Tíminn - 28.06.1981, Qupperneq 6
Sunnudagur 28. júni 1981
á erlendum bókamarkadi
:RZY KOSINSKl
\SS10N PLAY
mmm w.
~1
•V
Jerzy Kosinski:
Passion Play
Bantam Books
1980
■ Jerzy:; Kosinski er meöal
þekktustu og mest lesnu rit-
höfunda i Bandarikjunum,
þeirra sem þykja skrifa svo-
kallaðan litteratúr. Kosinki á
fjölskrúðugan feril að baki og
bækur hans hafa marga ótvi-
ræða kosti til að bera — en
meðal þeirra l'rægustu eru
Being There, Cockpit, The
Painted Bird — snaggaralega
frásögn, mikið imyndunarafl
og ómældan kraft. Hér segir
frá Fabian, rosknum karli
sem býr i stóru hjólhúsi sem
hann ekur milli borga i
Ameriku. Fabian var eitt sinn
frægur pólóleikari en er nú
utanveltu i þjóðíélaginu og i
sifelldri leit að einhverju sem
getur veitt honum fullnægingu
— hvortsem hún er kyníeröis-
leg eður ei. Fabian er öfga-
kenndur maður á öllum sviö-
um og frábært dæmi um
„hetju" Kosinskis. Fyrir þá
sem vilja kynnast verkum
hans er Passion Play tilvalin
en hún mun vera meöal alira
nýjustu bóka hans.
Barbara W.Tuchman
The Zimmermann
Telegram
Ballantine Books 1979
■ Bandariski sagnfræðingur-
inn Tuchmann hefur þegar
veriö kynntur allvel hér á sið-
unni en hún skrilaði meðal
annars The Proud Tower —
um bióðfélagið fyrir lyrri
heimsstyrjöld — og The Guns
of August — um upphaf
hernaðarátaka áriö 1914. i
þessari bók er hún á svipuöum
slóðum og i þeim lyrrnefndu .
Zimmermann-skeytið segir
frá þvi þegar dulmálsskeyti
nokkurt frá Pjóöverjum
komst i hendur Bandarikja-
manna. Pegar þetta gerðist —
17. janúar 1917 — hafði styrj-
'öldin staðið i þrjú ár og patt-
staðan á flestum vigstöövum
var alger. t>á breytti skeytiö
þessari mynd. 1 þvi stungu
Þjóðverjar uppá þvi aö Mexi-
kóbúar gengju i liö meö þeim
og hæfu strið gegn Banda-
rikjamönnum. Varö þetta til
þess að Bandarikin færðust æ
nær striðinu sem þeir á endan-
um tóku fullan þátt i. Þetta er
spennandi þriller úr raun-
veruleikanum og Tuchmann
kann sitt fag.
M U I MIÍ.UOM «*nt
jk ihi
Alvm
Tbfftep
Alvin Toffler:
Future Shock
Bantam Books
1980
■ Núna þegar heimurinn er á
heljarþröm, kjarnorkustrið,
offjölgun mannkyns, hungurs-
neyð, yfirmáta tæknilramfar-
ir og fleira sem hrellir okkur á
hverjum einasta degi — þá er
gott að láta hugann reika og
spá i framtiðina. Köa þaö
mætti að minsta kosti ætla af
öllum þeim bókum meö marg-
vislegum framtiöarsýnum
sem vaða uppi á metsölulist-
um stórblaðanna og hafa gert
undanfarin tiu ár eöa lengur.
Alvin Toffler er einn hinna
þekktustu slikra höfunda en
bók hans, The Third Wave,
var kynnt hér á siðunni íyrir
stuttu. Toffler er að þvi leyti ó-
likur flestum öðrum spámönn-
um aö hann er hreint ekki svo
svartsýnn, telur til aö mynda
að allt muni þetta nú reddast
ef rétt er á spilum haldið. Og i
bókunum sinum segir hann
fólki hvernig halda skuli á
spilunum. Fróðleg bók, vissu-
lega, og vafalitið nytsamleg.
En hitt er vist að ekki verða
allir saminála höfundinum.
RichardAdams
THliGIRL
INASWING
| “Ao b*x ik , vtran^v,
| lncowúiul AHSNuuiwtnjt’
| - f $t S*u Yftii i tmct
9l .
Richard Adams:
The Girl in a Swing
Penguin 1980
■ Adams er allþekktur höf-
undur bókanna Watership
Down og The Plague Dogs, en
hann er jafnenskur og allt sem
enskt er. Stúlkan i rólunni er
ekki íyrir hvern sem er. Fyrst
og fremst er hún íyrir þá sem
eru óforbetranlegir róman-
tikerar að upplagi, hafa
gaman af ljóðrænni, rólegri
frásögn þar sem alltaf blundar
undir niðri einhver skuggi af
hinu iila — þvi það er nánast ó-
hjákvæmilegt aö i fallega
enska sveitalandslaginu sé
maðkur i mysunni og mikii ör-
lög á næsta leiti og óttinn og
máske syndin blundandi i
hverjum manni. bað segir sig
lika sjálft að fegurö Karinar
er ekki af þessum heimi. Né
heldur ást Alans. 1 svona bók-
um er hjörtum stoliö og alls ó-
vist hvort þau íinnast aftur.
Semsé: bók fyrir Christian
Barnard! Og náttúrlega þá
sem unna rómantiskri og
fágaðri sagnasmið...
Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar.
EITT MIKIÐ
FERBALAG...
WiHiarix Golding
Rites of Passage
Faber & Faber 1980
■ William Golding á sér býsna
merkilegan feril að baki. Hann
var miðaldra skólastjóri áður en
hann lagði út á rithöfundabraut-
ina en meö bókinni The Lord of
the Flies sem kom út skömmu
fyrir 1960 fékk hann strax vind i
seglin. Bókin hlaut mikið lof en
hún hefur verið þýdd á islensku
undir nafninu „Höfuðpaurinn” —
hvað svo sem það á að merkja.
Lord of the Flies segir frá
drengjaflokki sem lendir fyrir
slysni á eyðieyju og hvernig skin
fljótt i hið frumstæða eöli strák-
anna sem þeir taka að mynda sér
þjóðfélag á eynni. Með bókinni
mun Golding meðal annars hafa
hugsað sér að sýna frammá að
alls konar drengjabækur sem
hann las sjálfur i æsku og fjölluðu
um hrausta stráka i sömu
aðstöðu, aö þessar bækur væru
allsendis ósannar. Lord of the
Flies varð meira, einhvers konar
dæmisaga um liklega manninn i
heild sinni og þjóðfélag það sem
hann smiðar sér. Dæmisögur eru
einmitt Golding mjög hugstæðar.
Siðan komu fleiri bækur og
Golding sneri ekki aítur i skólann
sinn. The Inheritors var eftir-
tektarverð meðal annars að þvi
leyti að hún fjallaöi um Neander-
dalsmenn, Pincher Martin sagði
frá siðustu andartökunum i lifi
sjómanns i striöinu. Þá komu
Free Fall, The Spire, The Pyra-
mid og The Scorpion God sem
voru þrjár stuttar nóvellur.
Skömmu uppúr 1970 hófst langt
hlé á ritstörfum Goldings en hann
kvaddi sér aftur hljóðs i hitteð-
fyrra með bókinni Darkness Vis-
ible sem þótti bæði dularfull og
mögnuð og fékk mikið lof. Þá
ekki siður þessi bók sem hér er til
umfjöllunar, Ritesof Passage, en
hún kom út i fyrra og var, prisuð'
upp til skýjanna og verðiaunuð i
bak og fyrir — Anthony Burgess
til mikillar reiði en honum fannst
mun réttlátara að sin eigin bók,
Earthly Powers, yrði verðlaunuð.
Nú — þessi bók: nafnið segir
sina sögu. Ferðalagið sem um
ræðir er sigling frá Suður-Eng-
landi til Ástraliu með landnema
einhvern tima á öldinni sem leið,
að þvi er manni skilst... Meðal
áhafnar og farþega kennir
margra grasa og ferðalagið má
auðvitað skilja á hvaða vegu sem
maður vill: altént er elska Gold-
ings á dæmisögum ekki viðs
fjarri. Bókin tekur á sig form
dagbókar sem Mr. Talbot heldur
fyrir guðföður sinn (það segir nú
sitt um Golding, að Talbot skuli
ekki skrifa fyrir föður sinn, bróð-
ur, frænda eða vin: nei, guðfaðir
skal það vera!) en Talbot ætlar
að leggja undir sig öll leiksvið
Astraliu með miklum bravúr. En
þegar ferðalaginu lýkur fyrir
hann er hann ekki samur og þeg-
ar hann lagði upp. Hann hefur
lært ýmislegt og sumt heldur
dapurlegt. Ferðalagiö hefur
orðið einsog ferðalag gegnum lif-
iö.
William Golding er að þvi leyti
ólikur meirihluta rithöfunda
nútildags að hann setur beinlinis
siðferðilegar skorður á bækur
sinar og þar með að ýmsu leyti á
lesendurna lika. Honum er alltaf
mikið niðri fyrir: um manninn,
lifiö, þjóðfélagið, um guð. Hann
gerir þar með þær kröfur til les-
enda sinna að þeir annarsvegar
hafi áhuga á þvilikum viðfangs-
efnum og hinsvegar hafi skilning
til að meðtaka þau að l'ullu. Þeir
sem á annað borð hafa kynnt sér
Golding eru sjáldan i vafa: hann
er mjög góður rithöfundur eða þá
hann er mjög vondur og kannski
enginn rithöfundur.
En það siðara er varla sann-
gjarnt þvi að-stil, uppbyggingu og
þviliku er Golding býsna fær.
Sérstaklega að stil, stundum. Og
Rites of Passage hefur, auk sið-
ferðislegra hugleiðinga að baki
persónunum, að geyma auðugan,
kraftmikinn stil. Ég hygg að
flestir munu að minnsta kosti
sammála um að Golding sé þess
virði að kynna sér hann. — j
Gyðingarnir
gangandi
Chaim Bermant:
The Jews.
Sphere Books 1978.
■ Gyðingarnir eru okkur eilif
ráðgáta sem ekki teljumst útvalin
þjóð, hvortsem við hötum þá, tor-
tryggjum, dáum eða látum okkur
standa á sama. Gyðingunum
virðist eiginlegt að skara framúr
hvar sem þeir bera niöur — sem
mestu trúarbragðahöfundar sög-
unnar, sem Guðs útvalda þjóð,
flökkuþjóð, listamenn, visinda-
menn, skemmtikraítar, upp-
reisnarmenn, hugsuöir og
kenningasmiðir — og ef' til vill
ekki sist sem þolendur ofsókna og
útilokunar.
En hvað er það að vera gyðing-
ur? Er þeim eitthvað sameigin-
legt, svo langa leið sem þeir hafa
farið frá upprunalegri heima-
byggð, bindur þá eitthvað saman
annað en afdönkuð og aö hluta til
aflögð trúarbrögð? Er hægt að
finna i gyöingastofninum eitt-
hvaði ætt við þaö sem Þjóðverjar
kölluðu af innfjálgni „völker-
geist” — þjóðaranda i æðra veldi?
„The Jews” reynir að komast
ofani kjölinn á þessu, aö visu af
nokkrum vanmætti, enda spurnin
afar viðfeðm.
Höfundurinn er eins og nafn
hans bendir til sjálfur gyðingur,
búsettur i Bretlandi og skrifandi á
tungu þarlendra. Hann tekur
gyðingdóm sinn sem gefið mál og
vill að kynbræðurnir geri slikt hið
sama, eftir að hafa verið sér á
parti i óratima séu gyöingar og
verði gyöingar, ef ekki i augum
sjálfra sin, þá i augum annarra.
Hann reynir að kafa ofani skap-
ferli kynbræðra sinna, veikleika
þeirra og styrk. 1 bakgrunninum
er óhjákvæmilega saga gyðinga
og trúarbrögð, en aðalmarkmið
bókarinnar er þó að kasta ljósi á
stöðu gyðingsins i nútimaþjóðfé-
lagi.
I aldanna rás hefur Guð verið
afskaplega harður við gyðingana
sina. Reyndar með dyggri aðstoð
mannskepnunnar, einkum krist-
inna manna. Þetta hefur auövitaö
mótað gyðingdóminn, þeim er
eiginlegt aö berja lóminn og að
vera ofur gagnrýnir á sjálfa sig
og aðra. Sjáið bara hvar Begin
fer! Bermant segir af spaklegu
viti að gagnkvæm sektarkennd
stuðli vart að heilbrigöu sam-
bandi milli oísækjenda og of-
sóttra. Þrátt fyrir helfarir tuttug-
ustu aldarinnar hafi gyðingar
unnið sina sigra, ísraelsriki var
stofnað og i Bandarikjunum þar
sem gyðingar eru i raun flestir og
sterkastir virðist staöa þeirra af-
ar trygg. Austur-Evrópa er svo
önnur saga — þar er enn grunnt á
að gyðingum sé kennt um allt
sem miður fer, eru eins og ávallt
handhægir syndaselir.
Gyðingarnir geta og hafa oftast
nær aðlagast nýjum heimabyggö-
um — en þó yfirleitt á sinum eigin
forsendum, oft vegna þess að
nauðsyn krafði til þess ains að
halda lifi. Ákveðin störf hafa
einkum oröið þeirra hlutskipti —
verslun, visindi, tónlist,
skemmtanir, bókmenntir — og
slikt — störf sem óhjákvæmilega
hafa gert þá mjög áberandi i
þjóðfélaginu og þeir þvi eðlilega
eignast haturs- og öfundarmenn.
Hvað er likt meö jafn margvis-
legum afburða-gyðingum á þess-
ari öld og höfundi sálgreiningar-
innar Sigmund Freud, kvik-
myndaframleiðandanum mikla
Louis Mayer, erkibyltingar-
manninum Trotski og Albert Ein-
stein? Jú, allir voru þeir gyðing-
ar sem aðlöguðust vestrænu þjóð-
félagi og reyndu hver á sinn hátt
að breyta þvi. Chaim Bermant
leitast við að svara þvi hvaö
gyðingdómurinn á sterk itök i
þessum og öðrum gyðingum nú-
timans.
Bókin er hressileg aflestrar,
spaugileg á köflum, full meö
smálegan fróðleik og leiðir ekki
hvað sist til skilningsauka á
vandkvæðum gyðinga.
eh.