Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 9
[iövikudagur 1. júli 198L vn 9 „Aðalatriðið er að megin spurningunni er enn með öllu ósvarað. Hvað ætlar ríkis- stjórnin að gera?" ekki, þvi rikisstjórnin gerði hvor- ugt, — hún leiðrétti ekki starfs- skilyrðin og hún framlengdi ekki lögin um aðlögunargjald. Alþingi samþykkti hins vegar i desember heimild til ríkisstjórn- arinnar til að leggja á aölögunar- gjald aö nýju, en áhugi Tómasar Arnasonar á málinu reyndist ekki meiri en svo, að það var ekki fyrr en i júni, tæplega hálfu ári siðar, að hann fór til Brussel til að ræöa málið við Efnahagsbandalagið. Enda varð árangurinn eftir þvi. Ríkisstjórnin skerðir starfsaðstöðu iðnaðar um 6.5% 1 einu vetfangi var sam- keppnisstaða iðnaðarins þvi skert um 43% og til að bæta gráu ofan á svart var gengið skekkt um 3,5% til viðbótar i febrúar siðastliðnum með þvi að rikisstjórnin tók á- byrgðá tómum veröjöfnunarsjóöi hraöfrystiiönaðarins. För 17 islendinga til Genf og Brussel 18.-20. maí 1981 Hvort Tómas Arnason og dag- blaðiö Timinn kjósa aö trúa orð- um deildarstjóra iðnaöarráðu- neytisins, blaðamanni Morgun- blaðsins og minum, um það sem kom fram á fundinum i Brussel, erþeirra mál, en ég á enn eftir að fá viðunandi skýringu á þvi hvernig á þvi stendur, að jákvætt viðhorf þessa embættismanns gagnvart aðlögunargjaldi á fundi með 17 Islendingum hinn 19. mai breyttist skyndilega i neikvæða afstöðu hinn 27. mai, en þá var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins kominn til Brussel. Yfirlýsing hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi 27. júní Yfirlýsing hagsmunasamtaka i sjávarútvegi hinn 27. júni verður ekki skilin öðruvisi en sem þakk- læti þeirra til ráðuneytisstjórans fyrir andstöðu hans við aö- lögunargjald. En renna ekki viö- brögð þeirra einmitt stoðum undir þá fullyrðingu mina, að hina raunverulegu andstöðu við aðlögunargjaldið sé að finna i Reykjavik en ekki i Genf og Brussel? Að þessu tilefni þykir mér rétt að rifja upp að iðnrekendur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta 1969 aö styðja inn- gönguna i EFTA, en inngangan var nauðsynlegur undanfari samningsins við Efnahagsbanda- lagiö. Menn verða að gera sér ljóst, að þessi samningur var geröur vegna þess að Efnahagsbanda- lagið taldi sér hag i þvi að fá að flytja inðnaðarvörur tollfrjálst til Islands. Það er þvi iðnaðurinn á íslandi sem greiöir aðgangseyrinn aö tollfrjálsum útflutningi til megin- landsins. Má af þessu sjá, aö dæmisaga Esóps er enn i fullu gildi, þvi enn getur músin hjálpað ljóninu meö þvi að naga sundur viðjarnar sem ljónið var njörvað i. Hitt þykir mér öllu lakara þegar þeir væna mig um aö ég geri kröfu til þess aö „viö brjót- um gerða samninga viö aðrar þjóöir, sem eru Islendingum jafn mikilvægir og raun ber vitni”. Standa ber við gerða samninga Ég vil enga samninga brjóta og skiptir mikilvægi þeirra ekki máli. Einmitt þess vegna vildi ég að viöbrögð bæði EFTA og Efna- hagsbandalagsins viö álagningu aðlögunargjalds yrðu könnuð nú, eins og gert var árið 1979, en ég vildi aö sú könnun yröi fram- kvæmd með jafn jákvæðu hugar- fari sendimanna okkar nú og þá. Lýst eftir stefnu rikis- stjórnarinnar Látum þetta nú allt liggja á milli hluta i bili. Aðalatriðið er að megin spurningunni er enn með öllu ósvarað. Hvað ætlar rikis- stjórnin að gera? Hún nýtti ekki frestinn, sem aðlögunargjaldið veitti henni til að leiðrétta starfs- skilyrði iðnaðarins og nú er við- skiptaráöherra kominn heim meö nei frá Brussel. Reykjavik, 29. júni 1981 ■ Samvinna og góð verkaskipting er nauðsynleg I öilum leikhúsum. Það er óháð ieiklistinni, kann einhver að segja, en ef útgerðarkostnaöurinn heldur áfram að vaxa og niðurgreiðsl- urnar að aukast endar Þjóðleikhúsið á götunni. hugsunar.þegar hann segir sig ur þessu samfélagi. Að visu hefði það nú verið snöfurmannlegra aö segja af sér, þegar hann var for- maður þjóðleikhúsráös, þvi þá var leikhúsið þó ekki hótinu betra, ef ekki verra. En það er hans mál. Fyrir þá, sem tengjast þessu hUsi aðeins, eða einkum frá áhorfendabekk, virðist það liggja i augum uppi af tölum i fjárlögum og umræöunni i blöðunum, að rekstrarfyrirkomulagi Þjóöleik- hússins verður að breyta. Valdinu þá dreift, ábyrgðinni einnig. Það er staöhæft, að oft gangi leikarar og leikstjórar á prófastslaunum verklausir eða verklitlir i þessu húsi, mánuöum, ef ekki árum saman, meöan hóp- ur manna er sóttur til starfa út fyrir húsið, til þess að vinna þeirra störf. ÞjóðleikhUsstjóri leikstýrirlfka of mikið sjálfur, að flestra dómi. Hremmir þar verk handa sér, en hendir öðru i aðra, og fær svo erlenda leikstjóra i sumt og þá oft einkennilega menn, að margra áliti. Nægir aö benda á tslenska dansflokkinn, hvernig farið var með hann i vet- ur, fékk ekki að dansa neitt, held- ur varð að ieikfangi einhvers Dana, sem er einhver safnaöar- fulltrUi þeirra dansara i Dan- mörku, sem hafa andstyggö á venjulegum dansi, og svona má lengi telja. Auðvitað veröur aö fá menn er- lendis frá ööru hverju. Um þaö er ekki verið að ræða hér. En allir eru nU liklega orðnir sammála um að gjaldkeri ÞjóðleikhUssins þarf að ráöa meiru, og þjóöleik- hUsráðiö lika, áöur en hUsiö tæm- ist alveg og kostar heilan skutara á ári i staðinn fyrir hálfan nUna. LeikhUsgestir, og reyndar þjóð- in öll, hlýtur að hafa það mjög sterklega á tilfinningunni að breytinga sé þörf á fyrirkomulagi öllu i ÞjóöleikhUsinu. Þetta ein- veldi ömurleikans og eyðslunnar riöar nU til falls, að maður hugsi nú ekki til óperu, ef hún á að verða að veruleika og á aö syngja lika fyrir rikissjóð. Enþað er þingið sem bjó til lög- in, og það er þingiö sem á næsta leik, og lildega litur það á málin næst þegar Þórshafnartogarinn kemur upp á yfirboröið. Jónas Guðmundsson landbúnadarspjall Orka og landbúnaður ■ Margur maðurinn hrökk ónotalega við þegar OPEC rikin fjórfölduðu oliuverö fyrir tæpum áratug. Siðan hefur olian oft hækkað i verði. Sifellt gengur á birgðimar, — en olia og náttUrugas eru talin helming- ur nýtanlegra orkulinda i heiminum. Oli'uverð mun enn fara hækkandi á næstu ára- tugum, þrátt fyrir þann stundarfrið, sem nU er, og enn hefur engin önnur orkulind komiö i staðinn, sem menn telji borga sig, eða kunni að nýta. Þetta ástand hefur raskað hagþróun um viöa veröld og ekkert Utlit er fyrir að það breytist á næstunni, nema að næg og ódýr orka fáist af öðru tagi. Fyrir bændur er olia meira en eldsneyti, hUn er lika hrá- efni i hin og þessi kemisk efni, sem talin eru ómissandi við nUti'ma bUrekstur og sem eru einkum nauösynleg i þróunar- löndunum til þess að auka bU- vöruframleiöslu. Margir hugsjónamenn álita að landbUnaður hefði átt að þróast öðru visi en orðiö hefur. Telja þeir að véla- og efna- notkun við bUskap sé kostnaðarsöm, mengandi og orkufrek og að hreinn viðskiptabUskapur geri bændur berskjaldaða fyrir óvæntum áföllum. Formæl- endur þessara sjónarmiða telja að maöurinn eigi að nokkru aðhverfa aftur til fyrri búskaparhátta t.d. með þvi að hætta að nota tilbuinn áburð en gjörnýta bUfjáráburð og sorp til ræktunar nytjajurta, hætta að nota efni til þess aö verjast jurtasjUkdómum og skaðdýrum, stórminnka véla- - notkun og beita dráttardýrum á ný fyrir plóginn. Þessir menn hafa að sumu leyti mikið til sfns máls, þó ekki sé rUm til að rekja það hér, en öðrum þræði eru sjónarmið þeirra óraunhæf. Hvaö hefði t.d. gerst hér kalda sumarið 1979, ef ekki hefði veriö tiIbUinn áburður til að örva grasvöxt? Vitað er að margir bændur gera sér far um aö hagnýta búfjáráburö betur en áöur og láta ekkert fara til spillis. Hinu er ekki að leyna að i mörgum vanþróuðum löndum fer obbinn af taði og kúaskán undir pottana og eldsneytis- hörgull fer vaxandi vegna þess að mjög gengur á skóg- ana i' þróunarlöndunum. Að öllu athuguðu virðist þaö búskaparlag sem nú tiðkast á Vesturlöndum og byggist á rannsóknum, mikilli notkun vélai tilbUins áburöar o.fl. kemiskra efna vera eina leiöin tii þess að svara fæðuþörí ört fjölgandi mannkyns. Bandariskar rannsóknir sýna að skordýr, jurtasjUk- dómar og illgresi rýra upp- skeruna þar i landi um þriðj- ung og aö uppskeru lokinni veröa enn 8% afföll á henni. Talið er aö fimmtungur alls jarðargróða i heiminum ónýt- ist af ýmsum orsökum eftir að hann er upp skorinn. Þetta gerist brátt fyrirnotkun mein- dýra- og illgresiseyðingar- lyf ja. Þýskar tilraunir leiddu i ljós að þegar hætt var aö nota jurtalyf við eplarækt minnk- aöi uppskeran um 40% fyrsta árið og söluhæf epli voru að- eins þrjátiu af hundraði af uppskerunni, en áttatiu ella. Tæp 200 tonn af búf járáburði þarf til að jafngilda einu tonni af köfnunarefni. Jafnvel þótt unnt væri meö viðráöanlegum orkukostnaði aö safna lifræn- um úrgangi og nota i stað til- búins áburðar mundi mikið af þeim steinefnum sem upp- skeran hefur fengið úr jarö- veginum og verða að sorpi i þéttbýli tapast út um skolp- ræsakerfiö og yröi að bæta moldinni þaö upp með tilbún- um áburÚ. Þekking manna á náttúr- unni eykst ört og sifellt fleygir tækninni fram. Hver veit nema að eftir svo sem áratug verði orkukreppan minning ein og ráð hafi verið fuidin viö mörgum þeim sjúkdómum og meindýraplágum sem nú hrella mannkyn. Það kostar ekkert að láta sig dreyma um korn- og grasteg- undir, sem vinni köfnunarefni úr loftinu, þurrk- og kalþolnar jurtir, dráttarvélar, sem ganga fyrir vatni eöa verk- smiðjur sem búa til „kjöt” Ur jurtum (shkar verksmiðjur eru reyndar á tilraunastigi). Draumar einir duga þó skammt íhörðum heimiog um þessar m undir er fæst af þessu i sjónmáli hvað þá heldur orðið og þvi veröur að bregðast við hlutunum á grundvelli þess sem er vist eða sennilegt. Bændur hafa þegar dregið Ur áburðar- og oliunotkun. Likur eru til að notkun jurta- og meindýra- lyfja minnki með endurbætt- umaöferðum.Ená samatima og þróaðar þjóðir geta og eiga að minnka orkunotkun sina eru þróunarlöndin i orkusvelti og verða að fá stærri skerf af orkusjóðnum til sinna þaría. Tryggja veröur land- bUnaöinum þá orku sem hann þarf til þess að nýta tiltæka tækniþekkingu. A þeim svæðum þar sem oliunotkun er oröin gifurlega mikil verða bændur að sættast á að minnka hana, lækka til- kostnað og jafna fram- leiðsluna sem vænlegustu leið til að bregðast við orku- kreppunni. Annarsstaöar, einkum í þróunarlöndum má einskis láta ófreistað til aö auka íramleiöni i landbUnaði en forðast þó eins og unnt er notkun kemiskra efna. Ef ekki veröur nóg til af hinni einu, lifsnauðsynlegu „auðlind”: mat, um næstu aídamót til þess að metta þær sex þUsund milljónir jarðar- búa, sem þá verða á dögum, koma aðrar framfarir fyrir litið. Þess vegna litur út fyrir að það sjónarmið að hverfa til fyrri tima búskaparhátta sé óraunhæft ef ekki á að hopa enn frekar i baráttunni viö hungurvofuna á jörðinni. Heimildir: IFAP-NEWS Norinform. Landbrugsraadets .meddelelser. Júlíus J. Daníelsson, ritstjóri Freys, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.