Fréttablaðið - 24.12.2007, Side 8

Fréttablaðið - 24.12.2007, Side 8
8 24. desember 2007 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Heldur meira hefur selst af tóbaki síðustu sex mánuði, frá því reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi, en á sömu mánuðum í fyrra. Sé tekið tillit til mannfjölda hefur tóbakssala þó heldur dregist saman. Þetta kemur fram í sölu- tölum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins (ÁTVR). „Það er stutt síðan bannið tók gildi, og þarna getur margt annað haft áhrif,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. Hann bendir á að tilgangurinn með frumvarpinu hafi ekki verið að draga úr reykingum, heldur hafi lögum verið breytt vegna vinnuverndarsjónarmiða. „Það er alltaf jákvætt að neysla á tóbaki dragist saman,“ segir Viðar. Neysla á tóbaki hafi verið að dragast saman undanfarin ár, en sú minnkun sem orðið hafi á þessu tímabili er þó meiri en meðal tal undanfarinna ára. Frá 1. júní síðastliðnum hafa að meðaltali selst tæplega 135 þús- und karton af sígarettum á mán- uði í verslunum ÁTVR. Á sama tímabili í fyrra seldust að meðal- tali tæplega 134 þúsund karton. Aukningin mælist 0,7 prósent. Það segir þó aðeins hálfa sög- una, því fólksfjölgun hefur verið talsverð á tímanum. Þegar seldum sígarettupökkum er deilt niður á fjölda landsmanna, fimmtán ára og eldri, kemur í ljós að hver landsmaður kaupir að meðaltali aðeins færri pakka en áður. Á þeim sex heilu mánuðum sem liðnir eru frá reykingabanninu hefur hver landsmaður, 15 ára og eldri, að meðaltali keypt 5,5 pakka af sígarettum, eða 110 sígarettur. Til gamans má geta þess að þetta samsvarar því að meðalmaðurinn reyki 3,6 sígarettur á dag. Á sömu sex mánuðum síðasta árs var meðal- talið 5,6 pakkar, eða 112 sígarettur. Samdráttur í kaupum á tóbaki frá ÁTVR er því 1,77 prósent. Rétt er að benda á að inni í þessum tölum er ekki sala í Frí- höfninni og tóbak sem ferðamenn og aðrir taka með sér til landsins. brjann@frettabladid.is Heldur dregur úr tóbakssölu Hver landsmaður 15 ára og eldri keypti að meðaltali 110 sígarettur á mánuði frá því reykingabann á veit- ingastöðum tók gildi 1. júní síðastliðinn. Þetta er 1,8 prósenta samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. DREPIÐ Í Minnkandi sala á sígarettum er í takti við þróun undanfarinna ára, þó að þróunin hafi verið hraðari síðustu sex mánuði en meðaltal undanfarinna ára. NORDICPHOTOS/AFP SALA ÁTVR Á SÍGARETTUM Seldir sígarettupakkar á hvern mann 15 ára og eldri að meðaltali. Mánuður 2006 2007 Breyting Júní 5,7 5,5 -2,2% Júlí 5,5 6,0 9,4% Ágúst 6,0 5,7 -4,3% September 5,5 4,8 -13,9% Október 5,4 5,5 1,4% Nóvember 5,3 5,3 -0,5% Meðaltal 5,6 5,5 -1,8% Heimild: ÁTVR og Hagstofa Íslands SVÍÞJÓÐ Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðir sænska byggingamannasambandsins Byggnads, frá því í nóvember 2004, brjóti reglur Evrópu- sambandsins um frelsi til að veita þjónustu yfir landamæri. Forsvarsmenn Byggnads stöðvuðu vinnu hjá lettneska byggingafyrir- tækinu Laval til að knýja á um að félagið greiddi lettneskum starfsmönnum, sem bjuggu og störfuðu við byggingu skóla í bænum Växholm, laun samkvæmt sænskum kjarasamningum en ekki lettneskum. „Dómurinn hefur enga þýðingu á Íslandi,“ segir Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ. „Í Svíþjóð er ekkert kerfi á vinnumarkaði sem tryggir það að allt launafólk njóti verndar kjarasamninga sem lágmarkskjara. Verkalýðshreyfingin verður að ná kjara- samningi við hvern og einn atvinnurekanda fyrir sig ef þeir eru utan samtaka atvinnu- rekenda. Þetta metur Evrópudómstóllinn sem ófullnægjandi kerfi. Dómurinn hefur engin áhrif á Íslandi því að okkar kerfi uppfyllir þessa reglu tilskipunarinnar,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Samiðnar, bendir á að íslensk lög kveði á um að kjarasamningar gildi sem lágmarkslaun fyrir alla starfsgreinar, hvort sem fyrirtæki séu í samtökum atvinnurek- enda eða ekki. Þannig sé ekki löggjöfin í Svíþjóð og þar liggi munurinn. Svíana vanti lagalega tengingu. Á vefsíðu ASÍ segir að dómurinn valdi ákveðnum vonbrigðum. Magnús telur að Svíarnir þurfi nú að íhuga breyttar reglur og kveða skýrar á um lágmarkslaunaákvæði og lágmarksréttindaákvæði á sænskum vinnumarkaði. - ghs Evrópudómstóllinn telur aðgerðir Svía stríða gegn þjónustufrelsi yfir landamæri: Dómurinn hefur engin áhrif hér á landi ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON MAGNÚS NORÐDAHL. 1 Í hvaða bandarísku borg eru Íslendingar meðal helstu viðskiptavina Bang & Olufsen- hljómtækjaverslunarinnar? 2 Hvað eru leikir Real Madrid og Barcelona kallaðir? 3 Hvað heitir útrásararmur Landsvirkjunar? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 66 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.