Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 08.12.2007, Qupperneq 54
Á Laugavegi 20b er Fair Trade-búðin til húsa en þær mæðgur Ásdís Ósk Einarsdóttir og Arndís Harpa Einarsdóttir eiga og reka verslunina. Um helgina ætla þær að vera í Jólaþorpinu í Hafnarfirði með vörur til sölu. „Nú fyrir jólin erum við með alls konar fallegar vörur víðs vegar að úr heim- inum. Við erum með mikið af leik- föngum eins og tréleik- föng, fal- legar tau- dúkkur frá Indlandi og prjónaða bangsa frá Perú. Svo erum við með mikið af skál- um, tréskálar frá Víet- nam og keramikskálar frá Ekvador sem hafa verið mjög vinsæl- ar. Við erum með alls konar búsáhöld, kerti, baðvörur, trommur, kaffi og fleira,“ út- skýrir Ásdís Ósk og ljóst er að af nógu er að taka. Mikið af vörunum kemur frá Indlandi, Suður- Ameríku og Afr- íku og helgast það af því að vörurn- ar koma frá stöð- um þar sem þörfin er hvað mest fyrir sann- gjarna viðskiptahætti. Þróunarlöndin eru því áber- andi í þessu samhengi. „Mér finnst fólk vera að kaupa svo mikið fyrir jólin og með því að kaupa vörur af þessu tagi er maður að gera eitthvað meira í leiðinni. Oft er verið að leita að gjöfum handa fólki sem á nóg fyrir en með því að stunda sanngjörn viðskipti er hægt að láta þá sem minna mega sín njóta góðs af,“ segir Ásdís Ósk einlæg. En út á hvað ganga þessir sann- gjörnu viðskiptahættir? „Sanngjörn viðskipti eða samskipti ganga út á það að greiða sanngjörn laun til framleiðenda. Þetta er gert með því að borga til dæmis framleiðendum á kaffi yfir heimsmarkaðs- verði og greiða aukalega fyrir alla vinnu. Það er sem sagt greitt fyrir hráefni og vinnu en það er meira í þessu. Þær vörur sem fá „fair trade“ stimpilinn eru þær vörur sem eru frá litlum framleiðendum í þró- unarlöndum og framleiðendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem tryggja réttindi starfsmanna, góða vinnuaðstöðu, jafnrétti kynjanna, að það sé engin barnaþrælkun og önnur réttindi sem okkur finnst í raun vera sjálfsögð. Flest fyr- irtækin eru sameignarfyrirtæki þannig að flestir sem vinna þar eiga hlut í fyrir- tækinu,“ útskýrir Ásdís Ósk. Til þess að varan verði ekki óheyri- lega dýr er reynt að hafa sem fæsta milli- liði og kaupa sem beinast frá framleiðanda. „Við erum ekki enn komnar í þá aðstöðu að geta flutt inn beint þannig að við erum að gera þetta í gegn- um Fair Trade- samtökin í Dan- mörku og Bret- landi. Stefnan er samt að geta flutt inn beint frá framleiðanda,“ segir Ásdís Ósk. Verslunin opnaði síðastliðið sumar og hefur að sögn Ásdísar gengið vel. „Það gengur í raun alltaf betur og betur. Við höfum ekki eytt miklu fé í mark- aðssetningu og auglýsingar heldur höfum við frek- ar treyst á að þetta spyrjist út.“ Þær mæðgur hafa annars mörg járn í eldinum þar sem Arndís Harpa er skólastjóri, en er reyndar í leyfi núna, og Ásdís Ósk er í meistaranámi í þróunarfræðum. „Við eigum náttúrulega góða að þannig að þetta gengur allt saman vel og um helgina verðum við með úrval fal- legra muna í Jólaþorpinu í Hafnarfirði,“ segir Ásdís Ósk glaðvær. - hs Sanngjörn jólahátíð ● Samhugur og æðri hugsjón um að láta gott af sér leiða einkenna jólin. Mæðgurnar í Fair Trade-búðinni vinna allt árið að því markmiði með verslun sinni og um jólin vilja þær að- stoða aðra við að gera slíkt hið sama. Mæðgurnar Ásdís Ósk og Arndís Harpa reka saman verslun þar sem sanngjörn viðskipti eru í hávegum höfð. Þær verða með vörur í Jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR 8. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.