Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 2008 3 Lengja má líf sitt um allt að fjórtán ár með heilbrigðum lífs- stíl samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin var gerð af Háskólanum í Cambridge og af Breska lækna- ráðinu á árun- um 1993 til 2006 þar sem fylgst var með 20.000 einstakling- um á aldrinum 45 til 79 ára og lífsháttum þeirra. Með því að borða nóg af ávöxtum og grænmeti, hreyfa sig, reykja ekki og drekka áfengi í hóflegu magni má lengja ævina um allt að fjórtán ár. Þeir sem ekki fylgdu neinum af þessum fjórum viðmiðum voru fjórum sinnum líklegri til að hafa látist á þessum áratug en þeir sem fylgdu öllum reglunum. Þó svo fátt sé nýtt undir sólinni hvað heilbrigða lífshætti varðar er athyglisvert hvernig til- tölulega ein- faldar breyting- ar á lífsstíl geta lengt líf fólks umtalsvert. Einnig vakti athygli að stétt og fjárhagur þátttakenda sem og líkamsþyngdarstuðull virtust engin áhrif hafa á lífslíkur. - hs Fjórtán ár í viðbót Samkvæmt nýrri rannsókn virðist okkur að mörgu leyti í sjálfsvald sett hvort við bætum fjórtán árum við lífið. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Hnémeiðsl af völdum skíða- iðkunar eru algeng. Í Bretlandi þar sem skíðaferðalög njóta æ vaxandi vinsælda fjölgar hnémeiðslum mikið og þá sérstak- lega hjá konum á miðjum aldri. Árið 1994 voru níu prósent íþrótta- meiðsla af völdum skíða- og snjó- brettaiðkunar en árið 2004 var hlutfallið 28 prósent. Steve Bollen, bæklunarskurð- læknir á Bradford Royal-sjúkra- húsinu, segir meginástæðuna þá að fólk fari of geyst af stað og sé ekki í nægilega góðu formi. Í rann- sókn sem Bollen gerði á 200 sjúk- lingum með meiðsl á borð við slitin liðbönd eftir skíðaiðkun kom í ljós að níu af hverjum tíu voru konur í kringum fertugt. Tölur frá skíðasambandi Bret- lands gefa til kynna að flestir sem haldi í skíðaferðir fari í innan við sjö daga í senn og 28 prósent segj- ast vera byrjendur. Bollen segir mikilvægt að styrkja líkamann áður en farið sé af stað og segir einnig nauðsyn- legt að huga að búnaðinum. Hann segir töluvert um að skíðaklossar gefi lítið sem ekkert eftir í falli, sem valdi miklu álagi á hnén. - ve Mikið álag á hnén Konur á miðjum aldri eru líklegastar til þess að meiðast á hnjám á skíðum. Tómatsósan bjargar TÓMATSÓSA OG TÓMATSAFI DRAGA ÚR KÓLESTERÓLI Í BLÓÐI. Rannsóknir við Háskólann í Oulu í Finnlandi benda til að tómatsósa geti bjargað lífi fólks. Niðurstöður þeirra sýna að neysla á þrjátíu grömmum af tómatsósu eða 400 millilítrum af tómatsafa á dag lækkar kólesterólið í blóðinu umtalsvert. Vísindamenn við skólann hvetja því þá sem mælst hafa með mikið kólesteról til að auka neyslu þessara vara því eins og kunn- ugt er eykur mikið kólesteról í blóði hættuna á hjartaáfalli. Þetta kemur fram í blaðinu Daily Express. - gun www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 24. janúar kl. 18.00 - 21.00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Meistarakokkar Maður lifandi 30. jan kl. 19:00-22:00 Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 31. jan kl.18:00 - 20:00 Heilsukostur - Kökur og eftirréttir Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur 07. feb kl. 18.00 - 21.00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Meistarakokkar Maður lifandi Námskeið A ug lý si ng as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.