Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 2
2 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
VERSLUN Tveimur tíu ára drengjum var gefið áfengi í
verslun Blómavals í Skútuvogi á miðvikudagskvöld.
Verið var að kynna drykkinn Breezer á konukvöldi
sem haldið var í versluninni, og fengu drengirnir að
dreypa á áfenginu ásamt öðrum gestum.
Konukvöldin eru haldin reglulega í Blómavali í
Skútuvogi, og eru þar kynntar ýmsar vörur eins og
snyrtivörur, skreytingar og föt. Á meðal þeirra vara
sem kynntar voru á miðvikudagskvöldið var nýr og
sykurskertur Breezer, sem er áfengur drykkur með
fjögurra prósenta styrkleika.
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðj-
unnar sem á Blómaval, segist hafa frétt af
atvikinu í gærmorgun og það hafi verið rætt
innan fyrirtækisins í gær. Allir séu miður
sín yfir þessum leiðu mistökum.
„Við erum ekki að veita vín í versluninni,
þetta var bara ein af mörgum vörum sem
var verið að kynna á konukvöldinu. Heild-
salinn var að kynna sinn drykk, og við
komum eiginlega ekki að þessu máli að öðru
leyti.“
Magnús segist ekki vita hvernig dreng-
irnir komust í áfengið, en allt verði gert
til að koma í veg fyrir að atvik sem
þetta komi fyrir aftur. „Við lærum af
þessum mistökum, og munum ekki
kynna áfengi framar í versluninni.“
„Þegar við erum með kynningar á
vörum er það eingöngu fyrir þá sem
hafa náð aldri, en þarna hefur greini-
lega orðið eitthvert slys,“ segir
Sigurður Bjarkason, viðskiptastjóri
Mekka Wines&Spirits sem flytja inn
Breezer.
„Ég veit ekki hvernig þetta hefur
gerst en okkur þykir þetta mjög miður.
Þetta átti aldrei að fara svona.“ Hann
bætir við að engin vandamál hafi verið
með vörukynningar á vegum fyrirtækis-
ins hingað til.
Ekki tókst að hafa uppi á foreldrum
drengjanna tveggja.
salvar@frettabladid.is
Börnum veitt áfengi
í verslun Blómavals
Tíu ára drengir fengu Breezer að drekka á kynningu í Blómavali á miðvikudag.
„Erum miður okkar yfir mistökunum,“ segir markaðsstjóri Húsasmiðjunnar.
Talsmaður heildsalans segist ekki vita hvernig drengirnir komust í áfengið.
BLÓMAVAL Konukvöld eru haldin reglulega í verslun-
inni, þar sem ýmsar vörur eru kynntar gestum og gang-
andi. Meðal þess sem kynnt var síðasta miðvikudag var
nýr sykurskertur Breezer. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald
Þorsteinsson loksins fáanleg á ný.
Spennandi saga með gullfallegum
myndum fyrir ævintýraleg börn.
Skilaboðaskjóðan er líka leikrit og
er sýnd í Þjóðleikhúsinu! Uppselt til
jóla, ath. aukasýning 23.11
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
ALÞJÓÐAMÁL „Bandarísk stjórnvöld
hafa ekki brotið alþjóðalög,“ segir
Carol van Voorst, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, um það
hvort meintir ólöglegir fangaflutn-
ingar bandarísku leyniþjónustunn-
ar CIA hafi farið um íslenska flug-
velli. „Það hefur nú þegar verið
rannsakað hvort fangar hafi verið
fluttir með ólöglegum hætti um
íslenska flugvelli og engar sannan-
ir hafa fundist fyrir því. Enda hefur
það ekki verið gert.“
Í skýrslu starfsfólks Evrópu-
þingsins frá því í sumar, sem stýrt
var af svissneska þingmanninum
Dick Marty, kemur fram að leyni-
leg starfsemi bandarískra stjórn-
valda kunni að hafa farið gróflega
gegn alþjóðalögum er varðar rétt-
láta meðferð á föngum. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utanríkisráð-
herra skipaði í kjölfarið starfshóp
sem aflaði upplýsinga um ferðir
flugvéla CIA um íslenska lofthelgi.
Í úttekt í Fréttablaðinu í dag
kemur fram að lendingar flugvéla á
Keflavíkurflugvelli á vegum CIA
voru eftirlitslausar innan svæðis á
vegum varnarliðsins árum saman.
Meðal annars voru það flug frá
Kaíró í Egyptalandi og Búkarest í
Rúmeníu en sérstaklega er minnst á
þessa tvo staði í skýrslu Evrópu-
þingsins sem mögulegan vettvang
leynilegra og ólöglegra aðgerða CIA
í „stríðinu gegn hryðkjuverkum“.
Carol van Voorst harðneitar ásök-
unum um að bandarísk stjórnvöld
hafi staðið ólöglega að handtökum
og flutningi á föngum og notað til
þess flugvelli víða um Evrópu, eins
og fram kemur í skýrslu Evrópu-
þingsins. „Eins og utanríkisráð-
herrann Condoleezza Rice hefur
ítrekað sagt; bandarísk stjórnvöld
flytja ekki, og hafa ekki flutt, fanga
frá einu landi til annars til yfir-
heyrslna þar sem ólöglegum aðferð-
um hefur verið beitt. Markmiðið
hefur verið að ná hryðjuverka-
mönnum af götunum og afla eins
mikilla upplýsinga eins og hægt er
um þá sem enn stafar hætta af.“
- mh / sjá síðu 42
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi tjáir sig um ásakanir um fangaflug:
Neitar ásökunum um lögbrot
CAROL VAN VOORST Sendiherrann segir
bandarísk stjórnvöld ekki hafa staðið
ólöglega að flutningi á föngum.
UMHVERFISMÁL Umhverfisráð-
herra mun geta skorið úr deilum,
líkum þeim sem nú eru uppi
vegna Bitruvirkjunar, verði
frumvarp hennar um breytingar
á skipulagslögum samþykkt.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
ráðherra segir þetta mikilvægt
mál. Frumvarpið fjallar meðal
annars um að gerð verði bindandi
landskipulagsáætlun, sem taki
mið af almannahagsmunum.
Þórunn tekur ekki undir að
ríkið sé að heimta allt skipulags-
vald úr höndum sveitarfélaganna.
Landskipulag verði gert í náinni
samvinnu við alla hlutaðeigandi.
- kóþ / sjá síðu 58
Frumvarp umhverfisráðherra:
Getur skorið úr
deilumálum
DÓMSMÁL Tomas Arlauskas, betur
þekktur undir eftirnafninu
Malakauskas, hefur verið dæmdur
í sextán mánaða
fangelsi. Hann
var sakfelldur
fyrir brot á
endurkomubanni
hingað til lands,
svo og fíkniefna-
lögum.
Malakauskas
kom hingað í byrj-
un september og
var handtekinn 20. nóvember með
26 grömm af amfetamíni.
Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst
Malakauskas hafa tekið upp eftir-
nafn eiginkonu sinnar, Arlauskas,
og fengið skilríki útgefin með því
nafni í Litháen. Eiginkona Mala-
kauskas sagði að áður hefði hann
dvalið á Íslandi frá janúar 2007 og
fram í ágúst. - jss
TOMAS
MALAKAUSKAS
Héraðsdómur Reykjaness:
Dæmdur í 16
mánaða fangelsi
ÚTIVIST „Við erum bara bjartsýn og
vonum að veðurguðirnir standi
með okkur,“ segir Magnús Árna-
son, forstöðumaður skíðasvæðis-
ins í Bláfjöllum, en stefnt er að því
að opna svæðið í dag. Ef veður
leyfir verða tvær lyftur opnar frá
klukkan 13 til 18 um helgina og
verður frítt í lyfturnar.
Skíðasvæði Akureyringa í Hlíð-
arfjalli var opnað almenningi á
fimmtudag og þar á bæ búast
menn við góðri skíðahelgi. Sömu
sögu er að segja frá Dalvík en
skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli
var opnað á miðvikudag og þar
verður frítt í lyftur um helgina.
Skíðasvæðið í Tindastóli við
Sauðárkrók hefur einnig verið
opnað og tekin var í notkun ný
skíðalyfta þar í gær. - þo
Skíðasvæði opin víða:
Gott skíðafæri
víða um land
BEÐIÐ EFTIR LYFTUNNI Fjölmargir lögðu
leið sína í Hlíðarfjall í gær enda nægur
snjór. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL
LÖGREGLUMÁL Fíkniefni fundust
falin undir kodda í rúmi í íbúð í
Hlíðahverfi síðdegis í fyrradag.
Fíkniefnadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit
á staðnum og fann þá bæði hass og
amfetamín að því er talið er.
Húsleitin var gerð að undangengn-
um úrskurði. Skömmu áður var
karlmaður á þrítugsaldri færður á
svæðisstöðina í Hafnarfirði. Í bíl
hans fundust ætluð fíkniefni. - jss
Húsleit í Hlíðahverfi:
Faldi fíkniefnin
undir kodda
NEYTENDUR Búast má við mikilli ös
í verslunum um helgina.
„Undanfarna daga hafa fleiri
heimsótt Kringluna en á sama
tíma í fyrra. Ég á von á að helgin
verði enn betri en sú síðasta enda
komið nýtt kortatímabil,“ segir
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar.
Henning Freyr Henningsson,
framkvæmdastjóri Smáralindar,
tekur í sama streng og segir að
jólaverslunin fari vel af stað.
Þar hafa verið gerðar umtals-
verðar breytingar í bílastæðamál-
um til að mæta jólaösinni auk
þess sem framkvæmdum við
breikkun Reykjanesbrautar hefur
verið frestað fram yfir áramót til
að koma í veg fyrir umferðar-
öngþveiti. - þo
Jólaösin hafin að fullu:
Helgin stór fyr-
ir kaupmenn
Vífill, ert þetta þú?
„Nei, þetta er Svanberg...“
Vífill Atlason kríaði út símafund með
Bandaríkjaforseta með því að þykjast
vera Ólafur Ragnar Grímsson. Hann vilti
síðan á sér heimildir aftur þegar hann
sendi vin sinn í viðtal í Íslandi í dag.
TRÚ Biskup Íslands, Karl Sigur-
björnsson, dregur ekki úr ummæl-
um sínum í svarbréfi til
Siðmenntar, heldur segist ætla að
leyfa sér að nota orðið „hatramm-
ur“ um málflutning félagsins.
Hann hafði verið beðinn um að
draga þau ummæli sín til baka að
félagið væri „hatrömm samtök“.
Biskup segir félagið hafa geng-
ið gegn kirkju og kristni og vilji
„útiloka hinn trúarlega þátt og
kærar hefðir“ frá grunnskólum
landsins.
Bjarni Jónsson, varaformaður
Siðmenntar, harmar að biskup
haldi sig við orðavalið. Undarlegt
sé að hann telji enn að Siðmennt
sé á móti fræðslu um kristna trú,
eftir margar greinar og fréttatil-
kynningar Siðmenntar.
„Við segjum að kennslan eigi
ekki að einskorðast við kristin-
fræði og með því heldur biskup að
við séum á móti kristinfræði.
Hann virðist ekki vita hvað orðið
„einskorðast“ þýðir,“ segir Bjarni.
Að auki segi biskup Siðmennt
amast við ýmsum atriðum, eins og
að teikna trúarlegar myndir í
kennslustundum.
„Ef hann hefði lesið erindi
okkar vissi hann að þetta eru skil-
greiningar mannréttindadóm-
stóla, en ekki okkar,“ segir Bjarni.
- kóþ
Biskup Íslands dregur ekkert úr ummælum sínum í svari til Siðmenntar:
Vill nota orðið „hatrammur“
SÉRA KARL SIGURBJÖRNSSON Biskup
segir Siðmennt ganga gegn kristinni trú.
SPURNING DAGSINS