Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 54
Á Laugavegi 20b er Fair Trade-búðin til húsa en þær
mæðgur Ásdís Ósk Einarsdóttir og Arndís Harpa
Einarsdóttir eiga og reka verslunina. Um helgina
ætla þær að vera í Jólaþorpinu í Hafnarfirði með
vörur til sölu.
„Nú fyrir jólin erum
við með alls konar
fallegar vörur víðs
vegar að úr heim-
inum. Við erum
með mikið af leik-
föngum eins og
tréleik-
föng, fal-
legar tau-
dúkkur frá Indlandi
og prjónaða bangsa
frá Perú. Svo erum
við með mikið af skál-
um, tréskálar frá Víet-
nam og keramikskálar
frá Ekvador sem hafa
verið mjög vinsæl-
ar. Við erum með alls
konar búsáhöld, kerti,
baðvörur, trommur,
kaffi og fleira,“ út-
skýrir Ásdís Ósk og
ljóst er að af nógu
er að taka. Mikið af
vörunum kemur frá
Indlandi, Suður-
Ameríku og Afr-
íku og helgast það
af því að vörurn-
ar koma frá stöð-
um þar sem þörfin
er hvað mest fyrir sann-
gjarna viðskiptahætti. Þróunarlöndin eru því áber-
andi í þessu samhengi.
„Mér finnst fólk vera að kaupa svo mikið fyrir
jólin og með því að kaupa vörur af þessu tagi er
maður að gera eitthvað meira í leiðinni. Oft er verið
að leita að gjöfum handa fólki sem á nóg fyrir en
með því að stunda sanngjörn viðskipti er hægt að
láta þá sem minna mega sín njóta góðs af,“ segir
Ásdís Ósk einlæg. En út á hvað ganga þessir sann-
gjörnu viðskiptahættir? „Sanngjörn viðskipti eða
samskipti ganga út á það að greiða sanngjörn laun
til framleiðenda. Þetta er gert með því að borga til
dæmis framleiðendum á kaffi yfir heimsmarkaðs-
verði og greiða aukalega fyrir alla vinnu. Það er sem
sagt greitt fyrir hráefni og vinnu en það er meira í
þessu. Þær vörur sem fá „fair trade“ stimpilinn eru
þær vörur sem eru frá litlum framleiðendum í þró-
unarlöndum og framleiðendur þurfa að uppfylla
ákveðin skilyrði sem tryggja réttindi starfsmanna,
góða vinnuaðstöðu, jafnrétti kynjanna, að það
sé engin barnaþrælkun og önnur réttindi sem
okkur finnst í raun vera sjálfsögð. Flest fyr-
irtækin eru sameignarfyrirtæki
þannig að flestir sem vinna
þar eiga hlut í fyrir-
tækinu,“ útskýrir
Ásdís Ósk.
Til þess
að varan
verði ekki
óheyri-
lega dýr er
reynt að hafa
sem fæsta milli-
liði og kaupa
sem beinast frá
framleiðanda.
„Við erum ekki
enn komnar í þá
aðstöðu að geta
flutt inn beint
þannig að við
erum að gera
þetta í gegn-
um Fair Trade-
samtökin í Dan-
mörku og Bret-
landi. Stefnan er
samt að geta flutt inn
beint frá framleiðanda,“
segir Ásdís Ósk.
Verslunin opnaði síðastliðið sumar og hefur að
sögn Ásdísar gengið vel. „Það gengur í raun alltaf
betur og betur. Við höfum ekki eytt miklu fé í mark-
aðssetningu og auglýsingar heldur höfum við frek-
ar treyst á að þetta spyrjist út.“ Þær mæðgur hafa
annars mörg járn í eldinum þar sem Arndís Harpa
er skólastjóri, en er reyndar í leyfi núna, og Ásdís
Ósk er í meistaranámi í þróunarfræðum. „Við eigum
náttúrulega góða að þannig að þetta gengur allt
saman vel og um helgina verðum við með úrval fal-
legra muna í Jólaþorpinu í Hafnarfirði,“ segir Ásdís
Ósk glaðvær.
- hs
Sanngjörn jólahátíð
● Samhugur og æðri hugsjón um að láta gott af sér leiða einkenna jólin. Mæðgurnar í Fair
Trade-búðinni vinna allt árið að því markmiði með verslun sinni og um jólin vilja þær að-
stoða aðra við að gera slíkt hið sama.
Mæðgurnar Ásdís Ósk og Arndís Harpa reka saman verslun þar sem sanngjörn viðskipti eru í hávegum höfð. Þær verða með
vörur í Jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
8. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR