Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 31

Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 31
NÝ SÝN NÝTT FORYSTUAFL Háskólinn í Reykjavík kynnir, í samvinnu við McGill háskólann í Montreal og Henry Mintzberg, Columbia háskólann í New York og Mayo Clinic í Rochester, nýtt alþjóðlegt meistaranám fyrir brautryðjendur í heilbrigðisþjónustu. Námið hentar öllum sem starfa við nýsköpun, rekstur, þjónustu, stjórnun og forystu á sviði heilbrigðismála og lýðheilsu og er boðið upp á nám bæði heima og erlendis. Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar þarf brautryðjendur sem: • Sýna frumkvæði og búa yfir bestu og nýjustu þekkingu sem völ er á. • Hafa getu til að leiða saman ólík sjónarmið og komast að sameiginlegri niðurstöðu, öllum til hagsbóta. • Búa yfir þeirri áræðni og þekkingu sem þarf til að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Náminu er ætlað að veita þátttakendum nýja sýn á forystu og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu 21. aldar og stuðla að því að skipa Íslendingum í fremstu röð framsækinna þjóða á sviði heilbrigðismála og lýðheilsu. NÁM VIÐ MCGILL HÁSKÓLANN: ÞÁTTTAKENDUR FRÁ YFIR 20 ÞJÓÐLÖNDUM Vorönn 2008: Þátttakendum gefst kostur á að hefja nám við McGill háskólann í mars 2008. Hægt er að sinna fullu starfi með námi, en gert er ráð fyrir að nemendur komi saman 5 sinnum í 12 daga í senn á 16 mánaða tímabili. Henry Mintzberg, prófessor í stjórnun og forstöðumaður meistaranáms í heilbrigðisstjórnun við McGill háskólann í Montreal. Mintzberg er á nýjum lista yfir 20 helstu hugsuði heims. Á þessum lista eru m.a. Bill Gates, Alan Greenspan, Jack Welch og Michael Porter. NÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK: PRÓFESSORAR FRÁ MCGILL, MAYO CLINIC OG COLUMBIA KENNA VIÐ HR Haustönn 2008: Þátttakendum gefst kostur á að hefja nám í Háskólanum í Reykjavík á haustmisseri 2008 og innritast í MPH Executive nám sem er meistaranám í forystufræðum og nýsköpun á heilbrigðissviði. Kennslufyrirkomulag tekur mið af því að þátt- takendur sinni starfi samhliða náminu sem fer fram að mestu leyti hér á landi. Auk innlendra sérfræðinga kenna prófessorar frá McGill, Columbia University og Mayo Clinic. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans í Reykjavík, www.hr.is/mphe og hjá Guðjóni Magnússyni, MD, Ph.D., prófessor við kennslufræði- og lýðheilsudeild HR (gma@ru.is). „Meistaranámið okkar í heilbrigðisstjórnun er einstakt og afar metnaðarfullt. Við ætlum okkur að bylta, ekki einungis menntun í heilbrigðisstjórnun, heldur sjálfu heilbrigðiskerfinu. Það gerum við með því að kveikja stöðuga, lifandi umræðu á milli fremstu stjórnenda allra geira heilbrigðiskerfisins, alls staðar að úr heiminum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.