Tíminn - 28.06.1981, Side 18

Tíminn - 28.06.1981, Side 18
18 Sunnudagur 28. júni 1981 ÆTTARNÖFN ■ íslendingar eru meöal fárra þjóða sem aö megni til halda enn þeim forna sið að kenna sig til föður. Þetta er flestum útlend- ingum ráðgáta# og kemur stundum islendingum sem feðast erlendis í nokkurn bobba — í útlöndum þykir kyn að hjón beri ekki sama eftirnafn. Föðurnafna- kerfi okkar mun vera ger- manskt að uppruma, tiðk- aðist þá í einhverri mynd meðal flestra þjóða (sbr. O'á irlandi og Mac á Skot- landi) Ættarnöfnin munu hins vegar komin frá Róm- verjum. Hér fer dálítil samantekt á uppruna ættarnafna á Islandi og einkum þó sibreytilegri af- stöðu eða afstöðuleysi lög- gjafarvaldsins til þeirra. Einkum er stuðst við samantekt sem Hreinn Loftsson og Tryggvi Gunnarsson gerðu i laga- deild Háskóla Islands. Það var á 17du öld að ættarnöfn taka fyrst að berast hingað til lands, einkum fyrir áhrif frá herraþjóðinni Dönum. Þar tóku aðalsmenn upp á þvi á 13 du öld að nota ættarnöfn og 1526 var það fyrirskipað að allar danskar aðalsættir skyldu bera ættarnöfn. Vaxandi borgarastétt varð vita- skuld að apa þetta eftir. Menn fóru að kenna sig við staði og starfsgreinar. Það virðist jafnvel vera sjálfgefin málþróun að menn séu kenndir við atvinnu- grein sina, starfsheitið þróist upp i eins konar ættarnafn, til að munda „Muller” — malari, „Smith” — smiöur... Blaða- maður hefur heyrt að með vexti bæja á tslandi á siðustu öld hafi svipað fyrir bæri virst i uppsigl- ingu, t.d. mun heil fjölskylda i Hafnarfirði hafa verið kennd við „lóös”, þótt enginn lóðsaði nema ættfaðirinn. Mannanafnavenjur hér á landi leyföu ekki slíka inn- rás — ef Islendingar á annað borð hafa ættarnöfn kenna þeir sig helst til staðar ellegar eru nöfnin erlend að uppruna. Þaö er ekki alveg hlaupið að þvi að ákvarða með vissu hvenær raunveruleg ættarnöfn skjóta fyrst upp kollinum hér á landi. Um og eftir 1500 komst það i tisku meöal lærdómsmanna að kenna sig viö heimahagana, einkum er þeir fóru til náms erlendis. Þeir voru tslendingar og fóru ekki i grafgötur með það, Arngrimur Jónsson lærði ritaði t.d. nafn sitt Arngrimus Jonae Islandus, enn- fremur bætti hann stundum W fyrir aftan nafnið sem mun eiga aö tákna Widalinus — þaðan Vidalinsnafniö. Barnabörn Arn- grims tóku siðar upp þetta nafn, þannig var Þóröur Þorkelson Arngrimssonar skráður Vidalin i Kaupmannahafnarháskóla 1680. Vidalin er talið elsta ættarnafn á tslandi. Skömmu siðar tóku afkom- endur Þorláks Skúlasonar bis- kups upp ættarnafniö Torlacius. Það er þá næstelst. Ættarnöfnum fjölgar á 19. öld A 18du öld fór nöfn sem enda á -sen að ganga i erfðir i Dan- mörku. tslendingar gengu á lagið og margir heldri menn fóru að skrifa -sen fyrir -son i föðurnöfn- um sinum og gengu þau siðan oft- ast nær i erfðir — venjulegur Stefánsson varð Stephensen, Þór- oddsonur Thoroddsen. Einnig tóku sumir upp ofur venjuleg is- lensk föðurnöfn sem ættarnöfn, en meö erlendum rit- hætti — Thorsteinsson, Johnson. Það er á ofanverðri 18du öld og öndverðri 19du að ættarnöfnum fer fyrst að fjölga aö ráði á ts- landi. t skýrslu um „Mannaheiti á tslandi 1855” er talið að heildar- tala ættarnafna sé um 155, þar segir þó ekki hversu margir gegni þessum nöfnum. Þar er talið að ættarnafnatiskan, sem kölluð er „ósiður” sé heldur i renum. Ekki skal þaö efað, en þá er jafnvist að ný holskefla ættarnafna hafi riðið yfir landiö siðar þvi i skýrslu sem gefin var út af Hagstofu tslands 1915 og byggð er á manntali 1910 segir að þá hafi 297 ættarnöfn veriö borin af mönnum fæddum hér á landi. Ekki er getið þeirra sem eru heimilisfastir hér af er- lendum uppruna. Skýrslurnar eru augljóslega ekki sambærilegar,þar sem að i þeirri eldri er getið um ættarnöfn allra sem eru heimilisfastir i landinu en i þeirri yngri aöeins þeirra sem fæddir eru hér. Hins vegar er vandalitið að draga frá 47 ættarnafnanna sem getið er um i skýrslunni frá 1855 voru eign manna sem fæddir voru erlendis. Þvi voru 108 ættarnöfn borin af sönnum Islendingum 1855, en 297 árið 1910. Fjöldi þeirra hafði þvi nær þrefaldast. Astæöan? Erlendir menn sett- ust i æ rikari mæli að hér á landi og héldu i nöfn sin og islenskar tildurrófur tóku að þeirra hætti upp ættarnöfn. Skortur á lagasetningu Engar opinberar skýrslur eru til um fjölda ættarnafna i notkun nú siðustu ár. A árunum 1915—1925 veitti Stjórnarráðið leyfi til upptöku 204 nýrra ættar- nafna, auk þess birtust i Stjórnar- tiðindum 45 nöfn sem tekin voru upp fyrir gildistöku nýrra mannanafnalaga 1913. Þrátt fyrir að ættarnöfn hafi verið bannfærð i mannanafna- lögum 1925 hafa siðan bæst við fjölmörg ný ættarnöfn og könnun á fjölda þeirra aldrei verið gerð. 1 framsögu fyrir frumvarpi að mannanafnalögum haustið 1971 áætlaöi Magnús Torfi Ólafsson að þessi nöfn væru á bilinu 450—550. Eins og áður sagði barst ættar- nafnasiðurinn hingað til lands á siöari hluta 17du aldar. Út- breiðsla þeirra jókst siðan til- finnanlega með hingaðkomu er- lendra manna, einkum danskra kaupmanna og iðnaðarmanna. Um skeið þótti heldur enginn maður með mönnum nema hann hafði ættarnafn og má segja að efnastéttir hafi þar gengið á undan með ljótu fordæmi. Miðað við það sem tiðkaðist erlendis var þetta þó engan veginn óeðlilegt. Skortur á lögum um mannanöfn, þar á meöal um upptöku ættar- nafna, gerði mönnum kleift að skipta um nöfn eins og um háls- tau. Menn gátu tekið upp alls konar útlensku, hreinræktuð nafnskripi eða jafnvel nöfn sem aðrar ættir höfðu hefðbundiö til- kall til. Ættarnöfn löggilt 1913 Til að gera bragarbót á þessum glundroða lagði rikisstjórnin fram frumvarp á Alþingi áriö 1913 um ný manna- og ættarnöfn. Það var samþykkt sem lög um mannanöfn nr. 41/1913. Með þessum lögum voru ættarnöfn loks vernduð með lögum. Akvæði um þau voru býsna itarleg. Ættarnöfn sem tekin voru upp fyrir aldamót skyldu teljast viðurkennd eign þeirra sem þau brúkuðu, þó skyldi tilkynna þau stjórnarráði fyrir ársbyrjun 1915. Ættarnöfn sem tekin höfðu verið upp án konungsleyfis eftir alda- mót mátti þvi aðeins nota eftir- leiðis að hlutaðeigandi aflaði sér konungsleyfis fyrir ársbyrjun 1916. Eftir 1915 mátti engin ættar- nöfn taka upp án leyfis Stjórnar- ráðs. Hneykslanleg nöfn mátti ekki leyfa og ekki heldur nöfn sem áður voru lögleg eign annars manns eða svo lik eldri nöfnum að villu gæti valdið. Börnum var skylt að taka upp ættarnafn föður, en eiginkona hafði rétt, en ekki skyldu, til að taka sér ættarnafn eiginmanns. Fólk mátti sumsé taka sér ný ættarnöfn að þvi viölögðu að þau væru islensk. Dæmi eru þó um að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.