Fréttablaðið - 08.12.2007, Síða 28
28 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
FÖSTUDAGUR, 30. NÓVEMBER.
Menningarmegavött
Hún heitir Sigga Dóra,
konan sem í sam-
vinnu
við
fleira
fólk
skipulegg-
ur upplestr-
arferð rit-
höfunda um
Norðausturland.
Við skautum
milli staða á stór-
um Landcruiser-
jeppa sem er eins
og yfirbyggður jóla-
sveinasleði með hreindýr-
in samanþjöppuð undir
vélarhlífinni. Ég er svo
bílhræddur að ég bið um
að fá að keyra. Félagar
mínir Kristín Svava, Jón
Kalman, Pétur Blöndal og
Vigdís Grímsdóttir láta það
eftir mér.
Fyrsti upplesturinn var á
Skriðuklaustri á miðvikudags-
kvöld, 28. nóv. Þar eru myndarleg
húsakynni og mæting var góð.
Halldóra og Skúli hafa skipulagt
þetta út í hörgul. Skemmtileg
stemming.
Gisting á Egilsstöðum, flott
bændagisting og kálfur í fjósi
hinum megin við hlaðið baular
vinalega og minnir mig á nátt-
hrafna í miðbænum.
Þaðan til Vopnafjarðar, upp-
lestur, fimmtudagskvöld, 29. nóv.
Þar fæ ég loks að hitta Siggu Dóru.
Hún er það orkuver sem framleið-
ir menningarmegavött sem ná að
lýsa langt út fyrir landsfjórðung-
inn. Gistum á Hótel Tanga.
Leggjum af stað til Þórshafnar
næsta morgun. Þar á ég frænd-
garð.
Guðni Hauksson sparisjóðs-
stjóri á Þórshöfn og Sigurður skip-
stjóri taka á móti okkur þegar við
förum að nálgast
byggðina. Guðni er
dóttur-
sonur
Guðnýjar Oddsdóttur
móðursystur minnar. Að
sjálfsögðu er okkur vísað
til gistingar að Ytra Lóni hjá
Sverri Möller og Mirjam konu
hans en Sverrir er sonarsonur
Rannveigar Oddsdóttur móður-
systur minnar.
Það er 30. nóvember og degin-
um lýkur með afmælisveislu því
að ég er fæddur á Andrésarmessu.
Þetta var því miður ekki nein orgía
því að veitingarnar voru aðeins
tvær rauðvínsflöskur og fjórir
bollar af tyrknesku kaffi sem ég
sauð handa listhafendum.
LAUGARDAGUR, 1. DESEMBER.
Um nánasarhátt
Löng ferð til Seyðisfjarðar. Við
fikrum okkur lúshægt yfir Fjarð-
arheiði.
Hótel Alda heitir gististaðurinn.
Fallega uppgert gamalt hús.
Við lásum upp í Skaftfelli sem
er líka fallega uppgert gamalt hús.
Þetta var síðasta upplestrarkvöldið
í ferðinni.
Ljóðskáldið Kristín Svava slær
alls staðar í gegn þar sem hún
kemur. Þetta sakleysislega yfir-
bragð! Þessi nakti sannleikur!
Flug heim áætlað kl.
10.40, mæting 10.10 á
Egilsstöðum.
Þarf að skrifa
bakþanka fyrir
Fréttablaðið áður
en ég fer að sofa.
Þetta er orðinn langur
dagur. Hugurinn er svo
bundinn við þetta ferða-
lag að ég get ekki slitið mig
frá því að hugsa um
listamenn á flakki.
Skrifa bakþanka
um kjör lista-
manna; förumanna
nútímans.
Ég veit ekki hvort skýr-
ingin á durgs-
legum
nánasar-
hætti
Alþingis við
listamenn er sú að hvorki
menntamálaráðherrann
okkar né óbreyttir þing-
menn hafa sálargáfur til
að skilja nauðsyn þess að
tryggja að í þjóðfélaginu
sé til fjölbreyttur hópur
listamanna sem er fjár-
hagslega sjálfstæður og
getur sinnt list sinni óháð
markaðslögmálum og
öðrum öflum en eigin sann-
færingu – eins og dómar-
ar, alþingismenn og fleiri
stéttir sem þurfa að hafa
efni á að hugsa sjálf-
stætt.
SUNNUDAGUR, 2. DESEMBER.
Pútín seðlabankastjóri?
Vöknuðum í rauða bítið og fengum
staðgóðan morgunverð á Hótel
Öldu áður en við lögðum á heiðina.
Flugið var á áætlun eins og allt
annað í þessu ferðalagi. Reyndar
hefði mér ekki leiðst að verða
veðurtepptur einhvers staðar með
Kristínu Svövu, Jóni Kalman,
Pétri Blöndal og Vigdísi Gríms-
dóttur.
Kom heim um hádegisbil haf-
andi kvatt mitt góða samferðafólk
með þakklæti fyrir samveruna.
Heimsfréttirnar hafa farið
framhjá mér undanfarna daga en
nú er komið í ljós að Pútín Rússa-
forseti hefur unnið yfirburðasigur
í þingkosningunum þar í landi.
Forsetakosningar verða svo í
Rússlandi í mars á næsta ári og
þá er Pútín ekki kjörgengur
þar sem hann hefur setið í emb-
ættinu í tvö kjörtímabil. Hann
hefur hins vegar sagt, að
fengi Sameinað Rúss-
land góðan stuðning
muni það veita honum
„siðferðislegan styrk“
til að halda um ein-
hverja stjórnartauma
áfram.
Ég spái því að Rússar sem
eru óvanir lýðræði geri Pútín
að seðlabankastjóra þegar
honum er ekki lengur sætt
sem forseta.
MÁNUDAGUR, 3. DESEMBER.
Í stað vinnufélaga
Sem betur fer virðist bók-
menntaáhugi ekki vera
minni á höfuðborgar-
svæðinu en á lands-
byggðinni. Það er
gaman að lesa upp.
Jafnvel þrisvar á dag.
Rithöfundur fer á mis við að
eiga vinnufélaga. Lesendur og
áheyrendur koma í þeirra
stað.
ÞRIÐJUDAGUR, 4. DESEMBER.
Tossalisti og jóla-
meyjar
„Staða Íslands miðað við
aðrar þjóðir hefur versnað
í öllum námsgreinum sem
svonefnd PISA-könnun
nær til, mest í lesskiln-
ingi en minnst í stærð-
fræði. Niðurstöður könn-
unarinnar voru kynntar
á fundi í menntamála-
ráðuneytinu í morgun.“
Það er fremur dapur-
legt að vera kominn á
tossalista.
Sami stjórnmálaflokk-
urinn hefur farið með
menntamálin í landinu í
sextán ár. Það ber vott
um mikið agaleysi að
hann skuli ekki
ennþá hafa verið
settur í skammar-
krókinn.
Það er margt
sundurlyndið í
mannheimum.
Nú er hnakkrif-
ist um „femín-
isma“. Huldu-
fólk virðist
vera þrosk-
aðra en mann-
fólkið því að
nú hefur
jafnréttisráð
í álfheimum
ákveðið að
næstu þúsund ár verði jólameyj-
um falið að taka að sér það fyrir-
kvíðanlega verkefni jólasveina að
heimsækja mannheima einu sinni
á ári á tímabilinu 12. desember til
6. janúar.
Jólameyjar eru systur jóla-
sveina og er Grýla móðir þeirra
prófessor í uppeldisfræði og faðir
þeirra, dr. Leppalúði, er með MBA-
gráðu og starfar hjá greiningar-
deild í banka.
Tólfta desember næstkomandi
er fyrsta jólamærin Súlutrutt
væntanleg í stað Stekkjarstaurs;
þrettánda desember kemur svo
Gilitrutt í stað Giljagaurs; og þann
fjórtánda kemur Ögn í stað Stúfs
og þannig hver af annarri til jóla.
MIÐVIKUDAGUR, 5. DESEMBER.
Duggholufólkið
Í dag var okkur frú Sólveigu boðið
að mæta með barnabörnin á frum-
sýningu á alveg dásamlegri bíó-
mynd eftir Ara Kristinsson.
Myndin heitir því dularfulla
nafni DUGGHOLUFÓLKIÐ og
fjallar um börn í lífsháska, drauga
og óargadýr og yfirnáttúrulega
atburði á tölvuöld.
Andri og litla Sól sátu eins og
bergnumin allan tímann nema
hvað sú litla ákvað að tylla sér í
fangið á ömmu sinni rétt á meðan
ísbjörninn var hvað mest í essinu
sínu.
Ekkert okkar kippti sér upp við
beinafundinn, nema hvað okkur
brá augnablik þegar við sáum
hauskúpuna.
Við Andri vorum sammála um
að við hefðum báðir verið pínu-
smeykir þegar draugurinn byrjaði
að tala. Það var svo óhugnanlegt
hvað hann var blestur á máli.
Litla Sól kvaðst hins vegar
aldrei hafa orðið hrædd og ég
held hún sé að segja satt því að
hún er að mörgu leyti ákaf-
lega lík ömmu sinni.
Eins og önnur góð ævin-
týri endaði þetta allt saman
vel að lokum og við frú Sól-
veig skemmtum okkur
örugglega jafn vel og
börnin, sem er eini rétti
mælikvarðinn á hvort
barnaefni sé börnum
samboðið.
FIMMTUDAGUR, 6.
DESEMBER.
Jólastemm-
ing
Hundslappa-
drífa úti og
jólastemming
í húsinu. Smá-
fólkið er farið
að hlakka til
jólanna.
Ég líka.
Þrettán jólameyjar
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá frændgarði á Langanesi, menningarorkuveri Austurlands, næsta seðlabankastjóra Rúss-
lands, dásamlegri kvikmynd, femínisma í álfheimum og alþjóðlegum tossalista.