Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hjálmar Hjálmarsson leikari á myndarlegt plötusafn sem hann getur nú hlustað á með góðum hljómi og hvort sem er beint af plötuspil- aranum eða í iPod-spilara. „Ég var að eignast plötuspilara sem er þeim eiginleikum gæddur að hann er með USB-tengi þannig að ég get tengt hann við tölvuna og spilað inn allar gömlu plöturnar mínar og þá get ég breytt þeim í mp3-skjöl og sett þau inn á iPodinn eða geisladiska,“ útskýrir Hjálmar áhugasamur. Plötuspilarinn var keyptur í versluninni „His Master‘s Voice“, eða HMV, í London. „Ég fékk hann fyrir um 110 pund og flutti hann með mér í handfar- angri yfir hafið. Ég held að það sé hægt að fá svona plötuspilara hér á Íslandi. Einhvern tíma var hann til í Hljóðfærahúsinu en það er líklega vænlegast að leita í einhverjum sérverslunum,“ segir Hjálmar, sem er að koma plötuspilaranum í gagnið um þessar mundir. Hjálmar á nokkur hundruð gamlar hljómplötur sem hann langar að hlusta á aftur. „Þetta er góð tónlist og það er eitthvað huggulegt við hljóminn og brakið og brestina í plötunum. Ég get tengt spilar- ann við magnara og hlustað og svo er hægt að hlusta á 78 snúninga plötur í honum. Annars á ég gamlan upptrekktan 78 snúninga spilara sem virkar ennþá og spilar með stríðsárahljómi. Nýja spilaranum fylgir hins vegar tölvuforrit sem gefur manni möguleika á að hreinsa upp gamlar plötur og laga hljóminn ef þess er óskað,“ útskýrir Hjálmar. Um þessar mundir er Hjálmar að leika í leikritinu „Halla og Kári“ sem frumsýnt var síðastliðinn laugardag í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Leikritið er eftir Hávar Sigurjónsson og ég leik persónu sem heitir Sjónvarpið og leik ég þá karlinn í sjónvarpinu. Það er risastórt sjónvarp í leikmyndinni og sjón- varpið lifnar við og fer að tala við hinar persónurnar í leikritinu. Leikritið fjallar um Höllu og Kára sem eru alltaf að horfa á sjónvarpið og taka sig til með hjálp Sjónvarpsins og flytja inn eiturlyf með tveimur Litháum. Eiturlyfin festast hins vegar inni í Litháunum og þá fer í gang atburðarás sem ekki sér fyrir endann á,“ segir Hjálmar kíminn. Auk þessa er Hjálmar að leika í leikritinu „Hér og nú“ í Borgar- leikhúsinu og vinnur að útvarpsþáttum í tilefni 20 ára afmælis Rásar 2. hrefna@frettabladid.is Fortíð og nútíð mætast Hjálmar er einstaklega ánægður með nýja plötuspilarann og ætlar sér í framtíðinni að slaka á og hlusta á allar gömlu góðu plöt- urnar sem hann á í safni sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Föndur getur verið skemmtilegt fyrir fjölskylduna að fást við saman á vetrarkvöldum. Gott er að geyma allt föndurhráefnið á einum stað ásamt skærum, lími og öðrum áhöldum sem gæti þurft að nota. Austurlenskur andi er netverslun með húsgögn og aðra hluti fyrir heimilið frá ýmsum Asíulöndum. Á heimasíðu verslunar innar, www.austurlenskur- andi.is, má finna myndir ásamt upp- lýsingum um hvaðan hlutirnir koma og hvað þeir kosta. Blóm lífga upp á heimilið og tilvalið að kaupa fallegan blómvönd annað slagið. Ef enginn annar er á heimil- inu sem hægt er að gefa vöndinn er ekkert að því að kaupa hann bara handa sjálfum sér. Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 Verðdæmi: Leðursófasett áður 239,000 kr Nú 119,900 kr Hornsófar tau áður 198,000 kr Nú 103,000 kr Hornsófar leður áður 249,000 kr Nú frá 159,000 kr • Leðursófasett • Hornsófasett • Sófasett með innbyggðum skemli • Borðstofuborð og stólar • Sófaborð • Eldhúsborð • Rúmgafl ar Húsgagna Lagersala ALLTAF BESTA VERÐI Ð Opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 N æ s t a n á m s k e i ð h e f s t 9 . j a n ú a r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.