Fréttablaðið - 24.12.2007, Side 54
50 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
> FLOKKAR GJAFAPAPPÍRINN
Leikkonan Katie Holmes er afar skipu-
lögð í jólaundirbúningnum. „Hún
flokkar gjafapappírinn utan um jóla-
gjafirnar eftir því hvort þiggjandi
pakkans er fjölskyldumeðlimur,
vinur eða viðskiptafélagi,“ segir
vinur fjölskyldunnar.
Colin Farrell segist vera þreyttur á því
að fólk haldi að sonur hans, hinn fjög-
urra ára gamli James, sé alvarlega
veikur. Írski leikarinn greindi nýlega
frá því að James sé með Angelman-heil-
kenni, en það er sjaldgæft form heila-
lömunar. Hann segir að James gangi
vel. „James hefur tekið miklum fram-
förum. Angelman er heilkenni, ekki
sjúkdómur,“ segir leikarinn. Angelman-
heilkenni hrjáir einn af hverjum 12 þús-
und, og veldur því að fólk á erfitt með
bæði gang og tal. Þá veldur það einnig
tíðum flogaköstum, en þeir sem eru
með heilkennið eru oft glaðir og
jákvæðir að eðlisfari.
Í viðtali við írska blaðið Independent
fyrr á árinu kvaðst Farrell vera afar
stoltur af syni sínum, og sagði það bless-
un að vera faðir. Þá sagði hann einnig að
í einu skiptin sem hann yrði var við að
eitthvað væri öðruvísi við James, væri
þegar hann væri í hóp annarra fjögurra
ára gamalla barna. „Þá hugsa ég, „ó, já“,
og ég man eftir því. En frá fyrsta degi
hefur mér fundist að hann sé eins og
hann eigi að vera,“ sagði Farrell.
Farrell og barnsmóðir hans, Kim
Bordenave, eru með sameiginlegt for-
ræði yfir James. Farrell sagðist í viðtali
við People ætla að verja jólunum með
syni sínum. „Öll fjölskyldan verður
saman. Hvað við ætlum að gera? Ekk-
ert. Þetta venjulega – horfa á kvikmyndir,
borða mat og taka því rólega.“
Sonur Farrell tekur framförum
LEIÐUR Á MISSKILNINGI Colin Farrell er
þreyttur á því að fólk haldi að sonur hans
sé alvarlega veikur. Hann gerir greinar-
mun á heilkenni og sjúkdómi.
NORDICPHOTOS/GETTY
Mugison, Sprengjuhöllin,
Hjaltalín og Jakobínarína
voru á meðal þeirra sem
komu fram á níundu jóla-
tónleikum X-ins 977, X-mas,
á Gauki á Stöng. Stemningin
var prýðisgóð enda hafa
tónleikarnir alltaf verið vel
sóttir og vinsælir í gegnum
árin.
Alls stigu tólf hljómsveitir á svið
og spiluðu jólalög með sínu sniði.
Allur ágóði af tónleikunum rennur
til samtakanna Foreldrahús.
Jólastemning á X-mas
ROKK OG RÓL Stemningin á Gauknum var góð enda rokkaði hver sveitin á fætur
annarri sem mest hún mátti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SAMAN Á X-MAS Steinar, Silja og Þórdís
létu sig ekki vanta á tónleikana.
SKÁL! Fanney og Hreiðar skáluðu, enda
virtust þau skemmta sér vel á tónleik-
unum.
Vilhjálmur prins var ekki lengi að
nýta tækifærið þegar unnustan
Kate Middleton kvaddi Bretland
og hélt til Barbados þar sem hún
dvelst ásamt fjölskyldu sinni yfir
jólin. Kate var varla flogin yfir
Big Ben þegar Vilhjálmur fór
ásamt félögum sínum á einn
fínasta bar Lundúna, Tramp, og
ef marka má myndirnar frá heim-
ferðinni fékk hann sér nokkuð
ótæpilega í
tána.
En
breskir
fjölmiðlar telja sig sjá nokkur
batamerki á hegðun prinsins, sem
hingað til hefur ekki verið við
eina fjölina felldur. Tramp er
nefnilega mikill hefðarstaður og
alls ólíkur þeim strippklúbbum
sem Vilhjálmur hefur stundað
ásamt bróður sínum Harry. Og
Bretar binda miklar vonir við það
að Vilhjálmur festi bráðum sitt
ráð því Kate og prinsinn hafa
verið nánari en nokkru sinni og
þótt þau dvelji fjarri hvort öðru
yfir jólin ætla þau að taka á móti
nýju ári í sameiningu.
Fór strax á barinn
FARIN Kate verður á
Barbados með fjöl-
skyldu sinni um
jólin en kemur
heim í faðm
hins aðalborna
þegar nýju ári
verður fagnað.
VINKONUR Vinkonurnar Ásdís
og Ólöf stilltu sér upp fyrir
ljósmyndara Fréttablaðsins.
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Samkvæmt lögum VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum í stjórn og
trúnaðarráð félagsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi
til kjörstjórnar á skrifstofu VR.
Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til setu í stjórn.
Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á
kjorstjorn@vr.is
Framboðsfrestur er til 8. janúar 2008
Kjörstjórn
Hefur þú áhuga á að starfa
í forystu VR?
Jólaball FIT og TR
Jólaball Félags iðn- og tæknigreina og
Trésmiðafélags Reykjavíkur verður haldið
fi mmtudaginn 27.desember kl. 16
í Kiwanissalnum við Engjateig.
Gleðin verður með hefðbundnum hætti
jólasveinar, nammipokar, kaffi og kökur.
Verð 1000kr. fyrir fullorðna en
frítt fyrir börnin.
Stjórnir FIT og TR
Auglýsingasími
– Mest lesið
DJAMMARI
Vilhjálmi þykir fátt
jafn skemmtilegt
og að skála í góðu
víni með félögum
sínum.