Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 8
8 8. desember 2007 LAUGARDAGUR JAFNRÉTTI Feður barna sem fæddust árið 2003 annast þau í mun ríkari mæli en feður barna sem fæddust árið 1997. Þá hefur bilið á milli vinnutíma feðra og mæðra við þriggja ára aldur barns minnkað á sama tímabili úr þrettán vinnu- stundum á viku niður í níu. Þetta kemur fram í rannsókninni „Fæð- ingarorlof: Löggjöf og lífstíll“ sem Guðný Björk Eydal, dósent í félags- ráðgjöf við Háskóla Íslands, gerði og kynnti í gær fyrstu niðurstöður ur. Er þetta fyrsta rannsóknin sem metur áhrif nýrra fæðingarorlofs- laga, þar sem kveðið er á um þriggja mánaða feðraorlof, með því að bera saman hvernig foreldrar ungra barna höguðu atvinnuþátt- töku og umönnun barna annars vegar áður en lögin tóku gildi og hins vegar eftir að þau tóku að fullu gildi árið 2003. Var fyrri könnunin gerð 2001 og seinni 2007. Fram kemur að þátttaka feðra í fæðingarorlofi hefur ekki einungis skammtímaáhrif í þann tíma sem þeir eru í orlofi heldur hefur hún víðtækari áhrif til lengri tíma á lífs- hætti fjölskyldna. Guðný skoðaði hvernig foreldrar skipta með sér umönnun barnsins á daginn. Strax eftir fæðingu eru báðir foreldrar mikið með barninu og jókst hlutfall feðra þar mikið milli kannanna. „En á fyrstu ævimánuðum eru meira en áttatíu prósent tilfella móðirin alfarið eða mestu leyti. Eftir því sem barnið verður eldra fer það hlutfall smám saman lækkandi. Við þriggja ára aldur er hlutfallið þar sem móðirin annast barnið alfarið eða að mestu leyti komið niður í 46 prósent tilfella og hlutfallið þar sem foreldrar skipta umönnun jafnt á milli sín orðið stærra, eða rétt tæp fimmtíu prósent.“ Í rannsókninni kemur fram að munurinn á vinnutíma feðra og mæðra hefur minnkað undanfarin ár. Árið 2001 unnu feður þrettán tímum meira á viku en mæður þegar barnið hafði náð þriggja ára aldri. Þessi munur hafði minnkað niður í níu stundir árið 2007. „Það hefur almennt orðið breyting í þá átt að karlar vinna minna og konur meira en breyt- ingin sem kemur fram á vinnu- tíma foreldra í rannsókninni er miklu hraðari en á vinnumarkaði almennt.“ Guðný segist hafa fundið mikinn áhuga erlendis á rannsókn sinni. „Við erum landið sem er komið lengst og fólk bíður spennt eftir að sjá hver reynslan verður hér. Noregur er kominn með sex vikur í feðraorlof, Svíþjóð með tvo mán- uði, Þjóðverjar komnir með tvo mánuði og í Finnlandi er mikil umræða um þetta. Evrópa öll er að skoða málið.“ sdg@frettabladid.is Feður orðnir virkari Fyrsta rannsóknin á áhrifum fyrir og eftir gildistöku fæðingarorlofslaganna frá 2000 bendir til að feður annist börn sín í ríkari mæli en áður, einnig eftir að fæðingarorlofi lýkur. Munur á vinnutíma feðra og mæðra hefur minnkað. UMHVERFISMÁL „Við fögnum þessu auðvitað, því ef ég skil orðið rétt var þetta valdníðsla. Það er ósið- legur gjörningur að gera þetta svona rétt fyrir kosningar, þegj- andi og hljóðalaust,“ segir Svan- borg R. Jónsdóttir, ein talskvenna Sólar í Suðurlandi. Ríkisendurskoðun hefur komist að því að samkomulag þriggja ráð- herra; Árna Mathiesen, Guðna Ágústssonar, og Jóns Sigurðssonar, um að Landsvirkjun yfirtaki vatnsréttindi ríkisins í Þjórsá sé ekki bindandi fyrir ríkið. Eðlilegt hefði verið að gera fyrirvara um samþykkt Alþingis. Samkomulagið var undirritað þremur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, án þess að greint væri frá því opinberlega. Hafa þeir Jón og Árni bent hvor á annan til ábyrgðar um að láðst hafi að gera það. Svanborg segir þessa meðferð á ríkiseigum afar óeðlilega. „Þetta er gjöf til fyrirtækis sem hefur verið talað um að eigi að fara að selja á markaði. Við höfum ekkert heyrt um að samið hafi verið um verð á þessari eign ríkisins. Það er því eðlilegt að þetta gangi til baka og fái opinbera málsmeðferð.“ Umboðsmenn Landsvirkjunar hafi alltaf gengið út frá þessum samningi í viðræðum við landeig- endur í neðri hluta Þjórsár. „Þessir samningar og loforð sem Landsvirkjun hefur verið að gera við landeigendur við ána. Það hlýtur allt að fara í aðra umferð.“ - kóþ Sól á Suðurlandi segir Títansamning hljóta að fá meiri og betri umfjöllun: Ósiðlegur gjörningur ráðherra ÞJÓRSÁ Talskona Sólar á Suðurlandi sakar ráðherra um valdníðslu. © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 GLÄNSA LYSA útiljósakróna Ø90xH90 cm 9.990,- GLÄNSA LYSA útiljósakróna Ø47xH47 cm 2.990,- Opið til 22:00 fram að jólum www.IKEA.is bjartar vetrarnætur 50 40 30 20 10 -12 -8 -4 -2 3 7 11 15 19 23 27 31 35 FJÖLDI VINNUSTUNDA Á KYN FORELDRA EFTIR ALDRI BARNS Í MÁNUÐUM ■ Feður ■ Mæður < Meðalfjöldi vinnustunda Aldur barns í mánuðum HEIMILD: FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN HÍ 100% 80% 60% 40% 20% 0% 1 4 7 10 13 16 19 22 25 28 31 34 36 HVERNIG SKIPTA FORELDRAR MEÐ SÉR UMÖNNUN BARNSINS Á DAGINN? HEIMILD: FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN HÍ ■ Móðir alfarið eða að mestu leyti ■ Skiptist jafnt á milli foreldra ■ Faðir alfarið eða að mestu leyti Punktalínur: 2001 Aldur barns í mánuðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.