Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 32
32 8. desember 2007 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1931 Ný lög um notkun bif- reiða tekin í gagnið. Í þéttbýli er leyfilegur hraði aukinn úr 18 kílómetrum á klukkustund í 25 kíló- metra en annars staðar í 45 kílómetra. Í dimmu má þó undir engum kringum- stæðum aka hraðar en á 30. 1941 Bandaríki Norður-Amer- íku lýsa yfir stríði á hend- ur Japönum, degi eftir árás þeirra á Perluhöfn, og gerast þar með þátt- takendur í seinni heims- styrjöldinni. 1991 Sovétríkin líða endanlega undir lok er Rússland, Hvíta-Rússland og Úkra- ína lýsa yfir endalokum sovéskrar ríkisstjórnar. Að kvöldi dags sneri John Lennon heim til sín ásamt spúsu sinni og vildi fá sér eitthvað að borða og segja góða nótt við son sinn Sean, áður en hann sneri aftur í stúdíóið. Í staðinn fyrir að láta limósínuna keyra inn í öruggan bakgarð stigu hjónakornin út fyrir framan húsið. Í því sem Lennon gekk á eftir Yoko í átt að stigahúsinu tók hann eftir lágvöxnum og þybbnum manni standa fyrir framan húsið. Maðurinn virtist frekar skrítinn og Lennon greikkaði sporið, en þá kallaði maðurinn „Mr. Lennon!“ Lennon sneri sér að manninum, sem var þá kominn í vígastellingu með skammbyssu í höndunum og skaut Lennon umsvifalaust. Fjögur skot af fimm hæfðu og hvert fyrir sig olli alvar- legum innvortist meiðslum, eitt þeirra tók í sundur ósæðina. Byssumaðurinn settist á gang- stéttarbrún og beið rólegur eftir lögreglunni á meðan Lennon staulaðist upp nokkrar tröppur og hné niður. Lennon var fluttur í snarhasti upp á spítala. Á leiðinni reyndi sjúkraliðinn að halda athygli Lennons og spurði „Veistu hver þú ert?“ Hann kinkaði veiklulega kolli, reyndi að tala en gat aðeins komið upp úr sér hryglum. Sam- kvæmt Yoko Ono voru engin hinstu orð. John Lennon missti meðvitund stuttu seinna og var úrskurðaður látinn á Roosevelt-spítalanum. ÞETTA GERÐIST: 8. DESEMBER 1980 John Lennon skotinn til bana 70 ára afmæli Í tilefni af sjötugsafmælinu býður Sigurdór Eggertsson ætting jum og vinum í kaffi sunnudaginn 9. desember kl. 16.00 í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,afa og langafa, Jóns Guðjónssonar rafvirkjameistara, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Brautarlandi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Arndís Guðjónsdóttir Guðjón Magnús Jónsson Sigríður Þorláksdóttir Margrét Katrín Jónsdóttir Hrönn Guðjónsdóttir Björn Baldvinsson Magnea Ólöf Guðjónsdóttir Halldór Kjartansson Björnsson Arndís Guðjónsdóttir Magnús Örn Guðmarsson Jón Þór Guðjónsson Eva Björg Torfadóttir Hrafn Eyjólfsson Hrafnhildur Eyjólfsdóttir Halldór Ingi Hákonarson Jón Örn Eyjólfsson og barnabarnabörn. Vinur okkar, Jón Pálmi Karlsson (Jónsi), verkamaður, Heiðarbraut 37, Akranesi, áður til heimilis í Skorholti, Melasveit, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 2. desember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Saurbæjarkirkjugarði á Hvalfjarðarströnd. Jón Sveinsson Guðrún Magnúsdóttir Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn, Kristinn Veigar Sigurðsson Birkiteig 17, Keflavík, lést af slysförum laugardaginn 1. desember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. desember kl. 14.00. Anna Guðbjörg Kristinsdóttir Birgir Stefánsson Sigurður Óskar Sólmundarson Vilborg Rós Eckard systkinin, afar, ömmur, langamma og langafi. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ástráður Valdimarsson, Hraunsholtsvegi 2, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi, miðvikudaginn 5. desember. Útförin auglýst síðar. Kristjana Margrét Guðmundsdóttir Guðrún Ástráðsdóttir Már Þorvaldsson Hjördís Ástráðsdóttir Peter Tompkins Brynja Ástráðsdóttir Pétur Bjarnason og afabörn. Elskuleg systir mín og móðursystir, Guðbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir, frá Kárastöðum í Helgafellssveit, lést á Hrafnistu v. Brúnaveg 2. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 14. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju, reikningur 309-18-930076 kt. 630269-0839. Minningarkort fást í Heimahorninu, s. 438 1110. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurðardóttir Margrét Sigurðardóttir Í dag eru liðin tuttugu ár frá stofnun Nýrrar dögunar, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Ný dögun var formlega stofnsett 8. desember árið 1987 og starfsemi þess felst í stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis. Séra Elínborg Gísladóttir er for- maður samtakanna og sér um að skipuleggja almenna fræðslufundi og samverustundir, vinna að stofnun stuðningshópa og standa fyrir nám- skeiðahaldi og þjálfun stuðningsaðila sem hjálpa syrgjendum. „Við erum alltaf með átta fræðslu- fundi á ári, fjóra að hausti og fjóra að vori. Fyrir jól buðum við upp á fyrir- lestur sem hét jólin og sorgin, fyrir þá sem eru að ganga í gegnum sín fyrstu jól eftir ástvinamissi. Það hefur staðið kirkjunni nálægt að sinna þessu fólki. Þó bjóðum við ekki upp á bein viðtöl. Í febrúar höfum við alltaf verið með fræðslu um sjálfsvíg og bjóðum þá fólki að vera í hópavinnu í sex til átta skipti,“ segir Elínborg. Hjá Nýrri dögun er til ákveð- ið hugtak sem heitir „sorgarvinna“. Að missa ástvin er áfall og því fylgir sorg. Maður þarf að leggja á sig vinnu til að komast í gegnum hana og fyrir suma er gott að gera slíkt í hópum. Þar liggur eitt helsta svið Nýrrar dög- unar; að koma á stofn slíkum hópum. Samtökin eru með heimasíðu á net- inu sem heitir sorg.is. Þar má finna fréttir, upplýsingar og greinargóðar lýsingar á starfi félagsins. Meðal ann- ars eftirfarandi: „Fyrir syrgjandann verður nótt sorgarinnar löng og ljós vonarinn- ar víðs fjarri um sinn. En við lifum samt dagana. Við höfum ekki stjórn yfir þeim. Dagarnir líða þótt við upp- lifum þá sem í þoku og myrkri. Svo lifum við nýja dögun: Þegar hin langa ganga í gegnum langa nótt sálarinnar tekur endi förum við að greina örlitla birtu. Það er ekki vegna þess að við séum búin að gleyma sorginni heldur hefur hún færst inn í nýja vídd þar sem dauðinn einn, nóttin ein, ræður ekki lengur.“ Klausan er tekin úr texta á heima- síðunni sem útskýrir tilurðina á nafni samtakanna. Þar er „sorgarvinnunni“ líkt við það þegar forfeður okkar Ís- lendinga ýttu bátskeljum sínum úr vör þegar dögunin var ennþá aðeins örlítil skíma í austri og ætluðu út á haf að leita sér lífsbjargar: samtökin eiga að vera vettvangur nýrrar dögunar fyrir syrgjendur. Ný dögun eru frjáls félagasamtök sem byggja tilvist sína og starfsemi á fjárframlögum og félagsgjöldum. niels@frettabladid.is NÝ DÖGUN, SAMTÖK UM SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ: 20 ÁR FRÁ STOFNUN „Í döguninni er líka nýtt upphaf“ SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ Séra Elínborg Gísladóttir er formaður samtakanna Ný dögun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÓRAS (QUINTUS HORATIUS FLACCUS) FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 65 F.KR. „Sá sem frestar þeirri stundu að lifa réttilega er eins og sveitadurgur sem bíður eftir að fljótið renni til þurrðar áður en hann fer yfir.“ Hóras var eitt helsta ljóðskáld Rómverja á tímum Águstusar. Eftir að Júlíus Sesar var myrtur gekk Hóras í herinn þar sem hann barðist undir stjórn Brútusar. Að eigin sögn bjargaði hann lífi sínu með því að kasta frá sér skildinum og flýja. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.