Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.02.2008, Qupperneq 20
4 sport Hver er verst klæddur? Keflvíkingurinn Jón Gauti Jónsson er með rosa skrítinn smekk á fötum. Hann vill alltaf klæðast sem mestum litum. Hver er best klæddur? Þann mann er að finna í landsliðnu og heitir Hreggviður Magnússon. Hann er alltaf í jakkafötum og er óheyrilega snyrtilegur. Hver hlustar á verstu tónlistin ? Jón Gauti aftur. Það er eitthvað skrítið við hann sem gerir hann öðru- vísi en aðra. Þótt hann sé skrítinn er Jón Gauti samt góður gaur. Hver á flottasta bílinn? Það munu vera ég sjálfur og Arnar Freyr Jónsson. Ég er á BMW en Addi er á flottum Ford Explorer. Hver á ljótasta bílinn? Vilhjálmur Steinarsson á bíl sem er kallaður Bláa þruman og hann er ekki að gera gott mót á þeim bíl. Hver er stæltastur? Gamli maðurinn í Keflavík, Gunnar Einarsson. Konan hans er alveg búin að taka hann í gegn og karlinn er í svakalegu formi Hver er alltaf á síðustu stundu? Sigurður Sigurbjörnsson og Þröstur Leó eiga það sameiginlegt að eiga í miklum erfiðleikum með að mæta á réttum tíma. Hver eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn? Jonni (Jón Nordal Hafsteinsson) er þess heiðurs aðnjót- andi, enda er hann fyrirsæta og þær þurfa víst að hugsa um útlitið. Það er ábyggilega erfitt að líta eins vel út og Jonni. Hver er hjá- trúarfyllstur? Það er enginn einn. Í öllum heimaleikjum sitjum við samt allir á okkar sama stað í klefanum og við gerum alltaf það sama í upphitun. Það má því segja að liðið allt sé nokkuð hjátrúarfullt. HANS PETER BRIEGEL Hann var tugþrautar- maður sem byrjaði að æfa fótbolta 17 ára gamall. Algjört tröll að burðum, rúmlega 190 cm á hæð og yfir 100 kg en samt með mikinn hraða og gríðarlegan stökkkraft. Þjálfun hans í tugþrautinni kom honum svo sannarlega að notum í fótboltanum og með þrotlausri þjálf- un allan ferilinn bætti hann sig stöðugt sem knattspyrnu- maður. Hann var hrikalega erfiður við að eiga og lét mann venjulega finna vel fyrir því, enda ekki að ástæðulausu sem menn fá viðurnefnið „Valtarinn“. IVAN BULJAN Landsliðsmaður Júgóslavíu í mörg ár sem spilaði með Hamborg í Þýska- landi í kringum 1980. Þá var hann kominn á síðari hluta ferilsins og fór langt á reynsl- unni. Hann var mjög skynsamur leikmaður sem bjó yfir miklum leikskilningi. Hann var ólíkur Briegel á velli, en samt var alveg jafn erfitt að komast fram hjá honum. KARL-HEINZ FÖRSTER Þýskur landsliðs- maður sem spilaði með Stuttgart. Hann er lifandi sönnun um það hvað hægt er að gera með því að leggja aðeins meira á sig en aðrir. Hann æfði lengur og betur en aðrir. Hann var maðurinn sem í flestum tilfellum leysti vandamál þýska landsliðsins þegar átti að einangra framherja móterjanna. Hann var eins og frímerki á sóknarmönnum allan leikinn og gat verið mjög grófur í þokkabót. Það var ekki gaman að mæta Förster. DITMAR JAKOBS Hann spilaði með Hamborg og var þar í miðri vörninni, bæði sem „líbero“ og miðvörður. Hann var stór og sterkur og klárlega einn af bestu varnarmönnum Þýskalands á sínum árum, enda var hann einn af máttarstólp- um meistaraliðs Hamborgar sem meðal annars vann Meistaradeildina 1983. Hann hafði allt sem prýða þarf góðan varnarmann og með afar fáa veikleika. KLAUS AUGENTHALER: Hann spilaði allan sinn feril hjá Bayern- München og varð margfaldur meistari með þeim. Hann er þessi „100% týpa frá Bæjaralandi“. Hann var ofsalega skyn- samur en jafnframt harður leikmaður sem gafst aldrei upp. Þegar maður hélt að það hefði tekist að komast fram hjá honum var hann kominn aftur í bakið á manni og það er aðdáunarverður eiginleiki hjá varn- armönnum. Hann lagði sig alltaf allan fram og það gerði hann að einum öflugasta varnarmanni heims. ERFIÐUSTU ANDSTÆÐINGARNIR F rá árinu 1980 til 1988 lék Atli Eðvaldsson með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf og Bayer Uerdingen í þýsku úrvalsdeildinni en fram að þeim tíma hafði hann leikið með Val á Íslandi. Eftir stutt stopp á Hlíðarenda sumarið 1988 hélt Atli aftur til Þýskalands og spilaði með TuRu Düsseldorf. Eftir skamma viðdvöl hjá tyrkneska liðinu Genclerbirligi SK Ankara sneri Atli til KR árið 1990 þar sem hann lék í nokkur ár. Atli lauk leikmannaferlinum hjá HK í Kópavogi árið 1994. Athygli vekur að allir fimm erfiðustu andstæðing- ar Atla eru frá tíma hans í Þýskalandi. „Þetta voru allt frábærir fótboltamenn sem spiluðu fyrir góð lið í þýsku úrvalsdeildinni. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið algjörir „naglar“ sem gáfu ekkert eftir,“ segir Atli. Eftir því sem leið á ferilinn færði Atli sig aftar á völlinn og sín síðustu ár lék hann að mestu leyti í vörninni, eftir að hafa skapað sér í fyrstu nafn sem alhliða sóknarmaður. Sú staðreynd að erfiðustu andstæðingar Atla eiga það sammerkt að vera varnarmenn gefur til kynna að honum hafi þótt auðveldara að hafa tök á sóknarmönnum andstæðingsins hverju sinni. Atli Eðvaldsson er einn ástsælasti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið og státar af löngum og farsælum ferli, lengst af sem atvinnumaður í Þýskalandi og leikmaður Vals og KR á Íslandi. Atli lék í Þýskalandi á þeim tíma sem Vestur-Þjóðverjar höfðu á að skipa einhverju alsterkasta landsliði heims og fékk þar að kljást við marga af fremstu leikmönnum liðsins. Sport fékk Atla til að velja fi mm erfi ðustu andstæðinga sína á ferlinum. EFTIR VIGNI GUÐJÓNSSON ÍBÚNINGS- KLEFANUM Með Magnúsi Gunnarssyni – leikmanni körfuboltaliðs Keflavíkur Atli Eðvaldsson á sínum yngri árum sem leikmaður í Þýskalandi. Eftir að leikmannaferlinum lauk hefur Atli fengist nokkuð við þjálfun með góðum árangri. Hið eilífa melódrama er órjúfan- legur þáttur í fótboltanum í rómönskum löndum. Skrif í norður evrópsk blöð um fótbolt- ann í Suður-Evrópu taka mark af melódramanu og undirliggjandi þráður í skrifum helstu sérfræð- inga er kómík og kaldhæðni. Sést það gleggst í bresku blöðunum hjá mönnum eins og Sid Lowe, Phil Ball og James Richardson. Undir- ritaður er ekki alsaklaus af slíku í skrifum sínum um suðurlandaboltann í íslensk blöð sl. 12 ár. Verður ekki þjálfari ársins Uppáhaldsknattspyrnumaður minn í gegnum tíðina er Roberto Mancini sem á leikjametið með mínu eftirlæt- isliði, Sampdoria. Mancini var alveg einstaklega klár knattspyrnumaður og mikill fyrirliði. Þótti snemma efni í knattspyrnustjóra þótt vinir mínir í Genóa hafi ekki verið sannfærðir. Álitu margir Manc- ini vitleysing, einkum sökum erfiðleika í einkalífi (var kokkálaður af samherja sínum sem skaðaði karlmennskuímynd hans) og misheppnaðra fjárfestinga með tengdafólki sínu. Þessir mælikvarðar á greind Mancinis reyndust handónýtir, hann hefur sannað sig sem einhver slægasti stjórinn í Evrópuboltanum í dag. Hann leiddi Inter til meistaratitils sl. vor og setti liðið stigamet. Liðið hefur verið frábært það sem af er hausti. Það kom því gífurlega á óvart þegar Mancini var ekki einn þeirra þriggja sem leik- mannasamtökin tilnefndu sem þjálfara ársins. Tilnefndir voru Ancelotti (Milan), Prandelli (Fior- entina) og Spalletti (Roma) sem hreppti titilinn. Ég var ekki einn um að finnast þetta snautlegur gjörningur hjá ítölskum fótboltamönnum, það má segja að það hafi verið viðtekin skoðun í öllum helstu blöðunum. Mér datt því í hug að lag væri að skrifa eilitla lofgrein um Mancini og lið Inter. Bæta í leiðinni aðeins fyrir að hafa oft og iðulega gert mikið grín að óláni félagsins en segja má að fullkomið niðurlægingarskeið hafi ríkt hjá liðinu í 15 ár allt þar til nýhafið blómaskeið hófst. Aðdáendur gerðu sumir hverjir líka grín eins og best má sjá í bókinni „Leiðarvísir til lífsbjargar Intermannsins“ eftir tvo spéfugla og ævilanga stuðningsmenn liðsins. Ekki komist hjá kvabbi En nú ber svo við að bæði stjórnendur og fylgis- menn Inter hafa alveg misst húmorinn. Mancini og leikmennirnir eru þessa dagana í sjálfskipuðu fjölmiðlabanni sökum illrar meðferðar hjá blaða- mönnum og dómurum. Segja valið á þjálfara ársins enn eitt dæmið um að árangri liðsins sé ekki sýnd næg virðing. Ofan á bætast hálf fjarstæðu- kenndar ásakanir á hendur dómurum sem er alveg dásamlega út í hött ef úrslit leikja eru skoðuð. Eftir umræðu síðastliðinna daga var mér eiginlega öllum lokið og sá að svona oflæti og vitleysisgang- ur verðskuldar ekki lof heldur háð. Kannski er þessi hegðun sökum þessa að Intermenn geta hreinlega ekki vanið sig af fýlunni eftir allan mótbyrinn. Þriðja lífsbjargarregla Intermannsins, úr bókinni góðu, virðist ætla að vera lífseig. Hún hljóðar svo: „Kvabb er óhjákvæmilegt, sættu þig við að þú átt eftir að vera í fýlu í mörg ár.“ ENN ÓHLJÓÐ Í STROKKI INTER Roberto Mancini er töffari sem náð hefur stórkostlegum árangri með Inter. Hann kemur hins vegar ekki til greina sem þjálfari ársins. SPORT/AFP Boltinn í Suður-Evrópu: Einar Logi Vignisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.