Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 10
10 8. desember 2007 LAUGARDAGUR LISSABON, AP Á sameiginlegum leið- togafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins í Lissabon um helgina hyggjast leiðtogar álfanna tveggja freista þess að ýta til hlið- ar ágreiningsefnum sem eiga rætur að rekja til arfleifðar nýlendutímans og marka samstarfi álfanna markmið sem skili þeim báðum áþreifanlegum ávinningi. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem svo til allir leiðtogar hinna 27 aðildarríkja ESB og 53 aðildarríkja Afríkusambandsins hittast á sam- eiginlegum fundi. Evrópuríkin hafa áhyggjur af þverrandi áhrifum í grannálfunni í suðri, sem reiknað er með að verði einn mesti vaxtarmarkaður heims á næstu árum og áratugum. Þau vilja binda Afríkuríkin nánari tengslum við Evrópu, einkum á sviði verslunar og viðskipta. Afríkuríkin hafa aftur á móti í hyggju að njóta stuðnings Evrópu- ríkjanna við að bæta lífskjör í álf- unni. Þrátt fyrir hagvöxt á allra síðustu árum lifa enn um fjörutíu prósent af íbúum Afríku sunnan Sahara á því sem samsvarar innan við sextíu krónum á dag. Umtalaðasta atriðið í aðdrag- anda fundarins var þó ekki mál- efnin, heldur hvort Robert Mugabe Simbabveforseta skyldi boðið til hans eður ei. Leiðtogar annarra Afríkuríkja hótuðu að mæta ekki ef honum yrði ekki boðið, og í mót- mælaskyni við að það skyldi verða niðurstaðan hefur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að sniðganga fundinn. „Við verðum að líta á þennan fund sem upphafið að nýjum tímum í samskiptum Evrópu og Afríku,“ sagði Louis Michel, sem fer með þróunarmál í fram- kvæmdastjórn ESB. Ýmis ljón eru þó í veginum. Evrópuríki hafa á síðustu árum kosið frekar að efla tengsl við þró- unarlönd á borð við Indland og Brasilíu, þar sem tengsl við Afríku hafa gjarnan strandað á málum eins og mannréttindum, spillingu og pólitískum óstöðugleika. Afrískir þjóðarleiðtogar kvarta aftur á móti undan því sem þeir skynja sem yfirlætislegar lexíur frá fyrrverandi nýlenduveldum, sem nú eru í Evrópusambandinu. audunn@frettabladid.is Evrópsk-afr- ískt samráð Leiðtogar flestra hinna samtals 80 aðildarríkja Evr- ópusambandsins og Afríkusambandsins funda um samstarf álfanna tveggja í Lissabon um helgina. UMHVERFISMÁL Hveralyktin sem hefur fundist öðru hvoru í Reykja- víkurborg síðustu daga stafar af Hellisheiðarvirkjun og Nesja- vallavirkjun og má búast við henni áfram, verði tíðarfar svipað. „Í þeim myndast brennisteins- vetni, sem veldur þessari hvera- lykt og hún berst svo með gufunni. Við fundum fyrir þessu eftir til- komu Nesjavallarvirkjunar en það jókst með Hellisheiðarvirkjun,“ segir Lúðvík Gústafsson, deildar- stjóri mengunarvarna hjá umhverfissviði borgarinnar. Hann segir að mælitæki sín sýni að lyktarkúrvan sé á hraðri upp- leið. Þó þarf vindur að vera 1 til 2 metrar á sekúndu, gola eða and- vari, og vera á aust-suðaustan. Utan vinds og vindáttar þarf lágt hitastig að bætast við og því finnst minni lykt á sumrin. Þess má geta að lyktarmengun er ein ástæða þess að Hvergerð- ingar leggjast gegn væntanlegri Bitruvirkjun. Hún yrði í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð frá Hveragerði og er talið að lyktar- mengun verði í bænum sjötíu daga á ári. „Hvernig ætli íbúum í miðbæ Reykjavíkur líkaði að hafa Nesjavallavirkjun í Árbæjar- hverfi?“ spyr Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri Hvergerðinga. Vegalengdirnar séu svipaðar. - kóþ Engin hætta er á gosi, þrátt fyrir mikla hveralykt í Reykjavík síðustu daga: Fýlan er af Hellisheiðarvirkjun FRÁ BÚSTAÐAVEGI Gufustrókar virkjan- anna sjást greinilega á góðum degi í Reykjavík. Líklega bætist einn strókur við, þegar Bitruvirkjun tekur til starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FISKELDI Sjávarútvegsráðherra hefur skipað tvær nýjar nefndir um fiskeldismál. Annars vegar er um að ræða nefnd um aðgerðir til eflingar þorskeldis hérlendis, og hins vegar nefnd sem kanna á forsendur kræklingaræktar. Formaður nefndarinnar um eflingu þorskeldis er Kristinn Hugason, búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðingur í sjávarút- vegsráðuneytinu. Nefndin mun skila ráðherra áfangaskýrslu í mars næstkomandi. Formaður nefndarinnar um kræklingarækt er Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri Borgunar hf. - sþs Sjávarútvegsráðuneytið: Nýjar nefndir um fiskeldismál Auglýsingasími – Mest lesið GRANNÁLFUSAMRÁÐ Vegfarendur skoða stílfært landakort af Evrópusambandinu og Afríku á fundarstaðnum í Lissabon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP18 ára og eldri www.saft.is Fyrir hvern er jólagjöfin?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.