Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 1. júlí 1981. iþróttir 3. deildin — 3. deildin — 3. deildin — 3. deildin — 3. deildin — 3. deildin Stada Aftureldingar slæm eftir tap gegn ÍK Sæmundur Víglundsson skoradi „Hat trick” gegn F-riðm Grundfirdingum og hefur nú gert 16 mörk Einherji-uMSB7-2 (6 Ármenningar standa nú einna best að vigi i A-riðlinum i 3. deild eftir stórsigur þeirra yfir Grind- víkingum. Ármann hefur engum leik tapað en gert tvö jafntefli og Grindavik hafði fyrir leikinn gegn Ármanni heldur ekki tapað og þvi var búist við hörkuleik. En það fór á annan veg. Ár- mann hafði töglin og hagldirnar allt frá upphafi og sigraði örugg- lega 4-0, Bryngeir Torfason kom mikið við sögu i leiknum en hann gerði þrjú mörk og Hannes Leifs- son gerði eitt mark. Óðinn — Hveragerði 0-3 (0-0) Hvergerðingar áttu ekki i mikl- um erfiðleikum með að sigra Öð- in, lokatölur urðu 3-0 og það var Guðmundur Sigurbjörnsson (bet- ur þekktur sem knattspyrnu- dómari) sem kom Hvergerðing- um á bragðiö er hann skoraði fyrsta markið. Kjartan Busk skoraði annað markið og Þorlák- ur Kjartansson bætti þvi þriöja við áður en yíir lauk. Grótta..........6 1 1 4 6-16 3 Öðinn ..........5 0 0 5 3-14 0 B-riðill Léttir — Þór Þorl. 2-2(0- 0) Fyrri hálfleikur i leik Léttis og Þórs var nokkuð jafn og fengu þá bæði félögin nokkuð góð færi á að skora en tókst ekki. Ármann Einarsson tók siðan af skarið i seinni hálfleik og skoraði fyrir bór en þá var eins og leikmenn Léttis hafi vaknað þvi aðeins tveimur min. siðar tókst þeim að jafna með marki Ingimars Bjarnasonar sem rétt áður hafði komið inná sem varamaður. Gylfi Gislason kom siðan Þór aftur yfir, en aftur var Ingimar á ferð- inni og jafnaði, hörkuvaramaður þar á ferðinni. Eftir þetta sótti Léltir öllu meira en er yíir lauk þótti mönnum jafntefli nokkuð sanngjörn úrslit. Leiknir — Stjarnan 3-3 (1-1) Leiknismenn hólu leikinn og ■ Eyjólfur Sigurðsson 1R á hér I baráttu við leikmann Njarðvikur I einum drullupoilinum á Melavellinum. ÍK — Afturelding 2-1 (1- 1) IK og Afturelding léku á Kópa- vogsvellinum i fyrrakvöld og hefði Aftureldingu tekist að sigra i leiknum ættu þeir möguleika á að ná Ármanni að stigum. En IKr menn voru ekkert að gefa eftir og sigruðu 2-1 i jöfnum og skemmti- legum leik. Afturelding sótti mun meira i leiknum en án þess aö skapa sér nein verulega hættuleg tækifæri en 1K menn byggöu aftur á móti mikið upp á skyndisókn- um. Öskar Guömundsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir 1K en áður en fyrri hálfleik lauk jafnaöi Stefán Hreiðarsson úr vita- spyrnu. Óskar Guðmundsson skoraöi siðan stórglæsilegt mark með skalla eftir fyrirgjöf og tryggði 1K þar með sigur. Halldór Björnsson þjálfari Aftureldingar lék ekki með félpgum sinum var i leikbanni. Staðan i riðlinum er nú þannig: Armann.............6420 10-1 10 Grindavik.......6 4 1 1 15-7 9 IK..............6 4 1 1 11-8 9 Afturelding.....5 2 2 1 11-6 6 Hveragerði......5 113 5-6 3 Timamynd Eila. segja má að þeir hafi „labbað" upp aö marki Stjörnunnar og skorað og var Ragnar Ingólfsson þar að verki. Leiknismenn voru mun friskari i upphafi leiksins en þó tókst þeim ekki að bæta við fleiri mörkum i hálfleiknum. En Stjörnunni tókst að jafna, Einar Pálsson átti skot i stöng og fékk boltann aftur og skoraði þá auð- veldlega. Leifur ivarsson kom Leikni aftur yfir meö marki af löngu færi, en Siguröur Harðarson jafnaði fyrir Stjörnuna úr vita- spyrnu. Aftur komust Leiknis- menn yfir nú með marki beint úr hornspyrnu sem Jóhann Einars- son skoraði og áður en yfir lauk jafnaði Jón Á. Bragason fyrir Stjörnuna með marki af 25 m færi og virtust þetta vera sanngjörn úrslit. ÍR — Njarðvik 0-6 (0-4) Njarövikingar áttu ekki i mikl- um erfiðleikum með slaka IR- inga og áður en yíir lauk voru mörkin orðin sex. Haukur Jó- hannesson gerði tvö fyrstu mörk- in, Jón Halldórsson þaö þriðja eftir gegnumbrot og áður en fyrri hálfleik lauk bætti Þórður Karls- son einu við úr viti. Fimmta mark Njarðviking- anna var af ódýrari gerðinni en þá sparkaði markvörður 1R boltanum beint til Skúla Her- mannssonar sem skaut strax yfir markvörðinn og i markið. Marinó Einarsson gerði siðan sjötta markið og Njarðvik heföi getað gert fleiri mörk írekar en 1R að gera eitt. Staðan i riðlinum er nú þessi: Viðir...........6 5 1 0 25-8 11 Leiknir. ........6 3 2 1 11-11 8 Njarðvik.........5 3 1 1 18-3 7 Stjarnan ........6 2 1 3 13-18 5 ÞórÞorl..........5 1 2 2 7-11 4 Léttir...........6 1 2 3 7-19 4 1R...............6 0 0 6 4-15 0 SÖS/Röp,- C-riðill HV — Grundarfjörður 4- 0(2-0). Illa gengur félögunum i riðlin- um að stöðva Sæmund Viglunds- son eins og kemur fram annars staðar i greininni þá gerði Sæ- mundur þrjú mörk á móti Reyni HE og i fyrrakvöld er HV mætti Grundarfirði þá skoraði Sæ- mundur einnig þrjú mörk og hefur hann gert 16 mörk og er ef- laust markhæstur i deildinni. LeikurHV og Grundarfjarðar var frekar slakur enda yfirburðir HV miklir. Eins og áður sagði gerði Sæmundur þrjú en fjórða markiö gerði Daði Halldórsson. HV — Reynir He. 4-0 (1- 0) Reynismenn færðu HV l'yrsta markið á silfurfati. Rúnar Georgsson þjálfari lieynis, en hann lék áður með IBK, ætlaöi að gefa til baka á markvörðinn en tókst ekki betur til en svo að Sæ- mundur komstá milli og skoraöi. Seinni hálfleikur var algjör ein- stefna og þá gerði Sæmundur tvö mörk og Guðjón Böðvarsson eitt. Snæfell — Vikingur 0-0 Þó HV hafi unnið alla sina leiki með nokkrum yfirburöum þá styrktiststaða þeirra enn betur er Snæfell og Vikingur gerðu markalaust jafntefli. Þessi félög voru fyrirfram talin þau einu sem veitt gætu HV einhverja'keppni en nú litur út fyrir það aö HV vinni riðilinn nokkuð auöveld- lega. Leikur Snælells og Vikings var mjög jafn en með smáheppni hefðu Vikingar átt að fara meö sigur af hólmi, áttu m.a. skot i stöng. Staðan i riðlinum er nú þannig: HV.............7 7 0 0 29-1 14 Vikingur.......6 4 1 1 12-10 9 Bolungarvik....5 3 0 2 13-6 6 Snæfell........4 2 1 1 12-3 5 Grundarfjörður. .8 1 1 6 4-31 3 Reynir He......5 1 0 4 4-14 2 Reynir Hn......5 0 1 4 2-11 1 D-riðill Tindastóll — Reynir Arsk. 3- 0 (2-0) Sigur Tindastóls i þessum leik var frekar auðveldur og mót- staðan sem þeir fengu ekki mikil. Leikurinn var litt skemmtilegur á að horfa, mest var um þóf fram og til baka mörk Tindastóls gerðu Þröstur Gunnarsson, Sigurjón Magnússon og Öskar Björnsson. Staða Tindastóls i riðlinum er mjög sterk og það er einnig staða KS en þessi félög koma til með að leika úrslitaleikinn i riðlinum er þau mætast næsta laugardag. USAH — Leiftur 0-6 Staöan i D-riðli er nú þessi: Tindastóll.......4 3 1 0 13-1 7 KS...............4 3 1 0 11-5 7 Revnir...........4 2 0 2 6-11 4 Leiftur..........4 1 0 3 7-5 2 USAH.............4 0 0 4 3-18 0 E-riðill Árroðinn — Dagsbrún 4- 0 (2-0) Staða Árroðans i riðlinum er nú orðin mjög góð þegar riðillinn er hálfnaður, Árroðinn hefur unnið alla sina leiki og það er aðeins HSÞ-B sem getur ógnað sigri þeirra i riðlinum. Árroöinn hafði mikla yfirburði i leiknum gegn Dagsbrún og hefði sigur þeirra getað orðið enn stærri. Mörk Ár- roðans gerðu tírn Tryggvason 2 og þeir Garðar Hallgrimsson og Hafberg Svansson sitt hvort. HSÞ-B — Magni4-1 (2-0) HSÞ-B fylgir Árroðanum eins og skugginn og áttu þeir ekki i miklum erfiðleikum með að sigra Magna, mörk HSÞ-B gerðu Þor- lákur Jónsson 2 og þeir Ari Hall- grimsson og Jónas Skúlason gerðu sitt hvort markið, mark Magna gerði Heimir Ingólfsson. Staðan i riðlinum er nú þessi: Árroðinn.........3 3 0 0 8-2 6 HSÞ-B ...........3 2 0 1 8-1 4 Magni............3 0 1 2 5-9 1 Dagsbrún.........3 0 1 2 4-10 1 Einherji hafði mikla yfirburði i leiknum og áður en flautað var til hálfleiks hafði liðinu tekist að skora sex mörk. Þeir tóku þvi lif- inu með ró i seinni hálfleik og þann hálfleik unnu UMSB 2-1. Mörk Einhverja gerðu, Ölafur Armannsson, Gisli Daviðsson og Kristján Daviðsson tvö mörk hver og Baldur Kjartansson gerði eitt. Mörk UMSB gerðu Arni Ólafsson og Kristján Bjarnason. Huginn — Höttur 3-CT (2-0) Með þessum sigri standa Huginsmenn jafnir Einhverja i baráttunni i riðlinum, eru bæði liðin með 5 stig en Valur fylgir þeim fast á eftir og eru þeir með fjögur stig. Mörk Hugins gerðu Rúnar Magnússon, Skúli Jónsson og Kristinn Jónsson. Staðan i riðlinum er nú þessi: Einherji........3 2 1 0 16-4 5 Huginn..........3 2 1 0 8-2 5 Valur ..........3 2 0 1 9-4 4 UMFB ...........3 0 1 2 4-12 1 Höttur..........4 0 1 3 1-16 1 G-riðill Hrafnkell — Leiknir (2-1 (1-1) Þessi úrslit voru nokkuð óvænt vegna þess að Leiknismenn sóttu öllu meira i leiknum og áttu nokk- ur góð tækifæri á að skora en allt kom fyrir ekki. Jón Jónasson tók forystuna fyrir Hrafnkel en Jón Jóhannsson jafnaði fyrir Leikni. Það má eiginlega segja að Hrafn- kell hafi skorað úr sinu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik og var Einar Birgisson þar að verki eftir aukaspyrnu. Austri — Sindri 1-1 (0-1) Leikmenn Sindra fengu óska- byrjun i leiknum er þeir skoruðu úr vitaspyrnu eftir aðeins 19 sekúndur, Grétar Vilbergsson vippaði knettinum yfir Benedikt markvörð og var knötturinn á leið i markið er einn varnarmanna Austra sló hann með hendinni. Grétar skoraði sjálfur úr vitinu og rétt fyrir leikslok tókst Austra- mönnum að jafna og var Snorri Guðmundsson þar að verki. Litlu munaði að Austra tækist að fara með bæði stigin af hólmi er Ragn- ar ölafsson átti skalla i stöngina á marki Sindra. Staðan iriðlinum er nú þannig: Sindri............3 2 1 0 10-5 5 Austri............3 1 2 0 4-3 4 Hrafnkell.........3 2 0 1 3-2 4 Leiknir...........4 112 6-7 3 Súlan.............3 0 0 3 2-8 0 Hörö hrið Grindvikinga að marki Armanns, Hannes Leifsson gerir tilraun til að bægja hættunni frá. Timamynd Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.