Fréttablaðið - 08.12.2007, Page 86
70 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
■ Á uppleið
Axlapúðar. Ekki bara grafnir í
gleymsku níunda áratugarins heldur
rokkaðir og nútímalegir.
Gæludýr. Svo notalegt
að eiga eitthvað til að
strjúka yfir vetrar-
tímann. Loðnir
karlmenn duga
líka alveg.
Skreyttar
skrifstofur.
Jólatré í hverju
horni og arineld
varpað á vegginn.
Hó, hó, hó, jólin eru
að koma!
Manngæska. Poppaðu upp hátíð-
arnar með því að bjóða róna í mat.
Orðtækið „enginn veit hvar hann
dansar næstu jól“ var ekki fundið upp
að ástæðulausu.
Guðni Ágústsson. Bókin rokselst
og hann kemur út sem maðurinn
sem missteig sig aldrei. Hann er líka
svo jólalegur eitthvað.
■ Á niðurleið
Predikun um ekkert stress. Ekkert
meira stressandi en eilífur boðskapur
um að maður eigi að slappa af í
desember.
Kærleikur og áfengi. Ekki blanda
þessum tveimur hlutum saman í
desember. Ekki
segja náungan-
um að þú elskir
hann á fjórða
jólaglöggsglasi.
Heroes. Þessi
þáttur var frá-
bær í vor en er
að drepa mann
úr leiðindum
núna þegar hann er bara endurtekn-
ing á síðustu seríu.
Tölvusímar.
Drápu
endan lega öll
samskipti. Nú
er fólk ekki
bara að svara
SMS-um
endalaust
heldur tékka
á hverjum
ruslpósti sem
dettur inn.
Flottræfilsháttur. Meira að segja
ríka fólkið er farið að finna fyrir
aðþrengingu í fjármálum.
MÆLISTIKAN
Botnaðu: Ef ég væri áskrifandi að
einu tímariti þá væri það... Living
– Martha Stewart. Er nýbúin að
uppgötva þvílíkur snillingur þessi
kona er. Vogue, GQ og W fæ ég í
vinnunni í hverjum mánuði.
Hvaða kæki ertu með? Ég naga
neglurnar, alveg ferlegt. Svo er ég
mikið með hendurnar í andlitinu
almennt, sem er líka voðalega
hallærislegt.
Því eldri sem ég verð því … skyn-
samari, fegurri og reyndari verð
ég.
Hvaða frasa ofnotar þú? Ó mæ
god …
Eftirlætisbragð: Súkkulaði.
Hvaða hlutir á heimili þínu eru í
rauðum lit? Tveir stólar í stofunni,
Tivoli-ferðaútvarpið og síðan
slatti í fataskápnum.
Ef þú ættir að velja þér haus ein-
hverrar frægrar manneskju til að
setja á búkinn þinn – hvaða haus
yrði fyrir valinu?
Ef ég veldi út frá fegurð yrði það
franska leikkonan Audrey Tatou.
Hvernig heilsarðu? Fer algjörlega
efitr aðstæðum og viðmælanda.
Nánast alltaf sæll í tölvupósti en
allur gangur á því í töluðu máli.
Hvaða sjö hluti leggurðu til í góða
sumarbústaðaferð? Lambalæri,
rauðvín, sundföt, Trivial Pursuit,
nuddolíu, ullarsokka og iPodinn.
Hverju tekurðu fyrst eftir í fari
fólks? Útgeisluninni. Þetta
óáþreifan lega ...
Ef þú yrðir að eyða 20.000 krónum
næsta hálftímann – hvernig mynd-
irðu eyða peningnum? Þrátt fyrir
að ég væri alveg til í nýja skó
myndi ég skutla peningunum inn
á bankareikninga hjá góðgerða-
stofnunum fyrir jólin. Búum til
betri heim …
Hundur eða köttur? Hundur, þeir
eru hressandi og draga mann út
að labba sem er ekkert nema frá-
bært.
Hvernig slappar þú af? Heima hjá
mér, síðla kvölds með góða tónlist
á. Tónlistin er yfirleitt lykilatriði.
Hvaða lag geturðu hlustað á aftur
og aftur? Samkvæmt tölfræðinni í
iTunes í tölvunni hlusta ég mest á
Time After Time með Cindy Laup-
er. En ef ég hunsa tölfræðina er
það Söknuður með Vilhjálmi Vil-
hjálmssyni. Ég er frekar mikil
lumma þegar kemur að tónlist.
Hún verður helst að vera nokkurra
ára gömul svo ég hlusti á hana.
Ef þú uppgötvaðir nýja plánetu í
sólkerfi okkar – hvað myndirðu
nefna hana? Ég myndi leyfa Plútó
að koma aftur. Aumingja Plútó
veit ekkert hver staða sín í sól-
kerfinu er.
Hver er frægasti ættinginn
þinn?
Get ekki gert upp á milli þeirra:
Páll Óskar, Diddú og Mugison.
Óskaplega stolt af þeim öllum.
Þú færð þér karakter úr kvik-
mynd til að búa með – hvaða per-
sóna yrði það og af hverju yrði
hún fyrir valinu? Mary Poppins.
Það gefur augaleið, mig vantar
barnapíu sem getur auk þess
tekið til með einni handa-
hreyfingu.
Hvað heldur fyrir þér vöku á
nóttunni? Partí í næsta húsi og
einkaþotur að lenda á Reykjavíkur-
flugvelli á öllum mögulegum og
ómögulegum tímum.
Hvaða ljósmynd eða ljósmyndari
hefur haft sterkustu áhrifin á þig?
Ari Magg og Annie Leibovitz. Ari
því með honum vinn ég dag hvern,
þekki hann vel og persónulega og
hef lært heilan helling af honum.
Hann er snillingur. Annie fyrir bók-
ina sína A Photographer´s Life.
Mjög áhrifaríkar myndir, alveg
þannig að maður grætur.
Hvað var það besta sem foreldar
þínir gerðu fyrir þig? Að treysta
mér og láta mig læra sjálfa af mis-
tökunum. Það er eina leiðin til að
læra.
Hvar myndir þú helst vilja búa ef
þú gætir valið úr öllum heiminum?
Fyrst og fremst á Íslandi en ég
væri til í að eiga íbúðir eða hús á
völdum stöðum í heiminum til að
geta flúið íslenska rigningar- eða
kuldamánuði. New York, París og
Bahamaeyjar hljóma mjög vel í því
samhengi.
Hvaða bók getur þú lesið aftur og
aftur og aftur? Ég les Nýja húsið
hans Barbapabba næstum á hverju
kvöldi.
Hver er magnaðasta fyrirsæta
heims að þínu mati? Kate Moss
kemst upp með allan fjandann en
heldur alltaf sínu striki, og það er út
af fyrir sig alveg magnað.
Hvað er það erfiðasta við starfið
þitt? Þegar maður finnur ekki réttu
módelin fyrir tiltekin verkefni.
Hljómar kannski léttvægt en getur
verið alveg ferlegt …
Mesta tískufyrirmyndin þín: Af
goðsögnum utan úr heimi finnst
mér Audrey Hepburn standa upp
úr, alltaf. Svo óendanlega fallega
klædd og elegant. Úr nútímanum
finnst mér Kate Moss oft flott og
svo er ég heppin að eiga vinkonur
sem eru mjög inspírerandi á þessu
sviði. amb@frettabladid.is
Myndi vilja búa með
Mary Poppins
ÞRIÐJA GRÁÐAN
FULLT NAFN: ELVA DÖGG
MELSTEÐ
FÆÐINGARÁR: 1979
Á HUNDAVAÐI: Mjólkaði kýr og
keyrði traktor svo árum skipti,
eldabuska í eldhúsinu á Rúv,
blaðamaður, fegurðardrottning
(ótrúlegt en satt), fyrirsæta,
bjölluspilari, lottókynnir, klar-
ínettuleikari og kórsöngvari,
framkvæmdastjóri í ljósmynda-
stúdíói MAGG.
ELVA DÖGG MELSTEÐ, FRAMKVÆMDASTJÓRI FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM