlega að hún er svo illa smíðuð. Hún er öll úr plasti, jafnvel linsan er plast í flestum gerðum hennar. Hún er svo illa samsett að rúlla af svörtu límbandi fylgir vélinni til að líma fyrir allar þær rifur sem hugsanlega geta hleypt ljósi inn að filmunni með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. En þar liggja líka töfrarnir. Engar tvær vélar eru eins og eftir óteljandi pirrandi til- raunir, þar sem myndirnar eru aldrei eins og ljósmyndarinn ætlar sér, áttar hann sig á því að myndavélin tekur myndirnar, ekki ljósmyndarinn. Þessir kostir Holgunnar hafa gert hana gríðarlega vinsæla meðal áhuga- og atvinnu- ljósmyndara sem og þeirra sem hafa áhuga á því að leika sér að mismunandi tækni. Myndavélin hefur selst í fleiri hundruðum þúsunda eintaka um heim allan síðan hún kom á markað og stendur sem sönnun þess að stundum er minna meira. Hægt er að nálgast Holga-myndavélar í gegnum netið, til dæmis á www.lomography. com, og kostar hún almennt um 70 evrur, eða rúmlega 6.500 krónur. Einnig er hægt að fá hana hér á landi í verslunum Hans Petersen sem er með umboð fyrir vörur Lomography. - tg Myndavél með sjálfstæðan vilja Á vefsíðunni www.lomography.com má finna ýmislegt um Holga-myndavéiina. Myndirnar úr Holgunni eru oftar en ekki ævintýra- legar. Þetta er að stórum hluta að þakka 120 mm filmunni, en hefðbundnar filmuvélar notast við 35 mm filmur. Holga-myndavélin kom á markað árið 1982 í Kína. Henni var ætlað að verða fjölskyldumyndavél lýðs- ins og þess vegna var kostnaði haldið í lágmarki. Leó Kolbeinsson starfar sem kerfisfræðingur hjá Kerfis- þróun ehf. og er með MS- gráðu í upplýsingaöryggi frá Royal Holloway University of London. Hann hefur því víð- tæka þekkingu á öllu sem lýtur að öryggi við tölvunotkun. Starf Leós snýst um að gera tölvunotkun fólks og fyrirtækja sem öruggasta og segir hann að margt þurfi að hafa í huga til að fyllsta öryggis sé gætt. „Ég sé um alla ráðgjöf í sambandi við tölvu öryggiskerfi varðandi gögn, notkun á internetinu og öllu sem snýr að tölvuumhverfi,“ segir Leó sem hefur að undanförnu unnið mikið í að setja upp varnir gegn spilliforritum eins og vírusum og njósnaforritum, auk uppsetning- ar eldveggja en þessir hlutir falla undir upplýsingaöryggi og miða að því að verja gögn. „Stór þáttur í mínu starfi er að sjá til þess að utanaðkom- andi aðilar komist ekki inn í gögn fólks og fyrirtækja. Svo erum við með afritunarþjón- ustu en það er ákveðinn þáttur í öryggismálum að til séu afrit af öllum gögnum ef eitthvað kemur fyrir. Þá hjálpa ég fyrirtækjum að ákvarða hversu oft þarf að taka afrit, hverjir hafa aðgang að ákveðnum upplýsingum og fleira slíkt,“ segir Leó. Leó kennir fólki einnig að nota netið á öruggan hátt þannig að það smiti ekki vélarnar eða tapi gögnum og peningum. „Þá sé ég um allar öryggisstillingar í sam- bandi við rafræn viðskipti, dul- kóðun og almennt netöryggi og set upp netkerfi fyrir fyrirtæki með þessa þætti í huga,“ segir Leó sem er eini kerfisfræðingur- inn hér á landi sem hefur MS- gráðu í upplýsingaöryggi en að auki er hann með hæstu vottun frá Microsoft. - sh Örugg tölvunotkun Starf Leós snýst um að gera tölvunotkun fólks og fyrirtækja sem öruggasta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óhætt er að segja að ýmsar skemmtilegar tækninýjungar hafi litið dagsins ljós það sem af er árinu 2007, en víða eru farn- ir að birtast listar yfir þær sem þykja skara fram úr. Þar á meðal hefur vef tímaritið Tech Republic birt lista yfir helstu tækninýjungar í við- skiptalífinu og sjálfsagt kemur fáum á óvart að þar skuli iPhone frá Apple tróna á toppnum. - rve Topp fimm við- skiptatækninýjungar 1 Apple iPhone. Greinarhöfundur-inn Jason Hiner setur símann í fyrsta sæti aðallega vegna þeirra víðtæku áhrifa sem hann hefur haft á árinu. Bæði þykir honum síminn hafa skapað eftirspurn eftir fjölnota símum í Banda- ríkjunum og eins sé auðvelt að vafra um netið á honum. 2 OQO. PC-tölva frá fyrir-tækinu OQO, sem passar í vasann. Þetta tæki, sem er í senn sími og tölva með þráðlausu nettengi, rýkur út eins og heitar lummur að sögn greinarhöfundar, sem þykir það hafa skapað ný viðmið í framleiðslu PC-tölva. 3 Microsoft Outlook 2007. Skipulagstól sem er nauðsynlegt öllum í viðskipta-lífinu að mati greinarhöfundar og tekur forverum sínum fram í ýmsu tilliti. Meðal annars sé auðvelt að nálgast viðburðaskrá, finna gömul skilaboð og líma texta úr skjali í tölvupóst án þess að textasniðið breytist. 5 Zoho Office. Zoho býður viðfangsforrit á netinu sem virka betur en forrit og Google og Microsoft að mati greinahöfundar. Þar nefnir hann Zoho Writer, Zoho Sheet og Zoho Shoe, sem eru sambærileg Word, Excel og PowerPoint. NOKKUR ATRIÐI TIL HLIÐSJÓNAR FYRIR ÖRUGGA NETNOTKUN: 1. Taka reglulega öryggisafrit, uppfæra stýrikerfið og annan hugbúnað reglulega. 2. Nota eldveggi til að stjórna hvaða upplýsingar fara inn og út úr vélinni en þetta virkar eins og sía. 3. Nota varnir gegn spilliforritum eins og vírus eða njósnaforritum. 4. Opna ekki fylgiskjöl í rusltölvupósti. 5. Senda aldrei viðkvæmar upplýsingar í tölvupósti eins og lykilorð að reikningum eða öðru slíku. 6. Forðast að smella á vefföng sem koma með tölvupósti. 7. Þegar koma „pop-up“ auglýsingar á að loka þeim með því að smella á x- hnappinn á auglýsingunni en ekki já, nei eða cancel. 8. Forðast að hlaða niður ólöglegri tónlist eða myndböndum eða öðru efni. Það eru helstu smitleiðirnar á netinu í dag. 4 Cisco Tele-Presence. Hiner setur símafundi með aðstoð Cisco-sím- stöðva í fjórða sæti, meðal annars þar sem slíkir fundir dragi úr ferðatengd- um kostnaði hjá stórfyrirtækjum með dreifða starf- semi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.