Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● fasteignir10 28. JANÚAR 2008 Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur til sölu glæsilegt 189,5 fermetra einbýlishús á stórri hornlóð í botnlanga við Leirutanga 24 í Mosfellsbæ. Húsið er einnar hæðar einbýlishús, byggt árið 1982 en hefur mikið verið endurnýjað og kom Hlédís Sveinsdóttir arkitekt að breytingunum. Lýsing: Komið er inn í forstofuhol með gráum flísum á gólfi og hnotu- fataskápum með hvítlökkuðum hurðum. Í forstofu er gert ráð fyrir gesta- salerni. Úr forstofu er komið inn í stórt þvottahús með flísum á gólfi og hvítri innréttingu. Inn af þvottahúsi er vinnuherbergi með parketti á gólfi. Úr þvottahúsi er innangengt í bíl- skúr sem nú er inn- réttaður sem leikher- bergi og unglinga- herbergi. Á hægri hönd úr forstofu er komið inn í sjón- varpshol með park- etti á gólfi. Úr sjón- varpsholi er geng- ið út á mjög stóra timbur verönd, þriggja palla, í suðvesturátt. Veröndin er öll hin glæsilegasta, hönnuð af Stanislas Bohic, með skjólgirðingu, einangraðri útigeymslu og innbyggð- um sandkassa. Á veröndinni er rafmagnspottur með markisu. Úr sjón- varpsholi er opið inn í stofu og borðstofu með parketti á gólfi, búið er að lyfta upp lofti og klæða sperrur. Glæsileg lýsing er í loftum hönnuð af Hlédísi. Á hægri hönd úr sjónvarpsholi er opið inn í eldhús. Á vinstri hönd úr sjónvarpsholi er svefnherbergisgangur með parketti á gólfi. Þar á hægri hönd er stórt barnaherbergi með plastparketti á gólfi. Þar við hlið er gott hjónaherbergi með plastparketti á gólfi og inni af hjónaher- bergi er gott fataherbergi. Á móti hjónaherbergi er glæsilegt baðher- bergi, flísalagt með gráum flísum, hnotuinnréttingu, upphengdu salerni og stórum sturtuklefa og baði. Húsið stendur á 1.193 m2 hornlóð á vin- sælum stað í Leirutanga í Mosfellsbæ. Gott bílaplan er fyrir framan húsið og við austurhlið hússins er einnig stórt plan. Sunnanverðu við húsið er búið að jarðvegsskipta og er þar sjómöl úr Kjósinni ásamt sprengjugrjót- hleðslu, þar er líka 55 m2 fótboltavöllur með gervigrasi. Markísur eru á húsinu og eru allar fjarstýrðar. Þetta er falleg eign í góðu hverfi, stutt í góðar gönguleiðir og út á golfvöll. Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080. Verð 67,5 milljónir 270 Mosfellsbær: Einbýli á einni hæð Leirutangi 24: Stór hornlóð í botnlanga GLÆSILEGT PARHÚS GARÐUR 08 -0 00 6 H en na r h át ig n Völundarhús.is hafa til sölu 135 m² 3ja herbergja parhúsaíbúð í Garði þar af 32,5 m² bílskúr. Húsin skilast fullbúin að utan sem innan. Aksturstími frá Garði · Reykjavík 45 mín · Bláa lónið 20 mín · Flugstöð og Háskólasvæði 10 mín · Iðnaðar- og atvinnusvæði Helguvík 5 mín Heiðarholt 1 Stærð: 135 m² · Verð: 24.900.000,- kr. Vel valið fyrir húsið þitt VH ehf · Heiðarbraut 3 · 250 Garður · Sími 864-2400 Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Lækjarbraut 4 - Hvalfjörður 270 Mosfellsbær Óðalssetur rétt við Meðalfellsvatn Stærð: 347,2 fm Fjöldi herbergja: 6 Byggingarár: 2004 Brunabótamat: 42.750.000 Bílskúr: Já Verð: tilboð GLÆSILEGT SVEITASETUR ásamt hesthúsi á frábærum stað í Hvalfirði, rétt við Meðalfellsvatn. Einungis 15 mínutna akstur frá Mosfellsbæ. Húsið stendur á 2,2 hektara eignarlandi með stórkostlegu útsýni yfir fjörðinn. Neðri hæð skiptist í stóra stofu, borðstofu/sólstofu með fallegu útsýni, stórt opið fjölskylduherbergi, stórt eldhús með fallegri hvítlakkaðri innréttingu með miklum glerskápum og góðum borðkrók, rúmgott þvottahús og inn af því er búr, anddyri, og gestasalerni með sturtuklefa. Öll neðri hæðin er með flísum á gólfi. Efri hæð skiptist í 2 stór barnaherbergi, baðherbergi með nuddhornbaðkari, innréttingu og vegghengdu salerni, stórt hjónaherbergi, opið sjónvarpsrými og stórt fataherbergi. Öll efri hæðin er með parketi á gólfi nema baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Miklar geymslur eru undir súðum beggja megin. Bílskúrinn er tvöfaldur með stóru innréttuðu rislofti (ekki inn í fermetratölu). Við húsið er 55,2 fm hesthús sem ætlað er fyrir 6 hesta, hnakkageymslu og hlöðu (stækkunarmöguleikar). Fjölmargir reiðstígar eru í nágrenni við húsið og fallegt umhverfi. Börnum er ekið til og frá skóla með skólabíl. Lind Þórarinn Jónsson Lögg. fast. hdl. Sigurdór Bragaso Sölufulltrúi thorarinn@remax.is sb@remax.is Hilmar Jónasson Sölufulltrúi hj@remax.is Bókið skoðun í síma 663-3300 RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is 663 3300 695 9500 Hús framtíðar ehf. Kynntu þér málið á www.hft.is Einingahús í öllum stærðum og gerðum fyrir jafnt verktaka og einstaklinga Íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður S: 566 6632 Fax: 566 6324 hft@hft.is Skrifstofur Háholt 14 270 Mosfellsbær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.