Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 8
8 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Fjöldi fólks hefur haft samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga vegna ávísana sem það hefur fengið póstsendar frá útlöndum og grunar að séu falsaðar. „Það virðist vera einhver slík bylgja í gangi núna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotamála hjá Ríkislögreglustjóra, og varar hann fólk við að leysa þær út. Kona ein sem selur hesta og fleira á smáauglýsingavef fékk slíka ávísun upp á fimm þúsund evrur, eða um 485 þúsund íslenskra króna. Maður sem kynnti sig sem Robert Ellis hafði samband við hana og sagðist hafa áhuga á að kaupa hest á þúsund evrur og átti hún að senda mismuninn á annan reikning sem hann sagði að væri fyrir útgjöldum við flutninginn. Sá sem gaf ávísunina út bað hana svo um að ganga frá millifærslunni um leið og hún hefði leyst ávísunina út, sem hún gerði ekki. „Það getur tekið bankann nokkurn tíma að klára afgreiðslu á ávísuninni svo mönnum gefst svigrúm til að reyna að ná til sín einhverjum fjárhæðum,“ segir Helgi Magnús. Fleiri brögð viðgangast í þeim tilgangi að hagnast með prettum. Í haust varaði lögreglan við hótunarbréfum sem bárust fólki með tölvupósti en þá var látið líta út fyrir að þau kæmu frá leigumorðingjum. Var þá viðtakanda hótað lífláti ef hann borgaði ekki háa upphæð á bankareikning erlendis. - jse Fjöldi fólks hefur haft samband við lögreglu vegna dularfullra ávísana: Dularfullar ávísanir berast að utan HELGI MAGNÚS GUNNARSSONDULARFULL ÁVÍSUN Konu sem selur hesta barst þessi ávísun en hún er langt umfram kaupvirði. Mismuninn átti hún að millifæra á annan reikning. ALASKA Mary Smith Jones var 89 ára þegar hún lést á heimili sínu í borginni Anchorage á mánudag- inn. Hún var síðasti Eyak-indján- inn sem talaði tungumál þjóðar sinnar reiprennandi. Með henni dó því heilt tungumál. Jones hafði þó unnið árum saman með málvísindamanninum Michael Krauss að varðveislu tungumálsins á bókum í þeirri von að síðar meir yrði hægt að vekja það til nýs lífs. Eyak-málið er aðeins eitt af um tuttugu tungumálum frumbyggja í Alaska sem eru í útrýmingar- hættu. Jones var sér vel meðvituð um þetta og vann hörðum höndum að því að vinna gegn þessari þróun. Hún veitti Krauss ríkulega aðstoð við að semja bæði ítarlega lýsingu á málfræði Eyak-málsins og stóran orðalista með þýðingum sem meining er að gefa út á bók. Frumbyggjaþjóðin Eyak bjó á stóru landsvæði við strendur Alaskaflóa. Þar fæddist Jones árið 1918 og ólst upp við erfiðar aðstæður. Flest systkini hennar létust ung að aldri, en það var ekki fyrr en síðasti bróðir hennar lést á síðasta áratug tuttugustu aldar sem hún gerði sér grein fyrir alvöru málsins og tók að vinna að varðveislu móðurmáls síns. Sjálf eignaðist Jones níu börn. Sjö þeirra eru enn á lífi en ekkert þeirra lærði Eyak-málið, enda var faðir þeirra ekki Eyak-maður og á þeim tíma þótti ekki rétt að kenna börn- um að tala neitt annað en ensku. Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni sífellt fleiri tungumálum lenda í útrýmingar- hættu. Mörg eru nú þegar nánast útdauð, en vandamálið mun vera einna verst í norðurhluta Ástralíu þar sem fjölmörg tungumál frum- byggja eru í útrýmingarhættu. Einnig er ástandið slæmt í Suður-Ameríku, Kanada, Banda- ríkjunum og austurhluta Síberíu þar sem tungumál frumbyggja eru smám saman að víkja fyrir tungumálum á borð við ensku, spænsku eða rússnesku. Alls eru nú töluð nærri sjö þús- und tungumál víða um heim og talið er að í hverjum mánuði deyi að minnsta kosti tvö tungumál út. gudsteinn@frettabladid.is Tekur tungumál sitt með sér í gröfina Mary Smith Jones var síðasta manneskjan sem talaði tungumál Eyak-indjána í Alaska. Hún lést í vikunni og með henni tungumálið hennar. Hún skildi þó eftir sig miklar heimildir um málið og vonaðist til að það yrði endurvakið. MARY SMITH JONES Hafði unnið að ítarlegri málfræðibók og orðabók um Eyak-málið í samvinnu við málvísinda- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til ævilangrar ökuleyfissviptingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Lögregla tók manninn við akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var ökuréttindalaus og með tóbaksblandað hass í bílnum. Hann játaði sök. Maðurinn á sakaferil að baki. Hann rauf skilorð með brotum sínum nú. Honum var, auk ofangreindrara refsingar, gert að greiða allan málskostnað. - jss Tveggja mánaða fangelsi: Réttindalaus og undir áhrifum 1 Hverjir fögnuðu þjóðhátíðar- degi sínum með grillveislu í Reykjavík á laugardag? 2 Kvenréttindafélag Íslands átti afmæli í gær. Hversu gamalt er félagið? 3 Hvaða sjónvarpsmaður byrj- aði nýverið að nota gleraugu? SVÖR Á SÍÐU 30 FÉLAGSMÁL Afstaða, félag fanga, gerði skoðanakönnun á vef sínum, timamot.is, um hvert viðhorf fólks væri ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið þeirra. Rúmlega sextíu prósent svarenda sögðu viðhorf sitt fara eftir því hvert brot fangans hefði verið. Fjórðungur hafði enga skoðun á því að fyrrverandi fangi flytti í hverfið þeirra, tæp níu prósent vildu fá að vita af viðkomandi og rúm sex prósent sögðust verða ósátt ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið þeirra. Alls 174 tóku þátt í könnuninni, sem stóð yfir í um mánuð. - sgj Könnun félags fanga: Vilja vita um brot frjálsra fanga NEW YORK, AP Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, fékk umheiminn til að trúa því að hann hefði yfir kjarnorkuvopn- um að ráða af ótta við að nágrannaríkið Íran myndi ráðast inn í Írak. Jafnframt átti hann ekki von á því að Bandaríkjamenn myndu ráðast af öllu afli inn í land sitt. Þetta sagði George Piro, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem yfirheyrði Saddam eftir að hann var handsamaður, í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. „Hann sagðist hafa misreiknað áform Bush Banda- ríkjaforseta,“ sagði Piro. „Hann hélt að Bandaríkin myndu svara með svipaðri árás og árið 1998; fjögurra daga loftárás. Hann lifði hana af og var tilbúinn að sætta sig við aðra slíka árás.“ - fb Saddam Hussein: Bjóst ekki við innrás í Írak SADDAM HUSSEIN Barði mann í heimahúsi Karlmaður barði annan í heimahúsi á Selfossi aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hann hlaut tals- verða áverka í andliti. Fórnar lambið var flutt á slysadeild í Fossvogi til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.