Tíminn - 03.04.1981, Side 1

Tíminn - 03.04.1981, Side 1
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 Kvöldsímar 86387 & 86392 „Óskir um 66% aukningu birgðarýmis”, segir Ólafur Jóhannesson um Helguvíkurmálið: „Ólíklegt að teknar verði ákvarðanir á næstunni” JSG — Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, skýrði frá þvi á Alþingi i gær, að óskir varnarliðsins á Keflavikurflug- velli hvað varðar byggingu nýrra eldsney tisgey ma i grennd við völlin, fælu i sér bvggingu geymarýmis er næmi samtals 186 þúsund rúmmetr- um. Þar af væri um að ræða 154 þúsund rúmmetra rými i Helguvik, en 32 þúsund rúm- metra rými á flugvallarsvæðinu sjálfu. Jafnhliða byggingu þess- ara nýju geyma væri ætiunin að afieggja mikið geymarými en að teknu tiliiti til þess þýddu óskir varnariiðsins að birgðar- rými fyrir flugvéiaeldsneyti vegna Kefla víkurstöðvarinnar yrði aukið um 66%. Núverandi tankarými her- stöðvarinnar nemur 65.183 rúmm. i Keflavik, 50.874 rúmm. i NATO tönkum i Hvalfirði, og 46.471 i leigutönkum i Hvalfirði. Þessa leigutanka er hugmyndin að afleggja og ennfremur allt tankarýmið við Keflavik. Til viðbótar þeim birgðum sem neíndar hafa verið, hefur bandariski flotinn geymslurými i Hvalfirði fyrir oliu á skip, sem nemur 45.787 rúmm. Er hug- myndin að halda þessu rými, sem einnig er i leigutönkum, áfram. Sé þetta rými fyrir skipaeldsneyti reiknað inn i heildargeymslurými Banda- rikjamanna á Islandi, myndi aukning geymslurýmisins að uppfylltum öskum varnarliðsins nema 36%. Óláfurkvaðst hafa viljað gera grein fyrir þessum tölum til þess að imyndaðar tölur yrðu úr sögunni i þessu máli. Menn gætu séð að hér væri ekki um að ræða tvöföldun, þre- földun, eða jafnvel fjórföldun birgðarýmis.eins og haldið hafi verið fram. Eingöngu óskir varnarliðsins. Ólafur lagði áherslu á að hér væru eingöngu um óskir varn- arliðsins að ræða. ,,Ég hef að sjálfsögðu aldrei fallist á þessa aukningu, enda hefur engin ákvörðun verið tekin i málinu, og ekki liklegt að svo verði gert á næstunni,” sagði Ólafur. Samkvæmt áætlun sem nefnd utanrikisráðuneytisins og varn- arliðsins varð sammála um, fara fram jarðvegsathuganir á Helguvikusvæðinu á þessu ári, en siðan er ætlunin að vinna að hönnun framkvæmdanna á næsta ári. Verklegar framkvæmdir gætu þá hafist 1983, en þeim er ætlað að standa i sjö ár. Ólafur Jóhannesson kvaðst hafa talið, og telja enn, nauð- synlegt að endurnýja, og jafn- framt flytja, þá tanka sem nú væru i Keflavik m.a. vegna mengunarhættu, og skipuiags- vandamála. „Frá minu leikmannssjónar- miði,” sagði ráðherra hins vegar, ,,þá virðist mér það nú vera helst til nærri byggð sem tönkunum er ætlað að vera, i Helguvik”. Umræður um Helguvikur- málið spunnust vegna þings- ályktunartillögu nokkurra Reykjanesþingmanna um aö framkvæmdum i Helguvik yrði hraðað. Utanrikisráöherra kvaðst i gær lita svo á að yrði þessi tillaga samþykkt i þing- inu, hefði ákvörðun um að ráö- ast i framkvæmdirnar verið tekin. Sú ákvörðun næði þó ekki stærðar birgðarýmisins. (Timam. GE) Stundakennarar hefja verkfallsvörslu í H.Í. AB — Samstaða stundakennara við Há- skóla íslands I verk- fallinu sem skall á 1. april sl. hefur verið mjög góð. Þó hafa nokkrir stundakennar- ar við H.í. haldið uppi kennslu i sinum grein- um, og til þess að koma i veg fyrir að nokkur stundakennsla fari fram i H.í. á meðan á verkfallinu stendur, hafa Samtök stunda- kennara stofnað verk- fallsnefnd og verður frá og með deginum i dag verkfallsvarsla i Félagsstofnun stúdenta frá kl. 10 til 17 daglega. 1 samtali við Helga borláks- 'son sem situr i stjórn Samtaka stundakennara, i gær kom fram að lítil brögö hafa verið að þvi. að stundakennarar hafi kennt I verkfallinu. Sagði Helgi að sam- staðan væri mjög góö i heim- spekideild og félagsvisinda- deild. Sagði Helgi að það heföi spurst i Verkfræöi- og raunvis- indadeild i gærmorgun aö sér- fræðingar þeir sem þar kenna, og höföu taliö sig knúna til þess að halda uppi kennslu, þvi Félag háskólakennara semdi fyrir þá, hefðu a.m.k. fjórir þeirra ákveðið að fara i verkfall, til þess aö lýsa yfir stuöningi viö kröfur stundakennara. Stunda- kennarar eru aö sjálfsögðu ánægðir meö þennan stuöning og telja að hann styrki málstað þeirra til muna. Miðstjórnarfundurinn hefst í dag Stór- bruni í Borg- artúni Stórbruni varö i Borgartuni 3 i fyrrinótt er Uilamalun Ein- ars Guömundssonar, brann Skemmdir urcu emnig a Gler- iðjunni h.l . sem þarna er til liusa. en grunur leikur a aö upptok eldsins liati veriö ai vöklum ikveikju og vinnur Kannsóknar- lögreglan nú að rannsókn a því. Ljost er að tjonið at völdum brunans nemur hundruöum þúsunda krona. Sjá nánar á bls. 3 HEI — Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins verður settur i dag kl. 13.30 að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18 i Reykjavik. Dagskráin hefst aö vanda með þvi aö formaður flokksins, Stein- grimur Hermannsson, heldur yfirgripsmikla ræðu um stjórnmálaviöhorfið og þau mál sem elst eru á baugi. Gjaldkeri flokksins, ritari hans og fram- kvæmdastjóri Timans flytja siö- an sinar skýrslur. Að þvi loknu er komið aö miðstjórnarmönnum aö láta ljós sitt skina i almennum umræðum. 1 gær var allt útlit fyrir að mjög vel veröi mætt á fundinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.