Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 28. janúar 2008 27 Enski FA-bikarinn: Man. Utd-Tottenham 3-1 0-1 Robbie Keane (24.), 1-1 Carlos Tévez (38.), 2-1 Cristiano Ronaldo (69.), 3-1 Cristiano Ronaldo (88.). Sheff. Utd-Man. City 2-1 1-0 Luton Shelton (12.), 2-0 Jon Stead (24.), 2-1 Daniel Sturridge (48.). Hereford-Cardiff 1-2 Ítalska Serie A-deildin: Atalanta-Reggina 2-2 1-0 Claudio Rivalta (19.), 2-0 Antonio Langella (46.), 2-1 Luca Vigiani (61.), 2-2 Edgar Barreto (67.). Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina vegna meiðsla. AC Milan-Genoa 2-0 1-0 Pato (69.), 2-0 Pato (82.). Udinese-Inter 0-0 Spænska La liga-deildin: A. Bilbao-Barcelona 1-1 0-1 Bojan (35.), 1-1 F. Llorente (79.). Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Barcelona. Valencia-Almería 0-1 0-1 Felipe Melo (20.). ÚRSLITIN Í GÆR FUTSAL Úrslitakeppni Íslandsmóts- ins í innanhússknattspyrnu karla og kvenna fór fram í gær og á laugardag þar sem Valur vann ÍBV 7-2 í karlaflokki og Breiðablik vann ÍR 9-3 í kvennaflokki. Íslandsmótið í innanhússknatt- spyrnu var með talsvert breyttu sniði að þessu sinni þar sem leikið var í fyrsta skipti samkvæmt svo- kölluðum Futsal-reglum. Futsal- knattspyrna hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og íþróttin er í gríðarlegum vexti um allan heim, en Futsal-knötturinn er minni en venjulegur utanhúss- bolti og því er einnig leikið á minni mörk. Leiktíminn er 2x20 mínútur og tíminn stöðvaður í hvert sinn sem boltinn fer út af. Leið Vals og ÍBV var talsvert grýtt í úrslitaleikinn þar sem Valur vann Vini 7-5 eftir að hafa lent undir 4-1 og ÍBV vann Víði 13- 7 í framlengdum leik. Breiðablik og ÍR þurftu að hafa minna fyrir því að komast í úrslita- leikinn, en Breiðablik vann Tinda- stól 14-0 og ÍR þurfti ekki að leika sinn leik í undanúrslitum þar sem lið Sindra komst ekki í leikinn vegna ófærðar. - óþ Úrslitaleikir í innanhússknattspyrnu karla og kvenna fóru fram í gær en leikið var eftir Futsal-reglum: Valur og Breiðablik meistarar í Futsal MEISTARAR Breiðablik vann Íslandsmót kvenna í Futsal. FRÉTTABLADID/ANTON FÓTBOLTI Manchester United er komið í fimmtu umferð FA-bikars- ins á Englandi eftir 3-1 sigur á Totten ham á Old Trafford en nágrannarnir í Manchester City töpuðu óvænt gegn 1. deildarliði Sheffield United á Bramall Lane. Leikur Manchester United og Tottenham á Old Trafford var hraður og bráðskemmtilegur. Totten ham beitti skæðum skyndi- sóknum í leiknum og úr einni slíkri skoraði Robbie Keane fyrsta mark leiksins. Varnarmaðurinn Michael Dawson átti þá hnitmiðaða send- ingu upp hægri kantinn á Aaron Lennon, sem fór illa með Patrice Evra áður en hann sendi á Keane á fjærstönginni sem afgreiddi bolt- ann auðveldlega í netið. United var þó ekki lengi að jafna leikinn og þar var Carlos Tévez á ferðinni eftir góðan undirbúning Wayne Rooney og Ryan Giggs og staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki síður viðburðaríkur og segja má að þetta hafi verið leikur hinna glöt- uðu marktækifæra þar sem dauða- færin komu á færibandi og voru vægast sagt illa nýtt af báðum aðilum. Það kom svo sem ekki á óvart að varnarleikur Tottenham væri ekki gæfulegur en hin frá- bæra vörn United átti ótrúlega slakan dag. Það dró svo til tíðin- dag á 68. mínútu þegar áðurnefnd- ur Dawson handlék boltann vísvit- andi innan vítateigs til þess að eyðileggja dauðafæri Rooney og fékk réttilega að líta rautt spjald og vítaspyrna var dæmd. Ronaldo skoraði af öryggi úr vítinu og hann var svo aftur á ferðinni á 88. mín- útu þegar hann skoraði sitt annað mark og innsigldi 3-1 sigur Unit- ed. Til að auka gleði United-manna kom Paul Scholes inn á sem vara- maður í sínum fyrsta leik í þrjá mánuði. 1. deildarlið Sheffield United kom á óvart með því að skora tvö mörk gegn Manchester City í fyrri hálfleik á Bramall Lane. Fyrst skoraði Luton Shelton á 12. mínútu og Jon Stead bætti öðru marki við rúmum tíu mínútum síðar. Varamaðurinn Daniel Sturridge minnkaði muninn með glæsilega marki á 48. mínútu en nær komst City ekki í leiknum og Sheffield United vann frækinn sigur. omar@frettabladid.is Misjafnt gengi Manchester-liðanna Englandsmeistarar Manchester United bókuðu farseðilinn í fimmtu umferð FA-bikarsins með 3-1 sigri gegn Tottenham en Manchester City er dottið úr keppni eftir óvænt 1-2 tap gegn 1. deildarliði Sheffield United. VENDIPUNKTUR Michael Dawson býr sig undir að handleika knöttinn á 68. mínútu leiksins, en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið og United fékk víti sem Ronaldo skoraði úr. NORDIC PHTOOS/GETTY FÓTBOLTI Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að Milan Baros muni ganga í raðir sinna manna í dag eftir að hafa gengið í gegnum læknisskoðun. Baros verður á láni hjá Portsmouth frá Lyon út leiktímabilið til að byrja með. „Það eru fjórir leikmenn okkar í Afríkukeppninni og ég hef í raun bara einn leikhæfan framherja, Benjani Mwaruwari, þannig að við þurfum Baros nauðsynlega og það strax,“ sagði Redknapp í viðtali eftir bikar- sigur gegn Plymouth á laugardag þar sem David Nugent meiddist. Baros fer því beint inn í leik- mannahóp Portsmouth og verður að öllu óbreyttu löglegur fyrir leikinn gegn Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford á miðvikudag. Baros lék með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2002-2005 og skoraði þá 19 mörk í 68 leikjum, áður en hann fór til Aston Villa og lék þar á árunum 2005-2007 og skoraði 9 mörk í 42. leikjum. - óþ Harry Redknapp, Portsmouth: Þurfum að fá Baros strax FÓTBOLTI Barcelona náði einungis jafntefli gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona en lék síðustu tíu mínúturnar. Leikurinn fór rólega af stað en fyrir fram var búist við örugg- um sigri Barcelona þar sem Bilbao-liðinu hefur gengið illa á leiktíðinni og er í bullandi fallbaráttu. Barcelona náði hins vegar aldrei neinu flugi í fyrri hálf- leik og lítið sem ekkert flæði var í leik liðsins. Besta færið framan af leik féll heimamönn- um í Bilbao í skaut en þeir fóru illa að ráði sínu og náðu ekki for- ystu. Það gerði Barcelona hins vegar á 35. mínútu þegar hinn ungi og efnilegi Bojan Krkic skoraði og það reyndist eina markið í bragð- daufum fyrri hálfleik. Barcelona-liðið náði ekki held- ur að sýna sitt rétta andlit í seinni hálfleik og mátti í raun vera þakklátt fyrir að vera yfir í leikn- um. Það breyttist þó á 79. mínútu þegar varamaðurinn Fernando Llorente varð á undan Lilian Thuram og potaði send- ingu frá hægri kantin- um í markið án þess að Valdes næði að koma nokkrum vörnum við. Eiður Smári fékk þá loksins tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og var skipt inn á fyrir markaskorarann Bojan á 80. mínútu. Eiður náði ekki að skora frekar en aðrir leikmenn liðanna og 1- 1 jafntefli því niðurstaðan og Barcelona tapaði þar með dýrmætum stigum í titilbar- áttunni við Real Madrid. - óþ Barcelona og Athletic Bilbao gerðu 1-1 jafntefli: Barcelona tapaði dýrmætum stigum TÖPUÐ STIG Barcelona mátti illa við jafnteflinu í harðri titilbaráttu. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.