Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 14
14 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins B orgarapressan fer mikinn þessa daga. Orðin valin af vana og ákafa: þar hafa menn lengi sótt þetta orð – skríll – í safnið sitt þegar álasa skal þátttakendum í borgaralegum mótmælum. Og er lengra kemur í orðræðunni koma fyrir önnur orð um mótmælendur: börn, krakkar, unglingar. Yfirvöld eru ofnæm fyrir mótmælum og borgaralegu andófi. Þegar skríllinn tók yfir Torg hins himneska friðar eða ógnaði heimsókn kínverskra valdamanna undir kyrrlátum mótmælum Falun Gong tóku hjörtu valdhafa í tveim löndum kipp: mótmæli trufla framgang valdhafa, draga fram veikleika í embættis- færslum, yfirgang fyrir hagsmunaaðila. Það er víða mótmælt: heit svæði eru í Grafarvogi vegna Sundabrautar, á Baldursgötureit, við Slippinn, Sundin og í Hlíðunum. Þar takast borgaralegar hreyfingar á við valdhafa. Spurningin er bara hvað yfirvöld vilja ganga langt í samning- um og eftirgjöf við þá hópa sem fremstir fara í baráttunni. Og hve langt hreyfingar borgara ganga til að koma vilja sínum fram fyrir augliti fjölmiðla og almennings. Hið borgaralega andóf gegn framgangi stjórnvalda og hags- munaaðila er æ mikilvægari þáttur í skoðanaskiptum og tekur víðast á sig myndir ákafa, árásar, fyrirsátar til að ná athygli fjölmiðla og þess þögla meirihluta sem situr aðgerðalítill hjá og tekur enga afstöðu. Lýðréttindi okkar; skoðanafrelsi, félagafrelsi og ritfrelsi, urðu til fyrir skrílslætin, mótþróa þeirra sem gengu fram og brutu virkin. Margt í eflingu ríkisvalds og opinberra valdstofn- ana bendir til að almenningur eigi fátt vopna betra en að hópast saman til að hreyfa umræðu. Þannig er í Asíu og austurhluta Evrópu. Lengi hafa menn rætt um nauðsyn þess að auka lýðræðis- lega þátttöku með tíðari ákvarðanatöku kjósenda með raf- rænum hætti. Nýjum meirihluta í Reykjavík væri ekki stætt ef kjósendur hefðu haft um það að segja í liðinni viku. Leifar af fornri götumynd á Laugavegi væru í hættu ef kjósendur væru nú spurðir álits. Áhugaleysi stjórnmálaflokka fyrir bein- um ákvörðunum kjósenda um afdrifarík mál er vegna þess að þá misstu þeir völdin í hendur skrílnum. Forræði þeirra væri hnekkt. Íslensk hefð til borgaralegra mótmæla er ekki tveggja alda gömul. Einstök atvik á nítjándu öldinni þykja nú lofsverð. Harka legir árekstrar síðustu aldar milli borgaralegra andófs- hreyfinga og valdhafa hræða. Ráðhúsið í Reykjavík var enda ekki hannað með það fyrir augum að auðvelt væri að ryðja pall- ana á stuttum tíma. Atvik liðinnar viku sýndu líka að borgar- fulltrúum er misgefið að tala við reiða kjósendur. Hefð okkar til borgaralegra mótmæla á að þroska og virða. Mönnum ber að hafa það hugfast að félagafrelsið, tjáningar- frelsið og lýðræðið varð til vegna þess að skríllinn heimtaði það okkur til handa. Okkur ber að virða og þroska hið borgaralega andóf. Skríllinn hefur völdin PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Ólafur F. Magnússon hefur mátt sitja undir nokkru ámæli að undanförnu og hefur kvartað sáran undan því, talar þráfaldlega um einelti. Það er stórt orð Hákot: hingað til hefur staða borgarstjór- ans í Reykjavík ekki verið talin til marks um að menn séu útundan. Hitt er svo aftur annað að eftir það sem á undan er gengið á hann sér formælendur fáa – og eru raunar fljóttaldir upp: Styrmir Gunnars son. Að vinna traust En hvers vegna áfellist fólk Ólaf svo mjög? Hann ætlar að friða gömul hús á Laugaveginum eins og sjálfsagt flestallt fólkið sem púaði á pöllunum; hann ætlar að friða flugvöllinn í Vatnsmýrinni eins og helmingur Reykvíkinga kvað vilja – og hann ætlar að láta reisa mislæg gatnamót á Kringlumýrar- braut sem sumir kunna ef til vill að aðhyllast líka: hann ætlar að leysa hvern vanda og segir „aðal- atriði að ég starfi af heilindum“. Maður sér á velvildarviðtölum við hann að honum er það gersam- lega hulið sjálfum hvers vegna fólk álasar honum. Hann notar orð eins og „illsku“ og „aðför“, „rætnar árásir“, „fordóma“, „lygar“, „ótrúleg ósannindi“ – og „einelti“. Ólafur kýs ekki að koma fram sem leiðtogi heldur ofsóttur maður. Og svona orðfæri er ekki fallið til að vinna traust fólks. En þarna virðist hann vera að bregðast við því að DV reið á vaðið og sagði frá því opinberlega sem á margra vitorði var í þessu litla þjóðfélagi og Ólafur virðist hafa viljað halda á kjaftasögustig- inu: að hann mun hafa átt við þunglyndi að stríða. Maður á að segja satt Samt hafa umræður um veikindi Ólafs verið langminnsti þátturinn í gagnrýni á hann: hann kýs sjálfur að einblína á þær, eftir að hafa sjálfur brugðist þannig við spurningum um veikindin að þær væru móðgandi. Ég hélt að stjórnmálamönnum væri kennt að reyna að móðgast ekki og reyna að vera skrefi á undan í upplýsinga- flæði um viðkvæm málefni. Það er í þessu eins og öðru, að Ólafur virkar ekki á mann sem gerandi í atburðarásinni. En vissulega hlýtur að vera óþægilegt að sjá gagnrýni á störf sín og framgöngu í fjölmiðlum. Ólafur F. Magnússon virðist hins vegar ekki átta sig á því að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá vill almenningur hafa eitthvað örlítið um það að segja hvaða fólk gegnir virðingarstöðu á borð við borgarstjórann í Reykjavík. Almenningur vill gjarnan fá að vega og meta eiginleika fólks sem sækist eftir slíkri stöðu og meðal þess sem þá kemur til álita er hvort viðkomandi hafi tilhneig- ingu til að leyna hlutum, eða jafnvel segja ósatt. Það er ekki einelti að fólk láti í ljós vanþóknun á því að í borgarstjórastól setjist maður með örfylgi sem uppvís er að því að skrökva að samstarfs- fólki sínu margsinnis sama daginn. Það snýst ekki um fordóma heldur þvert á móti: hann er dæmdur af framgöngu sinni, eftir á. Daginn sem skutilsveinar Davíðs ginntu Ólaf yfir í sínar raðir sagði hann Degi B. Eggerts- syni að minnsta kosti sex sinnum ósatt um fyrirætlanir sínar og samtöl. Hann sagði Margréti Sverrisdóttur – sjálfum varamanni sínum – að minnsta kosti einu sinni ósatt. Þetta liggur fyrir. Vera má að borgarstjóra þyki slíkt léttvægt. Til allrar hamingju er það þó ekki almennt sjónarmið. Í lífinu gilda tilteknar samskipta- reglur sem flestir reyna að fara eftir með misgóðum árangri: meðal þess sem almennt er talið til mannkosta, ekki síst hjá fólki í opinberri þjónustu, er sannsögli og hreinskiptni og traust – og já, „heilindi“. Daginn örlagaríka fór Ólafur á bak við samstarfsfólk sitt án undanfara, án ástæðu – þó að margir mánuðir séu að vísu síðan maður heyrði af því að sjálfstæð- ismenn hygðust einbeita sér að því að lokka Ólaf yfir. Sem fyrr segir kýs Ólafur að einblína á umræður um veikindi sín og leggja þær út á versta veg. Hafi þar verið um þunglyndi að ræða þá er Ólafur svo sannarlega í góðum félagsskap margra afburðamanna. Maður hélt satt að segja að það væri liðin tíð að slík veikindi væru feimnismál, og spurning hvort viðbrögð Ólafs við spurningu um heilsufarið – „þessi spurning er óviðeigandi“ – séu til þess fallin að draga úr fordómum. Ótal margar íslenskar fjölskyldur þekkja þennan sjúkdóm í einni eða annarri mynd og ósanngjarnt að saka landsmenn um fordóma gagnvart honum. Ég held að fleiri en ég líti svo á að það sé ekki áhyggjuefni að Ólafur hafi leitað sér lækninga við þunglyndi – öðru nær – en hitt sé fremur um hugsunar efni hvernig hann vildi leyna því. Illska? Aðför? Einelti? UMRÆÐAN Borgarmálin Á fimmtudaginn streymdu mörg hundruð manns að Ráðhúsi Reykja- víkur til að taka virkan þátt í lýðræðinu. Mikill meirihluti gestanna var mættur til að mótmæla myndun nýs meirihluta. Krafan var að hætt yrði við þar sem nýi meirihlutinn væri óstarfhæfur og myndaður á kolröngum forsendum. Það sem skiptir mestu máli varðandi atburðina í Ráðhúsinu hinn 24. janúar 2008 er ekki það sem gerðist á áhorfendapöllunum, heldur niðri í fundarsalnum. Það er óumdeilt að þar mynduðu átta kjörnir fulltrúar nýjan meirihluta og að það stríðir ekki gegn lögum. Hins vegar er það vanvirðing við lýðræðið og misbeiting á því valdi sem borgarfulltrúarnir fara með í umboði almenn- ings. Lýðræðið er nefnilega flóknara en að gera hlutina af því maður getur það. Í þessu tilfelli var engin málefnaleg ástæða til að skapa frekari óreiðu í stjórn borgarinnar en sjálfstæðismenn höfðu þegar gert fyrir þremur mánuðum. Þá gerði ósamstaða þeirra að verkum að ekki var hægt að taka ákvarðanir við stjórnina, nema þá um að gefa frá sér eignir borgarbúa og það án þess að bera það undir samstarfsaðilann. Í dag er það ábyrgðarhluti sjálfstæðis- manna að hafa myndað „meirihluta“ sem varamenn samstarfsmannsins eru á móti. Borgarbúum er misboðið og 75% þeirra eru á móti nýja meirihlutanum. Þess vegna mættu svo margir og mótmæltu. Fulltrúar almennings fóru sögulega illa með valdið sem umbjóðendurnir fólu þeim. Þá er ekki nóg að skrifa í Velvak- anda. Mótmælin fóru vel fram en athyglisvert er að í stað þess að fagna nýjum meirihluta kjósa stuðningsmenn þeirra sem standa að honum að einbeita sér að mótmælunum. Í stöðunni núna er ekki annað að gera en halda áfram uppi kröftugri andstöðu þess sem hefur betri málstað að verja. Þetta gildir jafnt fyrir okkur sem tilheyrum formlega hinum nýja minnihluta og þann fjölda fólks sem ekki starfar með flokkum en var í Ráðhúsinu eða með í anda á fimmtudaginn. Við erum ekki hætt. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Lýðræðið í borginni GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Nýr borgarstjóri ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR Það er ekki einelti að fólk láti í ljós vanþóknun á því að í borgar- stjórastól setjist maður með örfylgi sem uppvís er að því að skrökva að samstarfsfólki sínu margsinnis sama daginn. Stærsta umhverfismálið Rykið er ekki enn sest eftir gjörninga- veðrið í borgarstjórn í síðustu viku. Til að lægja öldurnar í eigin röðum boðuðu sjálfstæðismenn til fundar um borgarmálefni á laugardag, þar sem þeir fóru yfir atburði síðustu daga. Skipulagsmál bar á góma, þar á meðal framtíð Reykjavíkurflug- vallar. Gísli Marteinn Baldursson dró ekki dul á að hann og Ólafur F. Magnússon eru ekki sammála í flugvallarmálinu enda strönduðu samningaviðræðurnar á því fyrir tveimur árum. „Það að byggja í Vatnsmýrinni er ein- faldlega stærsta umhverfis- málið í borginni,“ sagði Gísli Marteinn á laugardag. Undir það taka sjálf- sagt margir. „Stærsta umhverfismálið í borginni“ vó hins vegar ekki þungt á vogarskálunum þegar nýi meirihlutinn var myndaður heldur var sett í salt út kjörtímabilið. Skemmtileg tilviljun Morgunblaðið birti fréttaskýringu í gær um átök innan Framsóknar- flokksins. Þar var meðal annars skaut- að yfir hvernig hver krónprinsinn á fætur öðrum hefur yfirgefið Framsókn og leitað grænni haga. Þar á meðal er Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem hætti í pólitík eins og þekkt er og hóf störf hjá Glitni. Það er því nokkuð skemmtileg tilviljun að á sömu opnu og frétta- skýringin er flennistór auglýsing frá einmitt Glitni. Bingi í bókaflóðið? Enn á eftir að ráðast hvað Björn Ingi Hrafnsson tekur sér næst fyrir hendur. Bloggfærsla hans frá því í nóvember gæti gefið vísbendingu um það. Borgarfulltrúinn fyrrverandi hafði þá verið að glugga í dagbækur Alistairs Campell, upplýsingafulltrúa Tonys Blair, og skrifaði: „Sjálfur hef ég árum saman haldið til haga eigin minnispunktum og dagbókarbrot- um úr mínum störfum, m.a. á vettvangi stjórnmálanna, í utan- ríkis- og forsætisráðuneytum og síðar borgarstjórn. Margt kemur þar fram, sem aldrei hefur orðið opinbert. Að því kemur kannski einn daginn.“ Skyldi vera komið að því? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.