Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 8
8 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? SJÁVARÚTVEGUR Um sextíu starfs- mönnum í landvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp um næstu mánaðamót vegna gagngerra breytinga á land- vinnslu fyrirtækisins. Tuttugu starfsmenn verða endurráðnir til að starfa við flakavinnslu og loðnuhrognavinnslu í sumar. Ástæðan fyrir breytingum á land- vinnslu fyrirtækisins er skerðing aflamarks í þorski. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að ákvörðun HB Granda sé reiðarslag fyrir bæjarfélagið. „Ég held að for- svarsmenn fyrirtækisins séu að gera mikil mistök, og ég harma þetta mjög. Frá fyrirtækinu eru þeir að missa mikinn mannauð; mikla þekkingu. Þetta fólk hefur áratuga reynslu við fiskvinnslu- störf.“ Gísli segir að bæjaryfirvöld muni verða þeim sem missa vinn- una innan handar við atvinnuleit og bindur vonir við að störf sé að hafa í verksmiðjunum á Grundar- tanga. Sérstaklega lítur Gísli þá til starfa fyrir fjölda kvenna sem missa vinnuna í HB Granda. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að forsvarsmenn gera sér grein fyrir að uppsagnirnar séu alvarleg tíðindi fyrir fjölda fólks og harmar að til þessa þurfi að koma. Stjórnendur HB Granda munu eftir megni liðsinna fólki við að komast í vinnu annars staðar. - shá HB Grandi dregur saman seglin á Akranesi: Um sextíu starfs- mönnum sagt upp FRÁ AKRANESI Mikið áfall fyrir atvinnu- lífið á Akranesi. VIÐSKIPTI „Þetta er í samræmi við það sem við bjuggumst við, en þetta endar ekki með þessum fundi,“ segir Orri Hauksson, tals- maður Novators í Finnlandi. Kröfu Novators, félags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, um að fá tvo menn í stjórn finnska fjar- skiptafélagsins Elisa var hafnað á fjölmennum hluthafafundi sem haldinn var í skautahöllinni í Helsinki í gær. Handhafar 53 prósenta hluta- fjár greiddu atkvæði gegn tillögu Novators. Björgólfur Thor segir í frétta- tilkynningu að það komi á óvart „að finnskir fjárfestar vilji standa í vegi fyrir því að lang- stærsti hluthafi í félaginu, með 47% atkvæða á bak við sig, eigi sæti í stjórn“. Novator er stærsti einstaki hluthafinn og ræður einn og sér yfir um 15 prósentum atkvæða. Novator krafðist hluthafa- fundarins í gær. Auk stjórnar- sæta vildi félagið einnig breyta samþykktum Elisa, en féll frá þeirri kröfu fyrir fundinn. Orri Hauksson segir að áfram verði sóst eftir stjórnarsæti. Stutt sé þangað til aðalfundur félagsins verði haldinn. Hugsan- lega verði þá búið að semja um sætið. - ikh Kröfu Novators um stjórnarsæti í Elisa hafnað: Meirihluti gegn Novator

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.