Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 50
46 24. desember 2007 MÁNUDAGUR Blessuð jólin eru alveg við það að ganga í garð einu sinni enn. Velflesta hlakkar dálítið til, aðallega vegna pakkanna, frís- ins og sjónvarpsupptök- unnar af fílum í sirkus að leika listir sínar. Á hverju ári spinnst þó ein- hver einkennileg neikvæð umræða um jólin. Einn þáttur jólanna sem er á ári hverju útmálaður sem neikvæður er áhrif þeirra á heilsufar lands- manna. Jólin eru sögð óheilsusam- leg letihátíð sem neyði fólk til að borða óhollan mat og liggja í leti þó það sé flestum á móti skapi. „Við erum fórnarlömb jólanna og þess óhóflega neyslubrjálæðis sem þá fer í gang“ kveinar aumingjakórinn eins og hann hafi ekki nokkur ein- ustu áhrif á eigin örlög. Uss, þið jólatuðarar, þið gleymið tveim órjúfanlegum þáttum jólanna sem leggjast á eitt um að landsmenn upplifa sennilega meiri hreyfingu og hollara mataræði í desember en alla hina mánuði ársins samanlagt: göngutúrarnir og mandarínurnar. Rassinn á velflestum Íslending- um er stór og sem límdur við upp- hitað bílsætið. Sá fjöldi jeppa sem lagt er uppi á gangstéttar ber þess vitni að margir kæra sig ekki um að ganga fleiri en fimmtíu skref í einni lotu. En á jólunum lætur jafnvel forhertasti letihaugur sig hafa það að þramma í þágu hátíðarinnar. Fyrir jól kjagar fólk í örvæntingu um verslunarmiðstöðvarnar, en að ganga þær enda á milli er heljarinn- ar þrekraun. Um sjálf jólin fara svo allir í gleðilegan göngutúr með fjöl- skyldunni. Þannig er það bara. Svo eru það mandarínurnar. Hver sá sem kveðst hata grænmeti og finnst ávextir subbulegir til átu, gæðir sér jafnvel á mandarínum allan desembermánuð með bros á vör. Þjóðin fær vetrarskammtinn af einhverjum æðisgengnum bætiefn- um úr þessu óhóflega ávaxtaáti og er af þeim sökum í vellíðunarvímu langt fram í febrúar. Mandarínur sýna svo ekki verður um villst að besta leiðin til að auka neyslu græn- metis og ávaxta er að takmarka framboð þeirra. Gleðileg jól! STUÐ MILLI STRÍÐA Jólastuð VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR HEFUR ALDREI VERIÐ HRAUSTARI ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Burtséð frá ófhefð- bundnum lækning- um vil ég frekar að þú skerir en brjótir nýrnasteinana mína! Klukkan átta! Fyrir utan bíó! ... Frábært! Á hvaða mynd ætlið þið? Hef ekki hug- mynd! Hún má ákveða það! Þetta er ekkert mál! Ég fer leik- andi með að horfa á fimm tíma svart-hvíta heimildarmynd um sjaldgæf meindýr í úkraínskum landbúnaði með Kamillu! Hún velur! Og ef rómantísk gamanmynd með Meryl Streep verð- ur fyrir valinu? Þá er okkur ekki ætlað að vera saman! Ég er að fara á bókasafnið Ég er líka á leiðinni út. Viltu fá far? Ö, já takk, pabbi en þú verður bara að skipta um skyrtu fyrst. Og buxur. og sleppa hattinum, og kaupa flottari bíl, Heyrðu, á ég að bíða, eða...? Njóttu göngu- túrsins! Gleðileg jól ...akarn.! Óvæntur glaðningur. Stóri vinningur- inn er kominn! Það er komið að þér að skipta á henni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.