Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 36
20 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? Emmy-sjónvarpsverðlaunin í Banda- ríkjunum hétu upphaflega Immy- verðlaunin. Nafninu var breytt í Emmy þar sem það þótti hæfa betur fyrir kvenkyns styttuna. Sjónvarpsframleiðand- inn Louis McManus hannaði Emmy-stytt- una á sínum tíma eftir línum eiginkonu sinnar. Írski rokksöngvarinn Bono líkir Al Gore, umhverfisverndarsinna númer eitt, við írskan prest sem hann geti játað allar sínar syndir fyrir. Ekki sé þó um að ræða óhóflega drykkju eða reykingar heldur umhverfisspillandi hegðun. „Ég segi bara við hann: séra Al, ég menga ekki bara með hljóði, ég er dísil-étandi, orkueyðandi rokkstjarna sem flýgur á milli í einkaþot- um. Olían hefur verið mér góð en ég ætla að bæta mig,“ sagði Bono en þeir hittust á ráðstefnu í Davos á fimmtudaginn þar sem söngvari U2 lét þessi orð falla. Báðir hafa þeir þó helgað sig sínum baráttumálum; Bono er ötull talsmaður bættra aðstæðna í þriðja heiminum á meðan Al Gore hefur beitt sér í stríðinu gegn hlýnun jarðar og fékk meðal ann- ars Óskarsverðlaun árið 2006 fyrir heim- ildarmynd sína Óþægilegur sannleikur. Bono játar syndir sínar fyrir Al Gore SÉRA AL OG BONO Söngvarinn segist líta á Al sem prest og fyrir honum geti hann játað allar syndir sínar á umhverfissviðinu. ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL 11.500 KR. Fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku. ÍSA102: Fyrir byrjendur. ÍSA202: Fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu á íslensku. 60 kennslust. Hefst 12. feb. og kennt verður 2–3svar í viku (sjá www.ir.is). Námskeiðið gefur 2 einingar á framhalds- skólastigi. Ekkert sérstakt umsóknareyðublað er nauðsyn- legt. Umsókn skal senda á fa@ir.is með nafni, kennitölu, símanúmeri og ósk um ÍSA102 eða ÍSA202. ICELANDIC FOR FOREIGN STUDENTS 11.500 ISK Icelandic courses for foreign students. ÍSA102: For beginners. ÍSA202: For those with a little knowledge in Icelandic. Total number of lessons given in each course is 60. The courses start Feb 12. Teaching will take place 2 or 3 times/week (see plan at www.ir.is). The course carries 2 credits on the modular credit system. No special application form is required. Please send application to fa@ir.is and include name, ID-number (kennitala), telephone number and specify ÍSA102 or ÍSA202. VILTU SMÍÐA RAFMAGNSGÍTAR? 75.000 KR. Rafmagnsgítar er smíðaður frá grunni. Nemendur geta valið að smíða Telecaster eða Stratocaster. 90 kennslust. Fim. frá kl. 17:00–22:00. 7. feb.–8. maí. SILFURSMÍÐI FYRIR BYRJENDUR 33.000 KR. Einföld skartgripasmíði; hringar, hálsmen, eyrnalokkar og eða nælur. 30 kennslust. Þri. 18:00–21:40. 5. feb.–11. mars. STAFRÆN LJÓSMYNDUN OG MYNDVINNSLA 19.000 KR. MYNDATAKA: Grunnatriði myndatöku og myndavéla, samspil ljósops, hraða, ISO og áhrif þess á myndir. Áhrif linsa á rýmið. MYNDVINNSLA: Eftirvinnsla og leiðréttingar í myndvinnsluforritum. MYNDAGEYMSLA: Aðferðir við flokkun, skráningu og geymslu. Æfingar gerðar í kennslustundum og heimaverkefni. Nemendur þurfa að eiga/hafa aðgang að stafrænni myndavél sem hefur manual fókus. 18 kennslust. 13., 20. og 27. feb., kl. 18:00–21:00. NOTKUN TRÉSMÍÐAVÉLA 22.000 KR. Kennd rétt vinnubrögð við vélar og handverkfæri fyrir trésmíði. Smíðaðir verða litlir hlutir. 20 kennslust. Lau. kl. 9:00–13:00. 23. feb., 1. mars og 8. mars. STEINASLÍPUN 23.000 KR. Sögun á steini, tromluslípun og pólering. Pönnuslípun og pólering steina. Mótun steina til notkunar í skartgripi o.fl. 18 kennslust. Mið. kl. 18:00–20:00. 6. feb.–12. mars. ANDLIT OG HÁR 17.000 KR. Teiknikennsla auk fyrirlestra um andlit með gullinsniði. Kynntar aðferðir til að ná fram tónum og skyggingu í andlits- og hárteikningu. Fyrirlestur um mismunandi andlit. 15 (3x5) kennslust. Mið. kl.18.00. 13.–27. feb. SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500. NÁMSKEIÐ Andlát leikarans Heath Ledger kom heimsbyggðinni í opna skjöldu og hafa stórstjörnurnar útí heimi keppst um að mæra störf hans á hvíta tjaldinu og persónu. Fjölskylda Ledgers birti minn- ingar orð um leikarann í áströlsk- um blöðum og sögðu að hann hefði verið gömul sál. En það eru ekki bara fjölskylda og vinir sem eru í áfalli eftir skyndilegt fráfall leikarans. Stór- leikarinn Daniel Day-Lewis var í sjaldgæfu viðtali við Opruh Win- frey en hann er tilnefndur til Óskars verðlauna fyrir leik sinn í There Will Be Blood. Daniel hafði fengið fyrir fram ákveðnar spurn- ingar og birtist á skjá fyrir fram- an áhorfendur sjónvarpsdrottn- ingarinnar í Chicago. „En Oprah, mér finnst ekki við hæfi að tala um einhverja tilnefningu þegar manni berast svona tíðindi og ég vil bara segja við fjölskyldu Ledgers að ég samhryggist henni innilega. Mig langar eiginlega ekki að tala um neitt annað,“ sagði Lewis við Opruh, sem augljóslega var brugðið enda leikarinn ekki þekktur fyrir að bera tilfinningar sínar á borð í fjölmiðlum. Kom Opruh á óvart SORGMÆDDUR Daniel Day-Lewis vildi helst ekki ræða um neitt annað en frá- fall Heath Ledger í þætti Opruh Winfrey. Eiginmaður söngkonunnar Amy Winehouse hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til hennar að hún verði að hætta að reykja krakk, annars eigi hún ekki nema þrjá mánuði ólifaða. Eiginmaður- inn, Blake Fielder-Civil, situr í fangelsi og segir að óvissan um líðan hennar sé að ganga frá honum. „Á hverjum degi óttast ég það að presturinn eigi eftir að labba inn í klefann minn og til- kynna mér að Amy sé dáin,“ segir Blake í viðtali við News of the World. Amy og Blake hafa verið stöðugt til umfjöllunar í breskum fjölmiðl- um fyrir skrautlegt líferni sitt. Í viðtalinu kemur fram að þau hafi eytt allt að 65 þúsund krónum á dag í kókaín og heróín. Blake upp- lýsir jafnframt að þegar Amy hafi heimsótt hann í fangelsið hafi hún iðulega sofnað, svo illa hafi hún verið haldin af neyslu eiturlyfja. Amy innritaði sig í meðferð í síð- ustu viku, daginn eftir að The Sun birti myndir af henni að reykja krakk á heimili sínu. „Ég er feginn að hún hlustaði loksins á mig, ég var búinn að grátbiðja hana um að fara í meðferð. Ég hótaði meira að segja að skilja við hana því ég hélt að það væri það eina sem fengi hana til að taka sönsum,“ segir Blake, sem sendi eiginkonunni bréf á dögunum. Þar var hann ekki að skafa af hlutunum. Blake sagði Amy beint út að hún myndi deyja innan þriggja mánaða ef hún færi ekki í meðferð. Eiginmaðurinn óttast um líf Amy VANDRÆÐAGEMSAR Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil hafa verið stöðugt í bresku pressunni fyrir eiturlyfjaneyslu sína. Hann er nú í fangelsi og hún í meðferð. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.