Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 58

Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 58
Alþjóðahús auglýsir eftir tilnefningum fyrir viðurkenninguna „Vel að verki staðið“ fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Viðurkenningin, sem forseti Íslands afhendir, verður veitt í árslok og er þetta í fimmta skipti sem hún er veitt. Viðurkenningin er tileinkuð Thor Jensen en hann flutti hingað til lands ungur að aldri, vann sig upp úr sárri fátækt og markaði rekstur fyrirtækja hans innreið tæknialdar í íslenskt atvinnulíf og hafði hann gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag á fyrri hluta 20. aldar. Viðurkenningin þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Veittar verða viðurkenningar fyrir lofsverða frammistöðu í þremur flokkum; til einstaklings af íslensku bergi brotinn sem hefur lagt sitt af mörkum til innflytjenda á Íslandi, til einstaklings af erlendum uppruna sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og til fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka fyrir framlag til málefna innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins. Vinsamlega sendið tillögur til Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, á einar@ahus.is fyrir miðvikudaginn 12. desember. Tillögur skulu innihalda rökstuðning að hámarki 200 orð um hvers vegna viðkomandi skuli fá viðurkenningu. Alþjóðahús er miðstöð innflytjenda sem veitir upplýsingar, ráðgjöf, fræðslu, túlka- og þýðingaþjónustu og íslenskukennslu. Alþjóðahús stefnir að því að jafnréttis sé gætt, mannauður nýttur og veitir aðhald á þessu sviði, til þess að allir geti notið þeirra kosta sem fjölmenningarlegt samfélag býður upp á. Landsbankinn er bakhjarl viðurkenningarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.