Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 5. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Við ræðum við hluthafana,“ segir Risto Murto, fjárfesting- arstjóri finnska lífeyrissjóðs- ins Varma í samtali við dagblað- ið Helsingin Sanomat. Varma og Ilmarinen eru andsnúin hug- myndum stærsta hluthafans Novators. Novator vill meðal annars breyta skipulagi félagsins þannig að það verði klofið í fjárfesting- arhluta og rekstrarhluta. Þá vill félagið fá fulltrúa í stjórn og að stjórnin geti tekið stórar ákvarð- anir í félaginu. Novator er langstærsti ein- staki hluthafinn í félaginu með 11,5 prósenta hlut. Hluthafafundur verður hald- inn 21. janúar þar sem framtíð félagsins ræðst. Novator hyggst kynna hluthöfum hugmyndir sínar fyrir fundinn. Enginn úr hópi tíu stærstu hlut- hafa fyrirtækisins tekur undir hugmyndir Novators að sögn Helsingin Sanomat. Atkvæði smárra hluthafa skipti miklu máli. Eignarhald í Elisa er mjög dreift. Ilmarinen á 1,86 prósenta hlut og Varma 1,57 pró- sent. Hluthafar eru alls um 200 þúsund. - ikh Ávöxtun sl. 1 ár m.v. 31.10.07 – ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf er fjárfestingasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir Sjóðir er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Athygli er vakin á að fjárfestingarsjóðir eru áhættumeiri fjárfestingarkostur en verðbréfasjóðir skv. lögum. * 15.1% ávöxtun* SJÓÐUR 9 ÞINN ÁVINNINGUR Óli Kristján Ármannsson Skrifar „Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þor- steinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjár- aukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Ein- ungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignar- hlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnað- ur út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki for- kaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfest- ingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á geng- inu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að við- bættri aukningu fæst út gengi bréfa ná- lægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. All- nokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðn- um en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að lang- tímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á mark- að. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetn- ingu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóð- inn við fyrsta tækifæri.“ JÓN ÞORSTEINN JÓNSSON Stjórnarformaður Byrs. Stærsta stofnfjáraukn- ing Íslandssögunnar Aukning stofnfjár Byrs sparisjóðs stendur til 14. desem- ber. Sóttir verða tæpir 24 milljarðar til stofnfjáreigenda. Töluverð viðskipti voru með bréfin fyrir lokun markaðarins. G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -0,4% 51,8% Bakkavör 4,9% -4,0% Exista 2,4% 13,3% FL Group -7,5% -24,5% Glitnir 0,4% 5,8% Eimskipafélagið -0,1% 13,2% Icelandair 4,8% 2,2% Kaupþing -0,9% 8,7% Landsbankinn 0,1% 40,2% Straumur 5,2% -6,3% Teymi 1,1% 17,7% Össur 0,6% -12,4% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag S T O F N F J Á R A U K N I N G B Y R S Fyrir hækkun Upphæð Stofnfjárhlutir 1.950.814.396 Stofnfé 3.793.868.173 kr. Eftir hækkun 14. des. Upphæð Stofnfjárhlutir 14.150.812.103 Stofnfé 27.519.982.873 kr. Kaupþing banki er meðal þeirra sem hugsanlega munu gera til- boð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society. Þetta er fullyrt í frétt írsku út- gáfu The Sunday Times. Þar segir að Kaupþing leiti nú ráð- gjafar vegna hugsanlegs tilboðs í sparisjóðinn. Jónas Sigurgeirs- son, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs hjá Kaupþingi, segist ekki tjá sig um orðróm á mark- aði. „Hins vegar kemur mér ekki á óvart að Kaupþing sé nefnt í þessu samhengi. Það er frekar regla en undantekning að Kaup- þing sé nefnt sem hugsanlegur kaupandi, þegar eitthvað er til sölu á Írlandi.“ Í haust var sterkur orðróm- ur um að tilboð væri væntan- legt frá Landsbankanum í INBS. Nokkur önnur fjármálafyrirtæki hafa verið orðuð við sparisjóð- inn, þar á meðal breski bankinn HBOS. Líklegt er talið að sölu- verð sparisjóðsins verði á bilinu einn til 1,5 milljarðar evra, jafn- virði um níutíu til 136 milljarða íslenskra króna. - hhs Kaupþing orðað við írska sjóðinn INBS Fasteignafélagið Landmark í Búlgaríu hefur verið selt fyrir sem nemur rúmum nítján millj- örðum íslenskra króna. Félagið var í tæplega helmings eigu Samson Properties og sjóða í vörslu Landsbankans í Lúxem- borg. Björgólfsfeðgar eiga Sam- son. Kaupendur eru stjórnendur félagsins. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Samson Properties að í eignasafni Landmark séu 22 eignir í Búlgaríu og ein í Tyrk- landi. - ikh Landmark selur Berjast gegn Novator Hluthafar í finnska símafyrirtækinu Elisa lýsa sig andsnúna hugmyndum Novators um framtíð félagsins. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRG- ÓLFS SON Hugmyndir hans um framtíð Elisa falla í grýttan jarðveg hjá lífeyris- sjóðum. „Við höfum þetta mál til skoðun- ar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins um samstarf SPRON og Kaup- þings um e-kortið. Bankarnir hafa stofnað sér- stakt félag um kortið, Ekort ehf. Markmið samstarfsins er að auka útbreiðslu e-korta hérlendis auk þess að sjá um samskipti við sam- starfsfyrirtæki og útgefendur. Páll Gunnar Pálsson segir að málið sé til skoðunar á grundvelli samrunatilkynningar sem eftir- litinu hafi borist, vegna kaupa Kaupþings á hlut í Einkaklúbb- num. Hann vildi ekkert segja um hugsanlega niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins, né hvenær at- huguninni lyki. Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, segir að þetta komi ekki á óvart. Sjálf- sagt sé að Samkeppniseftirlitið fari yfir mál af þessu tagi. - ikh Samkeppnisyfirvöld skoða e-kort PÁLL GUNNAR PÁLSSON Halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu tíu mánuði ársins var um 40 milljörðum króna minni en á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs. Vörur voru fluttar út fyrir tæpa 240 milljarða króna en inn fyrir tæplega 320 milljarða, að því er fram kemur í tölum Hag- stofunnar. Verðmæti vöruútflutnings var um tuttugu prósentum meiri á fyrstu tíu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptahallinn í októ ber nam 6,6 milljörðum króna, sem er 203 milljörðum minna en í sama mánuði í fyrra, á sama gengi. Dregur úr vöruskiptahalla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.