Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 10
10 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
LISSABON, AP Á sameiginlegum leið-
togafundi Evrópusambandsins og
Afríkusambandsins í Lissabon um
helgina hyggjast leiðtogar álfanna
tveggja freista þess að ýta til hlið-
ar ágreiningsefnum sem eiga
rætur að rekja til arfleifðar
nýlendutímans og marka samstarfi
álfanna markmið sem skili þeim
báðum áþreifanlegum ávinningi.
Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem
svo til allir leiðtogar hinna 27
aðildarríkja ESB og 53 aðildarríkja
Afríkusambandsins hittast á sam-
eiginlegum fundi.
Evrópuríkin hafa áhyggjur af
þverrandi áhrifum í grannálfunni í
suðri, sem reiknað er með að verði
einn mesti vaxtarmarkaður heims
á næstu árum og áratugum. Þau
vilja binda Afríkuríkin nánari
tengslum við Evrópu, einkum á
sviði verslunar og viðskipta.
Afríkuríkin hafa aftur á móti í
hyggju að njóta stuðnings Evrópu-
ríkjanna við að bæta lífskjör í álf-
unni. Þrátt fyrir hagvöxt á allra
síðustu árum lifa enn um fjörutíu
prósent af íbúum Afríku sunnan
Sahara á því sem samsvarar innan
við sextíu krónum á dag.
Umtalaðasta atriðið í aðdrag-
anda fundarins var þó ekki mál-
efnin, heldur hvort Robert Mugabe
Simbabveforseta skyldi boðið til
hans eður ei. Leiðtogar annarra
Afríkuríkja hótuðu að mæta ekki
ef honum yrði ekki boðið, og í mót-
mælaskyni við að það skyldi verða
niðurstaðan hefur Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands,
ákveðið að sniðganga fundinn.
„Við verðum að líta á þennan
fund sem upphafið að nýjum
tímum í samskiptum Evrópu og
Afríku,“ sagði Louis Michel, sem
fer með þróunarmál í fram-
kvæmdastjórn ESB. Ýmis ljón eru
þó í veginum.
Evrópuríki hafa á síðustu árum
kosið frekar að efla tengsl við þró-
unarlönd á borð við Indland og
Brasilíu, þar sem tengsl við Afríku
hafa gjarnan strandað á málum
eins og mannréttindum, spillingu
og pólitískum óstöðugleika.
Afrískir þjóðarleiðtogar kvarta
aftur á móti undan því sem þeir
skynja sem yfirlætislegar lexíur
frá fyrrverandi nýlenduveldum,
sem nú eru í Evrópusambandinu.
audunn@frettabladid.is
Evrópsk-afr-
ískt samráð
Leiðtogar flestra hinna samtals 80 aðildarríkja Evr-
ópusambandsins og Afríkusambandsins funda um
samstarf álfanna tveggja í Lissabon um helgina.
UMHVERFISMÁL Hveralyktin sem
hefur fundist öðru hvoru í Reykja-
víkurborg síðustu daga stafar af
Hellisheiðarvirkjun og Nesja-
vallavirkjun og má búast við henni
áfram, verði tíðarfar svipað.
„Í þeim myndast brennisteins-
vetni, sem veldur þessari hvera-
lykt og hún berst svo með gufunni.
Við fundum fyrir þessu eftir til-
komu Nesjavallarvirkjunar en það
jókst með Hellisheiðarvirkjun,“
segir Lúðvík Gústafsson, deildar-
stjóri mengunarvarna hjá
umhverfissviði borgarinnar.
Hann segir að mælitæki sín sýni
að lyktarkúrvan sé á hraðri upp-
leið. Þó þarf vindur að vera 1 til 2
metrar á sekúndu, gola eða and-
vari, og vera á aust-suðaustan.
Utan vinds og vindáttar þarf
lágt hitastig að bætast við og því
finnst minni lykt á sumrin.
Þess má geta að lyktarmengun
er ein ástæða þess að Hvergerð-
ingar leggjast gegn væntanlegri
Bitruvirkjun. Hún yrði í rúmlega
fjögurra kílómetra fjarlægð frá
Hveragerði og er talið að lyktar-
mengun verði í bænum sjötíu daga
á ári. „Hvernig ætli íbúum í
miðbæ Reykjavíkur líkaði að hafa
Nesjavallavirkjun í Árbæjar-
hverfi?“ spyr Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri Hvergerðinga.
Vegalengdirnar séu svipaðar. - kóþ
Engin hætta er á gosi, þrátt fyrir mikla hveralykt í Reykjavík síðustu daga:
Fýlan er af Hellisheiðarvirkjun
FRÁ BÚSTAÐAVEGI Gufustrókar virkjan-
anna sjást greinilega á góðum degi í
Reykjavík. Líklega bætist einn strókur
við, þegar Bitruvirkjun tekur til starfa.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FISKELDI Sjávarútvegsráðherra
hefur skipað tvær nýjar nefndir
um fiskeldismál. Annars vegar er
um að ræða nefnd um aðgerðir til
eflingar þorskeldis hérlendis, og
hins vegar nefnd sem kanna á
forsendur kræklingaræktar.
Formaður nefndarinnar um
eflingu þorskeldis er Kristinn
Hugason, búfjárkynbóta- og
stjórnsýslufræðingur í sjávarút-
vegsráðuneytinu. Nefndin mun
skila ráðherra áfangaskýrslu í
mars næstkomandi.
Formaður nefndarinnar um
kræklingarækt er Haukur
Oddsson, framkvæmdastjóri
Borgunar hf. - sþs
Sjávarútvegsráðuneytið:
Nýjar nefndir
um fiskeldismál
Auglýsingasími
– Mest lesið
GRANNÁLFUSAMRÁÐ
Vegfarendur skoða
stílfært landakort af
Evrópusambandinu og
Afríku á fundarstaðnum
í Lissabon.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP18 ára og eldri
www.saft.is
Fyrir hvern er jólagjöfin?