Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 32
32 24. desember 2007 MÁNUDAGUR Á vaktinni á aðfangadagskvöld Ekki eru allir svo lánsamir að verja aðfangadagskvöldi í faðmi fjölskyldunnar. Stór hópur fólks í þjóðfélaginu innir af hendi störf sem krefjast þess að unnið sé á þessu kvöldi sem í huga flestra er það hátíðlegasta ár hvert. Störf þessa fólks tryggja okkur hinum öryggi yfir hátíðarnar og að jólin komi einnig til þeirra sem enga eiga að. Margir þeirra sem eru að störfum í kvöld hafa valið sér það sjálfir og í sumum tilvikum er vinnan jafn órjúfanlegur hluti hátíðarhaldanna og jólaölið, steikin og brúnuðu kartöflurnar fyrir okkur hin. LAUGASKJÓL Sigrún Jónsdóttir sjúkraliði verður á vakt í kvöld í Laugaskjóli, sambýli fyrir eldra fólk með minnissjúkdóma sem er rekið af Skjóli, og segir það leggjast vel í sig. „Um leið og maður tekur þessa ákvörðun sættir maður sig við það,“ segir hún. „Dagurinn er annasamari en kvöldið því þá fara flestir til fjölskyldna sinna. Það verður fámennt á heimilinu milli klukkan fimm og níu. Svo fer fólkið að tínast heim aftur en það er gaman að fá það aftur brosandi frá sínum nánustu. Þá er sest í stofuna. Við fáum okkur kannski sérrístaup, heitt kakó og smákökur. Allt verður svo rólegt, hátíðlegt og yndislegt.“ Hér er Sigrún til vinstri ásamt Elsu Jónsdóttur sem vinnur með henni á vaktinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SLYSA- OG BRÁÐADEILD LANDSPÍTALANS Áætlað er að 165 manns að meðaltali leiti til slysa- og bráðadeildar Landspít- alans á aðfangadag, jóladag og annan í jólum ár hvert, þar sem mælst er til að fólk með bráðavanda leiti aðstoðar en fólk með viðvarandi vandamál fari frekar á heilsugæslustöðvar. Umferðin er meiri um hátíðarnar en á virkum dögum. Venju samkvæmt verður þar því fjöldi fólks að störfum, þar á meðal Skúli Bjarnason læknir sem vinnur nú í fyrsta sinn á aðfangadegi. „Þetta leggst vel í mig og ég hef ekki undan neinu að kvarta, enda sloppið við að taka vakt síðustu sjö ár,“ segir læknirinn hlæjandi og bætir við að hann hafi á móti unnið um hver áramót og því orðið tímabært að skipta á vöktum. „Ég hef það þá bara gott um áramótin í staðinn,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR HJÁLPRÆÐISHERINN Aðfangadagur á heimili Anne Marie Reinholdtsen er með heldur óvenjulegu sniði en þá er hefð fyrir því að öll fjöl- skyldan sameinist til að taka þátt í starfi Hjálpræðishersins. „Við erum öll í þessu á aðfangadag og höfum gert það frá því að börnin voru lítil. Þegar við fluttum tímabundið til Noregs fannst krökkunum alveg ömurlegt að þurfa að halda jólin heima, þar sem við vorum þá bara ein. Við urðum að finna fólk sem var ein- samalt til að bjóða heim. Fyrir þeim voru það jólin,“ segir Anne, sem hlakkar til að takast á við verkefni dagsins, ekki hvað síst undirbúninginn fyrir kvöldið. „Þá snæðum við með fólkinu á gistiheimil- inu, venju samkvæmt,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR SLÖKKVILIÐ HÖFUÐ- BORGARSVÆÐISINS „Ætli við verðum ekki sjö á vakt í Skógar- hlíð í dag og svo 21 í heildina,“ segir Stefnir Snorrason slökkviliðsmaður og segir ekki vanþörf á því oftast sé mikið um útköll á þessum degi. „Það er mikið um sjúkraflutninga, sérstaklega á fólki sem fer heim af endurhæfingarstofnun- um til fjölskyldna sinna. Svo er talsvert um útköll vegna slysa og veikinda og eldsvoða,“ segir Stefnir, sem er ekki óvanur því að verja aðfangadegi í vinn- unni. „Maður sinnir bara sínu hlutverki og fjölskyldan aðlagast því. Við höldum jólin bara aðeins fyrr, áður en ég fer á vakt, svo allir hinir geti átt gleðileg jól.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR NEYÐARLÍNAN Elva Björk Björnsdóttir varðstjóri hjá Neyðarlínunni hefur yfirleitt unnið um áramót til að geta átt frí á aðfangadag. Í ár ætlar hún hins vegar að breyta út af vananum og vinna á þessum annasama degi. „Mér finnst það í lagi þar sem krakkarnir eru uppkomnir,“ útskýrir Elva hress í bragði, en hún hefur búið sig undir að allt mögulegt geti komið upp á. „Það skapast mikil læti úti í þjóðfélaginu og allt sem fer úrskeiðis endar hjá okkur. Allt dettur í dúnalogn milli klukkan sex og átta um kvöldið þegar fólk borðar. Svo hefst örtröðin á ný,“ segir hún og hlakkar til að hitta fjölskylduna þegar vaktaskipti verða seinna um kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.