Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 8
8 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjótfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. öiafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes íiragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helga- son, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tíminn), Halldór Valdi- marsson, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.80.00. —Prentun: Blaðaprent h.f. Um hvað er deilt? Eftir Davið Sch. Thorsteinsson, formann Félags íslenskra iðnrekenda ísland og Holland ■ Það gerðist i siðustu viku, að tvö flugfélög hófu áætlunarflug til Amsterdam með dags millibili. Tildrög þessa eru þau, að Flugleiðir (þá Flug- félag ísiands), hélt uppi áætlunarflugi til Amster- dam 1968-1969, en þá féll það niður. Flugfélagið Iscargo sótti þvi á siðastliðnu ári um leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam og mælti Flugráð eindregið með þvi og veitti samgöngumála- ráðherra þvi leyfið. Um likt leyti ákváðu svo Flugleiðir að hefja áætlunarflug til Amsterdam að nýju. Margt bendir til, að bæði félögin eigi að geta haft nóg að gera á þessari flugleið, þegar byrjunarerfiðleikar eru yfirstignir. Þegar íslendingar koma til Schiphol-flugvallar hjá Amsterdam, fá þeir fljótt nasasjón af þvi að dugnaðarþjóð byggir landið. Flugvöllurinn er sex metra undir sjávarmáli og er á landi, þar sem áður var sjór, og voru skipsströnd tið á þeim stað, þar sem flugvöllurinn er og dregur hann af þvi nafn sitt. Hollendingar hafa stóraukið land sitt með þvi að veita burt sjó og vatni. Schiphol-flugvöllurinner einn hinn mesti i heimi og þykir skipulagður flestum betur. Þaðan eru flugferðir til 80 staða i Evrópu og 90 utan Evrópu. Hið mikla hollenzka flugfélag, KLM, setur svip sinn á staðinn, en það er með stærstu flugfélögum og hefur ekki færri en um 400 sölustaði viðs vegar um heim. Með þvi að komast i samband við Schiphol-flugvöllinn opnast íslendingum greið leið við umheiminn og jafnframt skapast auknir möguleikar fyrir ferðamenn til að sækja ísland heim viðs vegar frá. Ekki er minna um það vert fyrir Islendinga að gott er að sækja Holland heim. Amsterdam er með eftirsóttustu ferðamannaborgum i heimi með sögufrægum byggingum, enda um lengra skeið miðstöð mikils nýlenduveldis, ágætum söfnum, vinsælum veitingastöðum og verzlunum, þar sem vöruúrval er mikið og afgreiðsla til fyrirmyndar. í námunda við Amsterdam eru borgirnar Rotterdam, þar sem er stærsta höfn i heimi og höfuðborgin Haag. Þótt Holland hafi ekki upp á fjöll að bjóða, kemur það á móti, að ræktun er óviða eða hvergi til meiri fyrirmyndar. Sjálfir eru Hollendingar sagðir góðir viðkynningar. Þeir eru sagðir dálitið þráttgjarnir eins og íslendingar og segir i ferða- bæklingi um þá, að reki þrjá Hollendinga á eyði- ey, verði það fyrsta verk þeirra að stofna þrjá stjórnmálaflokka. En þrátt fyrir þetta, hefur þeim tekizt að vinna vel saman og standa flestum þjóðum framar i framtaki, vinnusemi og hrein- læti og mörgum öðrum dyggðum. Þeir eru þvi þjóð, sem lærdómsrikt er að kynnast. Þá eru Hollendingar miklir ferðamenn og ætti áætlunarflug til Amsterdam að geta aukið stór- lega komur ferðamanna hingað. Það er þvi öll ástæða til að ætla, að þetta áætlunarflug eigi eftir að gefast vel. Þ.Þ. ■ Þvi rita ég þessar linur, aö ég hef oröiö var viö aö þaö viröist vefjast fyrir mörgum um hvaö deila min og þeirra Tómasar Arnasonar, viöskiptaráöherra, og Þórhalls Ásgeirssonar, ráöu- neytisstjóra snýst. Aðlögun stjórnvalda að frí- verslun Deila stjórnvalda og iönaöar hefur staöiö i mörg ár og deiluefniö er hvernig bregöast ber viö þeirri staöreynd, aö islensk stjórnvöld hafa enn ekki áttaö sig á þvi hvaö geröist áriö 1970 þegar Island geröist aöili aö EFTA. Deilan 'snýst þannig um atvinnuöryggi og kjör þeirra þús- unda manna og kvenna, sem viö iönaö starfa, svo og hvort þær þúsundir ungmenna, sem á vinnumarkaöinn koma á næstu árum, fái vinnu hér á Islandi, eöa hvort þeir neyöast til aö flytja úr landi til aö fá vinnu viö sitt hæfi. Blaðamannafundur Tóm- asar Árnasonar, 19. júni Tilefni þess, aö þessi deila blossaöi upp aö nýju nú, var blaöamannafundur sá, sem Tómas Árnason hélt fyrir rúmri viku er hann skýröi frá för sinni til Brussel, en þá för kvaöst hann hafa fariö til aö reyna aö fá samþykki Efnahagsbandalags Evrópu til aö leggja á aö nýju svokallaö aölögunargjald, enda þótt hann væri sjálfur andvigur gjaldinu, samanber ummæli hans i Morgunblaöinu 20. júni s.l. Hlýt ég aö dást aö þeirri fórnfýsi ráö- herrans, aö leggja á sig langa ferö til aö mæla fyrir máli, sem hann er sjálfur mótfallinn. Þau ummæli min aö raunveru- lega andstööu viö aölögunar- gjaldiö sé aö finna i viöskipta- ráöuneytinu i Reykjavik, en hvorki i Brussel né Genf, hafa svo hleypt öllu i bál og brand. Gengisskráningin Til aö skýra hvaö býr aö baki þessari skoöun minni er nauösyn- legt aö huga aö forsögu málsins. Allir vita, aö gengi islensku krón- unnar er skráö eftir hag sjávarút- vegsins og aö iönaöurinn veröur aö búa viö þau kjör. Vegna þess er algjör nauösyn á þvi aö starfs- skilyröi sjávarútvegs og iönaöar séu sambærileg, en svo er ekki þvi sjávarútvegurinn býr viö mun hagstæöari rekstrarskilyröi en iönaöurinn. Röng gengisskráning Þessi mismunandi rekstrar- skilyröi valda gengisskekkju gagnvart iönaöi, og var reiknaö út I febrúar 1979 aö sú skekkja næmi 3,6%. Um áramótin 1978/1979 kom fram sú hugmynd aö leggja sér- stakt gjald á nokkurn hluta inn- fluttra iönaöarvara, til bráöa- birgöa, til aö gefa stjórnvöldum tima til aö lagfæra starfsskilyröi iönaöarins. Þessi hugmynd mætti mikilli andstööu ráöuneytisstjóra viöskiptaráðuneytisins, og lagðist hann eindregiö gegn þvi aö slikt yröi reynt. Sendinefndirnar 1979 Þrátt fyrir þessa andstööu ráöuneytisstjóra sins, sendi þá- verandi viöskiptaráöherra, Svavar Gestsson, tvær sendi- nefndir til Evrópu til aö vinna málinu fylgi. Fór svo aö EFTA samþykkti formlega aðlögunar- gjaldiö, en Efnahagsbandalagiö mótmælti, en lét kyrrt liggja, en þaö er aöferö til aö forðast for- dæmi. Lög um 3% aölögunar- gjaldiö voru samþykkt voriö 1979 og skyldu þau gilda út áriö 1980. Bréf F.l.l. til rfkis- stjórnarinnar 11. febrúar 1980 Félag islenskra iönrekenda ritaöi núverandi rikisstjórn bréf þremur dögum eftir aö hún haföi veriö mynduö I febrúar 1980. 1 bréfi þessu bentum viö á, aö lög um aölögunargjald myndu renna út um áramótin og þvi væri nauö- synlegt aö hefjast þegar handa um aö bæta starfsskilyrði iönaöarins, en ef það væri ekki gert yröi aö framlegnja lög um aölögunargjald. Þessar aövaran- ir félagsins voru látlaust Itrekaö- ar allt áriö 1980 en allt kom fyrir mpnninparmál----■ Vandi Þjóðleikhússins: Húsið er leiðinlegt og kostar þjóðina hálfan skuttogara á ári í meðlög ■ Ekki man ég lengur hvenær þjóöin byrjaði að reisa sér þjóð- leikhiís, en þegar ég var barn var þetta musteri islenskrar tungu aðallega draugabæli, og bar bæði skelfingu Skuggahverfisins í svip sínum og alla angist kreppuár- anna. Það eina, sem fréttist af þessu einkennilega hiísi, var það, þegar þar fundust ný herbergi, eða nýir salir, einkum í kjallaranum, en hiisið var vist völundarhds, sér I lagi kjallarinn, og ólikt öðrum hdsum f bænum. Ég geri ráö fyrir aö hugmyndin um þjóöleikhds. hafi komiö fram um Ukt leyti og aörar hugmyndir um nauösynlegar stofnanir full- valda rikis, aö þjóöarmetnaöur hafi ráöiö þar mestu, ásamt list- rænum áformum. Svo eitt kvöld fyrir rdmlega 30árum var buiö aö finna öll herbergin og húsiö var vígt, eða tekið i notkun, og hefur siöan veriö snar þáttur I Islensku þjóölifi og umræöu. Og áfram er þaö dularfullt hús. Guðlaugur Rósinkranz Guölaugur heitinn Rósinkranz var ráöinn fyrsti þjóöleikhús- stjórinn og stýrði hann leikhúsinu i rúma tvo áratugi og mótaöi stefnu þess. Hann var mikiö skammaöur. Eftir á aö hyggja, þegar störf hans I leikhúsinu eru metin nán- ar, þá kemur I ljós, aö honum farnaðist vel. Hann var upphafs- maður nýjunga og mikil breidd var í verkefnavali, enda kannski skiljanlegt, þvi meö þessu mikla leikhúsi, var unnt að færast i fang margt nýtt, sem áöur var ógjörn- ingur, nema á viöavangi. Mikið hefur verið sýnt i þessu húsi, gott og vont, en ávallt hefur húsið þó verið i umræöunni, og yfirleittlogandi i ófriöi, og heldur hefur úthaldiö gengiö illa fjár- hagslega, einkum síðari árin. Miðasalan stendur nú aöeins undir 35-40% af rekstrarkostnaöi hússins.sem mun langtum lakara en hjá hliðstæðum stofnunum er- lendis. Rikissjóöur er þvi aöal- kúnninn og lætur af hendi um 1.2 milljaröa gamla á ári til aö leika fyrir, en til samanburöar, þá kostaöi nýjasti skuttogarinn um þrjá milljaröa gamla, þannig aö leikið er fyrir um þaö bil hálfan nýjan skuttogara á ári. Þaö er býsna mikið fyrir þessa litlu þjóö, þótt leiklist sé góö. Aösókn fer lika minnkandi, þótt rlkissjóöur greiöi niður hvern miöa um 1200krónur gamlar, áriö út og áriö inn, hvern einasta miöa, sem seldur er. Og þetta skeöur á sama tima og láglauna- stefna er i gildi, og láglaunafólk hefur naumast til hnifs eða skeið- ar, vegna óhagstæöra ytri aö- stæöna, fyrst og fremst. Einveldið i Skugga- hverfinu Frá fyrstu tiö hefur veriö ein- veldi I Þjóöleikhúsinu viö Hverfisgötuna. Þjóðleikhússtjóri hefur fariö meö æöstu völd til sjós og lands, eins og þar stendur, þótt frá fýrstu tiö hafi veriö starfandi þjóöleikhúsráö. í fyrstu einhvers konar öldungaráö, sem lét sig húsiö annars litlu skipta, aö þvi er sagt hefur veriö, enda ráöiö fyrst og siðast einhvers konar saklaus samkvæmisleikur réttkjörinna gamalmenna, þar til fyrir nokkr- um árum, aö ákveöiö var aö kjósa stærra og yngra þjóöleikhúsráö, húsinu og gjaldkeranum til trausts og halds. Þetta hefur vist ekki gefist vel. Aldrei hefur leikhúsið veriö leiöinlegra, dýrara og verra, sagöi einhver, þótt þaö sé nú lik- lega ofsagt. En hvaö um þaö. Enn hefur soðið upp úr. Þjóöleikhús- stjöri var sakaður um misnotkun á segulböndum, og nú hefur Þór- hallur Sigurösson, leikari og nefndarmaöur i leikritavals- nefnd, sagt af sér, en hann sat i ráöinu fyrir Alþýöubandalagiö, sem hefur nú Mngaö til viljaö ráöa minnst i öfugu hlutfalli viö þingfylgi og fjölda kjörinna full- trúa. Þórhallur Sigurðsson, leikari, er talinn hreinskiptinn maður, og þaö vekur vissulega til um-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.