Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 42
42 8. desember 2007 LAUGARDAGUR Washington Houston Kaíró Búkarest Prag Szymany Glasgow ÍSLAND ÞÝSKALAND FRAKKLAND PÓLLAND BÚLGARÍA Lendingarnar í skjóli hersins Mörgum spurningum um svonefnt fangaflug bandarískra stjórnvalda, einkum leyniþjónustunnar CIA, er enn ósvarað. Árum saman var eftirlit með lendingum flugvéla á svæði varnar liðsins á Keflavíkurflugvelli ekki neitt samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Magnús Halldórsson skoðaði fangaflugið. FANGAFLUGVÉL Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Hér sést það sem kallað er fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Á undanförnum árum hafa margar vélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA lent á vellinum en ekki hefur tekist að upplýsa hvort fangar, sem hefur verið haldið í trássi við alþjóðalög, hafi farið um íslenska flugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TEGUND: N368CE BROTTFARARSTAÐUR: Búkarest, Rúmenía ÁFANGASTAÐUR: Keflavík, Ísland ÁFRAMFLUG: Washington, Bandaríkin Dagsetning Koma Brottför til Íslands frá Íslandi 24.5. 2006 13.13 14.23 28.5. 2006 13.10 14.24 31.5. 2006 12.37 13.58 4.6. 2006 12.33 13.49 7.6. 2006 12.37 13.56 14.6. 2006 12.48 14.06 18.6. 2006 13.17 14.29 21.6. 2006 13.06 14.15 25.6. 2006 12.40 13.55 28.6. 2006 12.37 13.52 2.7. 2006 12.48 14.02 5.7. 2006 12.52 14.04 9.7. 2006 12.43 13.56 23.7. 2006 12.38 13.44 26.7. 2006 13.02 14.13 30.7. 2006 13.02 14.07 2.8. 2006 12.50 14.05 6.8. 2006 12.13 13.21 9.8. 2006 13.02 14.13 13.8. 2006 12.48 13.59 16.8. 2006 13.26 14.33 20.8. 2006 13.52 15.00 23.8. 2006 21.40 22.44 27.8. 2006 13.40 14.47 30.8. 2006 13.30 14.43 3.9. 2006 17.17 18.27 6.9. 2006 13.20 14.32 Starfshópur utanríkisráðherra lét taka saman upplýsingar um ferðir flugvéla sem tengdar hafa verið við meint, og ekki meint, fangaflug víða um heim. TEGUND: N404AC BROTTFARARSTAÐUR: Kaíró, Egyptalandi ÁFANGASTAÐUR: Keflavík, Ísland ÁFRAMFLUG: Houston, Texas, Bandaríkin Dagsetning Koma Brottför til Íslands frá Íslandi 5.12. 2001 11.33 13.08 16.4. 2002 12.20 12.59 25.9. 2002 12.12 12.45 11.12. 2002 12.49 13.29 10.8. 2003 11.01 11.43 23.4. 2004 12.21 13.04 3.8. 2004 17.34 18.21 24.10. 2004 11.21 12.14 7.6. 2005 10.57 11.55 10.9. 2005 18.01 18.58 6.6. 2006 10.59 11.57 ➜ MEINT FANGAFLUG VÉLA TIL OG FRÁ KEFLAVÍK FLUGVÖLLUR Á VARNARSVÆÐINU Flugvélar sem notaðar hafa verið til fangaflugs, samkvæmt skýrslu Evrópuþingsins, lentu margsinnis á flug- velli varnarliðsins. H inn 4. október 2001, rúmlega þremur vikum eftir mann- skæðar árásir hryðjuverka- manna al-Kaída á tvíbura- turnana í New York, hittust fulltrúar NATO á fundi í Brussel sem bandarísk stjórnvöld höfðu óskað eftir við Norður-Atlantshafsráð NATO. Á fundinum var rætt um leiðir til þess að efla eftirlit og aðgerðir gegn hryðjuverkaógn. Samþykktar voru aðgerðir í átta liðum, að beiðni bandarískra stjórnvalda, sem miðuðu að því að víkka út möguleika NATO og stjórn- valda aðildarþjóða í „baráttunni gegn hryðju- verkaógninni“. Fallist var á að efla upplýs- ingaflæði, samstarf við eftirlit, varnir á landamærum, verkaskiptingu milli þjóða og eftirlit með höfnum og flugvöllum. Einnig var samþykkt að herskip og fallhlífahersveit- ir skyldu vera til þjónustu reiðubúin í sér- tækum aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn hryðjuverkaógnum. Þessi stefnumörkun NATO er talin vera forsenda þess að bandarísk stjórnvöld, einkum leyniþjónustan CIA (Central Intelli- gence Agency), hófu í kjölfarið að handtaka meinta hryðjuverkamenn og fljúga þeim á starfstöðvar sínar víðs vegar um heim til yfirheyrslna og fangelsunar án aðkomu dóm- stóla. Umfangsmesta starfsemi CIA í Evrópu, sem tengdist þessum handtökum, fór fram í Póllandi og Rúmeníu. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem stýrt var af svissneska þingmanninum Dick Marty, upplýsti um margvíslegar aðgerðir CIA sem fólu í sér leynileg flug með menn sem teknir höfðu verið til fanga þar sem talið var að þeir gætu mögulega tengst hryðjuverkastarf- semi. Í flestum tilvikum höfðu dómstólar enga aðkomu að því þegar mennirnir voru handteknir og þeir fangelsaðir, meðal annars í leynilegum fangelsum í austurhluta Rúm- eníu og miðju Póllandi. Frumkvæðið að rann- sóknum á starfsaðferðum bandarískra yfir- valda hefur að mestu komið frá fjölmiðlum, meðal annars staðbundnum dagblöðum í Rúmeníu og Póllandi, og mannréttindasam- tökum. Í kjölfar frétta af leynilegri starfsemi CIA í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ tóku alþjóðastofnanir og stjórnvöld einstakra landa að skoða hvort alþjóðalög hefðu verið brotin. Íslensk stjórnvöld voru þar á meðal. Ekkert eftirlit árum saman Langflestar lendingar bandarískra flugvéla á Íslandi, sem taldar eru tengjast fangaflugi á árunum 2001 til 2007, voru innan svæðis á Keflavíkurflugvelli sem tilheyrði banda- ríska hernum. Ekkert eftirlit var með þess- um lendingum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og er „nánast ómögulegt“, svo vitnað sé til heimildarmanns, að upplýsa um hvort fangar hafi verið fluttir um flug- völlinn, nú nokkrum árum síðar. Ræður þar mestu sú afstaða bandarískra stjórnvalda að upplýsa ekki hvort fangar hafi verið fluttir með tilteknum flugvélum þar sem starfsemin er sögð leynileg. Samkvæmt ströngustu verklagsreglum á eftirlit með öllum flugvélum sem koma hingað utan Schengen-svæðisins að vera fyrir hendi. Það er vegabréfaskoðun og almenn skoðun á vélinni. Lendingar innan hersvæðisins voru aftur á móti látnar afskiptalausar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Þetta voru samstarfsþjóðir (Bandaríkin og Ísland), áttu í góðu pólitísku sambandi og því var þetta [eftirlit með flug- umferð á hersvæðinu] einfaldlega ekki á dagskrá,“ segir heimildamaður Fréttablaðs- ins. Á Reykjavíkurflugvelli, þar sem þekktar fangaflugvélar hafa einnig lent, hefur eftir- lit verið með öllum flugvélum en eftirlits- deild lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt því. „Við skoðum einfaldlega allar flugvélar sem hingað koma,“ segir Jóhann Karl Þórisson, yfirmaður eftirlitsdeildar- innar. „Allar flugvélar sem koma utan Schengen-svæðisins inn í íslenska lofthelgi og lenda á Reykjavíkurflugvelli þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og skoðun.“ Alls eru starfsmenn eftirlitsdeildarinnar sjö talsins. Frá Kaíró og Búkarest Amnesty á Íslandi kom upplýsingum um ferðir þekktra fangaflugvéla til utanríkis- ráðuneytisins með beiðni um að skoðað yrði hvort bandarísk stjórnvöld hefðu nýtt sér íslenska flugvelli í fangafluginu. Jóhanna Kr. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastýra Amnesty á Íslandi, segir ólíðandi ef mann- réttindabrot hafi verið framin með fanga- fluginu. „Það er vitaskuld ólíðandi ef banda- rísk stjórnvöld hafa nýtt sér íslenska lofthelgi til að stunda mannréttindabrot. Hins vegar virðast málin standa þannig nú að afar erfitt eða ómögulegt er að upplýsa um hvort fangar hafi verið fluttir í fanga- vist eða yfirheyrslur um Ísland. Meginmark- miðið núna ætti því að vera að að fordæma ólöglegt framsal og önnur mannréttindabrot sem því tengjast. Og krefjast nákvæmra upplýsinga um flugvélar sem lenda á Íslandi og eru á vegum CIS. Nauðsynlegt er að íslensk stjórnvöld fordæmi aðferðir banda- rískra stjórnvalda sem fela í sér brot á alþjóðalögum, svo sem fangaflugið og Guantánamo-fangabúðirnar á Kúbu.“ Meðal upplýsinga sem Amnesty kom til utanríkisráðuneytisins voru gögn um flug- ferðir CIA frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands og áfram til Houston í Texas. Margar slíkar ferðir voru farnar frá því í desember 2001 og fram í september 2005. Einnig var sér- staklega tekið fram að flug véla frá Búka- rest í Rúmeníu til Íslands og áfram til Wash- ington gætu hugsanlega verið fangaflug þar sem vitað væri að meintir hryðjuverka- menn hefðu verið yfirheyrðir þar, sam- kvæmt upplýsingum sem Evrópuþingið afl- aði. Í flestum tilfellum virðist sem vélarnar hafi lent hér einungis til að taka eldsneyti þar sem þær stoppa hér í aðeins einn til þrjá klukkutíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra ákvað í kjölfarið, 27. júní síðastliðinn, eftir að nefnd Dicks Marty hafði lokið störf- um og gefið frá sér skýrslu, að skipa starfs- hóp til þess að kanna hvort svonefnt fanga- flug bandarískra stjórnvalda hefði farið um íslenska lofthelgi og þá hvernig eftirliti með því hefði verið háttað. Starfshópurinn tók saman lista með rúmlega 200 flugum sem hugsanlega gætu verið fangaflug. Einnig var upplýsingum um verklagsreglur safnað saman í tengslum við eftirlit með flugferð- um af því tagi sem um ræðir. Ingibjörg Davíðsdóttir sendiráðunautur stýrði starf- inu en sendiráðsritararnir Erlingur Erlings- son og Finnur Þór Birgisson áttu einnig sæti í hópnum. Meginniðurstaða starfshóps utanríkis- ráðherra er sú að „utanríkisráðuneytinu [sé] ekki kunnugt um ferðir loftfara um íslenska lofthelgi, Keflavíkurflugvöll eða Reykjavíkurflugvöll, með fanga eða meinta hryðjuverkamenn sem hvorki njóta vernd- unar né meðhöndlunar samkvæmt alþjóða- sáttmálum“. Í niðurstöðukafla samantektar starfshópsins er sérstaklega tekið fram að í vinnu starfshópsins hafi ekki falist „við- leitni til þess að staðfesta eða kanna frekar hvort um ólögmæta fangaflutninga um íslenskt yfirráðasvæði hafi verið að ræða“. Sagt er að slík rannsókn „væri tímafrek og flókin í framkvæmd og ljóst [...] að væri hún framkvæmd einhliða myndi slík rann- sókn ekki leiða til óyggjandi niðurstaðna“. Þá segir: „Ef ólögmætur flutningur fanga hefur átt sér stað um Ísland með umrædd- um loftförum, eða öðrum, þá er vart mögu- legt að sannreyna slíkt eftir á nema með fullri samvinnu þeirra sem að slíku flugi stóðu.“ Alþjóðalög brotin Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, var formaður Íslandsdeildar Evrópu ráðs Alþingis og átti sæti í áðurnefnd- um starfshóp. Hann segir flesta sem hafi komið að skoðun þessara mála vera sammála um að bandarísk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög með starfsaðferðum sínum, að minnsta kosti í einhverjum tilvikum. „Það má deila um það hvort innistæða hafi verið fyrir öllum þeim fullyrðingum sem hafa oftar en ekki komið fram í umræðu um þetta fangaflug. Ég held þó að skýrslan sem unnin var undir stjórn Martys sýni að það séu komnar fram afar sterkar vísbendingar, og jafnvel sannanir, fyrir því að alþjóðalög hafi verið brotin í mörgum tilvikum. Það hafa ekki fundist nein gögn ennþá um það hvort Ísland hafi blandast með einhverjum hætti inn í þetta fangaflug, nema þá helst með þeim hætti að einhverjar tilteknar flugvélar hafi lent hér, sem hafi áður verið notaðar til þess að flytja fanga milli landa.“ Starfsaðferðirnar umdeildu, sem talið er að CIA hafi beitt, eru taldar fara gegn lögum um meðferð fanga og fela því í sér mann- réttindabrot. Birgir segir vitaskuld mikil- vægt að fá upplýsingar fram eins og unnt er. „Vitaskuld er mikilvægt að þau atriði sem geta verið uppi á borðum séu það. En aðferð- irnar sem verið er að rannsaka eru leyni- legar og því er erfitt upplýsa um það hvern- ig þessum málum var háttað.“ Deilt hefur verið um það hvort fyrr- nefndar samþykktir NATO, frá 4. október 2001, hafi veitt bandarískum stjórnvöld heimild til þess að nýta flugvelli í Evrópu- ríkjum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Utan- ríkismálanefnd Alþingis ræddi þessi mál á fundum í október og nóvember. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru nefndar- menn almennt sammála um að ef fanga- flugið fæli í sér brot á alþjóðalögum sam- rýmdist það ekki samþykktunum frá 4. október þar sem ekki væri með nokkru móti hægt að greiða fyrir athæfi sem fæli í sér brot á alþjóðalögum. VETTVANGUR LEYNILEGRAR STARFSEMI Vitað er til þess að bandarísk stjórnvöld hafi handtekið menn í Kaíró í Egyptalandi í tengslum við rannsóknir á hryðjuverkastarfsemi án aðkomu dómstóla. Þá hefur rannsókn leitt í ljós að starfrækt voru leynileg fangelsi í nágrenni Búkarest í Rúmeníu, eins og sést á kortinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.