Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 38
22 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Salma Hayek og unnusti hennar, Francois-Henri Pinault, eru efst á lista yfir ríkustu pörin í Holly- wood, sem tímaritið In Touch hefur tekið saman. Fyrir utan að vera vinsæl leikkona er Hayek framleiðandi þáttanna Ugly Betty, sem hafa notið gríðar- legra vinsælda. Pinault er hins vegar fram- kvæmdastjóri tískurisans PPR, sem á meðal annars Gucci og Yves Saint- Laurent. Önnur pör sem prýða listann eru tónlistarmógúllinn Simon Cowell og kona hans, Terri Seymour, Justin Timberlake og Jessica Biel, og svo Jessica Simpson og nýi kærastinn hennar, ruðningsmaðurinn Tony Romo. Hayek ríkust SALMA HAYEK Björk Guðmundsdóttir segir að textar annarra poppara séu allt of alvarlegir og lítið pláss sé fyrir grín og glens. Telur hún að Bush Bandaríkjaforseti og stjórn hans eigi þar hlut að máli. „Íhaldssemin hefur aukist mikið í valdatíð Bush. Því miður hef ég áttað mig á því eftir því sem ég hef orðið eldri að forsetinn hefur mikil menningarleg áhrif á heiminn. Það er ömurlegt að vita til þess en það er satt,“ sagði Björk í við- tali við ástralska dagblaðið The Age. „Ég held að í átta af hverjum tíu textum mínum sé ég að gera grín að sjálfri mér. Flestir vina minna sem ég hef átt í tuttugu ár vita þetta en þegar ég er borin saman við aðra poppara er andrúms- loftið öðruvísi í þeirra textagerð.“ Að sögn Bjarkar telja íhaldsmenn ástandið í heiminum vera of alvarlegt til að hægt sé að hlæja að því. „Þeir gleyma því að þá er einmitt rétta stundin til að hlæja. Ég held að skýringin á þessu sé óttinn við dauðann. Fólk vill ekki kafa djúpt í hlutina. Þeir verða að vera yfir- borðskenndir þannig að fólk feli sig í brynju á bak við sólgleraugu. Kannski misskilur fólk mig en það er allt í lagi, því nógu margir kunna að meta mig. En ég vona að þegar Bush hætti í embætti muni fólk sleppa aðeins meira fram af sér beislinu,“ sagði hún. Segir Bush hafa áhrif á popptexta BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk gagnrýnir Bandaríkjaforseta í viðtali við ástralska dagblaðið The Age. Jennifer Lopez mun halda veislu til heiðurs væntanlegum erfingja í New York í vikunni. Slíkar veislur eru hefðum samkvæmt vestan- hafs, þar sem þær kallast „baby showers“. Vinir og ættingjar færa þá verðandi foreldrum sæg gjafa fyrir barnið og þiggja kaffi og köku í staðinn. Lopez ku hins vegar ætla að gera enn betur við sína gesti og hyggst gefa hverjum og einum barnasnuð með demantsskrauti til minningar. Á gestalistanum eru meðal annars stjörnur eins og Victoria Beckham, Katie Holmes og Matthew McConaughey, sem er sjálfur að verða faðir á árinu og ætti því að geta notað snuðið góða. Lopez ljóstraði því nýlega upp að hún hefði fundið fyrir miklum þrýstingi varðandi barneignir frá fjölskyldu sinni. „Þegar Marc og ég vorum nýgift hringdi mamma mín í mig á hverjum degi til að spyrja hvort ég væri með ein- hverjar fréttir. Ég kem úr stórri fjölskyldu þar sem allt snýst um að eignast börn, svo það var rosa- legur þrýstingur alveg frá byrjun,“ segir söngkonan. J-Lo gjafmild VEISLA FYRIR BARNIÐ Jennifer Lopez heldur veglega veislu fyrir væntanlegan erfingja þar sem hún hyggst gefa gest- um demantsskreytt snuð. NORDICPHOTOS/GETTY Tónleikar til heiðurs bandarísku söngkonunni Janis Joplin voru haldnir á skemmtistaðnum Organ á laugardag. Þá hefði hún orðið 65 ára en hún lést langt fyrir aldur fram árið 1970, aðeins 27 ára. Á meðal þeirra sem stigu á svið og fluttu lög Joplin á tónleikunum voru Andrea Gylfadóttir, Daníel Ágúst, Didda, Jenni, Lay Low og Ragnheiður Gröndal. Stemningin í salnum var góð enda Joplin fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistar- heiminum. Goðsögnin Joplin hyllt INNLIFUN Andrea Gylfadóttir syngur lag Janis Joplin af mikilli innlifun við undirleik Guðmundar Péturssonar og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DANÍEL ÁGÚST Daníel Ágúst Haraldsson var á meðal þeirra sem sungu lög Joplin. SAMAN Á ORGAN Frosti Jón Runólfsson, Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Didda, sem einnig steig á svið á Organ, stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. STEMNING Gleðin skein úr andlitum þeirra Guðfinnu, Hafdísar og Þóris á tónleikunum. > VISSIR ÞÚ? Dollaramerkið, $, var fundið upp árið 1788 af Oliver Pollock, viðskiptamógúl frá New Orleans. Bjó hann merkið til með því að blanda saman spænskum peningatáknum. Á meðal þjóða sem nota dollaramerkið en hafa ekki dollara sem gjaldmiðil eru Argentína, Brasilía og Mexíkó. í Þjóðleikhúsið Ef þú lumar á góðu lagi, hvort sem þú ert 14 eða 54 ára, fræg/ur eða ekki þá viljum við heyra frá þér. Ef þú lumar á góðu lagi, hvort sem þú ert 14 eða 54 ára, fræg/ur eða ekki þá viljum við heyra frá þér. í Þjóðleikhúsið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Pönklög óskast Keppnin verður kynnt í kastljósinu í kvöld Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Rás 2, lýsir eftir tveimur nýjum pönklögum fyrir söngleikinn Ástin er diskó – lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. Verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu í apríl. Leikstjóri er Gunnar Helgason en tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Þegar er búið að semja textana og er þá að finna á www.leikhusid.is og www.ruv.is ásamt öllum nánari upplýsingum. Lögunum þarf að skila fyrir 31. janúar. www.ms.is Fyrsti þáttur í kvöld á Skjá einum kl. 20 Ekki missa af spennandi keppni í kvöld milli grunnskóla landsins í Skólahreysti. Hver sigrar í kvöld? 19 jan uppselt 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.