Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 6
6 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
KJÖRKASSINN
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Tónlist í
símann
Milljón íslensk og erlend lög
sem þú getur eignast
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Sony Ericsson V640i
Lipur og nettur Walkman tónlistarspilari. 3G, EDGE, 256
Mb minniskort. Fer á netið með Vodafone live! Fæst í
"Havana Gold" og svörtu. Fæst eingöngu hjá Vodafone.
19.900 kr.
STJÓRNMÁL „Opinber birting upp-
lýsinga úr álagningarskrám í fjöl-
miðlum orkar tvímælis,“ segir
Persónuvernd í umsögn um laga-
frumvarp sem miðar að því að
opinberri birtingu álagningar-
skráa og skattskráa verði hætt.
Persónuvernd segir í umsögn
sem fyrst var gefin í fyrra en
ítrekuð fyrir nokkrum dögum að
hafa verði í huga að álagningar-
skrár geymi ekki endanlegar upp-
lýsingar um tekjur manna heldur
séu þær bráðabirgðaskrár. Upp-
lýsingar í þeim séu í mörgum til-
vikum ekki réttar. Í því sambandi
verði að líta til 7. greinar laga um
persónuvernd og meðferð per-
sónuupplýsinga.
„Þar er kveðið á um þá grund-
vallarreglu að við meðferð per-
sónuupplýsinga skuli þess gætt að
þær séu áreiðanlegar og uppfærð-
ar eftir þörfum; óáreiðanlegar eða
ófullkomnar upplýsingar beri að
afmá eða leiðrétta,“ segir í umsögn
Persónuverndar, sem kveðst ekki
hafa athugasemdir við efni frum-
varpsins enda samrýmist það sjón-
armiðum um einkalífsvernd.
Álagningarskrár eru í dag
aðgengilegar almenningi á skatt-
stofum í tvær vikur eftir að álagn-
ingu lýkur. Mega fjölmiðlar birta
upplýsingar úr þeim á þessu
afmarkaða tímabili. Verði frum-
varpið að lögum mun þessi opin-
bera birting leggjast af. Frum-
varpið var fyrst lagt fram árið
2005 af níu alþingismönnum Sjálf-
stæðisflokks.
Tímaritið Frjáls verslun hefur
um árabil gefið út ritið Tekjublað-
ið með upplýsingum um launatekj-
ur valinna hópa. Útreikningar
tímaritsins eru byggðir á álagn-
ingarskrám.
„Við værum ekki að gefa þetta
út nema það samrýmdist okkar
skoðunum um birtingu á þessum
upplýsingu,“ segir Jón G. Hauks-
son, ritstjóri Frjálsrar verslunar.
Jón segir Tekjublaðið auka nauð-
synlegt gegnsæi á vinnumarkaði.
„Þetta er sterkt tæki gegn launa-
leyndinni sem að mati margra
hefur haldið launum niðri hjá til
dæmis konum. Þarna eru líka upp-
lýsingar um hverjir standa undir
samhjálpinni með sköttum. Við
höfum einnig talið að þessar upp-
lýsingar komi í veg fyrir gróusög-
ur um það til dæmis að hinir og
þessir borgi enga skatta þrátt fyrir
að berast á,“ segir Jón.
Aðspurður kveður Jón það vera
sína tilfinningu að almenningur sé
hlynntur því að upplýsingar séu
birtar úr álagningarskrám eins og
verið hefur. „Vísbending um það
er kannski salan á okkar blaði sem
er vel á annan tug þúsunda ein-
taka,“ segir Jón G. Hauksson. - gar
Birting skattaskráa
sögð orka tvímælis
Persónuvernd hefur ítrekað jákvæða afstöðu til lagafrumvarps sem kemur í veg
fyrir birtingu upplýsinga um skattgreiðslur einstaklinga. Ritstjóri Frjálsrar versl-
unar segir almenning hlynntan birtingunni, sem auki nauðsynlegt gegnsæi.
JÓN G. HAUKSSON Ritstjóri Frjálsrar
verslunar.
TEKJUBLÖÐIN Frjáls verslun hefur um
árabil gefið út sérrit um tekjur valinna
einstaklinga og Mannlíf var einnig með
slíka útgáfu í sumar.
FLUTNINGSMENNIRNIR Guðlaugur
Þór Þórðarson, Birgir Ármannsson og
Sigurður Kári Kristjánsson eru flutnings-
menn frumvarps sem miðar að því að
hætt verði að birta opinberlega álagn-
ingarskrár frá skattstjórum landsins.
M
YN
D
/SIG
U
R
Ð
U
R
JÖ
KU
LL
STJÓRNSÝSLA „Stjórn Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar er þess full-
viss að úttekt Ríkisendurskoðunar
leiði í ljós að við sölu fasteigna á
Keflavíkurflugvelli hafi í öllu verið
farið eftir lögum um Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar,“ segir stjórn-
in í yfirlýsingu sem hún sendi frá
sér í gær.
Stjórn Þróunarfélagsins segist
sjálf hafa óskað eftir að Ríkis-
endurskoðun gerði úttektina. Hún
segir félagið hafa unnið samkvæmt
skilyrðum og fyrirmælum.
„Tilgangurinn með stofnun Þró-
unarfélagsins var meðal annars að
koma fasteignum í eigu ríkisins á
Keflavíkurflugvelli sem fyrst í arð-
bær borgaraleg not með það að
markmiði að jákvæð samfélagsleg
áhrif verði sem mest og neikvæðum
áhrifum á nærsamfélagið verði
haldið í lágmarki,“ segir í yfirlýs-
ingunni. Þróunarfélagið hefur
meðal annars verið sagt hafa selt
útvöldum fasteignir á flugvallar-
svæðinu án auglýsinga og verið
gagnrýnt fyrir að selja án útboðs.
„Þróunarfélagið hefur frá upp-
hafi kallað eftir áhugasömum
aðilum með hugmyndir um nýt-
ingu eigna á svæðinu, meðal ann-
ars með áberandi auglýsingum
með vísun í upplýsandi vef félags-
ins, þar sem allar óseldar eignir
ríkisins á svæðinu eru kynntar og
söluskilmálar tíundaðir,“ segir í
yfirlýsingu Magnúsar Gunnars-
sonar, Árna Sigfússonar og Stefáns
Þórarinssonar. - gar
Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir rannsókn munu hreinsa félagið:
Allt unnið eftir fyrirmælum
STOFNUN ÞRÓUNARFÉLAGS Geir Haarde
forsætisráðherra undirritar samning um
stofnun Þróunarfélags Keflavíkurvallar í
október í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNSÝSLA Árni Sigfússon
bæjarstjóri krefst þess að tveir
þingmenn leiðrétti ósannindi.
„Atli Gíslason sagði meðal
annars að Reykjanesbær væri
eigandi í Háskólavöllum, sem
keypt hefði 1.700 íbúðir og ég væri
þar stjórnarformaður,“ segir Árni,
sem kveður þetta ósatt. Reykjanes-
bær eigi ekki í Háskólavöllum,
hann sé þar ekki í stjórn og eigi
ekki í félaginu. „Bjarni Harðarson
fullyrti í ræðu fyrir alþjóð að ég
ætti persónulega hluti bæði í
Þróunarfélagi Keflavíkurflug-
vallar og skólafélaginu Keili. Þetta
eru einnig hrein ósannindi.“ Bjarni
hefur tekið orð sín aftur. - gar
Árni Sigfússon:
Vill ósannindi
um sig leiðrétt
Ertu fylgjandi aðgerðum ríkis-
ins í þágu öryrkja og aldraðra?
Já 81%
Nei 19 %
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú að mansal viðgangist
á Íslandi?
Segðu þína skoðun á visir.is
MENNTUN Einar Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir
það ekki koma á óvart að nýbúa-
börn komi mun verr út en íslensk
börn í PISA-könnuninni, sem kynnt
var í vikunni og Fréttablaðið sagði
frá í gær, . Hann telur að efla þurfi
íslenskukennslu og stuðning við
þessi börn, til dæmis í gegnum
mentorakerfið.
„Allt kerfið þarf að herða sig. Við
þurfum að átta okkur á því að það
tekur tíma fyrir hvern og einn að
tileinka sér nýtt tungumál,“ segir
Einar og telur nýbúana þurfa auk-
inn stuðning, til dæmis við heima-
nám, því foreldrarnir séu oft ekki í
stakk búnir til að
veita þá aðstoð.
Þá megi gjarnan
búa til fyrirmynd-
ir í gegnum ment-
orakerfið.
Hulda Karen
Daníelsdóttir,
kennsluráðgjafi í
nýbúafræðslu,
kveðst hafa
áhyggjur af skól-
unum, undirmönnun geti haft áhrif
á skólastarfið. Hún bendir á að það
taki mörg ár að ná skólamáli, miklu
fyrr þurfi því að byrja að vinna
með skólaorðaforða. Vinna megi
markvisst með lesskilning og þjálfa
kennara í kennsluháttum sem koma
þessum nemendum til góða.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segir það
áhyggjuefni hve illa nýbúabörnin
komi úr PISA-könnuninni. Íslensku-
kennslan hafi verið bætt og betur
sé haldið utan um íslenskukennslu í
skólum.
„Ég hef áhyggjur af frístunda-
lestri, lesturinn heima er með allt
öðrum hætti í dag en var fyrir tíu
árum. Skólakerfið verður að taka
mið af breyttum aðstæðum auk
þess sem foreldrar geta ekki ýtt
öllu yfir á skólakerfið.“ - ghs
ÞORGERÐUR
KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
Frammistaða nýbúabarna í námskönnun kemur ekki á óvart:
Efla þarf stuðning við nýbúabörn