Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 20

Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 20
20 24. desember 2007 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Skipulagsmál Í Fréttablaðinu 16. desember birt-ist grein eftir bæjarstjóra Akur- eyrar þar sem leiðréttar eru meintar rangfærslur í grein undir- ritaðs frá 13. desember. Bendir hann á að eignir Svefns & heilsu ehf. skerðist með engum hætti og að hagsmunir Svefns & heilsu hafi verið tryggðir í nýju deiliskipu- lagi. Ummæli bæjarstjórans eru vart svaraverð og með ólíkindum þær fullyrðingar að Svefn og heilsa hafi ekki hagsmuni í málinu eftir það sem á undan er gengið. Í stað þess að eyða löngum tíma í að leið- rétta rangar fullyrðingar í grein bæjarstjórans þá vil ég reyna að skýra málið fyrir bæjarstjóranum með dæmi er endurspeglar sam- skipti Svefns og heilsu og bæjar- yfirvalda. Til einföldunar er vett- vangur atvikanna látinn vera í íbúðarhverfi: Þú og nágranni þinn eigið par- hús. Nágranninn kemur með teikn- ingar sem sýna að hann vill rífa niður sameiginlega geymslu sem þú átt með honum og nýta sameigin- lega lóð til stækkunar á húsnæði sínu. Þú ræðir við hann og útskýrir fyrir honum að þú hafir ekkert á móti stækkun húsnæðisins en þú viljir sjálfur nýta þér þinn eignar- hluta til stækkunar á þínu eigin húsnæði. Best væri því að ná sam- komulagi um hvernig þið gætuð best stækkað húsnæðin enda nóg pláss. Þú ert allur af vilja gerður til að ná samkomulagi vegna þess að þessi stækkun er einmitt það sem þú þarft. Nágranninn þinn vill hins vegar allan pakkann og hefur engan áhuga á að semja. Hann fer með teikningarnar til bæjaryfir- valda og kemur sér greinilega svona vel inn undir hjá þeim því bæjaryfirvöld sam- þykkja breytingarnar með nýju deiliskipu- lagi svo þær nái fram að ganga. Þegar þú sérð nýja samþykkta deiliskipulagið er búið að taka lóðina upp að húsinu þínu sem snýr að nágranna þínum, rífa geymsluna, taka af suðursvalirnar á efri hæðinni ásamt inn- keyrslunni að bílskúrnum þínum. Sanngjarnt? Nei þetta er það sem kallast valdhroki bæjaryfirvalda þar sem hagsmunir nágranna þíns eru tryggðir, þó í því felist að rétt- indi þín séu fótum troðin – í því felst alvarleiki málsins öðrum þræði fremur. Á nágranni þinn sök á málinu? Nei, ákvörðunin er bæjar yfirvalda. Deiliskipulagsbreytingin tekur síðar gildi og þá grípa bæjaryfir- völd til þess ráðs að gefa út bygg- ingarleyfi er heimila nágranna þínum stækkunina á sameiginlegri lóð ykkar, án samþykkis þíns. Lög- fræðingurinn þinn skýtur málinu til æðra stjórnvalds er fellir bygg- ingarleyfið úr gildi, en telur þó að deiliskipulagsbreytingin hjá bæjar- yfirvöldum sé gild þó svo að ýmsu hefði mátt standa betur við gerð hennar. Skýrt er tekið fram að þú hafir lögvarða hagsmuni í málinu. Bæjaryfirvöld verða því að: a) Semja við þig um þá eignar- hluta sem nágranni þinn fær til umráða fyrir sínar byggingar. b) Taka eignir þínar eignarnámi og fá matsnefnd eignarnámsbóta til að dæma þér bætur fyrir þann skaða sem þú verður fyrir vegna þessa framkvæmda. Bæjaryfirvöld eru treg að semja við þig og vilja svo til ekk- ert gera til að bæta þér skaðann og telja að þú hafir enga hagsmuni því ekki sé verið að snerta á sjálfu húsinu. Þegar hér er komið við sögu nærð þú greinilega ekki samning- um við bæjaryfirvöld. Þú getur ómögulega fellt þig við þær breytingar sem orðnar eru á deili- skipulaginu, né fram- kvæmdum nágranna þíns. Bæjaryfirvöldum er því nauðugur einn kostur í stöðunni að gera eignarnám. Þau taka svo lóðina, geymsluna og húsnæðið eignarnámi en vilja sleppa við að taka bílskúrinn eignarnámi sem er samfastur húsinu þínu. Þú getur hins vegar ekki sætt þig við það að þurfa sitja uppi með bílskúrinn og gerir kröfu um að bæjaryfirvöld taki allt eignarnámi, sem þau and- mæla kröftuglega. Nú bíður þú eftir því að matsnefnd eignar- námsbóta ákveði fjárhæð bóta, sem og hvort fallist verði á að bæjar yfirvöldum verði skylt að taka bílskúrinn. Er það skoðun bæjarstjórans að réttindi íbúa séu ekki talin vera fyrir hendi þó þeir þurfi að horfa á skerðingu lóðarréttinda sinna, niður rif mannvirkja er þeir njóta réttinda yfir og breytinga á skipu- lagi er hefur áhrif á nánasta umhverfi þeirra? Telur bæjar- stjóri að hagsmunum Akureyringa hafi verið best varið með þessu deiliskipulagi? Það liggur ljóst fyrir að Akureyrarbær mun eiga húsnæðið sem gistir Húsgögnin Heim eftir eignarnámið. Svefn & heilsa mun þess vegna hætta með Húsgögnin HEIM þar sem hún telur að búið sé að kippa fótum undan rekstri þess. Að okkar mati hjá Svefni & heilsu er Glerártorgs- málið ekkert annað en klúður bæjar yfirvalda. Höfundur er eigandi Svefns og heilsu. Klúður bæjaryfirvalda ...ég sá það á visir.is 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 Hverfandi munur! Visir.is er öflug frétta- og upplýsingaveita í stöðugri sókn, sem leggur metnað sinn í að flytja fréttir líðandi stundar fljótt og örugglega til notenda. Fréttir, dægurmál, umræða, blogg, sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 og fréttatengdir þættir – allt er þetta aðgengilegt á einum stað í einfaldri umgjörð og með skýrri framsetningu. Notendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir heimsækja visir.is. 241.376 notendur á visir.is á meðan 276.498 notendur völdu mbl.is í 49. viku, það er varla höfðinu hærra í samanburði!* *Samræmd vefmæling á modernus.is í viku 49 SIGURÐUR MATTHÍASSON UMRÆÐAN Heilbrigðismál Hver grefillinn er að í þessu ríka landi – þessari valdamiklu ríkis- stjórn – með fullar hend- ur fjár? Hver grefillinn er að fólki sem herðir ólina enn að þeim sem minnst mega sín, eru öryrkjar, að ekki sé nú talað um ef þeir eru gamlir og minnislausir í ofanálag? Síðasta afrek hinna sterku í þjóðfélaginu eru fyrirmæli um 40 milljóna króna „hagræðingu” á öldrunardeildum Landakots á næsta ári. Með öðrum orðum – deildum heilabilaðra á Landakoti er gert að spara téða upphæð. Mér er spurn: Hvernig er hægt að spara í hjúkrun og vistun aldraðra og heilabilaðra sem þegar er í lág- marki? Verður það gert án þess að þrengja enn að gömlu, illa áttuðu fólki sem veit ekki hvaðan á það stendur veðrið. Eða á ef til vill að reka konurnar sem vinna nú á spítölum (á skítalaunum) og í ann- arri vinnu utan heimilis aftur inn á heimilin til að sjá um gamla fólk- ið? Þegar upp kemur nær árviss umræða um að nú verði að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið – að nú verði að hagræða, þar eð fjárhagsáætlanir hafi farið úr böndum, hugsa ég aftur í tímann. Ég hugsa til áranna þegar ég var húsmóðir á stóru heimili og allt þurfti að smella ella nægðu kenn- aralaunin ekki. Allur matur var heimalagaður, allt bakkelsi heima- gert, nema brauðin, fötin voru flest heimasaumuð, bæði mín og barnanna, allt frá náttfötum upp í úlpur eða kápur. Þegar ég svo tók þátt í að semja árlega fjárhags- áætlun borgarinnar með félögunum í borgarstjórn gættum við jafnan fyllstu varfærni „hinnar hagsýnu húsmóður” við áætlun næsta árs. Orðið fjárhags- áætlun segir í raun allt sem þarf. Það var einmitt málið eins og ég benti stundum á. Þarna var áætlun á ferð og hún var jafn áreiðanleg eða vitlaus og gefnar forsendur, lagðar voru til grund- vallar. Að lokum: Var tekið mið af raun- kostnaði við úthlutun fjár til vist- unar og hjúkrunar aldraðra og heilabilaðra á Landakoti eða var beitt slumpreikningi sem ekki stenst raunveruleikann? Var áætl- að út frá raunverulegum eða úrelt- um tölum sem ekki taka t.d. mið af æ fleiri umsóknum eða brýnum kjarabótum þeirra sem vinna á deildunum í næstu samningum? Hvernig ætla menn að spara 40 milljónir þar sem allt er þegar skorið inn að beini, eða á bara að hætta að púkka upp á þetta gamla fólk? Það man hvort eð er ekki hverjir ráða hverju sinni og er því afar slakur þrýstihópur? Þvert á móti. Það er heilög skylda okkar að taka upp vörn fyrir foreldra, afa og ömmur eða maka þegar líða fer á ævi þeirra og halla undan fæti. Við eigum að vera þeim brjóstvörn á ögurstundum. Höfundur er kennari. Það kostar að halda lífi og lífslöngun í fólki ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.