Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 4
4 8. desember 2007 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUMÁL Kristján Möller samgönguráðherra segist ekki sjá aðra leið færa en að bjóða út gerð Sundabrautar. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur stjórn Faxaflóahafna látið kanna verklag norskra stjórnvalda er snýr að gerð umferðarmannvirkja en þar hefur verið farin sú leið að bjóða ekki út einstakar fram- kvæmdir þegar um einka- framkvæmdir er að ræða. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er vilji til þess innan stjórnarinnar að valin verði svipuð leið og Norðmenn hafa farið og verður málið tekið til umræðu á fundi stjórnarinnar næsta þriðju- dag. Þá er einnig ríkjandi óánægja innan stjórnarinnar vegna þess hversu skammt verkefnið er komið en það er ekki inni á fjárlögum næsta árs. Umtalsverðir hagsmunir eru í húfi enda er áætlað að Sundabrautin verði dýrasta samgöngumannvirki sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildarkostnaður er áætlaður um 25 milljarðar króna sé ráð gert fyrir göngum og mislægum gatna- mótum. Hinn 21. mars á þessu ári gengu Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, og Gísli Gíslason framkvæmdastjóri á fund Geirs H. Haarde forsætisráðherra og kynntu fyrir honum hugmyndir um að ráðast í gerð Sundabrautar og reisa hana í einum áfanga á þremur til fimm árum. Hugmynd- unum var vel tekið en síðan hefur lítið gerst. Kristján segir fleiri en Faxaflóa- hafnir hafa sýnt verkinu áhuga og því sé útboð eina sanngjarna leiðin í stöðunni. „Ég get ekki séð hvernig hægt er að gæta fulls jafnræðis milli þeirra sem hafa áhuga á því að ráðast í gerð Sundabrautar öðru- vísi en með útboði. Það hafa fleiri en Faxaflóahafnir sýnt því áhuga að ráðast í þessa framkvæmd og á þeim forsendum tel ég útboð vera sanngjörnustu og skynsamlegustu leiðina,“ segir Kristján. Hann vildi ekki upplýsa hverjir fleiri en Faxa- flóahafnir hefðu sýnt verkefninu áhuga. „Það er ekki tímabært að upplýsa um það núna enda er verk- efnið ekki komið á það stig en það hafa verktakafyrirtæki sýnt þessu verkefni mikinn áhuga.“ Björn Ingi Hrafnsson, stjórnar- formaður Faxaflóahafna, segir nauðsynlegt að kanna það til hlítar hvort ekki sé skynsamlegt að fara að fordæmi Norðmanna þegar um einkaframkvæmdir að þessu tagi sé að ræða. „Þegar fyrirtæki í opin- berri eigu ræðst í svona fram- kvæmdir tel ég að hagsmunir þeirra sem nýta sér samgöngu- mannvirkin séu frekar í hávegum hafðir. Ef fyrirtæki í einkaeigu ræðst í svona framkvæmd og ann- ast umsjón rekstrar hennar liggur það alveg fyrir að kostnaður fólks gæti orðið meiri en ef farin yrði sú leið sem við leggjum til; að opin- bert fyrirtæki annist þessa fram- kvæmd. Það hefur reynst vel með Hvalfjarðargöng, þar sem opinbera fyrirtækið Spölur annast þau með öllu.“ magnush@frettabladid.is Óeining ríkis og borgar um útboðsskyldu Sundabrautar Samgönguráðherra og stjórnarformaður Faxaflóahafna eru ósammála um hvort nauðsynlegt sé að bjóða út gerð Sundabrautar. Útboð eina leiðin segir ráðherra. Aðrir möguleikar í stöðunni, segir Björn Ingi Hrafnsson. HUGMYND AÐ SUNDABRAUT Nokkrar hugmyndir hafa verið settar fram um lagningu Sundabrautar. Líklegast er talið að hugmynd sem felur í sér göng og mislæg gatnamót verði fyrir valinu en kostnaðurinn við þá framkvæmd er áætlaður um 25 milljarðar króna. MYND/REYKJAVÍKURBORG KRISTJÁN MÖLLER BJÖRN INGI HRAFNSSON                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,-. /-.  01 2-. 01 3-. 01 /-. 01 ++-. +,-. 4-. 4-. +5-. 6-. 01 3-. +6-  01 +/-.7 01 +2-.           89" 9" : 3;+<=   8(  ;  :  <;3   !""# $%&'()&#*'      Í dag verður hæg norðaustslæg átt víðast hvar, en við suðausturströnd- ina má búast við hvassviðri, allt að 18 m/s fyrripartinn. Enn verður talsvert frost á landinu öllu, allt að 10 stig inn til landsins á Norður- og Austur- landi en mildast sunnanlands. Með hvassviðrinu suðaustanlands má gera ráð fyrir smá éljagangi en annars þurru víðast hvar. Hægviðri, frost 1-4 stig. BANDARÍKIN, AP Bandaríska leyni- þjónustan CIA eyddi árið 2005 tveimur myndbandsupptökum frá árinu 2002 af harkalegum yfir- heyrslum tveggja fanga, sem grun- aðir eru um hryðjuverkastarfsemi og sagðir meðlimir í al-Kaída-sam- tökunum. Michael Hayden, yfirmaður CIA, staðfestir þetta en segir að mynd- böndunum hafi verið eytt vegna þess að á þeim megi þekkja starfs- menn CIA. Þeim geti stafað hætta af hefndaraðgerðum frá al-Kaída. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá þessu í gær, en Hadley sendi frá sér yfirlýsinguna daginn áður, þegar ljóst var orðið að málið yrði gert opinbert í fjöl- miðlum. Á myndbandinu sjást starfs- menn CIA stunda harkalegar yfir- heyrsluaðferðir, þar sem fangarnir eru meðal annars látnir fá það á til- finninguna að verið sé að drekkja þeim. Mannréttindasamtök segja þessar yfirheyrsluaðferðir ekkert annað en pyntingar, en Bandaríkja- stjórn hefur neitað að líta svo á málið. Annar fanganna er Abu Zubay- dah. Haustið 2006 skýrði Banda- ríkjaforseti frá því að harkalegar yfirheyrslur yfir Zubaydah hefðu borið þann árangur að Khalid Sheikh Mohammed var handtek- inn, en hann játaði síðar að hafa skipulagt árásirnar á New York og Washington haustið 2001. - gb Harkalegar yfirheyrsluaðferðir bandarískra leyniþjónustumanna á myndbandi: Myndböndunum var eytt MICHAEL HAYDEN Yfirmaður CIA hefur staðfest að myndböndunum hafi verið eytt. NORDICPHOTOS/AFP INDÓNESÍA Jarðskjálfti upp á 5,4 skók indónesísku orlofseyna Balí í gær, þar sem um 10.000 fulltrúar yfir 180 aðildarþjóða loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóðanna sitja nú á rökstólum um alþjóðlegar aðgerðir gegn loftslagsbreyting- um. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu sem fer fyrir íslensku sendinefndinni, sagði í samtali við Fréttablaðið að sjálfur hefði hann ekki orðið skjálftans var. Aðeins einn úr fimm manna nefndinni hefði fundið fyrir honum. Skjálftinn reyndist eiga upptök sín um 245 km undan strönd Balí. - aa Jarðskjálfti undan Balí: Fáir urðu skjálftans varir SLYS Tveir karlmenn liggja enn þungt haldnir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir umferðarslys á Reykjanesbraut á fimmtudag. Mennirnir gengust undir aðgerð í fyrrinótt og þeim er haldið sofandi í öndunarvél. Slysið varð þegar jeppi og fólksbíll, sem komu úr gagnstæð- um áttum, skullu saman í hálku skammt frá álverinu í Straums- vík. Kona á fertugsaldri slasaðist einnig í árekstrinum en hún var útskrifuð af Landspítalanum í gærmorgun. - þo Tveir menn í lífshættu: Haldið sofandi eftir bílslys STRAND Síldarbáturinn Súlan EA strandaði rétt utan við Grindavíkurhöfn um klukkan tíu í gærmorgun. Björgunarsveitin Þorbjörn fór á vettvang og dró skipið fljótlega aftur á flot. Skemmdir á skipinu voru kannaðar, en það var lýst haf fært seinni partinn í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var engin hætta um borð, og slasaðist enginn af þeim fjórtán sem voru í áhöfn. Talið er að stýrisbúnaður skipsins hafi bilað með þeim afleiðingum að það fór af réttri siglingarleið og strandaði. - sþs Engin hætta um borð: Súlan strandaði við Grindavík SÚLAN EA Skipið er nú á leið til Nes- kaupstaðar. Mynd/Víkurfréttir GENGIÐ 07.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,0918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,50 61,80 125,00 125,60 89,98 90,48 12,063 12,133 11,215 11,281 9,569 9,625 0,5514 0,5546 97,16 97,74 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.