Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T F R Í S T U N D I N 7.00 Vakna og fæ mér morgunmat, yfirleitt hafragraut. Nenni ekki að hella upp á kaffi heima, þannig að fyrsti kaffibollinn verður að bíða þar til í vinnuna kemur. 8.00 Mæti í vinnuna og fæ mér kaffibolla. Mér finnst algerlega nauðsynlegt að byrja daginn á einum bolla, svona rétt til að kom- ast í gang. Með kaffibollann í hendi leggst ég yfir tölvupóstinn og lít síðan á nokkra útreikninga. Það má skipta rekstri fyrirtækja í tvennt: annars vegar daglegan rekstur og hins vegar að skoða fjár- festingartækifæri. Í morgun eyddi ég fyrsta einum og hálfa tíman- um í að skoða slík tækifæri. 9.30 Settist niður með starfsmönnum og fór yfir skipulag Vinnslustöðvarinnar á síðasta ári. Í kjölfarið settum við inn nýjan áherslupunkt sem við köllum Rannsóknir og þróun. Þar fórum við yfir þau verkefni sem við erum með í gangi, meðal annars fyrir- komulag humarveiðanna hjá okkur. Við höfum lent í því að brjóta humarskeljarnar áður en við komum með hann í land, sem rýrir auðvitað verðmætið. Því höfum við verið að velta fyrir okkur að hefja tilraunir með gildruveiðar næsta sumar. 12.00 Eins og sönnum landsbyggðarmanni sæmir fer ég heim í hádeginu og borða staðgóða máltíð, leggst að því loknu upp í rúm og hlusta á hádegisfréttirnar. Við erum yfirleitt með afganga frá því kvöldið áður, bara það sem tönn á festir. 13.00-17.30 Settumst tveir niður og héldum áfram að velta fyrir okkur fjárfestingarmöguleikum. Við einbeitum okkur alltaf að sjávarútvegi og horfum jafnvel út fyrir landhelgina eftir tækifær- um. Töluðum síðan um markaðsmál, sem við ætlum að leggja meiri áherslu á en áður. 17.30 Hleyp fimm kílómetra og fer í heita pottinn í lauginni að því loknu. Reyni nú alltaf að taka hringinn í hádeginu, en verð að fresta því ef mikið er að gera. 18.45 Heim í kvöldmat. 20.00 Eyði kvöldinu í að skoða tölvupóstinn og svara skeyt- um. Að baki er góður dagur sem að mestu fór í innri málefni Vinnslustöðvarinnar. Dagurinn var þó óvenjulegur að því leyti að lítið var um áreiti og því nýttist tíminn betur en oft áður. 23.00 Fer í háttinn. „Við yrkjum aðallega um hvernig það er að vera karlmaður á Ís- landi í dag. Karlar eiga margir hverjir erfitt uppdráttar heima hjá sér, konan er að taka völdin,“ segir Ólafur Steinarsson, for- stjóri Plastprents, en hann spilar á bassa í tveimur hljómsveitum þegar tími gefst frá vinnu. Ólafur hefur spilað með rokk- sveitinni Fer líkið og blúsband- inu Blue Tunnel í fjölda ára ásamt félögum sínum. Strákarn- ir hittast tvisvar í viku í bílskúr í höfuðborginni og leika frumsam- in lög. „Þetta er eina alvöru út- rásin sem ég fæ. Við erum níu manns í Fer líkinu þannig það má segja að þetta sé stórsveit. Það er mikið hlegið enda er markmiðið að hafa gaman af þessu.“ Ólafur var mikill tónlistarmað- ur á unglingsárunum og spilaði meðal annars með hljómsveitum í FÍH. Hann segir áhugann hafa kviknað á ný á seinni árum, enda hafi hann alltaf verið sannfærður um að endurkoma í rokkið væri handan við hornið. „Við komum alltaf út úr skúrnum á menn- ingarnótt og höldum tónleika í Bankastrætinu. Síðan höfum við farið í hljóðver og tekið upp nokkur lög. Við erum alveg sann- færðir um að það verður biss- ness úr þessu.“ Ólafur telur viðtalið við Mark- aðinn einmitt kjörið tækifæri til að koma hljómsveitinni á fram- færi. „Við leitum nú logandi ljósi að fjármálafyrirtæki til að styrkja okkur. Þeir keyptu nú Bubba á sínum tíma og því ekki okkur?“ Tónlistin verður þó alltaf áhugamál númer tvö að sögn Ólafs enda á hann orðið tvö barnabörn. „Frístundirnar eru farnar að beinast meira í þá átt. Aðalhlutverkið verður alltaf að sinna fjölskyldunni.“ - jsk Spilar á bassa í bílskúrsböndum V íða má finna merki um neyslugleði land- ans þegar horft er yfir þróun mála á ný- liðnu ári. Þannig jókst til dæmis sala á dýrum og stórum jeppum á meðan sala á fólksbílum almennt dróst saman. Sala á freyðivínum fór fram úr almennri söluaukningu víns hér á landi og eina kampavínstegundin á lista yfir tíu söluhæstu freyðivínin færðist upp um sæti milli ára. Auk heldur segir Haukur Víðisson, framkvæmda- stjóri Fiskisögu og Gallerýs kjöts, en það er sú verslun sem hér hefur hvað lengsta sögu í sölu á „fínni“ matvöru, að úrvalið í þeim geira hafi lík- legast aldrei verið meira en í fyrra. Vísar hann þar meðal annars til svokallaðs Kobe-kjöts, en það er sérinnflutt japanskt nautakjöt af séröldum grip- um. Slíkar nautalundir kosta 16 þúsund krónur kílóið. „Það hefði nú þótt með ólíkindum fyrir ör- fáum árum að fólk keypti nautakjöt á þessu verði, en Kobe-kjötið var mjög vinsælt og menn keyptu það töluvert, bæði fyrir gamlárskvöld og í kring- um jólin,“ segir Haukur. Að auki segir hann að mikið sé farið að flytja inn af hvers kyns kjötmeti öðru, hvort heldur það er gæsalifur (fois gras), villi- endur, kornhænur og fasanar eða villisvín, sem hér fengust. „Það hefur verið hæg en merkjanleg þróun í að auka hér fjölbreytni í þessum geira síðustu ár og þar hefur Gallerý kjöt vissulega spilað stórt hlutverk,“ segir hann, en keðjan er með fimm versl- anir með sérinnfluttum varningi. „Og fólk þekkir þetta orðið mikið betur en áður.“ Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), segir að verið sé að fara yfir sölutölur síðasta árs og búa til útgáfu. Þar komi hins vegar fram að sala á freyðivíni hafi aukist um 6,34 prósent milli ára, sem sé aðeins yfir meðalaukningu í áfengissölu milli 2006 og 2007, sem var um sex prósent. „Það seld- ust 123 þúsund lítrar af freyðivíni en árið áður 116 þúsund lítrar,“ segir hún, en enn á eftir að sundur- liða þessa aukningu frekar milli tegunda. Sigrún segir hins vegar ljóst að í desember aukist allt- af sala í dýrari vínum. „En ég held við sjáum samt enga sprengingu á milli ára í að menn kaupi til dæmis miklu dýrara konjak en áður. Þessi sala eykst hins vegar alltaf í desem- ber, hvort sem það eru rauðvín, freyðivín eða annað, enda er þetta mikið notað í gjafir og svo náttúrlega til hátíðabrigða.“ Í tölum yfir söluhæstu freyðivín ársins kemur hins vegar fram að í einu kampavínstegundinni sem þar kemst á blað hefur salan aukist um nær 30 prósent milli ára. Freyðivínin eru ýmist rétt undir eða yfir þúsund krónum og sker kampavínið því sig nokkuð úr í sjöunda sæti á listanum, en það kostar 3.290 krón- ur flaskan. Í tölum um bílasölu hefur komið fram að þótt fólksbílasala hafi dregist saman um tæp sjö prósent á síðasta ári hafi orðið sölu- aukning í öðrum flokkum. Þannig seld- ust til dæmis 126 pró- sentum fleiri Land Rover jeppar (þar eru taldir með Range Rover jeppar) árið 2007 en gerðu árið 2006. Bíl- greinasambandið segir að í fyrra hafi selst 348 slíkir bílar, sem eru 2,2 prósent af heildarsölu árs- ins. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að þar á bæ hafi menn skoðað tölur síðasta árs þar sem sjá megi ákveðna aukningu í sölu svokallaðra lúxusbíla. Runólfur segir aukningu í nýjum bílum líka til- komna vegna innflutnings einstaklinga frá Banda- ríkjunum þar sem verð hafi þótt skaplegt. Í þeim flokki er Land Rover jú með sína 2,2 prósenta hlut- deild, sem þykir nokkuð hátt. Til samanburðar er hlutdeild Volvo 2 prósent, Mercedes Benz með 1,9 prósent, BMW og Audi með 1,6 prósenta hlutdeild hvor tegund, Lexus með 1 prósents hlutdeild og Porche með 0,4 prósent í heildarinnflutningi nýrra bíla. Af innfluttum notuðum fólksbílum segir Runólf- ur hlutdeild Audis hins vegar vera 5,2 prósent og BMW 8,3 prósent. „Þar eru líka áberandi þess- ir bandarísku bílar. Lexusinn ekki stór með 0,5, Lincoln sem er svona í betri flokki er með 0,9 prósent, en Land Rover er til dæmis með 6,4 prósenta hlutdeild í innfluttum notuðum bílum.“ Runólfur hefur eftir bílaumboðum að ákveðin aukning hafi á síðasta ári átt sér stað í innflutn- ingi notaðra bíla. „En spurning er hvort núver- andi ástand hefur í för með sér breytingar í hina áttina,“ segir Runólfur og vísar bæði til mett- unar og samdráttar í efnahagslífinu og svo hás orkuverðs. „Því fylgir að fólk fer aðeins að velta eldsneytinu meira fyrir sér.“ Þannig gæti eldsneytisverð dregið heldur úr sparn- aðinum við að flytja inn frá Ameríku. „Alla vega ef þetta eru einhverjar sleggjur undir húddinu,“ segir Runólfur og bendir á að vestra reyni menn nú frekar að losa sig við stóra bíla með stórar vélar og verðið á þeim því lægra í takt við lögmál um fram- boð og eftir- spurn. Lúxusvarningur tók kipp Á nýliðnu ári rokseldist margvíslegur varningur sem alla jafna er kenndur við lúxus. Óli Kristján Ármannsson forvitnaðist um neyslumynstur fólks í dýrari hluta vöruframboðsins og komst að raun um að úrval lúxusmatvæla hefur aldrei verið meira, sala freyðivíns jókst umfram almenna söluaukn- ingu áfengis og forstjórabílar runnu út eins og heitar lummur um leið og sala hefðbundinna fólksbíla dróst saman. S Ö L U H Æ S T U F R E Y Ð I V Í N I N 2 0 0 7 Víntegund 2006* 2007* % Verð 1 Gancia Asti 21.828 20.432 -6,40% 850 kr. 2 Santero Moscato Spumante 16.457 16.656 1,21% 570 kr. 3 Codorniu Clasico Semi-Seco 7.963 8.354 4,91% 1.150 kr. 4 Freixenet Cordon Negro Seco 8.903 8.159 -8,36% 1.190 kr. 5 Martini Asti 5.546 7.232 30,40% 790 kr. 6 Jacob‘s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut 5.725 5.521 -3,56% 1.250 kr. 7 Veuve Clicquot Ponsardin Brut** 3.821 4.951 29,57% 3.290 kr. 8 Maschio Prosecco di Coneglioni 3.326 4.800 44,32% 1.190 kr. 9 Henkell Trocken 4.235 4.660 10,04% 990 kr. 10 Tosti Asti 2.783 4.466 60,47% 790 kr. Alls: 80.587* 85.231* 5,76% *Lítrar. **Kampavín. Heimild: ÁTVR ÓLAFUR STEINARSSON Forstjóri Plastprents rokkar í frístundum. D A G U R Í L Í F I Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, forstjóra Vinnslustöðvarinnar SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON, FORSTJÓRI VINNSLUSTÖÐVARINNAR Binni í Vinnslustöðinni er heilbrigðið uppmálað. Hann fær sér hafragraut á morgnana og hleypur sína fimm kílómetra í hádeginu. Dagur Binna var óvenjulegur að því leyti að lítið var um símhringingar og annað áreiti og því nýttist tíminn betur en oft áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.