Fréttablaðið - 24.12.2007, Síða 64
60 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
KÖRFUBOLTI Tiffany Roberson,
miðherji Grindavíkurliðsins í Ice-
land Express-deild kvenna, á mik-
inn þátt í að lið hennar er búið að
vinna sex leiki í röð í deildinni.
Roberson hefur skorað 27,7 stig
og tekið 17,7 fráköst í leik í sigur-
göngunni en það er frammistaða
hennar í þremur leikjum gegn
aðalkeppinautum liðsins í desem-
ber sem gerir Grindavíkurliðið
að líklegum meistaraefnum í
deildinni. Roberson átti stórleiki í
öllum þremur leikjum mánaðar-
ins en sá besti hjá henni var þegar
Grindavík vann KR, 86-84.
Þetta var í annað skiptið í röð
sem Grindavík stöðvar langa
sigur göngu og vinnur topplið
deildarinnar á heimavelli sínum í
jólamánuðinum en Roberson var
með 30 stig og 20 fráköst í 92-90
sigri á Keflavík 1. desember.
Keflavíkurliðið var þá á toppnum
líkt og KR fyrir leikinn á mið-
vikudagskvöldið og hafði auk
þess unnið átta fyrstu leiki sína á
tímabilinu. KR hafði unnið sex
leiki í röð þegar það mætti í Röst-
ina en réð engan veginn við
Roberson sem var með 39 stig, 26
fráköst og 5 stoðsendingar í
leiknum og fékk 61 stig í fram-
lagseinkunn fyrir leikinn.
Roberson hefur hækkað
stigaskor, fráköst og
framlagt sitt í hverj-
um mánuði tímabils-
ins til þessa eins og
sjá má í töflu sem
fylgir greininni.
Hún hefur farið
frá því að vera
með 21 stig og
17,5 fráköst í
októ ber í að vera
með 33,7 stig
og 18,3 fráköst
að meðaltali í
jólamánuðin-
um. Roberson
var með 29,0 í
framlagi í
fyrsta mán-
uði sínum
hér á landi
en var komin upp í 44,0 í framlagi
fyrir desember.
Það má leiða líkur
að því að Tiffany sé
nú fyrst að komast
í sitt besta leikform
sem sést ekki síst á
spilatíma hennar.
Hún hefur farið úr
því að spila 33,3
mínútur í leik í
október í það að
spila 41,0 mín-
útur að
meðal tali
í leik
í
desember en Grindavík lenti þá í
framlengingu í einum leik sinna.
Nú hljóta Grindvíkingar bara
að vona að hún tapi ekki miklu af
forminu í veisluhöldum fjölskyld-
unnar í Bandaríkjunum yfir hátíð-
arnar. - óój
TÖLFRÆÐI TIFFANY EFTIR
MÁNUÐUM Í VETUR:
Framlag í leik
Október 29,0
Nóvember 32,2
Desember 44,0
Stig í leik
Október 21,0
Nóvember 24,2
Desember 33,7
Fráköst í leik
Október 17,5
Nóvember 18,0
Desember 18,3
Nýting (Skot utan af velli - víti)
Október 51,6% - 70,8%
Nóvember 44,9% - 71,4%
Desember 55,9% - 82,1%
Grindavíkurliðið er komið á skrið í Iceland Express-deild kvenna og hefur unnið sex deildarleiki í röð:
Frábær desembermánuður hjá Tiffany
RÆÐUR ENGIN VIÐ
HANA?
Tiffany náði tveimur leikj-
um í desember þar sem
hún skoraði yfir 30
stig og tók jafnframt
20 fráköst eða fleiri.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Inter Milan náði sjö stiga
forskoti í ítölsku deildinni með
því að vinna nágranna sína í AC
Milan 2-1 í gær. Inter er með 43
stig en næst koma lið Roma með
36 stig og Juventus með stigi
minna.
Það dugði ekki Evrópumeistur-
unum að Andrea Pirlo kom þeim
yfir eftir 15 mínútur því Argent-
ínumennirnir Julio Cruz og
Esteban Cambiasso tryggðu Inter
sigur. Inter er enn ósigrað í
deildinni í vetur og vann þarna
sinn sjötta deildarleik í röð.
Tapið hjá AC Milan þýðir það
hins vegar að liðið á enn eftir að
vinna ítalskt lið á heimavelli
sínum á tímabilinu og er nú 25
stigum á eftir nágrönnum sínum.
AC Milan á reyndar þrjá leiki inni
á Inter og möguleikarnir á ítalska
meistaratitlinum eru orðnir afar
litlir. - óój
Stórleikur ítalska fótboltans:
Inter vann ná-
grannaslaginn
EKKERT GENGUR Liðsmenn Inter klöpp-
uðu fyrir AC Milan í upphafi leiks en
tóku síðan öll stigin. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Hornfirðingurinn Pálmar
Hreinsson er tekinn við sem aðal
styrktar- og þolþjálfari sænska
liðsins Djurgården en hann hefur
verið í þjálfarateymi liðsins
undanfarið ár.
Pálmar tekur við stöðu Ola
Johansson en þjálfari Djurgården
er Íslendingurinn Sigurður
Jónsson og gerði hann frábæra og
óvænta hluti með liðið á síðasta
tímbili. - óój
Sænska fótboltadeildin:
Pálmar tekur
við Djurgården
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og
félagar hans í Ciudad Real unnu
spænska deildarbikarinn fimmta
árið í röð í gær þegar liðið vann
25-23 sigur á Asemar Leon í
úrslitaleik.
Ólafur skoraði 2 mörk í
leiknum, bæði með langskotum,
en hann misnotaði aftur á móti
bæði vítaköstin sín. Þeir Siarheir
Rutenka og Alberto Enterrios
voru markahæstir í liðinu með 6
mörk hvor en Ciudad lét Danijel
Saric verja fjögur af sex víta-
köstum liðsins í leiknum.
Ólafur átti mjög góðan leik og
skoraði sex mörk úr átta skotum
þegar Ciudad Real vann heima-
menn í Valladolid 34-28 í undan-
úrslitaleiknum á laugardags-
kvöldið.
Rutenka var maður helgarinnar
en hann skoraði 16 mörk úr
aðeins 21 skoti í leikjunum
tveimur. Ciudad Real hafði unnið
Portland San Antonio í þremur
síðustu úrslitaleikjum en fyrsta
árið vann liðið Barcelona. - óój
Ciudad deildarbikarmeistari:
Vann fimmta
árið í röð
TVÖ MÖRK Ólafur Stefánsson skoraði
tvö mörk í úrslitaleiknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FRÁBÆRT MARK Julio Baptista fagnar
sigurmarki sínu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Real Madrid vann 1-0
sigur á Barcelona á Nou Camp í
risaleik spænska boltans í gær-
kvöldi. Það var Brasilíumaðurinn
Julio Baptista sem skoraði eina
mark leiksins tíu mínútum fyrir
hálfleik.
Þetta var aðeins annar sigur
Real Madrid í 25 leikjum á Nou
Camp en Barcelona hafði unnið 16
af 24 leikjum liðanna á vellinum
fyrir leikinn í gær. Real Madrid er
komið í frábær mál í baráttu sinni
fyrir því að verja spænska meist-
aratitilinn því eftir leikinn í gær
er liðið komið með sjö stiga for-
skot á Barcelona.
Enginn Eiður Smári
Það má segja að það hafi farið smá
sjarmi af El clásico fyrir íslenska
knattspyrnuáhugamenn þegar það
kom í ljós að Frank Rijkaard hafði
ákveðið að breyta liði Barcelona
sem lék svo vel í 3-0 sigri á Val-
encia um síðustu helgi. Sú breyt-
ing hollenska þjálfarns gekk alls
ekki upp og meistaradraumar liðs-
ins urðu nánast að engu með þessu
tapi því með því náði Madrídar-
liðið sjö stiga forskoti á toppi
spænsku deildarinnar.
Eiður Smári Guðjohnsen þurfti
sem sagt að sætta sig við það að
setjast á bekkinn og þeir Ronald-
inho og Deco voru báðir komnir
inn í byrjunarliðið. Eiður settist
því á varamannabekkinn við hlið
manna eins og Gianluca Zam-
brotta, Thierry Henry og Lilian
Thuram. Þar voru líka ungstirnin
Giovani og Bojan sem skorti
kannski að mati Rijkaard reynslu
fyrir leiki sem þennan. Rijkaard
valdi hins vegar að senda þá
Giovani og Bojan inn á völlinn í
seinni hálfleik og okkar maður sat
því á bekknum allan leikinn.
Dómari leiksins, Mejuto Gonz-
ález, var ekkert að gefa leikmönn-
um Barcelona mikið af ódýrum
aukaspyrnum í þessum leik og
skipti þar engu máli þótt risa-
stjörnur liðsins engdust
um af að
því
er virtist ímynduðum sársauka. Í
nokkur skipti höfðu leikmenn Bar-
celona þó eitthvað til síns máls.
Barcelona var mun sterkari
aðilinn framan af leik og leikmenn
Real Madrid gátu þakkað fyrir
það að lenda ekki undir á fyrsta
hálftíma leiksins. Fyrst bjargaði
Casillas boltanum af tánum á bæði
Samuel Eto’o og Deco í sömu sókn-
inni og síðan varði hann frábær-
lega frá Ronaldinho í dauðafæri
beint fyrir fram markið.
Það voru hins vegar leikmenn
Real Madrid sem skoruðu fyrsta
markið og það mark var ekki af
lakari gerðinni. Julio Baptista og
Ruud van Nistelrooy spil-
uðu hálofta þríhyrninga-
spil í gegnum vörn
Börs unga og Baptista
afgreiddi boltann síðan
viðstöðulaust upp í fjær-
hornið rétt innan víta-
teigs.
Liðsheild Real
Madrid var sterk í
þessum leik en
einstaklings-
framtakið var
oftast í fyrir-
rúmi hjá
heimamönn-
um í Barce-
lona. Þeir
reyndu að
sækja á
þéttskip-
aða vörn
Real Madr-
id í seinni
hálfleik en
lítið gekk.
Það skipti
engu þótt
Rijkaard
setti þá
Giovani og
Bojan inn á
til þess
að
reyna að lífga upp á leik liðsins.
Niðurstaðan er mikið áfall fyrir
hollenska þjálfarann, sem ákveð-
ur að breyta sigurliði og stendur
uppi bæði stiga- og markalaus.
Leikurinn er líka tvöföld von-
brigði fyrir okkar mann sem gerði
sér miklar vonir um að fá að byrja
leikinn. Eitthvað segir manni þó
að í næsta leik, sem verður gegn
CD Alcoyano í bikarnum 2. jan-
úar, verði Eiður Smári Guðjohn-
sen aftur kominn inn í byrjunarlið
Barcelona.
ooj@frettabladid.is
STÓR MISTÖK? Frank Rijkaard tók Eið Smára Guðjohnsen út úr byrjunarliðinu og stóð
uppi marka- og stigalaus. NORDICPHOTOS/AFP
FRÁBÆRT ÚTHLAUP Iker Casillas bjargaði Real Madrid með
vel tímasettu úthlaupi í fyrri hálfleik. NORDICPHOTOS/AFP
Real Madrid að stinga Barcelona af
Eiður Smári Guðjohnsen var settur út úr liði Barcelona fyrir El clásico í gærkvöldi og þurfti að horfa upp á
sína menn tapa 0-1 á heimavelli og lenda sjö stigum á eftir erkifjendum sínum í Real Madrid.
KVARTAÐ OG KVEINAÐ
Ronaldinho stóð sig best
í að biðla til dómarans
þegar hann vildi ítrekað fá
vítaspyrnu dæmda.
NORDICPHOTOS/AFP