Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 Ú T T E K T 10. ÁGÚST 2007 - Í kynningu á hálfsársuppgjöri segir Hörður Arnarson forstjóri Marels samþættingu á rekstri Marels, Carnitech, Scanvægt og AEW/Delford undir merkjum Marel Food Systems ganga samkvæmt áætlun. Hann bendir á að órói á fjármálamörkuðum kunni að fela í sér tækifæri í ytri vexti fyrir vel fjár- mögnuð skráð félög. 4. SEPTEMBER 2007 - Eignarhaldsfélag Candover, London Acquisition, framlengir yfirtökutilboð í allt hlutafé Stork í Hollandi til 18. september. LME, sem á 43 prósent í Stork, á í viðræðum við bæði London Acquisition og Stork varðandi tilboðið og mögulegar leiðir til úrlausnar. Þrýst er á um samruna Marel og Stork Food Systems og ljóst að LME muni ekki ganga að yfirtökutilboði Candover. 17. SEPTEMBER 2007 - Candover fellur frá yfir- tökutilboði sínu í Stork þar sem ljóst er orðið að lág- marksfjöldi hluthafa samþykkir það ekki. Formlegum viðræðum er engu að síður haldið áfram hjá félögun- um og niðurstaða boðuð fyrir miðjan október. 15. OKTÓBER 2007 - Tilkynnt að formlegar viðræð- ur LME eignarhaldsfélags, Stork N.V. og Candover haldi áfram, en engin tímamörk sett á niðurstöðu. „Tilkynning um árangur viðræðna verður birt þegar það er viðeigandi,“ segir í frétt til Kauphallar. 28. NÓVEMBER 2007 - Marel Food Systems tilkynnir að félagið hafi náð samkomulagi við Stork N.V. um kaup á Stork Food Systems. Kaupverðið er 415 miljónir evra. „Með kaupunum tvöfaldast velta og umfang Marel auk þess sem grundvöllur fyrir áfram- haldandi innri vöxt og arðsemi hefur verið styrktur,“ segir í tilkynningu. Áætlað er að kaupin verði frágeng- in og fyrirvarar uppfylltir fljótlega eftir áramót. 29. NÓVEMBER 2007 - Á kynningarfundi vegna kaupanna á Stork Food Systems fagna forsvarsmenn Marels því að markmiðum sem átt hafi að ná á þremur til fimm árum hafi náðst og vel það á innan við tveimur árum. Áhersla félagsins er nú sögð munu verða lögð á samþættingu og innri vöxt. Boðuð er útgáfa nýs hlutafjár að upphæ 147 milljónir evra til að fjármagna kaupin á SFS. 3. DESEMBER 2007 - Marel lýkur lokuðu hluta- fjárútboði þar sem safnað var rúmum 2,7 milljörðum króna. „Með útboðinu sem lauk á föstudag aflaði Marel sem samsvarar um 30 milljónum evra og breikkaði jafnframt og stækkaði hluthafahóp félagsins. Fyrirhugað er forgangsréttarútboð á næsta ári að fjárhæð um 117 milljónir evra,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. I G N A R H A L D I Á H A U S T D Ö G U M 2 0 0 5 hvert um sig með um átta prósenta markaðshlutdeild. Félögin höfðu átt í nánu samstarfi í átta ár og voru aug- ljóst sameiningarkostur vegna þess að starfssvið þeirra sköruðust ekki. Fjölmiðlar ytra höfðu nokkrum dögum fyrr fjallað um viðhorf fjár- festingarsjóðanna, en stjórn Stork setti sig upp á móti sölu. Hluthafa- fundur um miðjan október kaus hins vegar á þá leið að selja bæri jaðar- starfsemi frá Stork. Í Hollandi var sagt að í deilunni tækjust á köld pen- ingahyggja bandarísku fjárfestingar- sjóðanna og eldri gildi sem forstjóri Stork stæði fyrir. Forstjór- inn, Sjoerd Volle- brecht, var á móti skipt- ingu félagsins og kvaðst hafa meiri áhuga á vexti þess, svo sem með yfirtöku á Marel. Hlutafélagalög í Hollandi eru þannig að stjórn Stork var í sjálfsvald sett hvort hún færi að vilja hluthafa og kaus að gera það ekki. LME, eignar- haldsfélag Marels, Landsbankans og Eyris Invest, sem þarna átti um átta prósenta hlut í Stork, hélt sig til hlés í deilunni. „Við erum ekkert frekar á bandi hedge-sjóðanna en stjórnar- innar. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, en erum hins vegar ekki í neinu sam- starfi við sjóðina,“ sagði Árni Oddur og kvað meginástæðu þess að farið var út í kaup á hlut í Stork á sínum tíma hafa verið að tryggja áframhald- andi gott samstarf fyrirtækjanna um leið og tryggð væri aðkoma Marels ef kæmi til breytingar á eignarhaldi eða uppskiptingar hjá Stork. Í hönd fór hatrömm deila milli fjár- festingarsjóðanna og Stork. Sjóðirn- ir lögðu fram kæru á hendur stjórn- inni og blásið var til hluthafafundar þar sem lýsa átti á hana vantrausti. Stjórnin brá á það ráð að gefa út um miðjan desember 2006 sérstök hluta- bréf sem heimild er fyrir í hollenskum lögum til að verjast yfirtöku. Málið endaði á borði viðskiptaráðs áfrýjunar- dómstóls í Amsterdam. Hinn 18. janúar 2007 kom svo úr- skurður dómstólsins þar sem vopnin voru slegin úr hendi Stork og því gert að draga til baka útgáfuna. Um leið voru felldar niður vantraustsályktanir hlut- hafafundarins og Stork skipaðir sérlegir til- sjónarmenn og hafin rannsókn á viðskipta- háttum fé- lagsins. Þessi þróun mála hægði mjög á öllum framgangi, enda niðurstöðu rann- sóknar ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði. LME og Stork tóku aftur upp viðræður, en þó ekki nema óformlegar vegna deilunnar við bandarísku sjóðina og þannig mölluðu hlutir fram á sumar þegar enn urðu vendingar. Hinn 19. júní kom fram yfir tökutilboð frá breska fjárfesting- arsjóðnum Candover upp á 47 evrur á hlut. Í millitíðinni hafði LME tekið að auka rólega við eign sína í félaginu. Nokkrum dögum fyrr flaggaði félag- ið 11 prósenta hlut. LME hóf að auka hratt við hlut sinn og varðist með því yfirtökunni. Þá voru aðrir hluthafar ekki uppnumdir yfir tilboðinu, töldu það heldur of lágt. Í byrjun júlí nálgaðist eign LME í Stork 20 prósent og ljóst að félagið gæti jafnvel eitt staðið á móti yfirtöku Candover, sem þurfti stuðning 80 pró- senta hluthafa. Lækka mátti þó það hlutfall með heimild stjórnar Stork og því ekki unninn varnarsigur. LME jók hins vegar hlut sinn jafnt og þétt, gengi bréfa Stork var heldur yfir yfir- tökutilboðinu á markaði og því eng- inn þrýstingur á hluthafa að taka því. Um miðjan ágúst var LME með þriðj- ungshlut í Stork og orðið stærsti hlut- hafinn. Orðaður var sá möguleiki að félagið réðist í sína eigin yfirtöku á Stork í samvinnu við aðra fjárfesta. Candover framlengdi boð sitt um hálfan mánuð í byrjun september, á sama tíma og hlutur LME í Stork var kominn í 43 prósent. Árni Oddur, sem er framkvæmdastjóri Eyris, sagði með fjárfestingunni vera sýnda langtímaskuldbindingu gagn- vart Stork-samstæðunni. „Aukinn eignarhlutur er jafnframt ætlaður til að tryggja og vernda þá fjár- festingu sem þegar hefur verið lögð í félagið,“ sagði hann. Í hönd fóru þríhliða viðræð- ur Candover, Stork og LME um lausn máls- ins. Um miðjan septemb- er dró Candover (eða Lond- on Acquisition, eignarhaldsfé- lag Candover) tilboð sitt til baka, en um leið héldu áfram viðræður fé- laganna. Stefnt var að niðurstöðu fyrir miðjan október, en hún skilaði sér ekki. Yfirlýsing var gefin út um að viðræður héldu áfram þar sem unnið væri að lausn öllum hagfelldum. Ljóst var orðið að markmið LME var ekki bara að tryggja samruna Marel og Stork Food Systems, heldur taldi fé- lagið Stork álitlegan fjárfestingarkost með mikla vaxtarmöguleika. SAMRUNI Á NÆSTA ÁRI Niðurstaða viðræðnanna leit svo dagsins ljós 28. nóvember síðastlið- inn þegar tilkynnt var um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems á 415 milljónir evra, nálægt 38 millj- örðum íslenskra króna. Með kaupun- um tvöfaldast velta og umfang Marels auk þess sem grundvöllur fyrir áfram- haldandi innri vöxt og arðsemi er sagður hafa verið styrktur. Fjármögn- un er sögð að fullu tryggð með sölu hlutabréfa í LME Eignarhaldsfélagi, útgáfu hlutabréfa, sem Landsbanki hefur sölutryggt, og með langtíma- lánsfjármögnun. Um leið var samið um þátttöku Eyris Invest og Lands- bankans í yfirtöku á því sem eftir stendur af Stork með Candover. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, var að vonum hæst- ánægður með áfangann. „Við erum að ná því markmiði sem við sett- um okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leið- andi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði hann í við- tali við Fréttablaðið. Samþættingarferli fyrir- tækjanna hefst að fengnu samþykki samkeppnisyfirvalda fyrir kaupunum, en það telur Hörður að gæti orðið í febrúarbyrjun næstkomandi. „Sú samþætting verður mun einfaldari en í fyrri yfirtökum,“ segir hann, en vörulínur fyrir tækjanna bæta hvor aðra upp og vegna sam- starfsins þekkjast menn vel. Eftir samrunann nemur markaðs- hlutdeild Marel og Stork Food Syst- ems um sextán prósentum. Næsta félag á eftir er með um 10 prósenta hlutdeild. Nokkrir fyrirvara eru þó á kaupunum, en þeir snúa að því að fyrirhugað yfir- tökutilboð London Acquisition N.V. um að kaupa alla hluti í Stork N.V. verði skilyrðislaust, um- sögn verkamanna- ráðs Stork (Stork Works Council) verði jákvæð og samþykki sam- keppnisyfirvalda fáist. Þar til öllum formlegum skil- yrðum hefur verið fullnægt heldur hvort fyrirtæki áfram sjálfstæð- um og óbreyttum rekstri. Hjá Marel telja menn ólíklegt að vandkvæði finn- ist á samrunanum, yfirtakan á Stork njóti stuðnings bæði stjórnar og stærstu hluthafa, verka- mannaráðið horfi til þess hvort breyt- ingin hafi slæm áhrif á verkafólkið, en þar muni ekkert breytast. Þá sé á markaði full samkeppni áfram og líkur á frekari samrunum og því ólík- legt að samkeppnisyfirvöld sjái sam- runanum eitthvað til foráttu. 2007 290 milljó nir ev ra* 20 08 6 50 m ill jó ni r e vr a* 2 0 S T Æ R S T U H L U T H A F A R M A R E L F O O D S Y S T E M S * Hluthafi Eignarhlutur Eyrir Invest 32,5% Landsbanki Íslands 23,0% Grundtvig Invest 14,0% Atorka Group 3,8% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,8% Lífeyrissjóður verslunarmanna 1,8% Ingunn Sigurðardóttir 1,5% Helga Sigurðardóttir 1,4% Súsanna Sigurðardóttir 1,4% Eignarhaldsfélag Hörpu 1,1% Egill Vilhjálmur Sigurðsson 1,0% Stapi lífeyrissjóður 1,0% Marel Food Systems 0,9% Landsbanki Luxembourg 0,6% Saga Capital 0,6% Hörður Arnarson 0,4% Kristín Henriksdóttir 0,4% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 0,3% Landssjóður hf. 0,3% LI-Hedge 0,3% *Miðað við hluthafalista 29.11.2007 FRUMLEGT BOÐSKORT Svona lítur út boðskort Marel Food Systems á kynningar- fundinn vegna kaupanna á Stork Food Systems í síðustu viku. Í kassanum var miði þar sem fram kom að forstjóri og stjórnar- formaður Marels, auk forstjóra SFS, myndu kynna kaupin í höfuðstöðvum Marels í Garðabæ. Einnig var í kassanum hvít fjöður, en óvíst þó hvort hún er úr storki eða öðrum fiðurfénaði. MARKAÐURINN/VILHELM FORSTJÓRAR KYNNA SAMRUNA Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, á kynningarfundi Marels vegna yfirtökunnar á Stork í síðustu viku. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.