Fréttablaðið - 24.12.2007, Side 70
66 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
JÓLAMATURINN
„Eins og alltaf borða ég hjá
tengdamömmu á aðfangadag.
Máltíðin er breytileg á milli ára
en ávallt fjórrétta. Hún er ítölsk
svo við fáum eitthvert ítalskt
ljúfmeti, mjög ólíkt íslenskum
jólamat.“
Hörður Torfason söngvaskáld
„Nei, merkilegt nokk, þá hefur
þetta ekkert minnkað eftir að
maður hvarf af skjánum,“ útskýrir
matreiðslumaðurinn Siggi Hall en
hann er væntanlega meðal þeirra
síðustu sem setjast að jólaborðinu
á aðfangadagskvöld. Ástæðan er
þó ekki að Siggi er svona seinn með
allt heldur hringir fólk í hann nán-
ast allan aðfangadag og óskar eftir
aðstoð eða hreinlega fyrstu hjálp
með jólamatinn. Og beiðnirnar
geta verið af öllum stærðum og
gerðum; allt frá því að brúna kart-
öflur, búa til uppstúf og eiga við
frosnu jólasteikina. „Mest eru það
þó brúnuðu kartöflurnar og upp-
stúfurinn sem eru að flækjast fyrir
fólki,“ segir Siggi.
Eiginkonan, Svala Ólafsdóttir, er
fyrir löngu hætt að kippa sér upp
við þetta og Siggi segist reyna að
taka öllu með mestu ró. „Fólki
finnst það bara hafa aðgang að
manni og mér rennur blóðið til
skyldunnar, fyrst ég var nú einu
sinni svona vitlaus að gefa þjóðinni
persónu mína,“ segir Siggi, sem
jafnvel er stoppaður út á götu og
spurður álits á hinu og þessu. „Ég
verð nú samt pirraður þegar fylli-
bytturnar hringja, þá nenni ég
þessu ekki, en annars er ég bara
blíður og þægur,“ segir Siggi.
- fgg
Siggi Hall bjargar jólunum á hverju ári
Hafnfirsku skemmtikraftarnir Laddi og
Björgvin Halldórsson, sem báðir halda upp
á fjörutíu ára starfsafmæli sín í ár, hafa
samanlagt velt um 385 milljónum króna á
rúmu ári með geisladiskasölu sinni, tónleik-
um og leiksýningum.
Laddi hefur á þessu ári selt tæp sautján
þúsund eintök af plötum sínum Hver er
sinnar kæfu smiður og Jóla hvað? ásamt
eldri plötum sem voru endurútgefnar.
Vinsældir Ladda á plötumarkaðinum
haldast í hendur við hina geysivinsælu
sýningu hans Laddi 6-tugur sem var
frumsýnd í Borgarleikhúsinu í febrúar. 81
sýningu er nú lokið og alls hafa rúmlega
fjörutíu þúsund manns hlegið sig máttlausa
yfir uppátækjum Eiríks Fjalars, Saxa
læknis og félaga.
Björgvin hefur á árinu selt plötur sínar
Íslandslög 7, Íslandslög 1-6, Jólagestir
4 og Jólagestir 1-3 ásamt safnplöt-
unni Þó líði ár og öld sem kom
út 2005 í tæpum tæpum
tuttugu þúsund eintök-
um. Að auki hélt
Björgvin þrenna
jólatónleika fyrir
troðfullri Laugar-
dalshöll á dögunum
sem um níu
þúsund manns
sáu. Einnig eru
teknir með í
reikninginn
þrennir tónleikar
Björgvins með
Sinfóníuljómsveit
Íslands í lok
september í fyrra
fyrir framan níu
þúsund manns og
plata með tónleik-
unum sem hefur
selst í um átján
þúsund eintök-
um.
Má því með sanni segja að þessir tveir
stuðboltar hafi borið höfuð og herðar yfir
aðra í skemmtanbransanum að undanförnu
og uppskorið rækilega eftir því. Þótt þeir
fái ekki nema hluta af veltunni í eigin vasa
ættu þeir að eiga fyrir salti í jólagrautinn
og rúmlega það.
Með veltu er átt við það hversu mikið fólk
hefur greitt fyrir plöturnar þeirra og
aðgang að tónleikunum og sýningunum.
Ekki er reiknað með skatti eða kostnaði sem
þeir eða útgáfufyrirtæki þeirra hafa þurft
að inna af hendi vegna verkefnanna.
freyr@frettabladid.is
LADDI OG BJÖRGVIN: KÓNGARNIR Í ÍSLENSKU SKEMMTANALÍFI
Veltan hundruð milljóna á rúmu ári
„Við keyptum hús á Selfossi í nóvember og
erum að klára að standsetja það núna, en við
ætlum að búa á báðum stöðunum,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem
segir það ekki stórmál að standa í slíkum
framkvæmdum í desember. „Við tókum okkur
ágætan tíma í þetta og það einfaldar málin að
við erum ekki að flytja heldur koma okkur
fyrir á öðrum stað til viðbótar.“ Björgvin og
sambýliskona hans María Ragna Lúðvígsdóttir
ætla ásamt sex börnum þeirra að skipta
hátíðunum í tvennt og halda þær á báðum
heimilunum, annars vegar í nýja húsinu á
Selfossi og hinsvegar á bænum Skarði í
Gnúpverja- og Skeiðahreppi þar sem þau hafa
búið undanfarin ár. „Við verðum í Skarði um
jólin en milli jóla og nýárs ætlum við að klára
að koma okkur fyrir í húsinu á Selfossi.
Áramótunum ætlum við svo að eyða þar.“
Björgvin segir að það henti fjölskyldunni
einfaldlega betur að eiga tvö heimili. „Það er
helmingi styttra fyrir mig að keyra í vinnuna
frá nýja staðnum, styttir vegalengdina úr 100
km niður í 50 km. Það var annað hvort að flytja
í bæinn eða flytja nær honum og við vorum öll
mjög spennt fyrir því að flytja á Selfoss. Það
hafði líka sitt að segja að við fundum hér
skemmtilegt hús. Við gátum hins vegar ekki
hugsað okkur að sleppa heimilinu uppi í hreppi
og ætlum þess vegna að eiga það áfram.“
Jólahaldið á heimilinu er hefðbundið að sögn
Björgvins en það er enn tvísýnt með jólamat-
inn. „Það er hefð úr fjölskyldu konunnar að
borða rjúpur á jólunum en ég er alinn upp við
að borða hamborgarhrygg. Við tókum hennar
hefð upp í því en ég held reyndar að ekki sé
búið að útvega rjúpurnar núna svo það er
heldur tvísýnt,“ sagði Björgvin fyrir helgina.
Eflaust er þó búið að leysa úr þessu nú.
- sók
Heldur hátíðirnar á tveimur heimilum
BJARGVÆTTUR JÓLAMATARINS Sím-
hringingum hefur ekkert fækkað þrátt
fyrir að Siggi Hall sé í pásu frá skjánum.
LÁRÉTT
2. getraun 6. hæð 8. krá 9. skýra frá
11. íþróttafélag 12. goðmögn 14.
masar 16. grískur bókstafur 17. þrí 18.
einkar 20. tveir eins 21. steintegund.
LÓÐRÉTT
1. máta 3. í röð 4. keppikefli 5.
dýrahljóð 7. lengdareining 10. svif
13. veitt eftirför 15. land 16. fálm 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gátu, 6. ás, 8. bar, 9. tjá,
11. kr, 12. tótem, 14. malar, 16. pí, 17.
trí, 18. all, 20. kk, 21. talk.
LÓÐRÉTT: 1. hátt, 3. áb, 4. takmark,
5. urr, 7. sjómíla, 10. áta, 13. elt, 15.
ríki, 16. pat, 19. ll.
NÓG AÐ GERA Í
DESEMBER Björgvin
G. Sigurðsson hefur
haft nóg að gera
í jólamánuðinum
því hann, konan og
sex börn þeirra eru
að koma sér fyrir á
nýju heimili.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
Íslandslög 1-6: 5.000 eintök
Íslandslög 7: 4.200 eintök
Jólagestir 1-3: 4.500 eintök
Jólagestir 4: 5.000 eintök
Þó líði ár og öld: 500 eintök
Sinfóníuplata: 18.000 eintök
Sinfóníutónleikar: 9.000 manns
Jólatónleikar: 9000 manns
Velta samtals: Um 208 milljónir
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
Björgvin fyllti Laugardalshöll
sex sinnum á rúmu ári.
LADDI Þórhallur Sigurðsson, Laddi, ætti
að vera sáttur við ársuppskeruna.
ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON
Hver er sinnar kæfu smiður:
8.500 eintök
Jóla hvað?: 5.500 eintök
Endurútgáfur: 2.500 eintök
Laddi 6-tugur: 40.000 manns
Velta samtals: Um 177 milljónir
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á blaðsíðu 8
1 Boston.
2 El clásico.
3 Landsvirkjun Power.
Auglýsingasími
– Mest lesið