Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 20
[ ]Orðabækur geta oft komið sér vel í námi. Mikilvægt er að skrifa góðan texta þegar verkefni, ritgerðir og skýrslur eru unnar og orðabókin er þar veigamikið hjálpartæki. Þriggja helga reiðnámskeið fyrir atvinnumenn í hesta- mennsku er að hefjast á Hóla- skóla um næstu helgi. Meist- ararnir Eyjólfur Ísólfsson og Þórarinn Eymundsson kenna. „Þetta er endurmenntunarnám- skeið fyrir starfandi tamninga- menn og reiðkennara. Nú verður farið yfir nýjungar því eins og í öllum greinum er þróunin ör í hestamennskunni,“ segir Þórar- inn inntur eftir efni námskeiðs- ins. Hann tekur fram að nám tamningamanna við Hólaskóla sé tveggja ára og reiðkennaranám taki þrjú ár, en hestamennskan sé margslungin og stöðugt sé hægt að bæta við sig þekkingu í henni. „Þetta fag er eilífðar viðfangs- efni,“ segir hann. „Menn halda að það sé einfalt en í rauninni er hesturinn sífellt að koma okkur á óvart. Við erum alltaf að reyna að skilja hann betur og þjálfa hann betur út frá þeirri þekkingu.“ Þórarinn segir íslenska reiðkenn- ara sækja námskeið til atvinnu- manna erlendis og ekki endilega bara þeirra sem þjálfa íslenska hesta. „Hestur er alltaf hestur hvort sem hann er fæddur á Íslandi eða í Arabíu,“ segir hann. „Auðvitað hefur sá íslenski sér- stöðu hvað varðar gangtegundir og ýmis einkenni en margt af því sem kennt er um meðferð og þjálf- un annarra hestakynja á við hann líka. Upp úr 1970 fóru að berast áhrif frá Evrópu í hinni klassísku reiðmennsku og síðustu tíu til fimmtán ár hafa áhrif frá Banda- ríkjunum verið að aukast, einkum á frumtamningar. Þar er átt við þjálfun sem byggist meira á for- sendum hestsins en áður hefur þekkst.“ Spurður hvort um hesta- hvísl sé að ræða svarar Þórarinn: „Það lítur kannski þannig út í augum þeirra sem ekki þekkja til en þetta eru engir töfrar. Það tekur samt mörg ár að ná færni og leikni í þessum aðferðum.“ Þeir sem sækja námskeiðið á Hólum þurfa að hafa reiðskjóta með sér og fjöldi þátttakenda er takmarkaður við tólf. „Það eru bæði bóklegir fyrirlestrar og verklegar æfingar, bæði í litlum hópum og einkatímum en svo á almenningur kost á að fylgjast með. Menn geta keypt sig inn og fylgst með kennslunni af hliðar- línunni,“ segir Þórarinn að lokum. Nánari upplýsingar eru á www. holar.is gun@frettabladid.is Á forsendum hestsins Þórarinn Eymundsson við kennslu á Hólum. MYND/GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Tungumálanámskeiðin eru að hefjast Innritun í síma 564 1507 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is ENSKA Enska I – II Enska I – II frh Enska III Enska tal og lesh. DANSKA NORSKA SÆNSKA Sænska I – II Sænska III FRANSKA Franska I Franska tal og lesh. ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh Spænska II Spænska II frh Spænska III Spænska IV frh ÞÝSKA Þýska I Þýska I frh Verklegar greinar GLERBRENNSLA LOPAPEYSUPRJÓN SKRAUTRITUN TRÉSMÍÐI Saumanámskeið CRAZY QUILT ÞJÓÐBÚNINGUR SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR Baldering Skattering Tölvunámskeið TÖLVUR - fi ngrasetning TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR II Matreiðslunám- skeið GÓMSÆTIR BAUNA – PASTA – OG GRÆNMETISRÉTTIR GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ Garðyrkjunámskeið GARÐURINN ALLT ÁRIÐ TRJÁKLIPPINGAR TRJÁRÆKT Í SUMAR- BÚSTAÐALANDINU 10 vikna námskeið - 20 kennslustundir Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfi ngafl okkum Fleiri spennandi námskeið í boði ! Menntaáætlun Nordplus Opnunarráðstefna Norræna Húsinu 1. febrúar 2008 12:30 - 17:00 Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Landsskrifstofa Nordplus, býður til opnunarráðstefnu í tilefni nýrrar menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus. Ráðstefnan er ætluð öllum skólum, stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum, o.s.frv., sem vinna að menntamálum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, á háskólastigi, og á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar; einnig þeim sem vinna að framgangi norrænna tungumála og menningar. Dagskrá: 12:30-13:00 Skráning 13:00-13:10 Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, Menntamálaráðuneytinu: Opnunarávarp 13:10-13:25 Siv Lien, Norrænu ráðherranefndinni: Ávarp 13:30-13:50 Guðmundur Ingi Markússon, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins: Kynning á Menntaáætlun Nordplus 13:50-14:15 Kynning á verkefnum styrktum af Nordplus 14:15-14:30 Kór Kársnesskóla 14:30-15:00 Kaffi og meðlæti 15:00-15:45 Vinnustofur fyrir hverja undiráætlun: • Junior • Voksen • Háskólastigið • Nordiske sprog og kultur 15:45-16:00 Ráðstefnuslit 16:00-17:00 Móttaka Fundarstjóri: Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins Vinsamlegast skráið þátttöku rafrænt á heimasíðu Nordplus: www.ask.hi.is/page/nordplus eða í síma 525 4311.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.