Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 57

Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 57
MÁNUDAGUR 24. desember 2007 53 Alicia Keys vill að Jamie Lynn Spears tali fyrir því að unglingar stundi öruggt kynlíf. Alicia telur að Jamie Lynn, sem eins og margir vita tilkynnti í vikunni að hún ætti von á barni, aðeins sextán ára gömul, ætti að nýta stöðu sína til að koma í veg fyrir að aðrir unglingar stökkvi upp í rúm. „Ég held að hún gæti notað þetta tækifæri til að tala um hversu mikil- vægt það er að stunda öruggt kynlíf, og að það sé erfitt fyrir unglinga að halda aftur af sér en að það sé að sama skapi afar mikil vægt, því þetta breytir öllu lífinu. Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir söng konan. Alicia sagði við sama tækifæri að hún héldi að frægð og frami Jamie Lynn gæti hafa verið ein orsök þess að hún byrjaði að stunda kynlíf svo ung. Hún segir að skemmtanaiðnaðurinn sé þess eðlis að fólki finnist engin takmörk fyrir því hvað það geti fengið eða gert. „Þú færð allt sem þú biður um. Þú gætir verið þrett- án, þú gætir verið níu, þú gætir verið fjörutíu og sjö. Það skiptir engu máli,“ segir Alicia. „En málið er að þetta verður mjög erfitt, því flestir í bransanum eru mjög ungir, og það er auð- velt að hafa áhrif á okkur,“ bætir hún við. Tali fyrir öruggu kynlífi Á AÐ NOTA TÆKIFÆRIÐ Alicia Keys segir að Jamie Lynn Spears ætti að nota tækifærið til að segja öðrum unglingum að stunda öruggt kynlíf. SEXTÁN OG ÓLETT Fréttir af þungun Jamie Lynn Spears bárust í vikunni, en hún er aðeins sextán ára. gömul. Leikstjórinn Woody Allen ætlar á næsta ári að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í heima- borg sinni New York í nokkur ár. Allen sagði skilið við heimaland sitt fyrir nokkrum árum og ákvað að taka upp myndir sínar í Evrópu vegna þess að honum þótti það auðveldara. Nú virðist honum hafa snúist hugur. Talið er að sinnaskiptin eigi rætur sínar að rekja til vandamála sem tengjast myndinni Vicky Christina Barce- lona, sem var tekin upp í spænsku borginni í sumar. Leikarinn Kiefer Sutherland, sem þarf að eyða jólahátíðinni á bak við lás og slá, fær enga stjörnumeðferð í fangelsinu. Hann þarf að elda fyrir samfanga sína og þvo óhreina tauið af heimilislausu fólki sem fær að gista í fangelsinu af og til. Vegna þess hve fólkið er óhreint þegar það mætir á staðinn hefur Kiefer leyfi til að fara tvisvar á dag í sturtu. Honum verður sleppt úr haldi í janúar eftir að hann hefur afplán- að dóm sinn fyrir ölvunar- akstur. Leikarinn Rupert Everett segir það litlu skipta þótt leikkonan Jodie Foster hafi komið út úr skápnum á dögunum. Hún sé orðin allt of gömul til að hafa einhver áhrif á gang mála í Hollywood. „Hún er 45 ára og nennti bara ekki að standa í þessu lengur. Eftir að hafa náð ákveðnum aldri getur fólk verið samkynhneigt í Hollywood. Fyrir þann tíma er það ekki bara slæmt fyrir ferilinn heldur ómögulegt,“ segir Rupert, sem er sjálfur samkynhneigður. Söngkonan og vandræðagemling- urinn Amy Winehouse á sölu- hæstu plötu ársins í Bretlandi. Hún hefur selt yfir 1,5 millj- ónir eintaka af plötu sinni Back to Black síðan hún kom út í október í fyrra. Fyrsta plata hennar, Frank, sem kom út 2003, hefur jafn- framt selst í yfir 300 þúsund eintökum á árinu vegna vinsælda Back to Black. FRÉTTIR AF FÓLKI Chris Martin, forsprakki hljóm- sveitarinnar Coldplay, hefur getið sér gott orð sem pípari í athvarfi fyrir heimilislausa í London. Sam- kvæmt heimildarmanni í athvarf- inu hefur hann verið duglegur við að hjálpa þar til undanfarin ár. „Chris hefur séð um pípulagnirn- ar fyrir athvarfið. Hann gerir þetta frítt á hverju ári. Hann þykir víst mjög handlaginn,“ sagði heimildar- maðurinn. Talsmaður athvarfsins vildi ekkert tjá sig um pípulagn- ingahæfileika söngvarans. „Um sjö þúsund sjálfboðaliðar hjálpa okkur um jólin. Sumir eru frægir en við getum ekki nefnt þá á nafn sem vilja ekki að sagt sé frá starfi þeirra.“ Chris er góður pípari CHRIS MARTIN Forsprakki Coldplay þykir afar fær pípulagningamaður. Bee Movie TM & © 2007 DreamWorks Animation L.L.C. All Rights Reserved BEEMOVIE.COM LUK KULEIKUR BY RS OG HONEY NUT CHEERIOS Milljón ástæður til að taka þátt! Vinningur að verðmæti 300.000,- Ferðavinningur fyrir tvo 50.000 króna ferðaávísun Gjafakörfur frá Nathan & Olsen Árskort í bíó Miðar í bíó DVD myndir VINNINGAR Í LUKKULEIKNUM Nældu þér í Honey Nut Cheerios í næstu búð og taktu þátt í léttum leik. Fjöldi glæsilegra vinninga! Heildarverðmæti vinninga er 1 milljón króna!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.