Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 2
2 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Haraldur, er útlitið svart á prentmarkaði? „Nei, við lifum í heimi margra lita.“ Haraldur Dean Nelson, forstöðumaður á prenttæknisviði hjá Samtökum iðnaðar- ins, segir skattkerfið skekkja samkeppnis- stöðu íslenskra prentsmiðja gagnvart erlendum keppinautum. DANMÖRK Lögreglan í Kaup- mannahöfn leitar nú ökumanns bíls, sem talinn er vera leigubíll, sem ók niður tvo unga hjólreiða- menn í miðborginni snemma að morgni laugardags og flúði síðan af vettvangi á ofsahraða. Annar þeirra sem eknir voru niður lést samstundis en hinn á sjúkrahúsi síðar um daginn. Þeir voru báðir 25 ára að aldri. Talsmenn leigubílastöðva borgarinnar segja bílinn örugg- lega munu finnast, að því er Politiken.dk greinir frá. Lögregl- an tekur fram að ekki sé fullvíst að um leigubíl hafi verið að ræða þótt vitni telji svo vera. - aa Manndrápsakstur í Höfn: Leigubíll ók tvo menn niður OFSAAKSTUR Vitni að atvikinu sögðu bílinn hafa verið á ofsahraða. Ýsa í koníaks humarsósu Verð áður: 1.298.- 998 kr.kg Þriðjudagstilboð ORKUMÁL Arðsemi Kárahnjúka- virkjunar er talin mun meiri en fyrri athuganir Landsvirkjunar hafa sýnt. Árlegur hagnaður fyrir skatta af virkjuninni er á fimmta milljarð króna á ári, á verðlagi árs- ins 2008. Arðsemi eiginfjár reikn- ast nú 13,9 prósent en upphaflegt mat gerði ráð fyrir 11,9 prósent arðsemi. Landsvirkjun kynnti niður stöður nýs arðsemismats í gær. Kom fram í máli forsvarsmanna að hærra verð á áli á heimsmarkaði er megin- skýring þess að arðsemi virkjunar- innar er nú mun hærra en í upp- haflegu arðsemismati frá árinu 2002 og endurskoðuðu arðsemis- mati frá því árið 2006. Fyrri endur- skoðun á arðsemismatinu árið 2006 leiddi í ljós að heldur hefði dregið úr arðsemi verkefnisins þótt það stæðist áfram arðsemis kröfur eigenda Landsvirkjunar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, sagði að upphaflega arðsem- iskrafa verkefnisins hefði verið ellefu prósent. „Ef við reiknum árlega fram í tímann hver hagnað- urinn verður fyrir skatta þá er hann að meðaltali 4,2 milljarðar á ári, og við erum þá að tala um næstu fjörutíu árin og lengur ef sömu samningar gilda eftir þann tíma.“ Það sem helst hefur breyst í for- sendum arðsemismats virkjunar- innar frá 2002 er að kostnaður virkjunarinnar er nú þekktur og tekjur reiknast hærri en gert var ráð fyrir. - shá Arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar mun hærra en fyrri athuganir sýndu: Milljarða hagnaður á ári Á KYNNINGARFUNDI Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, kynnti niður- stöður arðsemismatsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ANDLÁT Útför skákmeistarans Bobbys Fischer fór fram í kyrrþey í gærmorgun. Athöfnin, sem var mjög fámenn, fór fram í Laugar- dælakirkjugarði í Flóahreppi. Leyndin yfir athöfninni var svo mikil að sóknarprestur í Laugar- dælakirkju vissi ekki af henni. Það var séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sem jarðsöng Fischer. Aðeins voru fimm manns viðstaddir útförina. Þeirra á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischers, og Garðar Sverrisson vinur hans. Áður hafði stuðningshópur Fischers reifað þá hugmynd að hann yrði jarðsettur í þjóðargraf- reitnum á Þingvöllum. - þeb Bobby Fischer jarðsunginn: Útförin fór fram í kyrrþey VINNUMARKAÐUR Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, segir að á fundinu með Samtökum atvinnulífsins, SA, hafi verið rætt það sama og SA hefur talað fyrir frá því í haust. Samtök atvinnulífsins, SA, hafa kynnt óformlegar tillögur um samning til þriggja ára með endurskoðun á hverju ári og fastri krónutölu á lægstu laun. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að lítill árangur liggi fyrir eftir daginn. - ghs Verkalýðshreyfingin: Þriggja ára samningur LAUGARDÆLAKIRKJA Aðeins fimm manns voru viðstaddir útförina í gær- morgun. MYND/GKS Þing kemur saman Taílenska þingið kom saman í gær eftir tveggja ára hlé. Þingið hefur ekki komið saman síðan herinn gerði stjórnarbyltingu gegn Thaksin Shina- watra forsætisráðherra árið 2006. TAÍLAND STJÓRNMÁL Forystumenn Fram- sóknarflokksins í Reykjavík fengu föt fyrir um tæpa eina milljón króna greidd úr sjóðum framboðs- ins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 2006. Þetta fullyrðir Frétta- stofa Sjónvarpsins. „Ég þekki það úr mínu starfi sem stjórnmálamaður að þegar kosningar nálgast þá eru það jólin hjá stjórnmálamönnum. Þá fatar maður sig upp. Maður kaupir sér tvenn spariföt,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins, við Fréttablaðið í gær aðspurður um fatakaup fyrir frambjóðendur í Reykjavík. „Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál í því að við fengum styrki til ákveðinna fata, eins og hefur áður verið gert í flokknum og ég sagði það strax á föstudag- inn. Það er hins vegar ekki þannig að flokkurinn, eða flokksskrifstof- an hafi borgað það,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson og neitaði því aðspurður að hann hefði gefið umrætt fé til kaupa á fötum upp til skatts: „Þetta eru það litlar upphæðir. Og annað er að þau klárast hvort eð er í kosningabaráttunni og svo eru þau ónýt,“ segir Björn Ingi um fötin. Ríkissjónvarpið segir mest af áðurnefndri upphæð hafa verið vegna fatakaupa Björns Inga. Einnig hafi verið slíkir reikningar greiddir á nöfnum Óskars Bergs- sonar varaborgarfulltrúa og Rún- ars Hreinssonar kosningastjóra. „Ég hygg að það hafi tíðkast í stjórnmálum á Íslandi í 15 til 20 ár að menn fara yfir fatalínu í kring- um framboðsmál, flokkarnir og framboðin,“ sagði Guðni. „Menn fá tilboð í föt sameiginlega eftir félagslegum hætti. Þannig að það er ekkert nýtt hér eða um víða veröld. Ég held meira að segja að kommarnir í Rússlandi séu farnir að kaupa sér föt fyrir kosningar – og leggja áherslu á einhverja línu.“ Guðni ítrekaði þó að hann vissi ekkert um fatakaup fyrir fram- bjóðendur Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2006 Þetta mál hefði ekki verið rætt á fundi þeirra í gær. Óskar Bergsson sagði ekkert óeðlilegt hafa verið á ferðinni. „Það hefur verið þannig í þeim kosningabaráttum sem ég hef tekið þátt í fram að þessu að þá kemur fólk inn af götunni sem hefur jafnvel aldrei velt því fyrir sér hvernig það er klætt eða hvernig það kemur fram. Það er farið yfir alla þessa þætti vegna þess að frambjóðendur eru full- trúar flokksins úti um allan bæ í kosningbaráttunni og það skiptir máli hvernig þeir koma fyrir,“ sagði Óskar. gar@frettabladid.is Fatastyrkurinn ekki gefinn upp til skatts Guðni Ágústsson segir kosningar vera jól stjórnmálamanna sem þá fati sig upp. Ríkissjónvarpið segir nærri milljón krónur hafa verið greiddar fyrir föt fram- bjóðenda flokksins í borgarstjórnarkosningum 2006. Ekki gefið upp til skatts. ÓSKAR BERGS- SON Vara borgar- fulltrúi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUÐNI ÁGÚSTS- SON Formaður Framsóknar- flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRN INGI HRAFNSSON Borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins segir fatastyrki til frambjóðenda í kosningum aldrei hafa verið leyndarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Á milli okkar er einhugur og samstaða,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks- ins, eftir fund með Birni Inga Hrafnssyni og öðrum forystumönnum framsóknarmanna í Reykjavík. Umræðuefnið á fundi framsóknarmanna í gær var staðan sem komin var upp eftir að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, mætti í sjón- varpsþáttinn Silfur Egils og brigslaði Birni Inga um svik. Guðni sagði eftir fundinn í gær að aldrei hefði verið spurning um að hann styddi Björn Inga. „Ég stend auðvitað með Birni Inga og framsóknar- mönnum hér í Reykjavík. Þessar persónulegu ávirðingar eru mjög óheppilegar og í rauninni á enginn að viðhafa þær. Þannig að það er mjög óheppilegt af Guðjóni Ólafi,“ sagði Guðni um málflutning Guðjóns í Silfri Egils. Aðspurður kvaðst Guðni enn ekki hafa rætt við Guðjón eftir sjónvarps- þáttinn en að það myndi hann nú gera. Björn Ingi sagði að komið hefði fram á fundinum einróma stuðningur við hann og aðra fulltrúa flokksins í Reykjavík. Hann sagðist engin áform hafa um annað en að halda áfram í Framsóknarflokknum en væri þó enn að hugsa sinn gang eftir ágjöf síðustu daga. „Það hefur verið meiri friður í félagsstarfinu í Reykjavík heldur en í áratugi og þá kemur svona gusa. Þá veit maður ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Björn Ingi. „Það er enginn að hætta. Menn ætla að snúa bökum saman,“ sagði Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem var á fundinum í gær. Guðni Ágústsson sagði að nú myndu framsóknar- menn í Reykjavík þjappa sér saman. „Við lítum framhjá þessari umræðu. Hún var óheppileg en er að baki,“ sagði flokksformaðurinn. - gar Formaður Framsóknarflokksins og forystumenn í Reykjavík funduðu um erjur: Guðni styður Björn Inga BJÖRN INGI HRAFNSSON Sagðist engin áform hafa um að yfirgefa Framsóknar- flokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK, AP Dönsk yfirvöld rannsaka nú hvort túlkar sem unnu með danska hernum í Írak hafi laumað viðkvæmum upplýs- ingum um herlið bandamanna til íraskra uppreisnarmanna, að því er talskona danska varnarmála- ráðuneytisins, Pernille Rohden- eier, greindi frá í gær. Í viðtali Nyhedsavisen við fyrrverandi yfirmann hjá danska hernum í Írak í gær, Torsten Lind Thomsen, segir hann að minnsta kosti þrjá túlka sem unnu með danska hernum í Írak hafa verið njósnara. Rohdeneier sagði ekkert benda til að leki hafi orðið hjá danska herliðinu. - sdg Rannsókn danskra yfirvalda: Túlkar Dana í Írak njósnarar SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.