Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 60
„Jú, ég á mér draumahús,“ segir Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi.
„Reyndar fleiri en eitt eða þá hús sem væri sambland af því að vera
kósí gamaldags „húsið á slétt unni“-hús og mjög nýtískulegt hús.
Ég átti reyndar einu sinni heima í húsi sem komst nokkuð ná-
lægt því að vera draumahúsið mitt – þegar ég var með stærri fjöl-
skyldu en nú. Þetta var (og er, því húsið er til enn) timburhús á
tveimur hæðum með háu risi. Gott eldhús (alger nauðsyn), borð-
stofa nálægt eldhúsi, stofa rúmgóð og svo herbergi fyrir alla heim-
ilismenn. Auðvitað snyrting á báðum hæðum og gott baðherbergi
auk þvotta húss.
Í kring góður garður. Miðað við fjölskylduaðstæður mínar nú
myndi ég eftir sem áður vilja eiga lítið sætt timburhús með rúm-
góðu eldhúsi, borðstofu og stofu og auðvitað garði. Ég vil hafa
heimilið vel búið tækjum og auðvitað með háhraða nettengingu,
sem stingur svolítið í stúf við gamaldags „ömmutilfinninguna“ sem
svona timburhús gef ur. Enda engin amma með ömmum nema vera
nettengd!“
Kósí hús með
háhraðatengingu
Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● SILFURKANNA SEM SÓMI ER AÐ.
Það liggur við að drykkir bragðist betur ef
þeir eru bornir fram í fallegu íláti. Þess-
ar forláta vatnskönnur frá Dorph-Jen-
sen eru unaðslegar á að líta í einfaldleika
sínum og fær maður á tilfinninguna að sá
vökvi sem úr þeim er hellt hljóti að vera
góður. Auk þess má nota könnurnar sem
blómavasa.
DRAUMAHÚSIÐ
jólagjöfin
2007
www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
• Byggir á nýrri tækni sem eyðir
ryki, frjókornum og gæludýraflösu
• Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna
Betra
loft
betri
líðan
8. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR