Fréttablaðið - 24.12.2007, Side 18
18 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
UMRÆÐAN
Ný fjárlög
Það hefur heilmikið breyst með nýrri ríkis-stjórn. Nýjar áherslur eru í nýsamþykktum
fjáraukalögum 2007 og fjárlögum 2008.
Byggðamál og þá einkum framlög til sam-
göngumála eru þar í forgrunni, þar sem hraðað
er framkvæmdum úti á landi og áætlaðar
umtalsverðar upphæðir til að laga tengivegi.
Stór skref eru stigin til að bæta kjör aldraðra og
öryrkja á næstu tveimur árum. Mótvægis-
aðgerðir til að vinna gegn áhrifum af þriðjungs þorsk-
niðurskurði fá drjúgan skerf, en þar er stutt við ýmis
ný störf á landsbyggðinni, gert ráð fyrir flutnings-
styrkjum, dregið úr veiðileyfagjaldi og enn fremur
gert ráð fyrir styrkjum til viðhalds opinberra bygg-
inga og til sveitarfélaga sem verða illa úti vegna niður-
skurðarins. Gert er myndarlegt átak til að hreinsa upp
skuldir stofnana vegna vanáætlana eldri ríkisstjórnar
í heilbrigðismálum, málefnum framhaldsskóla og lög-
gæslu og því fylgt eftir með auknum fjárveitingum til
heilbrigðisstofnana um leið og heimahjúkrun er aukin.
Fjármagn er til að fylgja eftir aðgerðaráætlun í mál-
efnum barna, gert er ráð fyrir átaki í jafnréttismálum
og hagur foreldra langveikra og alvarlega
fatlaðra barna er stórbættur auk þess sem
framkvæmdasjóður fatlaðra er styrktur um
225 milljónir í þessum lögum. Viðskipta-
ráðuneyti hefur nánast breyst í neytenda-
ráðuneyti og samkeppnis- og fjármálaeftir-
lit eflt. Loks er aukið fjármagn til nýrra
framhaldsskóla og til háskóla. Hér er fátt
eitt talið en þrátt fyrir stórauknar fjárveit-
ingar til ýmissa mála er þess gætt að fara
ekki of geyst, því mikilvægt markmið er að
slá á verðbólguna og ná niður vöxtum.
Fyrstu fjárlögin uppfylla eðlilega aðeins
hluta af stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Mörg
verkefni eru framundan svo sem úrbætur í húsnæðis-
málum, þar sem tryggja þarf að ungt fólk geti eignast
þak yfir höfuðið. Mikil þensla og hækkun húsnæðis-
verðs hefur gert þetta erfitt fyrir marga og of hátt
verð á leigumarkaði. Úrbætur í húsnæðismálum eru
því nauðsynlegar á nýju ári. Þá er mikilvægt að sátt
náist á vinnumarkaði um stórbætt kjör láglaunafólks
og að staðið verði við áform ríkisstjórnarinnar að
vinna gegn kynbundnu launamisrétti og að bæta kjör
umönnunar- og uppeldisstétta sérstaklega.
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og
fulltrúi í fjárveitinganefnd.
Hefur eitthvað breyst?
GUÐBJARTUR
HANNESSON
U
m sumt er þessi dagur táknrænn fyrir það sem sýn-
ist vera þverstæða í fari manna. Hann markar lok
árlegrar kauphátíðar og upphaf árlegrar kristni-
hátíðar. Ágóðavonin er á stundum sögð aflvaki kaup-
mennskunnar. Kærleikurinn er þar á móti kjarninn í
boðskap kristinnar trúar.
Þessi þverstæða fléttast þó á sinn hátt í guðspjalli dagsins.
Gjafirnar hafa þar alltént hlutverk og tilgang. Satt best að segja
væri það öfugsnúinn kærleikur að afneita viðskiptum manna
í milli. Það sem máli skiptir er þau gildi sem menn leggja til
grundvallar í samskiptum sínum. Einu skiptir á hvaða sviði þau
eru: Á heimilum, í verslunum, í skólum, á vinnustöðum eða þjóða
í milli.
Á síðari tímum bregða menn vísitölumælikvarða á flest fyrir-
brigði í mannlegu lífi. Íslendingar eru í fremstu röð hvort sem
kaupmátturinn er mældur eða sjálf hamingjan. Sókn í auð og
hamingju er hluti af mannlegu eðli. Peningar eru vel skiljanleg
tilbúin mælieining. Hitt hefur vafist fyrir mönnum að skilja
hvað felst í hamingjunni.
Prófessor Guðmundur Finnbogason segir á einum stað að
hamingja hvers manns sé fremur öllu öðru komin undir meðvit-
undinni um hlutfallið milli þess er hann þiggur og þess er hann
gefur. Öll barátta um réttlæti í heiminum miði aukheldur að því
að gera hlutfallið milli þess sem veitt er og hins sem þegið er í
staðinn eins nærri hófi og unnt er.
Þegar kauphátíðinni lýkur opnast ný hátíð í kirkjum og á heim-
ilum. Sú hátíð snýst öðru fremur um mannhelgina. Það hugtak
felur í sér samfélagslega ábyrgð. Það er að sönnu nokkurt tísku-
tungutak. En í því felst sígild skírskotun til grundvallargilda.
Þar getur leynst vegvísir til bæði hamingjubóta og auðnubóta.
Sú var tíð að fátækir íslenskir bændur áttu sér þann draum
„að gera úr melnum gróandi teig“ og „að guðsríki íslenskan
haga“. Í dag á fátækur vatnsberi í fjarlægu landi þann draum
að fá hreint vatn og komast í skóla. Samfélagsleg ábyrgð getur
verið fólgin í einstaklingsbundinni hvatningu til þess að rétta
hlutfallið milli þeirra sem hafa séð drauma sína rætast og hinna
sem bíða þess.
Stundum er talað um kirkjuna eins og hún sé hornreka í
nútíma samfélagi. Ímynd hennar er vitaskuld önnur í þjóðfélagi
fjölbreytileikans en fábreytileika fyrri tíðar. Það leiðir af sjálfu
sér. Þá voru fáar aðrar þjóðfélagsstofnanir til. Umræður síðustu
vikna sýna hins vegar að sú sögulega og menningarlega arfleifð
sem kirkjan er sprottin úr stendur djúpum rótum í þjóðarsálinni
og er síkvikur hluti hennar.
Eftir því sem mannfélagið verður auðugra og fjölbreyttara og
hraðinn í öllum athöfnum manna vex reynir meira á þau gildi
sem eru undirstaða kristnihátíðar við vetrarsólstöður. Að því
leyti á kirkjan ríkara erindi við fólkið í landinu en áður. Þó að
hún hafi ekki einkarétt á þeim mannlegu gildum sem um er að
tefla dregur það ekki úr þýðingu erindisins.
Tíð kaupskapar og kristni:
Hlutfallið milli þess
að þiggja og gefa
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Mig rámar í að hafa í síðustu viku séð haft eitthvað í
blaði eftir Ásgeiri Jónssyni,
hagfræðingi og sérfræðingi í
Jóni Arasyni, um „raunhagkerfi
heimsins“. Samkvæmt því er
væntanlega til hagkerfi sem er
ekki raunverulegt í hversdags-
skilningi heldur ímyndað –
hagkerfi þar sem fólk fæst ekki
við raunverulega iðju í raun-
tíma á raunverulegum stöðum
heldur samkomulag um heila-
spuna.
En samt til – einhvers konar
sýndarhagkerfi knúið áfram af
væntingum og vonum, þrám og
óskum og órum.
Skyldu vera samtök sem
berjast gegn tilvist þess?
Við spyrjum: Er Guð til? og
eitt svarið gæti verið: Auðvitað
er hann til, það er alltaf verið að
tala um hann.
Þó að Guð væri ekki nema
hugmynd, táknmynd, líking – þá
er Guð að minnsta kosti til sem
slíkur. Og orðinn einhvers konar
afl í lífi okkar sem slíkur. Margt
fólk telur hann vera virkt afl í
lífi sínu – nokkurs konar „raun-
Guð“ – þó að margir séu hinir
sem telja hann óvirkan, aðeins
blekkingu, „sýndarguð“.
En Guð býr í...
En samt til. Spurningin snýst
sem sé um það hvernig þeirri
tilveru er háttað: er hann í
mannsmynd eða steinn, fjall,
fugl eða hestur? Er hann
ósýnilegt afl? Er hann í auga
barnsins, niði lækjarins, krunki
hrafnsins? Er hann í garðslöng-
unni?
Í augum eins er Guð önuglynd
og afskiptasöm karlvera með
harðstjórahauga í hverju horni
en aðrir líta á Guð sem frjósama
gyðju sköpunar og eyðingar.
Guð sumra er reiður karl sem
ekkert umber og verður
fokvondur ef sést í nefbrodd á
konu eða karlmenn fellla hugi
saman, unnið á hvíldardegi eða
ruglast á áttinni til Mekka.
Guð annarra er mildur og þótt
hann skilji allt og þekki allt um
breiskleika mannanna sem hann
gaf frelsi til að bera ábyrgð á
sjálfum sér þá er hann ætíð
reiðubúinn að umbera allt og
líkna öllu.
Guð enn annarra er samfélag
sundurleitra goðmagna sem
togast á um afdrif mannanna,
snatta þeim til og frá eða bjarga
þeim úr bráðum háska...
Mennirnir hafa sem sé
löngum haft ríka þörf til að trúa
því að til sé vitund í alheimin-
um, ráðagerð, handleiðsla og
alltumfaðmandi kærleikur.
Flestir menn hafa þörf fyrir
tilbeiðslu æðri afla, átrúnað á
einhverju sem ofar er talið
mannlegum skilningi. Þetta er
innbyggð tilfinning fyrir
samhengi tilverunnar og stað
mannsins í alheiminum, og
mikilvægt að trúarlíf fái að
vaxa fram í samfélögum í
samhengi við staðhætti og
náttúrufar á hverjum stað.
Ljós heimsins
Og nú er enn rætt um Jesú. Og
okkur bent góðfúslega á að
kannski hafi hann ekkert verið
til. Þegar ég var ungur töluðu
gáfaðir menn gjarnan um að
hann væri einhver tiltekin
tegund af ofskynjunarsvepp,
svo fóru þeir að tala um að hann
væri hugarburður postulans
Páls og lærisveina hans, vakinn
af sýnum.
Fólki nægir ekki að meðtaka
boðskapinn um „endurlausnar-
ann ljúfa“ sem tók syndir okkar
á sig svo að við mættum öðlast
eilíft líf, með réttri iðrun. Það
leitar um allt að „Raun-Jesú“,
rétt eins og hinn sé ekki til.
Kannski var hann upreisnar-
foringi eins og Dauðahafshand-
rit vitna um. Kannski var hann
ástandsbarn. Ævaforn kjafta-
saga er til um að hann hafi verið
ávöxtur sambands Maríu við
rómverska hermanninn Pantera
og reynt hefur verið að tíma-
setja fæðingu hans árið 4 fyrir
Krist. Hann var að minnsta
kosti úthverfamaður eins og títt
er um gott fólk, heimabær hans
Nasaret var útbær hinnar
frægu borgar Heródesar
Seppóris: ástandsbarn úr
úthverfi: það er skemmtileg
tilhugsun. Hann er að minnsta
kosti barn sem kemur skyndi-
lega í hendur fólks á hrakningi,
Maríu og Jóseps sem gengur því
í föður stað, og eins og öll börn
sem koma í heiminn verður
þetta barn Ljós heimsins.
„Jólum mínum uni ég enn“,
orti Jónas Hallgrímsson, Maður
ársins, síðustu jólin sem hann
lifði. Og hélt áfram: „og þótt
stolið hafi / hæstum guði
heimskir menn/ hef eg til þess
rökin tvenn / að á sælum sanni
er enginn vafi.“
Enginn vafi. Hjálpræðið
tengir hann fæðingu og ljóssins
líkn fremur en fórnardauða og
myrkraverkum. Þann 22.
desember síðastliðinn gerðist að
minnsta kosti sama kraftaverk-
ið og Jónas Hallgrímsson
upplifði svo sterkt síðustu jólin
sín. Þá urðu sólhvörf. Og sólin
sem nú snýr heim úr suðri – hún
er hvað sem öðru líður alveg
áreiðanlega „raun-Guð“.
Jólum mínum unni ég einn
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Jólin og Jesús, trúin
og allt hitt
Fimmtugur REI-ari
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
REI, fagnaði fimmtugsafmæli sínu á
fimmtudaginn var í góðra vina hópi.
Þar mátti sjá meðal annarra Ólaf
Ragnar Grímsson
forseta og Össur
Skarphéðinsson
iðnaðar ráðherra
sem og aðra Sam-
fylkingarmenn. Eitt-
hvað var færra um
sjálfstæðismenn, en
þó lét Guðlaugur
Þór Þórðarson,
heilbrigðisráð-
herra og fyrrver-
andi stjórnar-
formaður
Orku-
veitunnar, sjá sig. Vera má að hinir
hafi verið uppteknir í jólaboði flokks-
ins sem haldið var sama kvöld.
REI, REI, ekki um jólin
Myndbandið „REI, REI,
ekki um jólin“ fór sigurför
um landið á dögunum,
en það var þó ekki eina
myndbandið sem starfs-
menn Orkuveitunnar
bjuggu til fyrir jólahlað-
borð fyrirtækisins á
dögunum. Öll mynd-
böndin voru
sýnd í veislu
Guðmundar við
góðar viðtökur
gesta.
Neitunarvald
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi
stjórnar formaður REI, var veislustjóri
og fór það vel úr hendi. Allar ræður
höfðu verið afþakkaðar, en þó sagð-
ist Bjarni ekki geta beitt forsetann
neitunarvaldi, eins og hann
kallaði það sjálfur, þegar Ólafur
Ragnar kvaddi sér hljóðs. Ólafur
fór fögrum orðum um afmælis-
barnið og sagði hann og félaga
hans úr orkubransanum hafa
tekið við hlutverki víkinganna í
Íslendingasögunum.
steindor@frettabladid.is