Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 8. desember 2007 57 Hjátrúarfullur fram í fingurgóma Félaginn, Tryggvi Jónsson Við Einar erum góðir vinir og höfum ferðast mikið saman undanfarið. Flestar sögurnar mínar eru af væntumþykju og virðingu við hann ekki prenthæfar. Hins vegar var það einu sinni þannig að við vorum búnir að mæla okkur mót úti í London á föstudegi en við vorum að fara að skrifa undir samninga og síðan fékk ég neyðarkall um að ég yrði að koma degi fyrr út og fundur- inn yrði að vera haldinn á fimmtudagskvöldi klukkan tíu og því fylgdu engar skýringar - það væri bara eitthvað mikið um að vera. Síðan mæti ég og fleiri, þetta var fólk víða að, sem allt breytti sínum plönum fyrir Einar. Við göngum frá samningnum og aldrei fann ég út af hverju þessi þrýstingur var að breyta fundinum. Af hverju þessi hamagangur var, allir að koma fyrr út og við að kvöldi til að klára samninga. Þá var það vegna þess að daginn eftir var föstudagurinn þrettándi. Og hann er svo hjátrúarfullur að hann gat ekki hugsað sér að skrifa undir samning á föstudegi. Það myndi bara boða ógæfu þannig að hann setti allt á annan endann, bara vegna þessa. Einar hefur alltaf verið hjátrúarfullur, sama hvað hver segir honum, og labbar til dæmis ekki undir stiga og ef svartur köttur hleypur fyrir hann svitnar hann. En þetta hefur samt kannski komið honum áfram í lífinu. Allavega ekki skaðað hann. Ný tt kor tatíma bil! Af árshátíð í upptökur Nylon-söngkonan, Alma Guðmundsdóttir Þegar Nylon var að byrja. Þetta var hreinlega fyrsta vikan í sögu hljómsveitar- innar og við vorum bara búin að hittast einu sinni og funda. Þá var ég í Íþróttaskól- anum í Garðabæ og við vorum að setja upp söngleik og ég var að leika í honum, Litlu hryllingsbúðinni, og það var búið að vera svakaleg vinna í kringum það, brjálaðar æfingar og svo framvegis. Um kvöldið er svo frumsýning og árshátíð seinna um kvöldið. Einar Bárðarson hringir þegar ég er nýkomin af frumsýningunni, að stíga inn í sturtuna og ætla að gera mig til fyrir árshátíðina. Hann hringir og segir að ég verði að mæta strax í stúdíó að taka upp Lög unga fólksins. Ég stend þarna inni á baði og það er bara: „Já, taka upp, núna, Lög unga fólksins, niðri í Thule stúdíói.“ Það skipti engum þótt ég segði honum að ég væri á leiðinni á árshátíð. Hann sagði að þetta gæti ekki beðið og þegar kemur að Einari Bárðarsyni - þá segir maður ekkert nei við hann. Þetta var auvitað æðislega gaman en þetta er mjög lýsandi fyrir Einar. Þegar hlutirnir eiga að gerast þá eiga þeir að gerast og hann kemur þeim í fram- kvæmd. Það er bara þannig. Hann er með allt sitt á hreinu. Og samt gerir hann allt í góðu því hann er mjög hjartahlýr maður. En það er engin tilviljun að hlutirnir gerast hjá honum og ég held að það sé þessi magnaða blanda sem hann er: Þessi ákveðni sem hann hefur í bland við gæsku. Sá kokkteill hrífur fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.