Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 50
46 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
Blessuð jólin eru alveg
við það að ganga í
garð einu sinni enn.
Velflesta hlakkar
dálítið til, aðallega
vegna pakkanna, frís-
ins og sjónvarpsupptök-
unnar af fílum í sirkus
að leika listir sínar. Á
hverju ári spinnst þó ein-
hver einkennileg neikvæð umræða
um jólin.
Einn þáttur jólanna sem er á ári
hverju útmálaður sem neikvæður
er áhrif þeirra á heilsufar lands-
manna. Jólin eru sögð óheilsusam-
leg letihátíð sem neyði fólk til að
borða óhollan mat og liggja í leti þó
það sé flestum á móti skapi. „Við
erum fórnarlömb jólanna og þess
óhóflega neyslubrjálæðis sem þá
fer í gang“ kveinar aumingjakórinn
eins og hann hafi ekki nokkur ein-
ustu áhrif á eigin örlög. Uss, þið
jólatuðarar, þið gleymið tveim
órjúfanlegum þáttum jólanna sem
leggjast á eitt um að landsmenn
upplifa sennilega meiri hreyfingu
og hollara mataræði í desember en
alla hina mánuði ársins samanlagt:
göngutúrarnir og mandarínurnar.
Rassinn á velflestum Íslending-
um er stór og sem límdur við upp-
hitað bílsætið. Sá fjöldi jeppa sem
lagt er uppi á gangstéttar ber þess
vitni að margir kæra sig ekki um að
ganga fleiri en fimmtíu skref í einni
lotu. En á jólunum lætur jafnvel
forhertasti letihaugur sig hafa það
að þramma í þágu hátíðarinnar.
Fyrir jól kjagar fólk í örvæntingu
um verslunarmiðstöðvarnar, en að
ganga þær enda á milli er heljarinn-
ar þrekraun. Um sjálf jólin fara svo
allir í gleðilegan göngutúr með fjöl-
skyldunni. Þannig er það bara.
Svo eru það mandarínurnar. Hver
sá sem kveðst hata grænmeti og
finnst ávextir subbulegir til átu,
gæðir sér jafnvel á mandarínum
allan desembermánuð með bros á
vör. Þjóðin fær vetrarskammtinn af
einhverjum æðisgengnum bætiefn-
um úr þessu óhóflega ávaxtaáti og
er af þeim sökum í vellíðunarvímu
langt fram í febrúar. Mandarínur
sýna svo ekki verður um villst að
besta leiðin til að auka neyslu græn-
metis og ávaxta er að takmarka
framboð þeirra. Gleðileg jól!
STUÐ MILLI STRÍÐA Jólastuð
VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR HEFUR ALDREI VERIÐ HRAUSTARI
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Burtséð frá ófhefð-
bundnum lækning-
um vil ég frekar að
þú skerir en brjótir
nýrnasteinana mína!
Klukkan átta!
Fyrir utan bíó! ...
Frábært!
Á hvaða
mynd
ætlið þið?
Hef ekki hug-
mynd! Hún má
ákveða það!
Þetta er ekkert mál! Ég fer leik-
andi með að horfa á fimm tíma
svart-hvíta heimildarmynd um
sjaldgæf meindýr í úkraínskum
landbúnaði með Kamillu! Hún
velur!
Og ef rómantísk
gamanmynd með
Meryl Streep verð-
ur fyrir valinu?
Þá er okkur
ekki ætlað
að vera
saman!
Ég er að fara
á bókasafnið Ég er líka á leiðinni út.
Viltu fá far?
Ö, já
takk, pabbi
en
þú verður bara að
skipta um skyrtu
fyrst.
Og
buxur.
og sleppa
hattinum,
og kaupa
flottari bíl,
Heyrðu, á
ég að bíða,
eða...? Njóttu
göngu-
túrsins!
Gleðileg jól ...akarn.!
Óvæntur
glaðningur.
Stóri vinningur-
inn er kominn!
Það er komið
að þér að
skipta á henni!