Tíminn - 28.06.1981, Síða 9

Tíminn - 28.06.1981, Síða 9
| aoa verður merkisár 1 vOm í sögu Grænlands 982 - 1982 ■ Flest bendir til, að árib 1982 verði merkisár i sögu Græn- lands. Þessu valda margar ástæður en þó einkum þrjár. 1 fyrsta lagi verða þá liðin 1000 ár siðan Eirikur rauði kom fyrst til Grænlands til að undir- búa landnám þar. 1 öðru lagi mun þá fara fram þjóöaratkvæðagreiðsla i Græn- landi um það, hvort Grænlend- ingar eigi að fá svipuð umráð yfir fiskveiðilögsögunni og Fær- eyingar og lúta ekki eftir það fyrirmælum Efnahagsbanda- lagsins á þvi sviði. 1 þriðja lagi er þess að vænta, að Grænlendingar fái þá aðild að Norðurlandaráði, likt og Álandseyingar. Grænlendingar munu þegar hafa hafið undirbúning að þvi að minnast 1000 ára afmælis Græn- landsbyggðar á hátiðlegan hátt. Landnám Eiriks rauða er fyrsta landnámið á Grænlandi, sem skráðar heimildir eru til um, þótt merki hafi fundizt um, að þar hafi verið mannabyggð áður, en engar sögur fara af henni fremur en búsetu irsku munkanna hér áður en land- námið hófst. Undirbúningur að þjóðarat- kvæðagreiðslunni um afstöðuna til Efnahagsbandalagsins er þegar hafinn i Grænlandi og þykir liklegt, að kosninga- baráttan verði hörð. Úrslit at- kvæðagreiðslunnar munu hafa mikil áhrif á framtið Grænlands hver, sem þau verða. Þegar hafa farið fram veru- legar umræður um aðild Græn- lendinga að Norðurlandaráði. Hingað til hefur strandað á formsatriðum af hálfu Dana. Vonandi hefur þeim þröskuldi verið rutt úr vegi fyrir næsta fund Norðurlandaráðs, enda þarf aðild Grænlendinga að Norðurlandaráði ekki að hafa i för með sér breytingu á stjórnarfarslegu sambandi Danmerkur og Grænlands. Þá væri vel minnzt norræns landnáms á Grænlandi, ef Grænlendingar fengju aðild að Norðurlandaráði á 1000 ára afmæli þess. Frásögn Ara fröða Bezta heimild um landnámið á Grænlandi er talin Islendinga- bók Ara fróða. Þar segir svo: „Land það, er kallað er Græn- land, fannst og byggðist af Is- landi. Eirikur hinn rauði hét maður, breiðfirzkur, er fór út héðan þangað og nam þar land, er siban er kallaður Eiriks- fjörður. Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það myndu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott. Þeir fundu þar mannavistir bæði austur og vestur á landi og keiplabrot og steinsmiði, það er af þvi má skilja, að þar hafði þess konar þjóð farið, er Vin- land hefir byggt og Grænlend- ingar kalla Skrælingja. En það var, er hann tók byggva landið, 14 vetrum eða 15 fyrr en kristni kæmi hér á Island, að þvi er sá taldi fyrir Þorkatli Gellissyni á Grænlandi, er sjálfur fylgdi Eiriki hinum rauða út.” 1 öðrum heimildum er greint frá þvi, að Eirikur rauði hafi fyrst dvalið þrjú ár á Grænlandi og siðan eitt hér heima áður en hann hófst handa um að land- nám hæfist á Grænlandi fyrir alvöru. 1 Hauksbók segir, að ,,svo segir Ari Þorgilsson, að það sumar (þ.e. þegar Eirikur rauði hélt aftur til Grænlands) fóru fimm skip og tuttugu til Græn- lands af Borgarfirði og Breiða- firði, en fjórtán komust út. Sum rak aftur og sum týndust.” Samkvæmt Islendingabók hefur þetta gerzt 14 eða 15 árum fyrir kristnitöku. Sagnfræðing- um þykir yfirleitt fyrri talan lik- legri. Þetta hefur þvi gerzt 986, en fjórum árum áður fór Eirikur rauði fyrst til Græn- lands til dvalar. Þess vegna er talið, að landnám Grænlands hefjist 982. Landnámið á Grænlandi Flestar heimildir benda til þess, að Grænland hafi byggzt tiltölulega fljótt. Tvær ástæður eru einkum taldar hafa valdið þvi. önnur er sú, að Island mátti orðið heita fullbyggt, svo að erfitt var að fá þar jarðnæði. Hin var sú, að á þessum árum voru harðindi á Islandi og kunna þau að hafa ýtt undir fólksflótta héðan. Aðalbyggðin á Grænlandi skiptist i tvo aðalhluta, Eystri- byggð (i Julianehaabshéraði) og Vestribyggð (i Godthaabs- héraði). Byggðin var meiri i Eystribyggð. 1 gamalli Græn- landslýsingu segir, að 190 bæir séu i Eystribyggð og 90 i Vestri- byggð. Gizkaðer á, að ibúafjöldi Grænlands hafi þá verið um 3000. Tengslin við Island Veruleg samskipti héldust milli Islands og Grænlands næstu aldir á eftir. Grænlendingar komu fljótt á stjórn hjá sér og sniðu lög sin eftirislenzkum lögum. Þeir áttu sér þing i Görðum i Einarsfirði (Igalikofirði). Ekkert bendir til þess, að þeir hafi verið stjórnar- farslega háðir Islendingum. Þeir gengu á hönd Hákoni gamla Noregskonungi rétt á undan íslendingum (um 1261) og játuðu honum skatti og þegn- gildi. Sennilega hefur það verið mest fyrir áhrif Islendinga að Grænlendingar snerust til krist- innar trúar. Um þetta segir svo i Islendingasögu Jóns Jóhannes- sonar: „Almennt er talið, að Leifur hinnheppni.sonurEiriks rauða, hafi farið frá Noregi til Græn- lands sumarið 1000 að hvötum Ólafs konungs Tryggvasonar til að kristna Grænlendinga. Má rekja þá sögn aftur til Gunn- laugs munks Leifssonar, en hún virðist vera röng. I eldri heimildum, svo sem Historia Norwegiæ og Agripi, er Græn- land ekki talið með þeim lönd- um, sem Ólafur konungur kristnaði, og i Historia Nor- wegiæ segir, aö Islendingar hafi styrkt Grænland meb hinni kaþólsku trú. Verður það naum- ast skilib á annan veg en Islend- ingar hafi boðað Grænlending- um kristni.” 1 Grænlandssögu er að finna heimildir fyrir þvi, að Leifur heppni hafi boðað kristna trú, en Eirikur rauði, faðir hans, staðið gegn þvi, og siðar er greint frá þvi, að Grænland hafi ekki verið kristnað fyrr en eftir dauða Eiriks rauða. Þetta styður þá skoðun, að Islendingar hafi átt - meiri þátt i kristniboði á Græn- landi en ólafur Tryggvason. Þjóðhildur og Freydís I Landnámu er að finna frá- sögn af kristniboði Leifs heppna, sem er athyglisverð sökum þess, að hún bendir til þess að konur létu þá til sin taka sizt minna en nú. Frásögnin er á þessa leið: „Eirikur tók þvi máli seint að láta sið sinn, en Þjóðhildur (kona hans) gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allnær húsum. Það hús var kallað Þjóðhildarkirkja. Hafði hún þar fram bænir og þeir menn, sem við kristni tóku. Þjóðhildur vildi eigi samræði við Eirik siðan hún tók trú, en honum var það mjög móti skapL” Freydis dóttir þeirra Eiriks og Þjóðhildar virðist hins vegar hafa fylgt átrúnaði föður sins og ekki látið stjórnast af kenning- um Leifs bróður sins. Hún varð völd að miklum mannvigum og segir siðan um það i Grænlend- ingasögu á þessa leið: „Nú voru allir þeir karlar drepnir, en konur voru eftir og vildi enginn þær drepa. Þá mælti Freydis: Fá mér öxi i hönd. Svo var gert. Siðan vegur hún að konum þeim fimm, er þar voru, oggekkaf þeim dauðum.” Búskapur Græn- lendinga 1 sögu Jóns Jóhannessonar segir svo um búskap Grænlend- inga á þessum tima: „Grænlendingar reistu bæi sina inni ifjörðum og löguðu at- vinnuvegi sina eftir þvi, sem tiðkazt hafði á Islandi, að breyttu breytanda. Mest lifðu þeir á kvikfjárrækt og veiðum. Þeir höfðu kúabú stór, en einnig héldu þeir sauðfé, hross, svin og geitur. Kornrækt var sama og engin. Veiðar stunduðu Græn- lendingar bæði i byggð og óbyggð, en aðalveiðistöðvar þeirra voru i Norðursetu á vesturströndinni fyrir norðan Vestribyggð. Tilfinnanlegur skortur var á járni og húsaviði — og sjálfsagt einnig skipaviði. Urðu Grænlendingar að flytja þær vörur inn, þótt dýrar væru. En út fluttu þeir einkum bukkavörur (hafurstökur), nautavöru (nautshúðir), sela- húðir (selskinn), svarðreip og rostungatennur. Svarðreip voru rist af rostungshúð og voru mjög sterk. Þau voru notuð til skipsdráttar, i skipsreiða o.fl. Samgöngur við Grænland voru orðnar sjaldgæfar á 13. öld og hafa þá verið komnar algerlega i hendur Norðmanna.” Svo illa ræktu Norðmenn skyldur sinar við Grænlendinga að sambandið við Grænland féll að lokum alveg niður. Nær engar sögur fara af Grænlandi i nokkrar aldir eða þangað til um 1720, er Hans Poulsen Egede kom til sögunnar. Þá var hinn norræni stofn á Grænlandi liðinn undir lok og Eskimóar setztir þar að. Sennilega hafa þeir verið á þessum slóðum áður en landnám Eiriks rauða hófst, en verið farnir þaðan til norðlægari slóða, en komið aftur, þegar veðrátta versnaði. Samskipti á 20. öld Um endalok afkomenda is- lenzku landnámsmannanna er það helzt vitað, að þar hafi margar plágur verið samtimis að verki, eins og aukin haröindi, deilur við Eskimóa, samgöngu- leysi, drepsóttir o.s.frv. Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál lslendinga og Græn- lendinga á 20. öld að minnast hins islenzka landnáms á Græn- landi og þeirrar byggðar, sem hélzt þar i margar aldir i fram- haldi af þvi. Það gerir sögu beggja þjóðanna rikari og getur aukið margvisleg tengsl, sem væri þeim báðum til gagns. Þessi tengsl geta skapazt á mörgum sviðum. Mörgum mun efst i huga samvinna um fisk- vernd og fiskveiðar, einkum þó, ef Grænlendingar tækju land- helgismálin i eigin hendur. Samvinna á sviði landbúnaðar og iðnaðar kemúr einnig til greina. Samvinna á sviði menningar- mála og iþrótta gæti ekki sizt orðið gagnleg og aukið kynni þjóðanna. Þetta gildir einnig um samvinnu á vettvangi fé- lagsmála. Hér dvelst nú t.d. all- fjölmennur og myndarlegur hópur gr&nlenzkra sveitar- stjórnarmanna til þess aö kynna sér reynslu lslendinga i sveitar- stjórnarmálum. Erfibar samgöngur þurfa ekki lengur að standa i vegi slikra samskipta. Island á að geta gegnt hlutverki sem miðstöð fyrir margvisleg skipti Græn- lendinga viða um heiminn. Grænlands- sjóður Islendingar hafa þegar stigið spor til aukinna samskipta við Grænlendinga með lögunum um Grænlandssjóð, sem samþykkt voru á siðasta þingi. Hugmynd- in um sjóðinn er sprottin af þvi, að 1000 ár eru liðin á næsta ári frá þvi að Eirikur rauði hóf landnám á Grænlandi. Samkvæmt lögunum mun framlag rikissjóðs til sjóðsins verða 125 milljónir króna á ári 1981 og 1982. Þetta fé á ab nota til margvislegra samskipta og kynningarstarfsemi. Ef vel tekst til, eins og öll ástæða er til að ætla, ætti að geta orðið um áframhald að ræða á þessari starfsemi. Eitt af þvi, sem stjórn Græn- landssjóðs ætti að ihuga, eru hátiðarhöld vegna 1000 ára afmælisins. Meðal annars hefur skotið upp þeirri hugmynd, að héðan héldi til Grænlands næsta sumar skip af svipaðri gerð og Eirikur rauði sigldi á milli land- anna. Slik sigling myndi vekja verðskuldaða athygli á afreki hans. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.