Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 2
2 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR ERTU AÐ VINNA? Steinunn, á að sprengja upp Atlantshafsbandalagið? „Nei, það á að farga því á vistvænan hátt.“ Fimm fyrrverandi hershöfðingjar hjá Atlantshafsbandalaginu segja að bandalagið eigi ekki að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Steinunn Þóra Árnadóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á málinu á Alþingi. FÓLK Frestur til að skila inn tilnefningu til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út á hádegi í dag. Lesendur Fréttablaðsins eru hvattir til að senda inn tilnefningar sínar áður en fresturinn rennur út. Þetta er í þriðja sinn sem Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt og koma allir til greina, félagasamtök, óþekktir eða þjóðþekktir einstaklingar sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrir- mynd. Verðlaunahafar verða kynntir í febrúar. Tilnefningar má senda inn á slóðinni www.visir.is/samfelags- verdlaun. - sgj Samfélagsverðlaunin: Frestur rennur út á hádegi ÓLAFSFJÖRÐUR Snjóflóð teppti veg Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg að Ólafsfjarðarmúla við Sauðanes um hádegi í gær. Tæplega tuttugu metra kafli vegarins var undir rúmlega metra þykkum snjó, en greiðlega gekk að opna veginn á ný. LÖGREGLUMÁL Maður gekk í skrokk á öðrum fyrir utan veitingahús í miðbæ Akureyrar aðfaranótt sunnudags. Árásar- maðurinn, sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við þolandann, sló hann niður og sparkaði tvisvar í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Lögreglumenn og dyraverðir urðu vitni að árásinni. Fórnar- lambið var flutt á sjúkrahús en var útskrifað að skoðun lokinni. Árásarmaðurinn var yfirheyrð- ur seinni partinn í gær og látinn laus eftir það. - sgj Líkamsárás á Akureyri: Barði mann og sparkaði í höfuð HEILBRIGÐISMÁL Breyting á lögum til að heimila póstverslun með lyf verður væntanlega samþykkt á Alþingi á vorþingi. Drög að frumvarpi heilbrigðis ráðherra um málið eru tilbúin og reiknar hann með því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum. Í dag er ólöglegt að stunda póstverslun með lyf, þótt heimilt sé að senda lyf í pósti á þá staði á landsbyggðinni þar sem ekki er lyfjaverslun. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra boðaði breytingar á þessu síðastliðið haust. „Við höfum tekið talsverðan tíma í þetta því það er að ýmsu að hyggja þegar kemur að faglega þættinum, öryggiskröfum og öðru slíku,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er í anda þess sem ég hef verið að tala um, að opna markaðinn og auka samkeppnina, með sérstaka áherslu á samnorrænan lyfjamarkað,“ segir Guðlaugur. Lyfjaverslunin Lyfjaver tók í gær í notkun róbóta sem raðar lyfjum á lager og tekur til lyfjapantanir. Magnús Már Steinþórsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers, segir verslunina bíða þess að póstversl- un verði leyfð. „Þá munum við geta boðið öllum landsmönnum það verð sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu og veitt keðjunum úti á landi aðhald,“ sagði Magnús áður en róbótinn var gangsettur í gær. Nýi róbótinn mun auka afköstin í lyfjaafgreiðslu um allt að fimmtíu prósent, en Magnús sagði að það þýði ekki að starfsfólki yrði fækkað. Ætlunin væri að auka markaðshlutdeild Lyfjavers veru- lega, ekki síst í póstverslun með lyf. „Meginverkefni stjórnvalda er að vinna gegn fákeppni og ryðja burtu samkeppnishindrunum á markaði,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra áður en hann gangsetti róbótann. Ýmsar aðferðir mætti nota til að auka samkeppni, og eitt af því væri að rýmka reglur um póstverslun með lyf, bæði innanlands og utan, sagði Björgvin. Skoða yrði þetta mál með þeim sem reka lyfjaverslanir í smærri byggðarlögum, til þess að slíkar verslanir legðust ekki af. Undir það tekur Guðlaugur Þór: „Ef við þurfum að taka á því sérstaklega þá munum við gera það, en á þessu stigi er ekkert sem bendir til þess að svo sé.“ brjann@frettabladid.is Póstverslun með lyf heimiluð á vorþingi Drög að frumvarpi sem breyta mun lögum til að heimila póstverslun með lyf eru tilbúin í heilbrigðisráðuneyti. Áherslan á samnorrænan lyfjamarkað, segir ráð- herra. Landsmenn munu allir fá lyf á sama verði, segir forsvarsmaður Lyfjavers. RÓBÓTI Mannshöndin þarf ekki lengur að raða lyfjum og taka til pantanir í Lyfjaveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VÉLVÆDD LYFJAAFGREIÐSLA Lyfjaverslunin Lyfjaver tók í gær í notkun róbóta sem heldur utan um lyfjalager verslunarinnar og afgreiðir lyf samkvæmt lyfseðlum. Björg- vin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra gangsetti róbótann í gær ásamt Magnúsi Má Stein- þórssyni, framkvæmdastjóra Lyfjavers. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INDÓNESÍA, AP Suharto, fyrrver- andi einræðisherra Indónesíu, var 86 ára þegar hann lést í fyrri- nótt. Hann var einn grimmasti og spilltasti einræðisherra 20. aldar, ríkti í rúm þrjátíu ár og hélt jafnan góðum vinskap við Banda- ríkin. „Faðir minn fékk hægt andlát,“ sagði Tutut, elsta dóttir Suhartos, með tárin í augunum. „Megi guð blessa hann og fyrirgefa honum öll mistökin sem hann gerði.“ Susilo Bambang Yudhoyono Indónesíuforseti hvatti lands- menn sína til þess að „votta einum af bestu sonum Indónesíu virðingu sína“. Suharto komst til valda árið 1965 og byrjaði valdatíð sína á því að ráðast gegn kommúnistum í landinu. Talið er að 300.000 til 800.000 andstæðingar stjórnar- innar hafi týnt lífinu í þeim hildar- leik. Að auki er talið að stjórn hans hafi kostað um 300 þúsund manns lífið næstu þrjá áratugina. Verst úti urðu íbúar í héruðunum Aceh, Papúa og Austur-Tímor, þar sem tekið var hart á öllum til- burðum til sjálfstæðisbaráttu. Hann hrökklaðist frá völdum árið 1998 og hafði þá notað tím- ann óspart til að sanka að sér auði. Fjölskylda hans naut einnig góðs af því og börn hans eru enn meðal auðugustu íbúa landsins. - gb Suharto, einn grimmasti einræðisherra 20. aldar, látinn í hárri elli: Var aldrei dreginn fyrir rétt VIÐ LÍK FÖÐUR SÍNS Tvö af börnum Suhartos, sonurinn Tommy og dóttirin Endang Hutami, standa við lík föður síns á heimili hans í Jakarta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Verkalýðsfélag Akraness hyggst stefna HB Granda fyrir dómstóla fyrir að hafa staðið ólöglega að hópuppsögnum. Í yfirlýsingu á vef verkalýðsfélags- ins segir að HB Grandi hafi ekki uppfyllt skilyrði um samráðsferli áður en að uppsögnum kæmi. Þar segir að lög geri ráð fyrir því að samráðsferli taki alla jafna um það bil þrjátíu daga, en þessar uppsagnir hafi verið keyrðar í gegn á sjö dögum. „Þessi framkoma verður að teljast með ólíkindum í ljósi alvarleika málsins og er forsvars- mönnum HB Granda til skammar“, segir í yfirlýsingunni. - bj Verkalýðsfélag stefnir Granda: Segja hópupp- sögn ólöglega LÖGREGLUMÁL Einn þeirra þriggja manna sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt aðild að smygli á tæpum fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins með hraðsend- ingarpósti, starfaði hjá hraðsend- ingarþjónustunni UPS á Keflavíkur- flugvelli. Annar þeirra starfaði í fjármálaráðuneytinu en þriðji mað- urinn er bróðir hans. Starfsmaðurinn hjá UPS starfaði á tollgæslusvæðinu á Keflavíkur- flugvelli og hafði greiðan aðgang að sendingum til landsins, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Tollgæslan heyrir undir fjármála- ráðuneytið en Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri þar, segir störf mannsins ekki hafa tengst gæslunni. Ekki sé enn tímabært að segja til um hvort farið verði yfir verklags- reglur í ráðuneytinu vegna málsins. Efnin fundust við venjubundið eftirlit Tollgæslunnar í nóvember og er það mesta magn fíkniefna sem fundist hefur í hraðsendingum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur unnið að rannsókn málsins í náinni samvinnu við fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er rökstuddur grunur um að sömu menn og nú sitja í gæslu- varðhaldi hafi komið fíkniefnasend- ingum í pósti inn í landið áður. Rann- sóknin er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins afar viðamikil og eru grunsemdir um að málið teygi anga sína víðar, meðal annars til Þýska- lands. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri og hafa þeir allir kært gæsluvarð- haldsúrskurðinn samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. - kdk Starfsmenn hraðsendingarþjónustu og fjármálaráðuneytis grunaðir um smygl: Hafði greiðan aðgang að hraðsendingum til landsins FÍKNIEFNI Mennirnir eru grunaðir um að hafa komið fíkniefnasendingum inn í landið áður. ENGLAND Lögreglumaður í bænum Cosham á Englandi er snúinn aftur til vinnu eftir sex ára launað leyfi. Alls fékk hann yfir 25 milljónir í laun fyrir heimasetuna. Lögreglumaðurinn var sendur heim í september árið 2001 vegna gruns um aðild að spillingarmáli. Tveimur árum og þremur mánuðum seinna var hann ákærður vegna málsins, en eitt ár og fjórir mánuðir liðu þar til hann var sýknaður. Sjö mánuðum seinna var hann ákærður fyrir nýjar sakir, en var aftur sýknaður. Tvö ár liðu meðan málið var rannsakað á ný en ljóst varð að lögreglu- maðurinn var saklaus. - sgj Enskur lögreglumaður: Launað leyfi í meira en sex ár UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra undirritaði á laugardag fríverslunar- samning milli EFTA-ríkjanna og Kanada í Davos í Sviss. Samningurinn öðlast ekki gildi fyrr en öll EFTA-ríkin hafa fullgilt hann. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu að samningurinn feli í sér niðurfellingu tolla á iðnaðar- vörum og ýmsum öðrum vörum sem Ísland framleiðir og flytur út; til dæmis sjávar- og landbún- aðarafurðum, útivistarfatnaði, fiskikörum, vogum, vélum og tækjum. Í staðin veiti Ísland Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur og ákveðnar landbúnaðarvörur. - bj Fríverslun við Kanada: Undirritaði samning EFTA INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.